Morgunblaðið - 10.07.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.07.1975, Blaðsíða 19
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLl 1975 19 r María Markan (sjötug) María, svanninrt mæri, merk bæði í orði og verki, HeH vert þú, hjartað talar, hvenær sem annir réna. Ljósið þitt dýra lýsir /eitandi sá/um heitum listfagurt tíður bezta lagið sem fegrar daginn. Hátt ber til himins átta hreiminn sem enginn g/eymir. sárglöð ég sit og nærist söngvum er Ijúfast anga, svanur minn, syng þú, vina, sá/ mína í fre/sis bá/ið. Þú hefir víðfrægtþjóð vora, svása söngvadís, á söngva þinna öldum hún glæsi/egust rís. Þeir gullnu tónar liðu frá glaðri' og heitri sál svo /étt og blítt sem /ært þú hefðir /ævirkjans mál. Raddstyrkur þinn var nógur þó stigi himinhátt og hjörtu vor þér fylgdu með gleði í sólarátt. Svo yndislega djarfur, svo hreinn og skær og hlýr þá h/ó oss só/ar/andið hvar fegurðin býr. Já, sannar/ega fluttir þú oss söngsins englamál að sálir vorar losnuðu við tilgerð og prjál. I mínum augum ávallt sem önnur Jenny Lind, í áheyrenda anda geymist æ þin töframynd. Sú guðum vígða fegurð sem fluttir þú um /önd var fagnaðs yndiskveðja frá íslenzkri strönd. Nú segir blessað ísland við sjötugt barnið sitt: „Haf sæmd ogþökk, ó, María, fyrir ævistarf þitt." Kristin M. J. Björnsson. Norðursjávarskipin búin að selja fyrir 223 milljónir kr. t LOK síðustu viku voru fslenzku sfldveiðiskipin f Norðursjó búin að selja alls 6.374 lestir af sfld frá þvf að sfldveiðarnar hófust f aprfl s.l. fyrir alls 223,3 millj. kr. og er meðalverð fyrir hvert kg kr. 35,03. Á sama tfma f fyrra höfðu skipin selt 9.810 lestir fyrir 224 millj. kr og þá var meðalverð pr. kg kr. 22,84. Þess ber að geta að f fyrra var gengi d. kr. f byrjun júlf kr. 15,90, en f byrjun þessa mánaðar kr. 28,00. Enn sem fyrr er Faxaborg frá Hafnarfirði söluhæsta skipið og var á laugardaginn búin að selja 822.3 lestir fyrir 26,6 millj. kr. og var meðalverð fyrir hvert kg kr. 32,45. Gisli Árni RE er svo í öðru sæti. Skipið er búið að selja 418,6 lestir fyrir 19,5 millj. kr. og er meðalverð kr. 46,67. Þá kemur Fífill GK, sem er búinn að selja 466.4 lestir fyrirl8,9 millj. kr. og er meðalverð kr. 40,56. t siðustu viku seldu sildveiði- skipin alls 757 lestir fyrir 35,8 millj. kr. og var meðalverð þá kr. 47,32. Gísli Árni var með hæstu heildarsöluna, seldi rösklega 86 lestir fyrir 4,5 millj. kr. Jón Finnsson fékk hinsvegar næsta meðalverð kr. 61,38. bnidge Evrópumeistaramótið í bridge fyrir árið 1975 fer fram í BRIGHTON í Englandi dagana 13. — 27. júlí n.k. Mótið er hið 25. í röðinni. Alls taka 23 lönd þátt í rpótinu og eru íslending- ar meðal þátttakenda — þrátt fyrir erfiðan fjár- hag og gjaldeyrishömlur. í íslenzka liðinu eru: Jón Baldursson, Jakob R. Möller, Þórir Sigurösson, Hallur Símonarson, Símon Símonarson og Stefán Guðjohnsen. Fyrirliði og fararstjóri verður Ríkharður Stein- bergsson en Alfreð G. Alfreðsson verður þing- fulltrúi á þingi Evrópu- sambandsins sem haldið verður um sama leyti. íslendingarnir fara út á laugardaginn og byrja að spila á sunnudag — þrír fyrstu leikirnir verða við Tyrki, Finna og Frakka. Morgunblaðið mun hafa fréttamann á staðn- um og birta fréttir af mótinu jafnóðum og þær berast. Er það einn spil- aranna í íslenzka liðinu, Jakob R. Möller. Til gamans fer hér á eftir skrá yfir þau lönd, sem á þeim 24 Evrópumótum sem haldin hafa verið, hafa hlotið eitthvert þriggja efstu sætanna. ttalfa Bretland Frakkiand Svfðþjóð Austurrfki Holland Pólland Noregur Danmörk Sviss Finnland Island þátt. l.s. 2.s. 23 10 6 7 24 24 24 17 22 11 23 23 19 23 17 3.s. 2 4 2 0 4 1 3 3 2 2 1 1 sambandi við mótið, verður gefið út fréttablað með upp- lýsingum um mótið og sagt frá spilum i mótinu. Lesendur geta gerzt áskrifendur af þessu fréttablaði og kostar áskriftin £ 3.00. Tilkynningu ber að senda til English Bridge Union, 15b High Street, Thame, Oxon, England. A.G.R. STÖÐU HÆKKUN; ERUM FLUTT I IÐNADAR HÚSID HALLVEICARSTIC1. VIVIIIpIIWvWIi 190A TOYOTA MODEL — 5000 2 Overlock saumar 2 Teygjusaumar Beinn SAUMUR Zig-Zag Hraðstopp (3ja þrepa zig-zag) Blindfaldur Sjálfvirkur hnappagatasaumur Faldsaumur Tolufótur Utsaumur Skeljasaumur Fjolbreytt úrval fóta og stýringar fylgja vélinni. TOYOTA — VARAHLUTAUMBOÐIÐ H/F. ÁRMÚLA 23, REYKJAVÍK. SIMI: 81733 — 31226.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.