Morgunblaðið - 10.07.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.07.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JULl 1975 léttari og með breiðara belti ISLENZKUR vélsleði verður sýndur á Alþjóðlegri vörusýn- ingu, sem haidin verður í Reykjavfk dagana 22. ágúst til 7. september næstkomandi. Sleðinn er f ýmsu frábrugðinn þeim sleðum, sem hér hafa ver- ið á markaði, þótt útlit hans sé nokkuð hefðbundið. Sleðinn verður sýndur á veg- um Sverris Þóroddssonar og Co, en fyrirtækið hefur átt mestan þátt í gerð hans. I fréttatilkynningu, sem Mbl. hefur borizt um sleðann, segir að meðal merkustu nýjunga, sem hann prýða, sé að beltið undir honum sé 24ra tommu breitt i stað 15 tommu belta, sem algengust séu á öðrum sleðum. Þó hafa fengizt hér sleðar með 20 tommu belti. Þá er sleðinn gerður úr léttmálmi, áli, sem hefur i för með sér að hann flýtur miklu betur en aðr- ir sleóar. Breiðara belti og létt- ari sleði hefur í för með sér að sleðinn er duglegri að bjarga sér, — segir í fréttatilkynning- unni. Fætur ökumanns eru inni á sleðanum. Þá er demparaút- búnaður á sleðanum. Ágúst Hálfdanarson tækni- fræðingur hefur haft með höndum tæknihönnun sleðans, en prófverkefni hans i Dan- mörku var einmitt vélsleði. Á undirbúningstíma þess prófs kynntí hann sér gerð nokkurra vélsleða í Svíþjóð, en Gunnar Snæland hefur hins vegar gert útlitsteikningar sleðans og teikninguna, sem hér fylgir. Eins og áður segir verður sleðinn sýndur á Alþjóðlegu vörusýningunni, — Reykjavík ’75, en undirbúningur sýning- arinnar hefur nú staðið í 2 ár. Áhugi á sýningunni er mikill bæði meðal framleiðenda og innflytjenda, en á sýningunni verður leitazt við að gefa neyt- endum sem gleggsta mynd af því vöruúrvali sem til er á ís lenzkum markaði. Fjölbreytni vöruflokka hefur aukizt veru- lega frá því að síðasta stórsýn- ing Kaupstefnunn ir, „Heimilið ’73“, var haldin, svo að búast má við allmörgum nýjungum á þessari sýningu. Sýningarsvæð- ið er nú um þriðjungi stærra en á „Heimilinu ’73“ eða um 6.000 fermetrar. Svæðið er að mestu útleigt og er t.d. aðalsalur sýn- ingarhallarinnar setinn, svo og um 95% af öðru svæði. Öryrkjabandalagið fœr stórgjöf: ISLENZKUR VELSLEÐI Bifreið fyrir fatlaða UNDANFARNA daga hefur stað- ið yfir hér I Reykjavík fundur fulltrúa Evrópulanda sem aðild eiga að Alþjóðlega endurhæfing- arbandalaginu, og eru þetta full- trúar fá 15 Evrópuþjóðum en auk þeirra sækja fundinn fram- kvæmdastjóri bandalagsins, Nor- man Acton, og aðstoðarfram- kvæmdastjórinn, frú Susan Hammerman, Bandarlkjunum. Á þriðjudaginn afhenti formaður sænska öryrkjabandalagsins ör- yrkjabandalagi Islands sendi- ferðabifreið af Volkswagen-gerð, sem sérstaklega er gerð til að flytja fólk i hjólastólum. Ekki hefur enn verið ákveðið hvernig notkun hennar verður háttað. Alþjóðlega endurhæfingar- bandalagið var stofnað fyrir 50 um bandalagsins og má þar nefna nefnd, sem fjallar um og metur hjálpartæki, kynnir þau og annast dreifingu þeirra. I fórum banda- lagsins er mikið kvikmyndasafn varðandi endurhæfingu. Bandalagið vinnur I samstarfi við ýmis aiþjóða samtök og ríkis- stjórnir en mikið hefur verið unn- ið að málefnum þróunarlanda. Á vegum bandalagsins hefur farið fram herferð gegn hvers kyns far- artálmum og lét það gera sérstakt merki, sem notað er um allan heim til leiðbeiningar. A fundi sínum hér hafa fulltrú- ar Evrópuþjóðanna meðal annars rætt notkun þessa merkis og gefn- ar eru skýrslur um niðurstöður milliþinganefnda og rætt um lög, sem snerta öryrkja. Eins og fyrr sagði afhenti for- Formaður sænska öryrkjabandalagsins, Ellika Ljunggren, afhendir Ölöfu Rfkharðsdóttur gjafabréf fyrir bifreiðina, en bifreiðin er komin til landsins. Hjá þeim stendur Guðmundur Löve. árum og eiga nú yfir 100 öryrkja- sambönd frá rúmlega 60 löndum aðild að bandalaginu. Hver þjóð tilnefnir einn mann í stjórn og er Oddur Ólafsson, alþingismaður, fulltrúi Islands i henni. Vinnur bandalagið að bættri aðstöðu ör- yrkja en fram kom á blaðamanna- fundi með fulltrúum bandalags- ins í gær, að um 10%—20% af íbúum heimsins eru öryrkjar. Gefið er út tímarit á vegum þess auk þess sem dreift er margs kon- ar fræðsluritum. Þá starfa all- margar alþjóðlegar nefndir á veg- maður sænska öryrkjabandalags- ins á þriðjudaginn öryrkjabanda- lagi Islands að gjöf sendibifreið, sem útbúin er til að flytja fatlað fólk í hjólastólum milli staða. Ólöf Ríkharðsdóttir formaður öryrkja- bandalags Islands veitti gjöfinni viðtöku og kom fram i þákkarorð- um hennar að væntanlega verður leitað eftir samstarfi við Reykja- víkurborg um starfrækslu bifreið- arinnar. Þess má geta að í sumum borgum Svíþjóðar geta öryrkjar fengið sig flutta i slíkum bifreið- um gegn sama gjaldi og greitt er í fargjöld í strætisvögnum. Islandsferðir auglýst- ar í þýzkum dagblöðum Senda um allan heim frá Stórhöfða Dagana 12. og 13. júlí n.k. munu sex íslenzkir radioamatörar senda út frá Stórhöfða í Vestmannaeyj- um, en þaðan hafa engar sendingar farið frá radio- amatörum í að minnsta kosti tuttugu og fimm ár. Kallmerki þeirra er TF7V, en það mun vera í fyrsta skipti, sem Kom í veg fyr- ir eldsvoða SNARRÆÐI starfsstúlku á veitingastaðnum Rauðu myllunni við Laugaveg kom að öllum líkindum í veg fyrir elds voða á staðnum. Kviknað hafði í feitispotti á veitinga- staðnum, en stúlkan brá skjótt við og felidi asbestteppi yfir feitispottinn og dældi síðan kvoðu þar yfir, svo að eldurinn var kafnaður þegar slökkvilið- ið kom á staðinn litlu síðar. slíkt merki er notað af radioama- törum, þ.e.a.s. með einum bókstaf fyrir aftan tölustaf. Tilgangurinn með þessum sendingum er að vekja athygli á Vestmannaeyjum og minnast þess, að nú eru rúm tvö ár liðin frá því að gosi lauk. Radioamatörarnir eru farnir til Vestmannaeyja með útbúnað sinn og til að setja upp og annast ann- an undirbúning. A laugardaginn 12. júli hefjast svo sendingarnar og standa sleitulaust í tvo sólar- hringa. Sent verður á morsi (CW) og á tali (SSB). Prentuð hafa verið litkort af gosinu, og þrykkt nafn stöðvar- innar TF7V í myndina en slík kort fá þeir sem hafa samband við Heimaey um allan heim. Þeir radioamatörar, sem að þessafi ferð standa, vilja koma á fram- færi þakkiæti til þeirra, sem þeir hafa leitað til í Eyjum, en allir veittu þeir góðfúslega fyrir- greiðslu. — Það er von okkar, segja sexmenningarnir, að þetta verði góð kynning fyrir Vest- mannaeyjar. Þessi mynd er tekin af sexmenn- ingunum f klúbbstöð (slenzkra radioamatöra. T.v. Guðjón Einars- son TF3AC, Axel Sölvason TF3AX, Kristinn Daníelsson TF3KD, Stefán Sæmundsson TF3SE, Sigurbjörn Bjarnason TF3SB og Ólafur Axelsson TF3AW. MIKLAR auglýsingar hafa að undanförnu birzt í þýzkum dag- blöðum, þar sem m.a. eru auglýst- ar Islandsferðir með skemmti- ferðaskipum. Sérstaklega er aug- lýst ferð með skemmtiferðaskip- inu Atlas, sem hefst I Bremerhav- en og lýkur f Travcmúnde. Ferðin tekur 17 daga og komið er við I Skotlandi, Islandi, Svalbarða, Finnlandi og f Noregi. Ferð þessi er farin á vegum Touropa, en skipið Atlas er grískt og er leigt sérstaklega til ferðar- innar. Það er um 10 þúsund tonn. Auglýsingar þessar eru bæði í Welt am Sonntag og i Sud- deutsche Zeitung. Þá eru einnig í fyrrnefnda blað- inu auglýstar tvær ferðir til Is- lands með Estonia, sem er sovézkt skip í eigu Baltneska skipafélags ins, sem Þjóðverjar hafa tekið á leigu. I auglýsingunni er fjallað um ferðir á árinu 1976 og er Est- onia væntanlegt bæði i júnimán- uði til Islands sem í ágúst. Fyrir- tækið, sem selur þær ferðir er Transocean i Bremen. Hér að neð- an er hluti blaðsíðu úr Welt am Sonntag, en á síðunni voru aug- lýstar þrjár Islandsferðir. WELT am SONNTAG Sonntag. 6. Juli 18''< TSS »ATLAS« Am 6. August beginnt die groíie Island-Spitzbergen-Kreuzfahrt Wir haben noch einige Rátze frei fúr eine der schörtsten Kreuzfahrten des Sommers Die Island-Spitzbergen-Fahrt mit der TSS-Atlas. Lassen Sie sich fúr 17 Tage an Bord dieses schwimmenden Luxushotels verwöhnen und erleben Sie auf den Ausflúgen die faszinierendsten Háfen und Kusten Islands, Spitzbergens und Norwegens. DieRoute: Bfemefbaven. Lerth (Fdmburgh) Reykiav*. Spitzbergen. Nordkap. HeHesyft. Gewanger, Bergen, Trevemunde Termin: 6 bis 23. August 1975 ' Kabinen: Frei ab Kategone 10 ab DM 3 800 - Ihr Retseburo mit TOURORk- Verlretung mtomverl Ste gerne austuhrtich uber diese Krouztahri und bestatigt Ihre Buchung solort r;v Ti 3 TOUROPA Die Uriaubsexperten Rumánien DerTÍD rnuKomanza NACH SUDAFRIKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.