Morgunblaðið - 10.07.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.07.1975, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLl 1975 10 Ræða flutt á aðalfundi Sambands íslenzkra rafveitna Inngangur Orkumál okkar Norðlendinga hafa nú alllengi verið í brennidepli og er óþarfi að fara nánar út í það, en staðan nú er þannig, að á hinu samtengda svæði á Norðurlandi er virkjað afl þetta: 1. Vatnsafl ca. 20.5 MW (fer eftir að- stæðum) 2. Jarðgufa 3.0 MW 3. Dísilafl tæp 21.0 MW (nýja stöðin á Akureyri meðtalin). Framleiðslugeta vatns- og gufuafls er ca. 185 GWh/ári. Orkuspáin er hins vegar þessi: (á sam- tengda svæðinu) Ár 75 76 , 77 78 79 80 MW 37.9 40.6 43.6 46.7 49.9 53.3 GWh 205 222 239 255 272 290 A Skeiðsfosssvæði er virkjað vatnsafl nú um 3.4 MW og 1.7 MW í framkvæmd og framleiðslugeta að þeirri framkvæmd lokinni um 20 GWh/ári. Auk þess er 1.5 MW dísilafl á Siglufirði. Að lokinni þeirri viðbótarvirkjun, sem nú er unnið að i Fljótá, verður Skeiðsfosssvæðið sjálfu sér nógt um grunnorku og fært um að senda nokkrar GWh árlega út af svæðinu, eftir að tengingu þess við hið samtengda svæði á Norðurlandi lýkur. Eins og sést af orkuspá næstu ára, sem reyndar gerir ekki ráð fyrir eins mikilli aukningu að meðaltali milli ára og undanfarið, er nú um veruiega dísil- keyrslu að ræða á Norðurlandi, og fer hún vitaskuld ört vaxandi, þar sem heita má, að megninu af aukningunni sé mætt með dísilkeyrslu. Gert er ráð fyrir, að dísilorkan verði á ár um 26 GWh og olíukostnaður um 180 Mkr, og næsta ár, ef engin viðbótargrunnorka fæst inn á svæðið, verður dísilorkan um 40 GWh og olíukostnaður um 280 Mkr það ár. Það hefði því verið fyllsta ástæða til þess að líta þetta atriði alvarlegum augum og finna á því lausn, og sú lausn var til, þ.e. bráðabirgðavirkjun í Kröflu, en þrátt fyrir margítrekuð tilmæli Laxárvirkjun- ar um að þessi virkjun yrði gerð, og sýnt var fram á, að hún væri raunhæf, fékkst ekki virkjunarleyfi. Þetta varð til þess, að Laxárvirkjun lýsti því yfir að hún gæti ekki tekið á sig sinn hluta af hinum gífurlega olíu- kostnaði, sem hér um ræðir, ef ráðuneyt- ið tæki þá ákvörðun að ráðast ekki i bráðabirgðavirkjunina. Jafnframt var það krafa Laxárvirkjunar, að hún yrði skaðlaus af þeim ákvörðunum, sem hún er ekki aðili að og ber enga ábyrgð á. Leiðir til lausnar Eins og kunnugt er, er nú unnið að 2 stórframkvæmdum til lausnar á orku- vanda Norðlendinga, þ.e. Byggðalínunni og Kröfluvirkjun. Kostnaður við Byggða- línuna er áætlaður (í marz 1975) um 1400 Mkr með sprennistöðvum við Anda- kíl, Laxárvatn og Akureyri. Kostnaður við Kröfluvirkjun er mjög óviss og hefi ég ekki séð neinar áætlanir í þvi sam- bandi, en tölur hafa verið nefndar á bilinu 5000 — rúmar 6000 milljónir. Fullyrt hefir verið, að Byggðalínan geti orðið tilbúin seint á næsta ári og þá með 132 kv spennu frá Andakíl, þannig að ef það stenzt, ætti veturinn 1976—1977 að verða viðráðanlegur. Hægt mun vera að flytja a.m.k. 10 MW (eða nokkru meir) norður, án þess að mata inn launafli á Akureyri. 1 raun er það núverandi sæstrengur yfir Hval- fjörð, sem einkum takmarkar flutnings- getuna. Tímaáætlun um Kröfluvirkjun gerir ráð fyrir því, að hún geti komizt f gagnið í árslok 1976, þ.e. ef allt gengur eins og bezt verður á kosið, en eðlilega er sú framkvæmd flóknari og erfiðari en bygging háspennulínu, þannig að ég held að við verður að setja traust okkar á Byggðalínuna frekar en Kröfluvirkjun. Enn eru þó mörg atriði óþekkt og sum lítt eða ekki rædd og má þar m.a. nefna, að enn er ekki farið að ræða um orku- flutning eftir Byggðalínunni, söluskil- mála og annað í því sambandi, sem nauð- synlegt er Tyrir væntanlegá kaupendur að vita, og það fyrr en síðar. Virkjunarvalkost- ir á Norðurlandi A Norðurlandi eru nokkrir athyglis- verðir virkjunarvalkostir, sem geta gefið verulega orku á hagkvæmu verði, þótt að vísu virkjanlegt afl á Norðurlandi sé mikið minna en á Suðurlandi. Þessir eru helztu virkjunarstaðir á Norðurlandi: 1. Jökulsá á Fjöllum Fram að árinu 1967 beindust athugan- ir einkum að Jökulsá á Fjöllum og þá sérstaklega að virkjun við Dettifoss. Síð- ar, eða nánar tiltekið snemma árs 1969, koma fram hugmyndir um að veita Jökulsá á Fjöllum, Jökulsá á Brú og Jökulsá í Fljótsdal saman og virkja heildarrennsli þeirra helzt i einni stórri virkjun. I skýrslu Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen frá i janúar 1975 segir, að samanburðaráætlanir hafi bent til þess, að hagkvæmara væri að veita Jökulsá á Fjöllum austur, en að virkja hana í eigin farvegi, en ekki hefir þó enn verið tekið tillit til ýmissa jarðfræðilegra vanda- mála, og um umhverfismál hefir litið verið fjallað. Siðustu árin hefir athyglin einnig beinzt að rennslisvirkjun við Dettifoss og þá óháð því, hvort Jökulsá verði síðar veitt austur eða ekki. Jökulsá á Fjöllum er lengst komin í rannsóknum af einstökum virkjunar- stöðum á Norðurlandi, þ.e.a.s. viss virkjunarmöguleiki þar, sem er Detti- fossvirkjun. Virkjunin er hugsuð með stíflu ofan við Selfoss. Þar myndast svolítið uppi- stöðulón fyrir ofan. Skurður verður á vestari bakka árinnar niður í Hafragils- foss og síðan jarðgöng síðasta spölinn niður að Hafragilsfossi, en þar yrði stöðvarhúsið. Eitt mikilvægt jarðfræði- legt atriði við Dettifoss er, að sprungur og sigdældir eru beggja vegna árinnar. En á milli virðist vera nokkuð heiíleg spilda og virðist hún vera nógu stór fyrir stöðvarhúsið. Þessi virkjun er komin verulega á leið í rannsókn. Kort eru til af þessu svæði og búið er að gera jarðfræði- Iegar athuganir. Dettifossvirkjun í þessari mynd verð- ur um 165 MW að stærð og nýtir um 140 m fall, virkjað rennsli 138 kl/s. Árleg framleiðslugeta um 1200 GWh. En það eru fleiri möguleikar i Jökulsá á fjöllum en Dettifossvirkjun, sem tekur mið- hlutann úr fallinu. Hægt er að virkja miklu meira, ef svo sýnist. Þá yrði að Hrafnabjörg og myndast við það litið lón sunnan Hrafnabjarga. Á sömu slóðum yrði Suðurá veitt um skurð i áðurnefnt lón. Úr þessu lóni yrði vatni veitt í Ishólsvatn og þaðan með skurðum og jarðgöngum niður í Skjálfandafljót aft- ur. Hugsanlegt er að virkja hér allt að 70 MW með um 470 GWh árlegri fram- leiðslugetu. Samanlögð geymsluorka í báðum lónum er um 50 GWh (300 Gl/114 m fallhæð), sem er um 2,5 sinn- um meira en við Sigöldu. Virkjað rennsli yrði á bilinu 45—55 m3/sek. Önnur virkjun er þarna einnig, þ.e. Aldeyjar- fossvirkjun, en þar er ráðgert að stífla Skjálfandafljót um 1 km ofan við Ingvar- foss og á sömu slóðum er Suðurá stífluð og veitt um skurð i Skjálfandafljótslón. Hagkvæmasta stærð þessarar virkjunar er 20—25 MW með um 170 GWh fram- leiðslugetu á ári og getur þessi virkjun Tvær smávirkjanir eru hugsanlegar í eystri Jökulsá, þegar komið er niður i dal. Önnur við Merkigil, en þaðan yrði aðrennslisskurður austan árinnar norð- ur á brún Merkigil? og stöðvarhús í sjálfu Merkigili. Virkjað fall yrði um 100 m og virkjað afl um 30 MW og árleg framleiðslugeta um 180 GWh. Hin virkjunin við Villinganes, er e.t.v. nokkru ódýrari, en þar er ráðgert að stífla Héraðsvötn á móts við Villinganes, um 2 km neðan ármótaeystri og vestari Jökulsár. Hér er hægt að virkja um 30 MW með um 160 GWh árlega fram- leiðslugetu. Verði hins vegar síðar virkj- að í efri hluta vatnasviðanna, myndi orkuvinnsla virkjunarinnar vart verða undir 195 GWh/ári. Yrði kostnaður á orkueiningu þá svipaður og frá virkjun- inni í eystri Jökulsá. Knútur Otterstedt, fram- kvæmdastjóri Laxárvirkjunar 4. Blanda Þá er komið að Blöndu, sem allmikið hefir verið í sviðsljósinu undanfarið. Gerður hefir verið samanburður á fjór- um mismunandi höfuðtilhögunum auk afbrigða, sem felast í mismunandi legu vatnsvega og staðsetningar inntaksstíflu neðan við Gilsvatn. 1 öllum tilhögunum er gert ráð fyrir miðlunarstíflu við Ref- tjarnarbungu og framhaldi hennar i Kolkukvísl við Kolkuhól. Stærð miðlun- arlóns yrði um 62 ferkm og nýtanlegt rými um 460 Gl, en lónrými um 600 Gl. Of langt mál er að fara út í lýsingu á einstökum tilhögunum, en þar var ein langdýrust, þ.e. virkjun f sjálfum Blöndugljúfrum. Stofnkostnaður hinna þriggja var mjög svipaður, en þar sem ein þeirra gerði ráð fyrir að nota um 60% af vatns- rennslu Vatnsdalsár við Forsæludal, þá var horfið frá því að kanna þessa tilhög- un frekar, þótt hún væari hagkvæmust. Sú virkjunartilhögun, sem líklegust er, gerir ráð fyrir að vatninu verði veitt i skurði stutta leið inn í Þrístiklu, sem það rynni svo í gegnum og áfram í Sunda- tjörn f Austara-Friðmundarvatn og það- an um Fiskilæk í Gilsvatn. Frá Gilsvatni yrði síðan skurður 7 km langur að inn- taki lóðréttra fallganga, sem liggja að stöðvarhúsi neðanjarðar. Orkumál á IMorðurlandi stífla ofar með lágum stfflum á móts við Ytri Grímsstaðanúp á FjöIIum og veita vatninu þaðan um skurði og lægðir um 40 km vegalengd norður að Kollöldu og þaðan í neðanjarðarstöð og um 15 km jarðgöng út í ána neðan við Vestaraland. Um þessa virkjun hefir aðeins verið gerð frumáætlun og er hún byggð á ófull- komnum upplýsingum, en líklegt er að einingarverð hennar verði ekki hærra en við Dettifoss. (Virkjað fall um 360 m). Orkuvinnslugeta þessarar virkjunar sést af þessari töflu: Midlun Virkjad ri'nnsli Uppsett afl Orkuvinnsla (il kl/s MW GWh/ári 0 107 321 2245 50 116 349 2440 100 123 371 2835 300 141 427 2990 500 153 465 3255 700 161 490 3430 Jafnvel þótt Jökulsá yrði að hluta veitt yfir í Austurlandsvirkjun, er þessi stóra virkjun framkvæmanleg, en þá án miðl- unar. Lindarþáttur Jökulsár er um 100 kl/s, sem alltaf yrði nýttur. Margar aðrar virkjunartilhaganir hafa verið kannaðar (flestar lauslega) og má m.a. nefna virkjanaröðina: Lambafjöll — Dettifoss — Réttarfoss — Svfnadalur — Vestaraland, heildarafl um 660 MW og um 4400 GWh árleg framleiðslugeta. 2. Skjálfandafljót Þar eru fleiri en einn virkjunarstaður, en sá vænlegasti er víð Ishólsvatn. Skv. tilhögun, sem EWI — Virkir hefir sent frá sér, er áðgert að stifla Skjálfandafljót um 1 km fyrir vestan fallið vel inn í heildarmynd Ishólsvatns- virkjana sem fyrsti áfangi. Rannsóknir á þessum stað eru þó enn mjög litlar og nákvæm kort vantar. Um ýmsar aðrar tilhaganir getur því verið að ræða en hér er getið og má t.d. nefna, að Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hefir gert áætlanir um virkjun á þessum stað, sem í ýmsu eru frábrguðnar áætlunum EWl — Virkis, t.d. er þar gert ráð fyrir að veita ei'nnig Svartá og Mjóadalsá í Skjálfandafljót (íshólsvatn). Æskilegt er því að kanna þennan virkjunarstað hið fyrsta, þar sem hér virðist vera um hagstæða virkjunarmöguleika að ræða. A það má benda, að efivirkjun verður gerð við Ishólsvatn, er fjarlægðin milli hennar og Sigölduvirkjunar aðeins 160 km og hvergi verður styttra milli virkjana sunnan- og norðanlands f ná- inni framtíð. 3. Virkjanir í Skagafiröi Þar eru töluverðir möguleikar, sem enn eru lítt kannaðir. Jökulsá eystri má stífla nálægt Laugarfelli, en einnig er hægt að stffla neðar. Frá því uppistöðu- lóni er sjálfrennandi í áttina að Stafns- vötnum, þar sem yrði annað uppistöðu- lón. Hægt er að veita vestari Jökulsá og Fossá tiltölulega auðveldlega inn í þetta lón. Úr Stafsvötnum er hægt að veita með skurði og jarðgöngum niður í Aust- urdal eða Vesturdal. Þessi virkjun í eystri Jökulsá myndi nota 350—400 m fall og um 30 rúmm/sek. Virkjunarstærð rúm 110 MW og árleg framleiðslugeta um 780 GWh. Frá stöðvarhúsi verða um 5,4 km löng frárennslisgöng í Blöndu, þar sem hún er í 90 m hæð yfir sjávarmáli, 0,7 km fyrir ofan brúna hjá Syðri-Löngumýri. Virkjunin verður um 135 MW, nýtir um 326 m fall og virkjað rennsli um 49 kl/s. Aætluð framleiðslugeta um 900 GWh/ári. Heyrzt hefir, að tiltölulega veigalitlir hagsmunir, miðað við það sem þessi virkjun getur gefið, geti orðið til þess að rýra hagkvæmni virkjunarinnar mjög, jafnvel svo að hún verði ekki fram- kvæmd. Vonandi kemur ekki til þess. Ef hinsvegar eru horfur á slíkum árekstr- um, þá hljóta þeir miklu hagsmunir fjöldans, þar sem hagkvæmar virkjanir eru, að verða til þess að um þessi mál verði sett lög, þar sem fjallað verði á raunsæjan hátt um skynsamlega nýtingu þessara miklu auðlinda okkar. Vatnsafl á Norðurlandi er talið u.þ.b. 5600 GWh/ári, auk þess að 2000 GWh/ári fara til Austurlandasvirkjun- ar, verði hún gerð, og um 1000 GWh/ári eru ,hér eftir taldar, enda óvissa þar ríkjándi um nýtingu. Kröfluvirkjun hefi ég áður nefnt. Vissulega er hugsanlegt framhald þeirr- ar virkjunar síðar, þegar næg reynsla hefir fengizt af þeirri virkjun, sem nú er unnið að, en ráðlegt er að fara hér með gát og afla sér nægrar reynslu áður en lengra er haldið á þessari braut. Stofnkostnaður nokkurravirkjana Miðað er við verðlag eins og það var í maílok 1975. Stofnkostnaður nær ein- ungis til vinnsluvirkja og með er talinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.