Morgunblaðið - 27.07.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.07.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JULÍ 1975 ' r H ' * ■■■ H - #| „ ru m 1 Annar hópur aldraðra Reykvfk- inga f orlofi á Löngumýri, ð þessu sumri, 21 Reykvfkingur og stjónendur orlofsins. Mynd- in er tekin f garðinum. Neðri myndin er af húsmæðra- skóla þjóðkirkjunnar á Löngu- mýri. Glaður hópur aldraðra K j\ iK—# í ink * - ^389! ar hefur verið eins æskileg og ákjósanleg sem hugsast getur, sagði Geirþrúður. Daginn sem við dvöldum á Löngumýri, hvfldi fólkið sig eftir langa ferð daginn áður, spilaði á spii, fékk sér göngu og las f blöð- um, en við skólann er garður með gömlum failegum trjám, og útsýni fagurt. Einhverjir voru fluttir f heimsóknir til ættmenna f Skaga- firði. Áðgerðarleysi er þó ekki algengt þessa tfu daga. Alltaf er eitthvað um að vera hluta dags- ins, ýmist farið f skoðunarferðir og þá selflytja þær Margrét og Helena fólkið í bílum sínum, eða í sumardvöl á Löngumýri ÞAÐ var glaður hópur sumardval- argesta, sem fréttamaður Mbl. hitti fyrir á Löngumýri f Skaga- firði f annarri viku júlfmánaðar. Þarna voru aldraðir úr Reykjavfk f orlofi á vegum Félagsmálastofn- unar borgarinnar og þjóðkirkj- unnar, 21 Reykvfkingur á aidrin- um 72ja til 87 ára. Er okkur bar að garði að kvöldi 8. júlf, var hópurinn að koma úr skemmti- ferð úr á Sauðárkrók og til Siglu- fjarðar, undir forustu Helenu Halldórsdóttur frá Félagsmála- stofnun og Margrétar Jónsdóttur, skólastjóra húsmæðraskóla þjóð- kirkjunnar á Löngumýri. En þær sáu um tvo hópa aldraðra f orlofi frá Reykjavfk á þessu sumri. Luku allir dvalargestir upp ein- um munni um að þær væru alveg frábærar, enda sáum við hversu fúslega og glaðlega þær snerust f kringum fólkið og óku hverjum sem langaði að skreppa eitthvað um sveitina eða til læknis á Krók- inn eða annað. Seinni tvo hópana í sumar munu þau svo sjá um sr. Þórir Stephensen fyrir kirkjuna og Dagbjört kona hans fyrir Fé- lagsmálastofnun. Þjóðkirkjan, sem á Löngumýri og rekur þar húsmæðraskóla að vetrinum, sér um reksturinn á þessari sumar- dvöl, en greitt er fast verð fyrir hvern mann, sem Félagsmála- stofnun greiðir nokkuð niður. Ráðskonan á staðnum er Ásta Guðmundsdóttir frá Seylu og til aðstoðar f eldhúsi Ásdfs Krist- jánsdóttir, en tvær röskar menntaskóiastúlkur, Guðrún Geirsdóttir og Ingirfður Magnúsdóttir, annast önnur störf og skiptast á um að bera nafnið Tuska og Buska, eftir því hvor er f eldhúsinu og hvor þrffur þann daginn. Allir höfðu farið f Siglufjarðarferðina og var sýnilega elskulegt and- rúmsloft f hópnum. Þessar orlofsferöir fyrir aldr- aða Reykvikinga hófust fyrir tveimur árum. Geirþrúður Hildur Bernhöft, ellimálafulltrúi Reykja- vfkur, var þarna með okkur, en hún hafði einmitt komið ferðun- um á. Geirþrúður kvaðst hafa kynnst svipaðri sumardvalarstarf- semi fyrir aldraða í Danmörku, þar sem þess háttar þjónusta þró- aðist upp úr endurhæfingarskóla fyrir aldraða „Pensionisternes Hojskule", sem hafði laust hús- næði á sumrin. Hafði Geirþrúður um nokkurn tíma verið á höttun- um eftir hentugu húsnæði til að reyna slíkar orlofsferðir fyrir aldraða úr Reykjavik, því hún sá að full þörf var á. Aldraðir hafa sig oft ekki i að fara í orlof á eigin spýtur, treysta sér illa án forsjár og þurfa hvatn- ingu til að leggja í það, enda hafa margir engan til að fara með. Af þeim sökum hef- ur margt eldra fólk ekki farið í orlof árum saman, en þarf vissu- lega ekki síður á tilbreytingu að halda, en þeir sem yngri eru. Svo heppilega vildi til, að Mar- grét, skólastjóri á Löngumýri, hafði einnig látið sér detta í hug að skólann mætti nýta að sumrinu fyrir aldraða. Þar höfðu verið aðr- ir hópar, fyrst reyndar unglinga- búðir, en síðan voru þarna Vest- manneyingar eftir eldgosið. I fyrstu sýndist þetta nokkuð langt frá Reykjavík, sagði Geirþrúður, en hafði þann kost að hægt var að byrja hægt og þreifa fyrir sér. Var fyrsta árið byrjað með einn hóp, en í fyrra voru þeir þrír og nú fjórir, og komast ekki að allir sem vilja. — Þessi samvinna þjóð- kirkjunnar og félagsmálastofnun- þá að einhver kemur úr sveitinni og segir frá eða skemmtir, og einu sinni er kvöldvaka og bail. Þannig höfðu i sumar mæðgurnar Heið- björg Jóhannesdóttir og Inga Sig- urjónsdóttir frá Hamrahlíð spilað og sungið, Björn á Krithóli leikið undir söng, sr. Agúst Sigurðsson á Mælifelli sagt frá sögustöðum í Skagafirði, sr. Tómas Sveinsson á Sauðárkróki komið og sýnt skuggamyndir úr Skagafirði. Far- ið hafði verið í skoðunarferðir í byggðasafnið f Glaumbæ, að Hól- um í Hjaltadal, i Miklabæjar- kirkju, Viðimýrarkirkju og að Flugumýri og fyrri hópurinn var við messu hjá sr. Gunnari Gisla- syni I Glaumbæ og sá siðari á Reynistað. Og á kvöldvöku seinni hópsins, sem átti að vera kvöldið eftir, var von á önnu Guðmunds- dóttur, leikkonu, sem ætlaði að lesa upp, Emmu Hansen prestfrú á Hólum, sem ætlaði að lesa Ijóð, Jóhönnu Sigriði Sigurðardóttur, prestfrú á Miklabæ, til að lesa upp, og þá ætluðu þeir Steinbjörn Jónsson á Hafsteinsstöðum og Stefán Jónsson í Víðidal að syngja tvísöng og Jón Gíslason frá Miðhúsum að leika á harmoniku. I þessum hópi var ekki mikill áhugi á að fara að synda í Varma- hlíð, eins og stundum hefur verið. Aftur á móti var heilmikið spilað á spil i „spilavítinu“ á staðnum. í öðrum sumardvalarhópnum á Löngumýri voru ekki nema sex karlmenn á móti 15 konum, enda konur fleiri í þessum aldursflokk- um. Þarna mátti sjá mörg andlit, sem við Reykvíkingar þekkjum, úr mjólkurbúðum, frá leikhúsun- um og af förnum vegi. Þetta fólk hefur á langri ævi sett svip á bæinn. Við tókum nokkra tali. Kristfn Kristjánsdóttir, sem nú er orðin 78 ára gömul, kvaðst enn „Spilavftfð** er vlnsæll staður. Þar spila menn bridge og leggja kapal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.