Morgunblaðið - 27.07.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.07.1975, Blaðsíða 10
XO MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLl 1975 Hertar ráðstafanir gegn hundasmygli í Bretlandi Uggur vegna vaxandi útbreiðslu refaœðis í Evrópu mest hafa með þá að gera, hvað þá aðra. Þegar sjúkdómurinn er kominn á hærra stig byrja þeir að rása. Er vitað um hund, sem fór næstum 50 kílómetra vegalengd 1 Bretlandi hafa menn nú vaxandi áhyggjur af þvf hve smygl á heimilishundum hefur færzt í aukana — og eru þarlend yfirvöld farin að taka sýnu harðara á slíkum brotum en hingað til. Orsökin er fyrst og fremst jöfn og þétt útbreiðsla hundaæðis í Evrópu, einkum þeirrar tegundar sjúkdómsins, sem lifir og berst með refum í skógum Evrópu og hefur reynzt þrautseig, þrátt fyrir margvíslegar ráðstafanir til að stemma stigu við henni. Þá vakti það mikla athygli fyrir skömmu, er í London létust tveir menn af völdum hundaæðis. Þeir höfðu að vfsu fengið sjúkdóminn utan Evrópu, annar í Indlandi, hinn í Gambiu, en lýsingar á þrautum þessara manna og dauðastrfði hafa skotið mörgum skelk í bringu. Tvær tegundir Enda þótt mannslát af völdum hundaæðis hafi verið sjaldgæf á síðustu áratugum er sjúkdómur þessi svo hræðilegur og smitandi, að brýnnar aðgæzlu er þörf. Fyrir tæpri öld voru dauðsföll af völdum hundaæðis algeng i Bret landi, en síðan 1903 hefur enginn maður látizt þar af hundaæði, sem nann hefur fengið þar í landi. Yfirmaður brezka dýralæknafé- <agsins, P.B. Turnersegirað mjög íá lönd í heiminum séu alveg laus við hundaæði og hættan á því fari vaxandi. öll spendýr geta fengið sjúkdóminn, sem berst ekki ein usta við bit heldur og með munn- vatni sýktra dýra. Talað er um tvær tegundir .íundaæðis. Annarsvegar er sú egund sem tíðust er í þéttbýli og nerst aðallega með óbólusettum íeimilishundum. Dýralæknar kenna þessa tegund gjarna við Á síðasta ári komst upp um 213 tilfelli, þar sem reynt var að smygla heimilishundum til Bret- lands — og var tilgangurinn í öllum tilfellum sá að komast hjá því að setja dýrin í hálfs árs sótt- kví, svo sem lög mæla fyrir um. Er talið víst, að tala hunda sem smyglað er inn í landið og aldrei kemst upp um sé að minnsta kosti jafn há, kannski hærri, eða hafi verið svo til þessa, — en nú eru yfirvöld, sem fyrr segir, farin að gera róttækari ráðstafanir i þessum efnum; bæði er reynt meira en áður til að finna falda hunda — og viðurlög við brotum hafa verið þyngd. Til dæmis féll fyrir skömmu dómur í hundamáli I Southampton, þar sem eigandi hundsins, 37 ára verkamaður, var dæmdur til 400 sterlingspunda sektar. Lýsti dómarinn því yfir að hann hefði sennilega haft sektina þyngri, ef sakborningur hefði ekki verið svo heppinn, að mál hans kom fyrir áður en nýju hundalögin voru samþykkt, í febrúar sl. Samkvæmt þeim lögum, er upphæð hámarkssektar ekki tiltekin, hún fer eftir eðli brotsins, að mati dómara — og jafnframt er gert ráð fyrir, að hægt sé að dæma menn i allt að árs fangelsi. Víða eru uppi spjöld með aðvör- un til fólks — til dæmis á Ermar- sundsferjunum, þar sem varað er við því, að hundar, sem ekki hafi tilskilin leyfi og skilríki, verði skotnir á staðnum, en Ermar- sundið gæti orðið ein helzta vörn Breta gegn útbreiðslu hundaæðis, ef tækist að koma í veg fyrir smygl. Fólk beitir ótrúlegustu brellum til að koma gæludýrum inn I landið. Það lætur útbúa leynihólf í töskum sínum, bifreiðum og hjólhýsum — og oftast eru dýrin svæfð rækilega meðan á ferðinni stendur til þess að þau láti ekki á sér kræla meðan farangur er skoðaður. Kort þetta sýnir nokkuð glöggt þá útbreiðslu, sem orðið hefur á refaæði 1 Frakklandi á undanförnum árum. áður en hann náðist — og hafði þá ráðist á allt sem fyrir varð á leið- inni. Það, sem veldur dýralæknum og yfirvöldum þó enn meiri áhyggjum um þessar mundir, er sú tegund æðis sem berst með refum, ( — en hún getur einnig borizt með úlfum, skúnkum, leðurblökum og fleiri dýrum). Tegund þessi hefur lengi verið við lýði i Austur-Evrópu en verið að færast vestur yfir jafnt og þétt siðustu áratugina. Er talið, að út- breiðslan sé nú a.m.k. 50 km á ári. - Árið 1947 barst þessi tegund æðis yfir ána Oder til Vestur- Þýzkalands, til Sviss barst hún 1967 og til Frakklands 1968. Er nú svo komið að óðir refir hafa fundizt í 60 km fjarlægð frá París. Þrátt fyrir geysi umfangs- miklar varnaðarráðstafanir i Frakklandi og viðleitni til að stemma stigu við refaæðinu heldur þessi ófögnuður áfram að breiðast út, meðal annars vegna þess hve erfitt er að koma í veg fyrir að sýkt dýr fari yfir svæði, sem þegar hafa verið hreinsuð. Dýralæknir hjá brezka land- búnaðarráðuneytinu, Malcolm Macaylay, segir það alvarlegasta refaæðið, að nær útilokað sé að hafa á því nokkra stjórn. „Ef refa- æði berst til Bretlands, sagði hann í samtali við brezka blaðið The Observer fyrir skömmu, „verður ástandiðfljótlegaslíkt að í hvert sinn, sem manneskja verður fyrir einhverskonar dýr- biti, getur hún átt æði á hættu. Er ljóst, að við hvert slfkt tilfelli verður að íóga fjölmörgum dýrum, bæði villtum dýrum, hús- dýrum og gæludýrum." Einn hefur lifað hundaœði af Um það bil eitt þúsund hunda- æðistilfelli eru skráð hjá alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni WHO á ári hverju, en talið er að fjöldi óskráðra tilfella sé margfalt meiri. Verst er ástandið í Suðaust- ur-Asíu, á Filippseyjum, Ind- landsskaga og I Afríku. Vfða hef- ur verið unnið gott starf gegn hundaæði með bólusetningum, til „litla hvíta hundinn", en það nafn er komið til af tilfelli, sem kom upp í Hollandi árið 1962. Þá fékk^ þriggja ára drengur hundaæði,1 beit systur sfna og unnusta hennar og lézt með harmkvælum eftir þriggja mánaða veikindi. Sjúkdómurinn breiddist út og áður en tókst að komast fyrir hann, lágu finn manns og átta dýr í valnum. Eftir ýtarlega rannsókn var sjúkdómurinn rakinn til lítils hvíts kjölturakka, sem hafði verið smyglað til Hollands. I opinberri skýrslu um rann- sókn, sem gerð var af hálfu brezku stjórnarinnar, vegna undirbúnings ofangreindra laga, segir m.a. að fyrstu einkenni æðis f hundum séu hegðunarbreyt- ingar; þeir leiti einhveru úti f horni eða undir borðum, vinaleg dýr verði allt f einu viðskotaill og geti átt það til að gera tilefnis- lausar skyndiárásir á þá, sem Vfðast hvar f stórborgum þar sem hundahald er almennt fara hunda- eigendur gjarnan með þessa vini sfna út f skemmtigarða borganna tii þess að viðra þá og lofa þeim að losa sig við óþarfa byrðar. Afleiðingin er vfða heldur óskemmtileg fyrir aðra, sem einnig vilja nota skemmti- garðana — og þá fremur til að njóta veðurblfðu og gróðurilms. Vinsælt er einnig að fara með börn í skemmtigarðana til ieikja — en það getur verið varasamt. Að þvf er brezka blaðið „The OBSERVER" hermir sýkist eitt af hverjum átta börnum, sem bregða á leik f skemmtigörðum f London af völdum óþrifnaðarins, sem hundarnir valda. ÁÆTLUO ÚTBREIÐ- SLA ÁRIO 1 9801 REFAÆÐI í FRAKKLANDI ÚTBREIÐSLU- SVÆÐI 1.4. 1970 dæmis í Japan, þar sem þvf hefur að mestu verið útrýmt. 1 Banda- rfkjunum hafa verið skráð 1—3 tilfelli á ári sl. áratug. Um þessar mundir er verið að reyna nýtt bóluefni, sem fram- leitt hefur verið í Bandarfkjunum — og binda Frakkar t.d. við það talsverðar vonir, því það er talið hafa minni aukaverkanir en fyrrri bóluefnistegundir. Fyrstu einkenni hundaæðis í fólki eru svipuð og af venjulegri veirupest, hár hiti með höfuð- verk, þreytu og ógleði, óþægindi f hálsi og þurr hósti. Siðan fer að bera á óróleika hjá sjúklingnum, hömlulausum hreyfingum, hann sér ofsjónir, hugsunin verður óskýr og síðan daprast sjónin. Ástæðan er sú, að veiran, sem sjúkdómnum veldur ræðst fyrst á taugakerfið og heilann en berst siðan til annarra líffæra. Getur það tekið sjúklinga allt frá tfu dögum upp í ár að berjast við sjúkdóminn sem til þessa hefur nær undantekningarlaust endað með andláti. Þegar sjúkdómurinn er kominn á hátt stig, lamast öndunarfærin og raddböndin, munnvatnsfram leiðslan eykst en jafnframt verð- ur sjúklingnum æ örðugra að kyngja og rennur munnvatnsfroð* an þá niður munnvikin. Samfara þessu ástandi eru ýmis merki hydrophobiu eða vatnsótta, — og komu slík einkenni m.a. sterkt fram hjá öðrum mannanna sem Iézt í London á dögunum, hann spýtti frá sér í’sífellu, haldinn skelfilegum ótta við að kafna í eigin munnvatni. Einungis er vitað um eitt til- felli, þar sem sjúklingur hefur lifað hundaæði af, sex ára dreng í Ohio f Bandaríkjunum. Leður- blaka beit hann í þumalfingurinn þar sem hann lá sofandi í rúmi sfnu. Faðir hans heyrði hann gráta og leit inn til hans, kippti leðurblökunni snarlega af hendi drengins, setti hana í poka og sendi umsvifalaust f rannsókn. Kom strax í Ijós, að hún hafði æði og var drengurinn þá þegar bólu- settur og sendur á sjúkrahús f rækilega meðferð. Hann var með óráði f heila viku og við dauðans dyr en með nýtfzku hjálpartækj- um læknisfræðinnar tókst að halda í honum lffi, og fjórum mánuðum seinna var hann út- skrifaður af sjúkrahúsinu heill heilsu. Mennirnir tveir, sem létust f London á dögunum voru ekki svo lánsamir að mæta jafnskjótum viðbrögðum og litli drengurinn hjá föður sfnum. 1 hvorugu tilfell- inu var þeim komið til rækilegrar læknismeðferðar, fyrr en ein- kenni um hundaæði voru orðin nokkuð ljós, en samkvæmt um- mælum læknis við brezku heilsu- gæzlumiðstöðina í London dr. Syl- viu Gardener, við réttarrannsókn á fráfalli mannanna í London geta læknar litlu bjargað eftir að einkenni hundaæðis eru orðin óumdeilanleg. Það eina sem þeir geta gert er að létta sjúklingun- um dauðastriðið með deyfingu. Mennirnir tveir höfðu báðir fengið sjúkdóminn utan Eng- lands. Annar þeirra, Englending- urinn Robert Apps, var 22 ára að aldri, og hafói verið við dultrúar- iðkanir f klaustri í Himalayafjöll- um. Þar var veikur hundur, sem hann reyndi að sinna — og vissi Apps aldrei til þess að hann hefði verið bitinn, svo að í hans tilfelli hefur smitunin líklega orðið með munnvatni hundsins. Ættingi Apps f London bar hins vegar að hann hefði svo litlu skeytt lfkam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.