Morgunblaðið - 27.07.1975, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR
167. tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 27. JÚLl 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Herinn herðir
tökin í Portúgal
Lissabon, 26. j.úlí. AP. Reuter.
HREYFING hersins í Portúgai
félist f gærkvöldi á að fela þrem
Zaccagnini í
stað Fanfanis
Róm, 26. júlí. AP.
BENIGNO Zaccagnini, 63 ára
sérfræðingur i fótaaðgerðum,
var i dag naumlega kjörinn
aðalritari Kristilega demó-
krataflokksins á Italíu i stað
Amintore Fanfanis sem bolað
var úr embætti s.l. miðvikudag
vegna afhroðs flokksins i kosn-
ingum undanfarið. Kjör
Zaccagninis var málamiðlun
sem kom nokkuð á óvart, en
kristilegir demókratar, stærsti
flokkur Italíu, voru marg-
klofnir, í málinu. Endanleg úr-
slit urðu þau að i atkvæða-
greiðslu la'ndsráðs flokksins
fékk Zaccagnini 93 atkvæði og
var enginn á móti, en 72 seðlar
voru auðir, — flestir frá stuðn-
ingsmönnum Flaminio Piccoli,
sem búizt hafði verið við að
Framhald á bls. 47.
Fær Kekkonen
friðarverðlaun?
Helsingfors, 26. júli. NTB.
URHO Kekkonen Finnlands-
forseti má heita öruggur um að
fá friðarverðlaun Nóbels i ár,
að því er finnska fhaldsblaðið
Uusi Suomi segir í forsíðufrétt
í dag. Hefur blaðið eftir
áreiðanlegum heimildum að
helzta ástæðan fyrir þessu sé
sú að hann er gestgjafi leið-
togafundarins sem ijúka mun
öryggismálaráðstefnu Evrópu
i Helsingfors.
mönnum stjórn landsins, Con-
calves forsætisráðherra, Costa
Gomez forseta og Carvalho yfir-
manni öryggislögreglunnar. 240
nianna þing hersins ákvað þetta á
12 tfma fundi og jafnframt var
ákveðið að byltingarráðið sem
skipað er 30 mönnum skyldi vera
þremenningunum til ráðuneytis
um stjórnina. Á fundinum var þvf
lýst yfir að nauðsynlegt væri að
veita landinu „sterka pólitfska
forsjá".
Litið er á ákvörðun þings hers-
ins sem mikinn sigur fyrir vinstri-
sinna i hreyfingunni, sérstaklega
fyrir Concalves, en hægfara með-
limir þingsins eins og Antunes,
utanríkisráðherra Portúgals,
komu ekki til fundarins.
í tilkynningu fundarins sagði
að ákveðið hefði verið aó „taka
föstum tökum aðgerðir þeirra
afla, sem andsnúin eru bylting-
unni og skapað hafa ólgu meðal
Framhald á bls. 47.
Geimfararnir eru
enn í sjúkrahúsi
Honolulu, 26. júlí. Reuter
GEIMFARARNIR þrfr úr Apollo,
Stafford, Brand og Slayton, eru
enn í sjúkrahúsi f Honolulu, en
þeir munu hafa andað að sér
eiturgasi þegar geimskip þeirra
lenti í fyrradag.
Talið er að þeir muni ná sér
fljótlega, en einhver bólga mun
hafa náð að myndast í lungum
þeirra.
Ujvarpið i Peking fordæmdi í
dag harðlega geimferð Apollos og
Soyuzar og sagði að stefnumótið i
geimnum væri misheppnuð til-
raun til að bæta sambúð Sovét-
ríkjanna og Bandaríkjanna.
Ljósmynd Ol.K.M.
VESTUR-lSLENZK FRÆNKA — Þessi litla vestur-íslenzka stúlka, Kristin
Sigurðsson, beið hin rólegasta eftir frændum sinum frá íslandi sem komu
flugleiðis til Winnipeg s.l. miðvikudag, en hátiðahöld I tilefni 100 ára byggðar á
Nýja-Islandi hefjast 2. ágúst. Sjá bls. 3.
Gíslum sleppt
Dar Es Salam, 26. júli. AP
AFRÍSKU skæruliðarnir i Zaire
sem rændu fjórum erlendum
stúdentum frá frumskógarann-
sóknarstöð við Tanganyikavatn
fyrir 69 dögum og slepptu fyrir
skömmu þremur gislanna, létu í
dag lausan þann fjórða og siðasta.
Var það bandariski háskólanem-
inn Stephen Smith, 22 ára að
aldri. Hann var sagður við góða
heilsu.
Valda hárlitunarefni lungna-
krabba hjá hárgreiðslufólki ?
Erfitt að fylgjast með innflutningi hingað
RANNSÓKNIR, sem nýlega hafa
verið gerðar 1 Bandarfkjunum á
hárlitunarefnum, sýna hinar
hroðalegustu niðurstöður. Snyrti-
sérfræðingar og hárgreiðslu-
konur, sem höndla hárlitunarefni
og aðrar snyrtivörur á deg,i hverj-
um f sínu starfi eru tfu sinnum
ifklegri til að deyja úr lungna-
krabba en annað fólk. Það voru
þrfr sjúkdómafræðingar við
Berkley háskóla f Kalifornfu, sem
rannsóknirnar gerðu.
Einn þeirra, dr. Steve Selvin,
segir að þó að tölur þeirra séu úr
Of mikil saltneyzla getur
valdið of háum blóðþrýstingi
OF MIKIÐ salt í mat getur
verið ein höfuðorsök of hás
blóðþrýstings að áliti margra
lækna í Svíþjóð. Blóðþrýst-
ingur jókst stórlega f öpum sem
gefið var matarsalt f tilrauna-
skyni og nokkrir þeirra dóu af
þeim sökum. Læknar virðast
sammála um að minni notkun
salts geti hjáipað til að koma f
veg fyrir of háan blóðþrýsting.
Lfkaminn tekur vanalega allt
það salt sem hann þarfnast úr
þeirri fæðu sem venjulegt fólk
borðar og þarf ekki að gæta
þess að salt sé f venjulegri
fæðu nema sérstaklega standi
á.
Fólk notar þvf ekki salt af
Ifkamlegri nauðsyn heldur
aðeins vegna þess bragðauka
sem það gefur. Vfsindamenn
hafa lengi veitt þvf athygli að
samband virðist vera milli salt-
neyzlu og blóðþrýstings. Þvf
hefur t.d. verið veitt eftirtekt
að grænlenzkir eskimóar og
innfæddir Ástralfumenn sem
að staðaldri nevta Iftils salts
hafa að jafnaði lágan blóðþrýst-
ings. I rannsóknarstöðinni
Suchumi við Svartahaf f Sovét-
rfkjunum rannsaka vfsinda-
menn gagngert sambandið
milli saltneyzlu og blóðþrýst-
ings. Þar voru gerðar tilraunir
með apa. Þeim voru gefin 20
grömm af matarsalti á dag og
eftir 2—3 mánuði hafði blóð-
þrýstingurinn f dýrunum stór-
vaxið. Hjá ungum dýrum
minnkaði vaxtarhraði líkamans
og vöxturinn varð óeðlilegur.
Við athugun þeirra dýra sem
dóu f tilraununum kom f ljós að
vefir f hjarta og lifur hættu að
starfa á eðlilegan hátt.
aðeins einni sýslu i Kaliforníu og
séu miðaðar við aðeins 3000
fórnarlömb krabbameins, þá séu
niðurstöðurnar svo skýrar að
unnt sé að draga af þeim
ályktanir.
Tölur þeirra um lungnakrabba
sanna þó ekkert endanlega um
hárlitunarefni. Þær geta einfald-
lega stafað af því að hárgreiðslu-
konur reykja meir en aðrar kyn-
systur þeirra eða þá að þær séu
meir berskjaldaðar gegnvart
öðrum efnum í umhverfinu, sem
eru krabbameinsvaldandi.
Dr. Selvin segir það vera erfitt
að átta sig á þvi af hverju hár-
litunarefni ættu frekar að valda
lungnakrabba heldur en t.d. húó-
krabba. En hvað sem því liður þá
lita heilbrigðisyfirvöld í Banda-
rikjunum niðurstöður þeirra
félaga mjög alvarlegum augum.
Siðustu 10 ár hefur Bruce
Ames, prófessor við Berkeley not-
að bakteriur til að kanna hvort
hin ýmsu efni eru krabbameins-
valdandi. Er kerfi hans mjög há-
þróað og notar han sérstaklega
ræktaðar bakteríur. Prófessor
Ames varð fyrstur til að upp-
gvötva þær hættur, sem stafa af
V
Framhald á bls. 47.
jr