Morgunblaðið - 27.07.1975, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JULl 1975
miklir mátar kálfanna hjá afa
þeirra, sem byggi í Borgarfirðin-
um. En þeir voru ekki neitt sér-
lega hressir yfir þvf að við skyld-
um vera að ónáða þá, því að þeir
vildu fá að fylgjast með sæljónun-
um í ró og næði.
Önnur hjón voru þarna ásamt
börnum sfnum. Þau búa á Lóran-
stöðinni á Snæfellsnesi. Þetta
voru þau Svala Steingrímsdóttir
og Þórður Markússon, en börnin
voru þrjú, Laufey, Lilja og sá
yngsti Markús Þórarinn. Þetta
var ekki í fyrsta skiptið, sem þau
heimsóttu safnið, en ekki var
hægt að sjá að áhuginn á dýr-
unum væri farinn að minnka. Það
var sama sagan, okkur gekk afar
erfiðlega að fá börnin til að slfta
sig frá dýrunum og ræða við
okkur. Markús Þórarinn, sá
yngsti í hópnum, sagói að „pútta
... pútt og brabbra ... ra“ væru
langskemmtilegust. En Laufey
var ekki tilbúin að segja að ein
tegund dýranna væri skemmti-
legri en önnur, þau væru öll jafn-
skemmtileg. Þó sagði hún að sér
þætti ekkert sérstaklega gaman
að skoða kindurnar, því þær gæti
hún alltaf séð heima.
Við héldum áfram gönguferð
okkar um safnið og hittum þá
fyrir nokkra krakka. Þarna voru á
ferðinni börn úr Reykjavík, sem
voru að sýna kunningjum sfnum
450 þús. manns hafa
komið í Sædýrasafnið
Sæljónin tóku meó ánægju á mótJ fæðu sinni, og þótti ýmsum nóg um hávaðann og bægslaganginn.
Ljósm. Brynjólfur.
Hjónin Herdfs Viggósdóttir og Gunnar Jónsson frá Isafirði voru að skoða sæljónin ásamt sonum sfnum,
Jóni Viggó og Ingva. Ljósm. Brynjólfur.
utan af landi dýrin í safninu. Við
bústað ísbjarnanna var annar
hópur og voru þar einnig á
ferðinni krakkar úr Reykjavík,
sem voru að sýna vinum sínum, er
heima eiga í Þýzkalandi þennan
fslenzka dýragarð. öll fylgdust
börnin af athygli með hreyfingum
bjarnanna. Mest var undrun
þeirra, þegar annar bjarnanna
kafaði skyndilega langt niður og
svo leið og beið þar til að hann
gægðist upp á yfirborðið. Þau áttu
f nokkrum erfiðleikum með að
sætta sig við þessa undirdjúpa-
ferð bjarnarins. Skyndilega tók
að heyrast mikill hávaði í dýr-
unum og blönduðust þar saman
hin fjölbreyttustu hljóð, og er
ógeriegt að lýsa þeim söng.
Ástæðan var sú að byrjað var að
gefa dýrunum, og hvert þeirra
vildi vera visst um að það fengi
sinn skammt.
Alla daga er starfrækt hesta-
leiga fyrir yngstu gesti safnsins
og hefur hún notið mikilla vin-
sælda. Þá fjölgar dýrum safnsins
nokkuð á hverju ári auk þess sem
dýrategundir eru endurnýjaðar.
Ýmis fyrirtæki og félög hafa gefið
safninu einstök dýr. Og eru t.d. f
þeim hópi ljónin, en þau fékk
safnið að gjöf frá Lionsklúbbnum
Fjölni 3 mánaða, en þau verða 3
ára f september á þessu ári. Fyrir
skömmu komu í safnið nýir og
yngri apar og koma þeir I stað
hinna, sem áður voru í safninu,
en voru farnir að eldast og gerast
æði rólegir. I starfi safna sem
þessa er nauðsynlegt að dýrin séu
lffleg og hafi ánægju af leik
sfnum fyrir gesti safnsins.
SKAMMT fyrir vestan Hafnar-
fjörð f jaðrinum á Hvaleyrarholt-
inu niður við sjóinn stendur
þyrping húsa. Þetta eru lftil hús
og mörg hver nokkuð sérkenniieg
f útliti. Þarna er Sædýrasafnið til
húsa. A góðviðrisdögum kemur
þangað fjöldi fólks til að skoða
dýrin, sem þar gefur líta, Dýra-
kostur safnsins hefur stöðugt
verið að vaxa og hefur safnið í
auknum mæli fengið ýmis dýr
erlendis frá s.s. ljón, tfgrisdýr og
apa. Þá hefur safnið fengið ýmsar
nýjar fuglategundir og eru f þeim
hópi Snæuglur, páfagaukar og
pelicanar, en þeir þoldu ekki
veðráttuna og dóu. Væntanlegir
eru nýir pelicanar til safnsins
innan tfðar.
Sædýrasafnið var opnað í júni-
mánuði árið 1969 og hafa frá upp-
hafi komið í safnið 450 þúsund
manns. Mesta fjölmenni hefur
orðið í safninu góðveðursdag einn
í október árið 1971 en þá komu í
safnið um 3000 manns. Og var
ástæða þess, að þá höfðu skamma
viðdvöl í safninu tígrisdýr úr er-
lendu safni. Aðsókn að safninu
fer mikið eftir veðri og á
góðviðrisdögum eru gestir safns-
ins venjulega um 1000 — 1200. Á
þessu sumri hefur mesta aðsókn
að safninu orðið 2000 manns, einn
sunnudag fyrir skömmu.
Reynt er að byggja upp aðstöðu
safnsins eins og fjárhagur á
hverjum tíma leyfir. I fyrstu var
unnið af litlum efnum og margt
gert til bráðabirgða. Fyrir nokkr-
um árum ákváðu 6 sveitarfélög á
Suðvesturlandi í samvinnu við
rikissjóð að veita fé til fram-
kvæmda í safninu. Þessi sveitar-
félög eru: Reykjavík, Kópavogur,
Garðahreppur, Seltjarnarnes,
Keflavfk og Hafnarfjörður. Fram-
kvæmdastofnun rfkisins beitti sér
fyrir að gerð var sérstök fjárfest-
ingaráætlun og var hafizt handa
um að vinna eftir henni árið 1974.
Þá var gerð sérstök gryfja fyrir
ísbirni og er þetta ca. 1200 fm
mannvirki. Kostnaður við gerð
gryfjunnar var um 11 milljónir
króna. Þá var einnig unnið að
lagfæringu og snyrtingu eldri
mannvirkja og á umhverfi
safnsins.
Eins og áður sagði er oft fjöl-
menni, sem kemur til að skoða
dýrin í Sædýrasafninu. Mörgum
leikur forvitni á að sjá með eigin
augum þessi furðulegu dýr sem
fiestir hafa aðeins heyrt talað um
eða lesið um í kennslubókum.
Einkum nýtur safnið vinsældg
hjá yngri kynslóðinni og vinsælt
er hjá henni að fara með gesti
utan af landi eða frá útlöndum í
heimsókn í safnið. Þegar Morgun-
blaðsmenn voru í heimsókn í
safninu í vikunni hittum við fyrir
nokkrar f jölskyldur utan af landi,
sem litu við i safninu í heimsókn
sinni til höfuðborgarinnar.
Fyrst hittum við fyrir hjónin
Herdísi Viggósdóttur og Gunnar
Jónsson frá ísafirði, en þau heim-
sóttu safnið með tveimur sonum
sínum, Jóni Viggó, 5 ára og Ingva,
3 ára. Þetta var fyrsta heimsókn
þeirra í safnið en ekki eru
strákarnir með öliu ókunnugir
dýrum, því að þeir sögðust vera