Morgunblaðið - 27.07.1975, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.07.1975, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JULl 1975 + Móðir okkar, SIGURÐÍNA JÓRAMSDÓTTIR, Vatnsnesvegi 28, Keflavlk, lézt á Landspítalanum að kvöldi 24. júlí. Börn hinnar látnu t Faðir okkar. tengdafaðir og afi, ÁSGEIR ÓLAFSSON frá Stóra-Skógi I Dölum, andaðist 24 júlí Börn, tengdabörn og barnabörn. Maðurinn minn og faðir okkar, LEIFUR ÞÓRHALLSSON, deildarstjóri Karfavogi 54, lért í Landspítalanum föstudaginn 25. júli Hikfegard Þórhallsson, Steingrfmur Leifsson, Þórhallur Leifsson. Systir okkar, ^ guðrIður jónsdóttir hjúkrunarkona Skúlagötu 72, Reykjavik. lézt í Landakotsspítala 20, júli. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 29 júll kl 10.30 Guðrún Jónsdóttir, Steinunn Jónsdóttir. Sonur okkar og bróðir PÁLMAR ERLING írabakka 20 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. þ.m. kl. 3 Sædfs Jónsdóttir, Magnús Guðmundsson. Guðmundur Ingi, Bjarki Mir. t FREDRIKKE KLAUSEN frá Eskifirði, sem andaðist að Elli og hjúkrunarheimilinu Grund 20. júll s.l. verður' jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. júll kl. 1 3,30. Vandamenn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför VIGGÓS F. SIGURÐSSONAR. Borgarholtsbraut 48. Fyrir hönd vandamanna Valgerður Ólafsdóttir. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa LÁRUSAR JÓNSSONAR, Sunnubraut 1, Grindavlk. Katrln Lárusdóttir, Helgi Hjartarson, Camilla Lirusdóttir, Steinar Haraldsson og barnabörn. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konu minnar og móður okkar, SVÖVU KRISTfNSDÓTTUR, Patreksfirði. Bjami Ellasson og börn. Minning: Brynjólfur Guðmunds- son járnsmiður F. 21. september 1909. D. 19. júlí 1975. Mér er í minni vorið 1937. A þeim björtu dögum rofnaði skyndilega himinn bernsku minn- ar og loftið glumdi af hamars- höggum, sagarhljóði og rámu gurgli steinsteypu, sem rennt var í mót. Hafizt var handa um að reisa nýtt íbúðarhús á býli foreldra minna, og vorið eftir risu tvö önn- ur á grannbæjunum. Þar sem áð- ur lyppaðist ljós reykur af björk og taði upp um járnrör frá vall- grönum torfþekjum, gnæfðu hér eftir heimaríkir svartir skorstein- ar, sem oftar en hitt sendu frá sér eim af kolaeldi. I upphafi var athöfnin, segir einhvers staðar í frægri bók. Þau orð koma mér í hug við fráfall frænda míns, Brynjólfs Guð- mnndssonar frá Miðdal í Kjós. Hann stýrði þeim athöfnum, hröðum og heillandi, sem í hug mínum marka skil frumbernsku og unglingsára. Hann hafði vertíðina á undan róið á báti frá Grindavík, og nú var hann kominn með vösku Iiði: Sigurði og Sæmundi Bjarnason- um frá Lambadal í Dýrafirði og Samsoni Samsonarsyni, sem nú býr í Hvammsvík í Kjós. Meðan þeir grófu fyrir grunni, sat Brynjólfur úti í skemmu og teiknaði húsið. Þannig kom hann beint frá fiskidrætti og gerðist arkitekt og verkfræðingur. Síðan var hann allt I senn verkstjóri, múrari og yfirsmiður, og þegar fram liðu stundir, einnig pípu- lagningamaður og málari. Á þessum dögum var hann I mínum augum alvitur skapari nýrrar veraldar. Hann var einarður bygginga- meistari. Umhverfis hann var hreyfing og fjör, og hann fyllti þann hóp, er hann stýrði, anda framtaks og dugnaðar. Hann var ólærður meistari margra iðna, en dirfska hans og heppni ásamt meðfæddum hæfi- leikum léðu verkum hans varan- leik hins trausta og óbiluga. Hjálpsemi hans og óeigingjarnt snarræði voru einstök. Hann hús- aði ekki einungis bæ foreldra minna, heldur einnig hjá öðru frændfólki sfnu í Borgarfjarðar- dölum. Hvorki sá hann til launa né taldi vinnustundir sínar, heldur var honum athöfnin markmið í sjálfri sér. Lengst verður hann mér þó I minni á myrkum haustkvöldum, eftir að húsið var fokhelt, þar sem hann stóð í hvítu ljósi gasluktar — Blönduvirkjun Framhald af bls. 23 menn teldu ekki næga reynslu af því að rækta upp land í svo mikilli hæð. Lónið færi hæst I 478 m hæð, og landið, sem rækta ætti, þá enn hærra og víldu þeir ekki láta þetta land undir vatn. En hreppsnefndin hafði áður mælt með þvf að áframhaldandi athuganir færu fram. Á fundi í Torfulækjarhreppi var aftur á móti samþykkt með öllum atkvæðum gegn einu, að leyfa áframhaldandi rannsókn- ir á svæðinu og einnig virkjun, ef um bætur semdist og var þar minnst á ræktun og rafmagn I bætur, að því er Torfi Jónsson á Torfalæk sagði. Oddviti Blönduósshrepps og sveitar- stjórinn voru I sumarleyfi, en hreppsnefndin þar hafði ein- róma samþykkt að leyfa virkjun, taldi að það gæti orðið lyftistöng héraðinu. Þannig standa málin þvi nú. Þetta er í fyrsta skipti sem virkjunarmál eru þannig lögð fyrir heimamenn á virkjunar- stöðum. Og þó skoðanir séu greinilega skiptar, þá virðist svarið vera „Nei, takk“ við Blönduvirkjun. — E. Pá. við hefilbekkinn, sneið loftlista og dyrakarma og heflaði nýjan við I skápa og stiga. Hann var fríður maður og vel á sig kominn, og bak við nokkuð hrjúft og seinlátt yfirbragð sjó- sóknara og smiðs bjó hlýja og hýra, sem lýsti úr augum hans. A þeim dögum átti ég þá ósk eina að verða viðlíka fær smiður og Brynjólfur frændi minn. Ég vék ekki hársbreidd frá honum og snerist kringum hann í hljóðri aðdáun. Hvert viðvik, sem hann bað mig að gera, leit ég á sem einstakan heiður. Ég sofnaði ósjaldan I ilmandi hefilspóna- hrúgunni á kvöldin, og þar kenndi hann mér margföldunar- töfluna. Ég man enn rauða tréblýantinn, sem stóð upp úr lærvasanum á bláa samfestingnum hans. Með honum skrifaði hann töfluna á afsagaða borðenda. Síðan þá hefur þessi göfuga vís- indagrein, stærðfræðin, ætíð stað- ið í mínum huga í björtu ljósi gasluktar og umlukin ilmi nýhefl- aðra, hreinna spóna. Löngu eftir að hann hafði hætt húsabyggingum í Vatnshorni, sendi hann okkur systkinunum gjafir á jólum. Sllk var hjarta- hlýja og tryggð þessa manns, sem þó fór löngum einfari í veröld- inni. Brynjólfur hafði gaman af vel kveðnum vfsum og góðum hest- um. Allmörg síðustu árin bjó hann I litlu húsi austur við Selás. Þar hjá hafði hann hesthús sitt og járn- smiðju, en hann var meistari í járnsmíðum. Þar vann hann aðal- lega að smíði hestajárna. I fyrra vor sá ég hann aftur eftir nærri þrjá áratugi. Ég var að bjástra við að gróðursetja nokkur tré I garði og vantaði áburð. Hann kvað mér heimilt hrossatað svo sem ég þyrfti. Er ég kom til hans, lifði eldur á afli, og heitt var á könnunni. Enn var sama hýra í augum hans og forðum, þegar ég kvaddi þennan herðibreiða járnsmið á hlaðinu. Þar sem áburðurinn frá Brynj- ólfi hvarf i moldina, teygja sig nú teinungar gullregns og sfrenu. Ég mun minnast hans, þegar þeir bera blóm á jafnbjörtum vor- kvöldum og þeim, er hann flutti athöfnina inn I lff mitt. Sveinn Skorri Höskuldsson. BALDWIN Eigum nokkur píanó af þessu heimsfræga, ameríska merki. 5 ára ábyrgð. 5% staðgreiðslu- afsláttur. Hljóðfæraverslun Pálmars Árna Borgartúni 29 sími 32845. Sumartizkan í Tréklossum Nú eru komnir TRÉKLOSSAR sem njóta mestra vinsælda erlendis. Mokkaskinnsklossa köllum við þá, þeir eru úr mjúku ósviknu yfir- leðri sem nefnt er hanskaskinn. Það fer vel með fæturnar að ganga á tréklossum, sérstak- lega yfir sumarið. Gangið við hjá GÍSLA skó- smið og spyrjið hann. GÍSLIFERDINANDSSON Skósmiður LÆKJARGOfU 6- SÍMi 20937- REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.