Morgunblaðið - 27.07.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.07.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JULl 1975 Geir Hallgrfmsson forsætisráð- herra tslands. Pierra Trudeu forsætisrððherra Toaor Zhivkov flokksleiðtogi Kanada. Búlgarlu. Edward Gierek flokksleiðtogi, Póllandi. Leo Tindemans forsætisráðherra Belgfu. Valéry Giscard d’Estaing forseti Frakklands. Leonid Brezhnev flokksleiðtogi, Sovétrfkjunum. Fransisco da Costa Gomes forseti Portúgals. Liam Cosgrave forsætisráðherra trlands. Olof Palme forsætisráðherra Bruno Kreisky kanslari Austur- Svfþjóðar. rfkis. HELSINGFORS FUNDURINN - slærsta frlðarráð Mesta friðarráðstefna, sem haldin hefur verið í Evrópu, öryggisráðstefna Evrópu, er nú komin á lokastig. Sfðasti áfangi ráðstefnunnar hefst i Helsingfors mið- vikudaginn 30. júlí og verða þá væntan- lega undirritaðir friðarsamningar milli austurs og vesturs. Þennan fund munu vaidamestu menn hinna 35 þátttökuríkja sitja. Fulltrúar þessara ríkja, en meðal þeirra eru Bandaríkin og Kanada, vegna tengsla þeirra við Evrópu, luku efnisleg- um undirbúningi fyrir toppfundinn i fyrri viku í Genf i Sviss og boðuðu þá formlega til Helsingforsfundarins. Það sem fer fram á toppfundinum er þvi aðeins form- leg undirritun þátttökurikjanna á sátt- málanum, sem unninn var i Genf. Undirbúingurinn í Genf hefur ein- kennst af miklu samningaþófi, tillögum og gagntillögum. Því hefur það verið mörg- um brennandi spurning hver hafi fengið meira fram og hver gefið meira eftir, austrið eða vestrið? Segja má að hver einasta grein í samkomulaginu, sem er upp á 100 blaðsíður, sé málamiðlun. Það er þó ljóst að Sovétríkin hafa fengið það sem þau upphaflega ætluðusérað fá nú- verandi landamæri sín og austur Evrópu- ríkja viðurkennd. En fyrir það hafa Vesturlönd fengið loforð um aukið ferða- frelsi austantjalds, frjálsari upplýsinga- miðlun og frjálsari verzlun. Auk þess benda ríki Atlantshafsbandalagsins á að Rússar hafi fallið frá Brezhnev kenning- unni um að eitt kommúnistariki (Sovét- ríkin) hafi rétt til afskipta af öðru, eins og gerðist í Tékkóslóvakíu 1968. Ýmsir aðilar á Vesturlöndum hafa þó verið gagnrýndir á niðurstöður Genfarfundanna og telja að Vesturveldin hafi verið hlunnfarin af So- vétmönnum. Hvað sem satt kann að reyn- ast í því þá' lögðu Sovétríkin ofurkapp á að ráðstefnan yrði haldin og að henni mætti ljúka sem fyrst með undirritun samkomu- lags, en Vesturveldin hafa aftur á móti verið þess letjandi. MOLOTOV FYRSTUR Það var utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, Vjatjeslav Molotov, sem fyrstur setti fram hugmynd um ráðstefnu um öryggismál Evrópu. Gerðist það árið 1954. Vesturveldin vfsuðu tillögum hans þá frá sér, þar sem þær gerðu ráð fyrir því að Bandaríkin fengju aðeins áheyrnarfull- trúa á ráðstefnunni. Hugmyndin lifði þó áfram og austantjaldsrfkin lögðu fram margar tillögur um þess háttar ráðstefnur á 6. og 7. tugnum. 1 maf 1969 lagði stjórn Finnlands til að haldin yrði ráðstefna allra rfkja Evrópu með þátttöku Kanada og Bandarfkjanna og bauðst jafnframt til að hýsa undirbún- ingsfundi. Ganga má út frá þvi að þetta hafi verið gert með samþykki og að vilja Sovétríkjanna og var því merki um veru- lega tilslökun af þeirra hálfu. Þó er það tæplega að fullu sanngjarnt gagnvart Finnum að segja að f þessu sambandi hafi þeir ekki verið annað en málpfpa bjarnar- ins f austri. Aðstöðu sinnar vegna hlaut það að vera Finnum sjálfum mikið kapps- mál að af ráðstefnunni gæti orðið. ÖRYGGI FINNLANDS Ef aðstaða Finnlands er athuguð nánar kemur í ljós að þvi er mjög í hag að halda „status quo“. Meiriháttar hræringar í Evrópu, sem erfitt getur verið að hemja, geta orðið Finnum mjög hættulegar. Með samkomulagi um aðstæður í Evrópu geta þeir betur tryggt öryggi sitt og komist betur hjá því að dragast inn í deiiur stórveldanna. Með því að bjóðast til að halda öryggisráðstefnuna og fá það boð þegið hefur Finnland fengið óbeina viður- kenningu á hlutleysi sinu, bæði frá austri og vestri. Með þessu hafa Finnar einnig getað sýnt hlutleysi þeirra gegnir mikil- vægu hlutverki í heiminum, og að það sé þvf atriði sem beri að virða. ÞRlR ÁFANGAR Eftir heimsókn Nixons til Sovétrfkjanna i maí 1972 gáfu stórveldin bæði samþykki sitt fyrir þvf að undirbúningur hæfist að öryggisráðstefnu Evrópu. Þessir undir- búningsfundir hófust f nóvember 1972, og sóttu þá fulltrúar frá öllum Evrópu- löndum, nema Albaníu, Bandaríkjunum og Kanada. Lauk þeim fundum f júní 1973 með samþykkt dagskrár ráðstefnunnar. Var ákveðið að hún skyldi vera f þrem áföngum. 1. Fundur utamíkisráðherra í Helsing- fors f júlf 1973. 2. Undirbúningsfundir, sem hefjast skyldu í Genf i byrjun september 1973. Skyldi þar reynt að ná samkomulagi um efnisatriðin í lokasamþykkt ráðstefn- unnar. 3. Gengið yrði endanlega frá samþykkt- um á nýrri ráðstefnu í Helsingfors vorið 1974. Var látið óákveðið hvort þar yrði um að ræða fund utanrikisráðherra eða æðstu manna. FJÓRAR KRÖFUR Á dagskránni urðu fjögur megin efnis- atriði, eða fjórar „kröfur“. 1. Málefni varðandi öryggi Evrópu, þar sem þátttökurfki skuldbundu sig til að virða ákveðin grundvallaratriði í sam- skiptum sínum við önnur ríki, eins og jafnrétti, að beita ekki valdi, núverandi landamæri, núverandi ríkjaheildir, frið- samlega lausn deilumála, að blanda sér Urho Kekkonen forseti Finnlands. Carlos Arlas Navarro forsetisrðð- herra Spánar. Gerald Ford forseti Banda- rfkjanna. Dom Mintoff forsætisrððherra Möltu. Joop den Uyl forsætisrððherra Hollands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.