Morgunblaðið - 27.07.1975, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAG UR 27. JÚLl 1975
45
VELVAKAWDI
Velvakandi svarar I slma 10-100
kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu-
dags. .]
0 Mannréttinda-
nefndin til hjáip-
ar
„Bjórvinur" skrifar eftir-
farandi bréf:
„Kæri Velvakandi.
Skelfing gladdist ég, þegar ég
las fréttina um, að Mannréttinda-
nefnd Evrópu hefði úrskurðað, að
bann við hundahaldi í íslenzkum
kaupstöðum væri brot á almenn-
um mannréttindum og að lög eða
reglugerðir þar að lútandi skyldu
tafarlaust úr gildi felldar. Síðar
sá ég að einhvers misskilnings
gætti I þessu efni, úrskurðurinn
lægi ekki alveg fyrir, en vonandi
dregst það ekki lengi.
Ekki svo að skilja, að ég sé
hundahaldi sérstaklega meðmælt-
ur. Að minu áliti fer betur á þvl
að hundarnir gelti í sveitinni en á
malbikinu. En það er annað
mannréttindamál, sem ég berst
fyrar brjósti, og ný eygi ég farsæla
lausn þess — að utan. Hér á ég við
sterka bjórinn.
0 Hvers vegna
allt þetta
alkóhólmagn?
Allir vita að alkóhól- eða
vínanda-magnið er miklu minna i
„sterkum" bjór en „veikum"
drykkjum, hvað þá sterkum
drykkjum. Fyrst nú vín fær að
flæða yfir landið, er skoðun min
sú, að það sé brot á almennum
mannréttindum, að alkóhólinni-
hald þess þurfi að vera svo mikið,
að menn hljóti að drekka sig fulla
í hvert sinn, sem þeir bragða vín.
Ég vil ekki drekka míg fullan,
en hef ánægju af að vera rétt
kenndur með vinum minum eða
sjálfum mér, ef svo ber undir. Ég
álit það skerðingu á mannrétt-
indum minum að þurfa sýknt og
heilagt að bergja sterkari drykki
en eru við mitt hæfi. En svo háðu-
legt sem það ei; banna íslenzk lög
að ég fái áfengan drykk með hæfi-
lega litlu áfengismagni.
0 Fetum í fót-
spor hundavina
Ef Islenzkar reglugerðir um
bann við hundahaldi í þéttbýli
eru brot á mannréttindum, tel ég
að bann við sölu á áfengum bjór
sé það ekki siður. Nú þegar
hundavinir hafa brotið ísinn er
kominn timi til fyrir okkur bjór-
vini að sigla I kjölfarið. Ef
mannsins við afgreiðsluborðið. —
Og nú skulum við snúa okkur að
þessu. Hún hafði vissulega gert
ráð fyrir að blaðamenn myndu
koma á vettvang en hún bjóst
ekki við það yrði fyrr en á
morgun, þegar allt verður gert
heyrum kunnugt.
Papas hélt áfram án þess að
bíða eftir svari frá David. — Mun-
ið nú að skrifa nafnið mitt rétt?
Viljið þér ekki reyna að sjá um
það, sagði hann glaðhlakkalegur.
— Hún strfddi mér alltaf að þvi
ieyti. „Þetta verður svei mér flott
auglýsing fyrir þig,“ sagði hún.
„Og auglýsing fyrir kaffistofuna
' þína," eins og hún sagði ... ja,
það er ekki svo að skilja að ég
hafi yfir neinu að kvarta. Unga
fölkið hefur tekið stofuna mfna
að hjarta sér, það vantar ekki.
Ilann yppti breiðum öxlunum.
— Og vitið þér hvað henni datt
svo f hug að gera? Hún kom ark-
andi með blaðaljósmyndara og
fékk hann til að taka fjöldanti
allan af m.vndum af okkur saman.
Ja, hvernig lizt yður á?
Link kinkaði kolli eins og hann
væri fullkomlega með á nótunum.
Svo datt honum dálftið i hug.
— Ég hefði gaman af að sjá þær
mvndir sagði hann.
Mannréttindanefndin getur kraf-
izt breytinga á islenzkum reglu-
gerðum um hundahald, ætti
henni að vera jafnauðvelt að
krefjast breytinga á fáránlegri
áfengislöggjöf. Ég fæ ekki séð að
alþjóðleg afskipti af áfengislög-
gjöfinni hér séu neitt fjarstæðari
en afskipti af reglugerðum
einstakra sveitarfélaga á Islandi
um hundahald.
Bjórvinur."
0 Hvar á að spara?
Eftirfarandi bréf barst frá
Skúla Ólafssyni I Reykjavfk:
Þegar lífsvenjur Islendinga og
nágrannaþjóðanna eru bornar
saman er áberandi að Islendingar
telja sig þurfa stærra og um fram
allt ibúðarmeira húsnæði en ná-
grannarnir sem teljast til hinna
bezt stæðu, t.d. Norðurlandabúar,
Kanadamenn og Bretar.
Með áframhaldandi verðrýrnun
islenzku krónunnar, sem minnir á
hrun þýzka marksins, verða lána-
sjóðir, sem áttu að nægja til
áframhaldandi útlána, að engu á
skömmum tíma. Vísitölutrygging
að fullu, er óraunhæf þar sem
gjaldþrot lántakanda gæti fylgt í
kjölfarið. Allt virðist benda til, að
við verðum að sætta okkur við
raðhús, i stað einbýlishúsanna.
Þessi raðhús gætu verið með bíl-
geymslu á neðstu hæð, og er arki-
tektunum vel treystandi til að
finna viðunandi raðhús, sem ein-
býlishús í þéttbýli. Þeir sem vilja
byggja stærra, og íbúðarmeira
geta gert það, á sinn eigin
kostnað, og það mikið er þegar
til af einbýlishúsum, að þar eru
möguleikar til skipta. Aðkallandi
húsnæðisþörf ungra hjóna og
einnig roskinna, sem vilja flytja
úr stórum einbýlishús, verður að
leysa með meðalstórum (100 fm
íbúðum í sambýlishúsum. Gatna-
gerð, dýrar leiðslur (hitaveitu-)
lóðaverð o.sl.frv. sparast allt að
helmingi fyrir hverja íbúð,
samanborið við einbýlishúsin.
Bankarnir hafa dregið úr útlán-
um sinum, að eigin sögn, en aukið
húsrými og væntanlega fjölgað
starfsmönnum. Ekki virðist
annað ráð en að sameina 3 við-
skiptabanka rikisins i 1 viðskipta-
banka sama aðila. GÍró-þjónustan
er þar að auki, og aðrir bankar
og sparisjóðir, svo vel er séð fyrir
móttöku sparifjár, sem e.t.v.
dregst saman, með fjölgun og
stækkun bankanna.
Eftir 1100 ára byggð á Islandi,
er væntanlega ekki úr vegi, að
taka tillit til breyttra aðstæðna í
landbúnaði á Islandi. Á síðustu 50
árum hafa allar samgöngur tekið
miklum stakkaskiptum, það eitt
hefur gjörbreytt öllum aðstæðum
til búreksturs t.d. mjólkurfram-
leiðslu. Mörg störbýli, þar með
talin prestssetrin sem áður fyrr
voru úrvals jarðir, eru nú ónytjuð
að mestu, en hinsvegar eru smá-
jarðir orðnar að stórbýlum, eða
vegna legu sinnar falar fyrir
milljónatugi, ef ekki milljarð.
Mörg harðbýliskot eru enn í
byggð og nokkur héruð eru án
rafmagns og viðunandi vega.
Það er ljóst, að enn getur dregist
að leggja rafmagn og vegi i af-
skekkt byggðarlög, jafnvel þó
efnahagsmálin væru I lagi. Er
ekki full þörf á að athuga hvort
hinir afskiptu gætu ekki sætt sig
við að fá ríkisjarðir (t.d.
pressetrin) I skiptum fyrir sínar
og með þvi móti leyst rikissjóð frá
þeirri skyldu að leggja vegi og
rafmagn fyrir margfalt ýarðar-
verð til afskekktra staða, sem þar
að auki verða ekki í byggð, nema
með ærnum kostnaði, og verða þó
Skúli Ólafsson.
Klapparstig 10.
HOGNI HREKKVÍSI
Amma, Högni lagði kastalann okkar undir sig.
ett'a gerðist líka.
Heimsmet í snúsnú
og menningarsnobbi
Eins og allir vita, sem með eru ó nótunum, er snúsnú einhver
merkasta Iþrótt sem iðkuð er I heiminum, — ekki sizt fyrir þær sakir að
lúmskasti og fjölmennasti þrýstihópur þessarar reikistjörnu hefur að
mestu einokað ðstundun hennar, þ.e. börnin. Færri munu hins vegar
vita það, að nokkrir hugrakkir, fullorðnir menn hafa iðkað þessa Iþrótt
neðanjarðar sem ofanjarðar, og nú fyrir helgina gerði einn þessara
manna sér litiðfyrir og setti heimsmet I snúsnú. Heimsmeistarinn heitir
Katsumi Suzuki og er japanskur skrifstofumaður, 37 ára að aldri. Hann
hoppaði 48,169 sinnum yfir spottann á fimm klukkustundum og 11
mínútum. Heldur Suzuki þvi fram að þar með hafi hann tekið við
heimsmeistaratigninni af Bandaríkjamanninum Barry Silberg i Mil-
waukee, en hann er sagður hafa hoppað 43,473 sinnum á fimm
klukkustundum 29. júni s.l. Maður heyrir hláturstistið i krökkunum
. . . Og bæta má við i leiðinni öðrum tiðindum úr heimsmetaheimi
hinna fullorðnu. Fyrr i mánuðinum var sett heimsmet i London i
listasnobbi. Þar greiddi ónefndur aðili 5.973.600 dollara fyrir 50
málverk eftir impressióniska og nútimamálara, þ. á m. Monet, Lautrec,
Picasso og Pissaro. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir eitt
mðlverkasafn i heiminum til þessa. Engin kreppa virðist þvi vera i
snobbinu.
Tæmum fangelsin!
„i staðinn fyrir fangelsin" heitir bók sem var að koma út hjá
Lundúnaforlaginu Maurice Temple Smith. Ef bókinni heppnaðist ætl-
unarverk sitt myndi vafalitið hljótast af þvi verulegt atvinnuleysi
fangavarða. f bókinni er sumsé lagt til að 80—90% þeirra fanga sem
nú sitja inni ( fangelsum veraldarinnar verði sleppt. þar eð þeir eigi
engan veginn heima þar. Sá sem þetta
gerir að tiliögu sinni heitir Dennie Briggs
(myndin), og hann hefur kannað fangelsis-
mál samfellt i 15 ár, m.a. starfað i fang-
elsum af ýmsu tagi (og segist aldrei hafa
orðið verulega hræddur nema i kvenna-
'T*^TTHfí'*T'1 fan9elsum)' Briggs er einn af mörgum
'' „fangelsisfræðingum" sem komið hafa
fram hin siðustu ár og berjast fyrir þvi að
hætt verði að refsa afbrotamönnum með innilokun og einangrun, og
þess I stað séu þeir teknir til endurhæfingar og enduruppeldis. Þessi
nýútkomna bók er önnur bókin sem hann hefur sent frð sér urn þetta
mðl, og sú þriðja er ( smiðum. Briggs bendir m.a. ð, máli sinu til
stuðnings, að meir en helmingur ibúa i fangelsum veraldar sé undir 25
ára aldri og þvi engan veginn orðinn að fullmótuðum, harðsviruðum
þjóðfélagsóvinum. Hann telur að 80—90% fanga eigi ekki heima i
fangelsum, og segir að „ný bylgja" umbóta I fangelsismálum stefni að
þvi að fækka föngum i samræmi við þetta. Siðumúli skyldi þó aldrei
eiga eftir að verða að ráðhúsi . . .?
Hvenær losnar um hjónaböndin?
Útbreidd formúla fyrir hjónabandi kveður svo á, að mesti krepputimj
hjónabanda sé sjöunda árið. Josef Schreiner, sérfræðingur í hjóna-
bandsleiðbeiningum ( erkibiskupsdæminu Paderborn I Þýzkalandi,
hefur hins vegar þá reynslu af þessum málum, að það sé ekki sjöunda
árið, heldur það þriðja sem sé erfiðast i hjónaböndum, og tiðastir séu
erfiðleikarnir alla vega á fyrstu fimm árunum. Hann segir að það sem
stærstan þátt eigi I þvi að koma hjónaböndum i bobba sé streita vegna
vandamála á vinnustað, fjárhagskröggur og atvinnuleysi. Segir
Schreiner að þjóðfélagsástandið undanfarið hafi breitt mjög út alla
þessa þrjá þætti og séu þvi viðskiptin hjá sérfræðingum i hjónabands-
leiðbeiningum I miklum blóma.
Kvennaárið hjá górillaöpunum
Þá eru kvengórillur komnar á rauðu sokkana. Calabatan, höfuð
górillusamfélagsins I Yerkesrannsóknastöðinni ( Lawrenceville (
Georgiufylki i Bandarikjunum fékk að finna fyrir þessu á sársaukafullan
hðtt nú fyrir helgina. Visindamennimir við stöðina höfðu fyrir tveimur
mánuðum kynnt
Calaban og þrjá af
karlfélögum . hans
fyrir þrem kvengór-
illum og sett þau inn
á litið, einangrað
svæði. Markmiðið:
górillubörn. Calaban
hóf tafarlaust að
gera kvengórillunum
Ijóst að það væri Hip'" WT
hann sem völdin THi / I • f
hefði á þessum stað. Hann böðlaðist dálitið og þjarmaði að górillukon
unum. Þær tóku þessu með stillingu. En svo gerist það, að górillukon
unum þótti nóg komið af yfirgangi Calaban og kumpðna hans. Þrjár
þeirra króuðu höfuðpaurinn af einn góðan veðurdag og börðu hann
sundur og saman. Calaban var fjarlægður úr girðingunni, og eru nú þrir
górillukarlar og þrjár górillukonur þar eftir. Þetta mun kallast jafnrétti.
SIG6A V/GG* £ ‘í/LVtRAk
VIKA9 úEtt&C&T
VE'R W S/.Á ^
mio PVR/R
UÝJöYl Í0GA9A,