Morgunblaðið - 27.07.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLl 1975
29
— Oheillastjarna
Framhald af bls. 18
vera sem eins konar skraut í
Kennedy-fjölskyldunni, sem
menn I rauninni teldu álika
óþarft og blómaskreytingu. En
nú eygði hún allt i einu tæki-
færi til að verða til gagns. Jafn-
skjótt og hún var búin að heyra,
að Ted væri úr lífshættu, fór
hún að hugsa um endurkjör
hans. Læknarnir sögðu, að það
myndu líða allt að sex mánuðir,
unz hann hefði náð fullri
heilsu. Hver annar gæti unnið
kosningabaráttu hans en kona
hans?
Vinkona hennar, Marvella
Bayh, segir: „Hún óx með sínu
mikla verkefni. 1 fimm mánuði
ferðaðist hún stað úr stað. Hún
heimsótti 39 borgir og 312
minni bæi. Hún heilsaði allt að
6000 manns á dag með handa-
bandi á fundum, við móttökur
og hvers konar tilefni. Við
vorum öll stolt af henni, líka
Kennedy-ættin. 1 fyrsta sinn
viðurkenndi það fólk, að Joan
væri kona af þeirra gerð.“
Eftir kosningasigur Teds,
sem í rauninni var hennar eigin
sigur, flaug hún með systur
sinni, Candy, til Evrópu:
London, Parfs, Frankfurt,
Berlín. 21. nóvember, þegar ár
var liðið frá banatilræðinu í
Dallas, stóð hún í hljómleika-
höllinni í Berlín, sem var yfir-
full af fólki. Hún hélt ræðu um
baráttu John Kennedys fyrir
frjálsum heimi og lauk máli
sfnu í minningu hans með orð-
unum: „Ich bin eine Berlin-
erin!“
HtJN FLÝÐI EITT
SINN TIL EVRÓPU
Mannfjöldann greip æðisleg
hrifning. Fólkið reis úr sætum
sínum og hyllti hina lágvöxnu,
ljóshærðu konu, en augu henn-
ar fylltust tárum. Hún lifði —
án þess að vita það — stærsta
augnablik ævi sinnar á opinber-
um vettvangi.
En f einkalífinu hallaði æ
meir undan fæti. Hún dýrkaði
Ted. En hversu gjarna sem
hann kann að hafa viljað, þá
var hann einfaldlega ekki fær
um að vera henni trúr. Þegar
tveim árum eftir brúðkaupið
var hann tekinn að fara aðrar
leiðir, og jafnskjótt og hann
hafði náð sér nægilega eftir
slysið, fór hann af stað aftur.
I anddyri skíðahótels í Stove,
Vermont, talaði hann við unga
stúlku, hvarf með henni inn í
herbergi hennar og kom aftur í
Ijós eftir 40 mfnútur. I hana-
stélsboði f New Vork hitti hann
Iaglega stúlku og sagði: „Eg sé
yður seinna." Hún svaraði engu
og gekk framhjá honum.
Nokkrum klukkutímum seinna,
þegar hún var háttuð, var
hringt bjöllunni við dyr
hennar. Ted hafði aflað sér
upplýsinga um bústað hennar
og fengið dyravörðinn til að
hleypa sér inn. „Þér hafið ekki
tekið mig alvarlega," sagði
hann og dvaldi þarna nætur-
langt.
Auðvitað tókst ekki alltaf
svona vel. I flugvél frá París til
New York hitti hann Birgitte
Bardot og hóf að ræða við hana,
en hún kynnti fyrir honum
ferðafélaga sinn sem kærasta
sinn. Ted virti hann ekki við-
lits, en bauð henni í veizlu, sem
mágur hans, Steven Smith, ætl-
aði að halda þá um kvöldið á
Fifth Avenue. Þegar svo Ted
kom til að sækja hana á hótefið,
birtist hún í anddyrinu með vin
sinn undir arminn. „Hvað er
þessi maður að gera hér, ég hef
ekki boðið honum,“ sagði Ted
öskuvondur og þaut burt.
Nancy Gager, geðlæknir, sem
hefur skilgreint hegðun Teds í
ritgerð um „Kennedy-
taugaveiklunina“, segir: „AUir
Kennedy-arnir, frá ættarhöfð-
ingjanum Joe til Teddys, hafa
haft kvennakróka í augum. Joe
var árum saman i þingum við
Gloria Swanson og aðrar kvik-
myndaleikkonur f Hollywood.
Og eins og Norman Mailer segir
í bók sinni, voru John og
Robert Kennedy báðir í vin-
fengi við Marilyn Monroe.
Daðurgirni er einfaldlega i ætt-
inni.“
Um hríð sneri Ted aftur til
Joan, og 1967 ól hún honum
soninn Patrick. Eftir morð
Bobs í júnf 1968 varð Ted aftur
á móti mjög miður sfn. Hann
varð gripinn fásinni og lokaði
sig inni í 10 vikur á Cape Cod
og vildi engan hitta. Joan
stundaði hann af mikilli alúð,
unz hann fór smám saman að
ná sér aftur, en hann var ekki
lengur samur maður. Stjórn-
málametnaður hans var horf-
inn, og hann hafði engan áhuga
á hinum gömlu umræðum. Og
til þess að drepa áhyggjunum á
dreif, fór hann að snúa sér
aftur að öðru kvenfólki.
I þessum efnum var farið f
Kennedy-fjölskyldunni að for-
dæmi Rósu mömmu, sem aldrei
skeytti um hliðarstökk manns
sfns, og Joan átti ekki annars
úrkosta en að taka þessum vfk-
ingaferðum Teds með þögn og
þolinmæði. En jafnframt vildi
hún sýna, að hún væri líka til
og tók að klæða sig á ögrandi
hátt. Til móttöku einnar í Hvíta
húsinu mætti hún f stuttpilsi,
sem endaði 10 sentímetrum
fyrir ofan hné. I annað skipti
mætti hún f hanastélsboði í
gagnsærri bljíssu, en var í
skærbláum brjóstahaldara
innanundir. Þetta vakti mikla
athygli, en eiginmaðurinn kom
ekki til baka þess vegna. 19. júlf
1969 varð hann fyrir slysinu við
Chappaquiddick Island.
Eftir veizlu að kappsiglu lok-
inni ætlaði Ted að aka Mary-
Joe Kopechne, 28 ára gamalli, í
hinum stóra, svarta Oldsmobile
sfnum að ferjunni til Edgar-
town. Við vegamót hafði hann
— óafvitandi að sögn — farið af
réttri leið á malarveg, sem lá að
baðströnd. Þegar bíll hans fór
Athugið:
Slminn er 81588 — 35300
Opið á laugardögum
yfir trébrú, rann hann út í vatn-
ið, Mary-Joe drukknaði, áður
en hann næði að bjarga henni.
Andstæðingar Teds héldu þvf
fram, að hann hefði ætlað að
fífla Mary-Joe og bæri ábyrgð á
dauða hennar. En dómurinn
taldi víst, að um slys hefði veriö
að ræða, og Joan gerði niður-
stöðuna að sinni eigin. Gagn-
stætt þvi, sem margar sögu-
sagnir hermdu, að Joan hefði f
huga að skilja við Ted, stóð hún
drengilega við hlið hans. Þrátt
fyrir þetta var það brátt um
hann sagt að hann ætti vingott
við Amanda Burden, eina af
fegurstu konum f samkvæmis-
lífi New York borgar. Herra
Burden skildi við Amanda, og
Ted fór með henni í siglinga-
ferð á snekkju sinni,
„Curragh".
I þetta sinn missti þó Joan
þolinmæðina og flýði til
Evrópu. Á dansleik í Feneyjum
sást hún leiða rithöfundinn
Giorgio Pavone. Enn var rætt
um skilnað, en þá bárust fréttir
um veikindi Teddys og Joan
flaugtil baka til Ameríku.
Eftir það hefur ríkt eins
konar vopnahlé milli hinna
frægu hjóna. En Ted virðist nú
enn sem forðum svo hlaðinn
skyldustörfum vegna setu
sinnar i öldungadeildinni, að
hann Ieikur aðeins stutta gesta-
leiki í McLean. En hann fer sér
þó með meiri gát í einkalífi
sínu.
Hin mikla spurning er, hvort
hann hafi endanlega hætt við
að reyna að flytja inn í Hvfta
húsið. Hingað til hefur demó-
krataflokkurinn ekki fundið
neinn frambjóðanda'fyrir 1976,
sem kemst í námunda við
hann að vinsældum. Ef
hinar ýmsu tilraunir í
flokknum til að sameinast
um einhvern annan von-
biðil takast ekki, er sá mögu-
leiki fyrir hendi, að flokkurinn
beini enn einni áskorun til
hans, sem honum yrði erfitt að
skjóta sér undan.
Joan Kennedy hryllir við
þeirri stund, en ef hún rynni
upp, myndi hún barna sinna
vegna gera skyldu sfna. Þrátt
fyrir allt, sem skeð hefur, mun
hún fylgja manni sínum.
Ur „Welt am Sonntag". Höf-
undur: George W. Herald.
— svá — þýddi.
kérndum
yotlendi
ffiB
125P STATION
Fiat einkaumboð
DAVÍÐ
SIGURÐSSON HF.
Siðumúla 35
simar 38845 og 38888
Eigum fyrirliggjandi hinn glæsilega og vinsæla 5 manna Fiat 125P station.
Hafið samband við okkur sem fyrst og tryggið ykkur góðan bil á sérlega hagstæðu verði
Til öryrkja
Verð kr. 913.000 —
Tollafsl kr. 220.000,—
Útb. kr. 443.000.—
lánað i 12
mánuði. 250.000 —
Verð kr. 913.000 —
Útborgun kr. 663.00.—
lánað i 12
mánuði. 250.000 —
Aflanet
Aflamenn athugið, að auk hinna þekktu og fengsælu aflaneta,
þá viljum við nú kynna nýja gerð þorskaneta, sem mjög hafa
rutt sér til rúms meðal fiskimanna erlendis.
Net þessi eru laust spunnin girnisnet, tví hnýtt, og eru þau seld
undir merkinu "Miracle net” eða kraftaverkanet.
Framleiðendur eru sem fyrr Nichimen & Co Ltd., Osaka, Japan.
Gjörið svo vel og leitið nánari upplýsinga.
Asíufélagið h/f
Vesturgata 2 Reykjavík
26733 skiptiborð
10388 sölustjóri
10620 forstjóri