Morgunblaðið - 01.08.1975, Síða 7

Morgunblaðið - 01.08.1975, Síða 7
r Þá er þögnin skálkaskjól Róttæk vinstri öfl á íslandi hafa jafnan verið hraðskreiðust til og há- værust I mótmælum hvers konar, einkum og sér I lagi ef Sovétríkin og alheimskommúnism- inn eiga ekki hlut að máli. Oft hitta þessi mótmæli i mark og eiga við rök að styðjast, en þessi háværi hópur er naumast marktækur sökum þess, að' mat hans á verknaði, eins og ofbeldi og frelsis- skerðingu, byggist aldrei á eðli gjömings- ins, heldur þvi, hver að honum stendur. Þannig er rautt ofbeldi gott of- beldi og hlýtur undan- tekningarlitið þann gæðastimpil, sem veitir verknaðinum óskeikula I______________________ réttlætingu i hugum hópsins. Vinstri meirihlutinn S Stúdentaráði Háskóla Islands var ófáanlegur til að mótmæla rauðu ofbeldi i Portúgal. Þar má banna blöð, frjálsa skoðanamyndun og tjáningu, fangelsa fólk. hunza vilja meirihlutans, sem fram kom i leynileg- um kosningum, vegna þess, og þess eins. að kommúnistar eiga hlut að máli. Otelo Saravia de Car- valho yfirmaður öryggis- sveita portúgalska hers- ins hótaði i fyrradag fjöldahandtökum og hernaðaraðgerðum gegn andstæðingum hers og kommúnista. Hann sagði ekki unnt að fram- kvæma sósialiska bylt- ingu eftir friðasamleg- um leiðum einum saman, smala þyrfti „andbyltingarsinnum" inn á nautaatshringinn í Lissabon. Hann lét jafn* vel að því liggja að Mario Soares, leiðtogi jafnaðarmanna, myndi sæta sams konar útlegð og á dögum Salazar- stjórnarinnar. Enginn veit i dag hver þróun mála verður i Portúgal, þó Ijóst sé, að allra veðra er von. Hitt vita allir, að hversu fyrirlit- leg sem viðbrögð ein- ræðisafla þar verða, mæta þau halelújaaf- stöðu þess hraðskreiða og háværa hóps hér- lendis, sem sjáandi sér ekki og heyrandi heyrir MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. AGUST 1975 7 ekki, ef það þjónar trú hans á kommúnismann. Þá er þögnin það skálka- skjól sem samþykki hópsins leitar vars i. Hið afleita lýðræði á íslandi Þessi grafarþögn einkennir ekki sizt skrif Þjóðviljans um fram- vindu mála I Portúgal. Það blað skortir þó hvorki stórar fyrirsagnir né hárbeitt orð þegar veilur finnast i fram- komu vestrænna rikja. Stundum, en hvergi nærri alltaf. eru bæði fyrirsagnirnar og orðin réttlætanleg. Þögn Þjóð- viljans um hvers konar rautt ofbeldi er hins vegar naumast réttlæt- anleg. Innrásin i Tékkó- slóvakiu, hernaðarof- beldi i Ungverjalandi og Austur-Berlin, Gyðinga- ofsóknir i Sovétrikjun- um og ofbeldið i Portú- gal, svo örfá dæmi séu nefnd, eru þagnarmál Þjóðviljans. Og hinir sjálfskipuðu islenzku mótmælendur, þeir háværu og hraðskreiðu, hreyfast ekki og heyrast ekki. Fjöldi fólks, sem léð hefur Alþýðubandalag- inu fylgi og atkvæði i góðri trú. haidandi það verkalýðssinnaðan lýð- ræðisflokk, undrast þessa afstoðu, þessa þögn, og ekki að ástæðulausu. Það hlýtur að verða skýlaus krafa þessa fólks að Þjóð- viljinn geri hreint fyrir sinum dyrum, taki um- búðarlausa afstöðu til þeirra atburða sem nú eru að gerast i Portúgal. Þeir atburðir eru ekki sérmál þarlendra, heldur angi ofbeldis, sem grúfir yfir sameiginlegum heimi okkar. Vinstri stúdentar hafa tekið gagnrýni af þvl tagi, sem hér er fram sett, mjög báglega. Þeir hafa hlaupið með grát- konuskrif i dagblöðin og sagt hana vott þess, að Morgunblaðið sé á móti námslánum til stúdenta, hvern veg sem þessi óskildu mál koma nú heim og saman! Morgunblaðið birti fús- lega eina slika langloku frá piltungi úr þessum hópi. Hann taldi það fram, hvort tveggja. sér til varnar, að ekki bærust nægjanlegar fréttir frá Portúgal, sem þá voru þó umfangs- mestar i heimsfréttum; og að sú hætta væri fyrir hendi, ef spornað væri gegn ofbeldi I Portúgal með sterku almennings- áliti i hinum vestræna heimi, að þar yrði á fót komið jafn afleitu og óþolandi lýðræði og væri til staðar á fslandil Þá vita menn það, hvort sem fólk vill svo skipta á þegnréttindum hér og i kommúnstarikjum. FRA BELGIU Rokoko-stólar með og án arma fáanlegir. Bólstraðirí rósóttu plussi eða góbelíni. Einnig grindurnar til ísaums. Rokoko — Kommóður — Skatthol © Vörumarkaðurinn hf. | Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-11 2 Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d. S-86-113 Ný þjónustumiöstöö KASK SKAFTAFELLI í versiuninni: Allar nauðsynlegar matvörur, búsáhöld og vefnaðarvara miðuð við þarfir feröamanna. í veitingastofunni: Heitur matur og grillréttir. / . -Q - Opið frá kl. 9 til 23 alla daga. Þjónustumiðstöð Kaupféiag Austur-Skaftfellinga Þjóögaröinum SKAFTAFELLI Vestur-þýzkar eldhúsviftur Við höfum tekið að okkur umboð fyrir vest- urþýsku Röhl eldhúsvifturnar. Þetta eru tæki í háum gæðaflokki og er verðið afar hagstætt. Vifturnar blása bæði út og inn og er fljótlegt að breyta þeim eftir því hvað við á hverju sinni. Vifturnar eru með fitusíu og kolasíu, sem eyðir matarlykt. Þrír hraðar, innbyggt Ijós og gufuskermur. Leitið frekari upplýsinga. Verzlunin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.