Morgunblaðið - 01.08.1975, Page 25

Morgunblaðið - 01.08.1975, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. AGUST 1975 25 Ólafur Hannibalsson hefur yfir allan efa, aö hér er ekki á ferðinni pólitísk árás á einn eða neinn enda þótt svo vilji til að oddvitinn, Davíð á Grund, sé 4. maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Vesturlandskjördæmi; sú staðreynd er málinu einfaldlega óviðkomandi. Mótmælaskjal ibúanna er svo- hljóðandi: Skorradalshrcppi. i mars 1975 Landhiina<>arrá<)tin<>ytiA Kuvkjavík Eins og ráðuneytinu mun vera kunnugt verður jörðin Horn í Skorradal laus til ábúðar í næstu fardögum. Ábúandi undanfarin 34 ár var Haukur Eyjólfsson, en hann lést 23. des. sl. Sonur hans. Ingólfur, er uppalinn á Horni og sótti hann um að fá jörðina til ábúðar og fCkk til þess meömæli hreppsnefndar Skorradalshrepps. Það skeði siðan að landbúnaðar- ráðherra byggði Þorvaldi Jóns- syni, Innri-Skeljabrekku Anda- kílshreppi, jörðina hinn 14. feb. sl. Þessa byggingu Horns teljum við vafasama lagalega séð og siö- ferðislega óverjandi. Við undirrit- aðir íbúar Sko#radaIshrepps mót- mælum harðlega þessarí ráðstöf- un og óskum eindregið eftir að fyrrnefnt b.vggingarbréf Þor- valdar Jónssonar verði ógilt. Jafn- framt verði Ingólfi Haukssyni byggð jörðin, en hann hefur i hyggju að setjast að á Horni, meir en að nafninu tíl, en það teljum við mjög mikilvægt fyrir þetta fámenna sveitarfélag. Kjarni Vilmundarson. Kinar Jónsson, Jóhanna Ilauksdóttir. (■uóm. Þorstcinsson, (íyóa Bcrgþórsdóttir, Guórún (iuómundsdóttir. Jóhanncs (iuójónsson. M argrct V i Imundardót t i r, Þóróur Vilmundarson, (iuófinna Si^uróardóttir, Svcinn Si^uróarson, Þóróur Runólfsson. Haildóra (iuójónsdóttir. Kinar Jónsson, Oddgcir Jónsson, Ómar (iuómundsson, (iuórún Kirfksdóltir, Jónina Magnúsdótt ir, Trausti In«ólfsson, (iuórún .Ma«núsdóttir. Kunólftir Ingólfsson, Ini>ibjörg Innólfsdóttir, (iuómundiir Stcfánsson, Stcfán Stcfánsson. KnKÍlhcrt Kunólfsson. Ari Kunólfsson. Svanlaug Þóróardóttir, (iuóbr. Skarphóóinsson, Kristín Krist jánsdóttir, (iuórún Davfósdóttir, Þorgcir Þorslcinsson, Jóhanna (iuójónsdóttir, Davíó Fctursson, Áslaug ÞorKcirsdóltir, (iuólauK Siguróardóttir, Jón Arnar (iuómundsson. Agúst Árnason. Svava Ilalldórsdóttir. Jón Fctursson, Mófcllsstöóum Ncóri-IIrcpp Ncóri-Hrcpp Kfri-II rcpp Kfri-IIrcpp Kfri-Hrcpp Kfri-Hrcpp Mófcllsstöóum Mófdlsstöóum Mófcllsstöóum Indrióastöóum Ha«a Hana Litlu-Dragcyri Litlu-DraKcyri Fit jum Mófcllsstaóakoti Mófcllsstaóakoti Hálsum Hálsum Hálsum llálsum Fitjum Fit jum Vatnscnda Vatnscnda Vatnscnda Dagvcróarncsi Dagvcróarncsi (irund (irund (irund (irund (irund Indrióastöóum Fit jum II vammi Hvammi (irund Lárus Hanncsson, Sarpi (iuórún lóunn Jónsdóttir, Sarpi Var nú gerö tilraun til aö færa ráðherra mótmælaskjalið, en hann var ekki við, og símleiöis tjáði ráðherra einum hrepps- nefndarmanna, að „málið væri ekki til frekari umræðu að sinni hálfu, hvorki viö hann né aðra hreppsbúa". Þegar menn kunna ekki að skammast sin er eins gott að vera æfður í þeirri list að bíta höfuðið af skömminni. Gylliboð og blíðmæli Og þögnin heldur áfram í ráðu- neytinu, grafarþögn. En menn eru gerðir tit af örkinni til Ingólfs Haukssonar með tilboð um allt að því sjálfdæmi um staðarval og stærð landspildu undir suinar- bústað, auk þess sem úttektar- maður ráðuneytisins, Haukur Jörundsson, fer i tveggja daga yfirreið um hreppinn til að fá menn ofan af því að vera að of- sækja hann Halldór E. svona. Honum hafi gengið gott eitt til þó svo honum hafi láðst að hafa sam ráð við úttektarmenn svo sem lög mæla fyrir um; og þó svo hann hafi kosið að hunsa undirskriftir ibúanna, og neitað að ræða málið við fulltrúa þeirra. En allt kemur fyrir ekki. Hér er alger samstaða, hafin yfir alla flokkadrætti og innansveitarríg. Og enn skrifar hreppsnefnd ráð- herra bréf, er svo hljóðar: „Valdníðsla í lagalegum skilningi" (Irund i Skorradal 30. april 1975. Hr. landbúnaóarráóhcrra. Halldór K. Siguróssoti. Þann 23. desember s.l. andaðist Haukur Eyjólfsson, ábúandi að Horni i Skorradalshreppi, en Horn er kirkjujörð og heyrir undir jarðeignadeiíd rlkisins. Þann 29. janúar s.l. er dagsett umsókn sonar nefnds Hauks, Ingólfs, um ábúðarrétt á jörð þessari. Umsókn þessarri fylgdu meðmæli oddvita hreppsfélagsins í umboði hreppsnefndar. Annar umsækjandi um ábúðar- rétt á Horni var Þorvaldur Jóns- son, Innri-Skeljabrekku, nú nem- andi í bifvélavirkjun að Bæ í Bæjarsveit, og var honuin byggð jörðin meö svokölluðu byggingar- bréfi, sem dagsett er 14. febrúar 1975. Sama dag undirritaði Þorvaldur Jónsson yfirlýsingu, þar sem m.a. er greint .... að ég er þvi sam- þykkur, að landeigandi taki und- an jörðinni, landsspiidu handa Ingólfi Haukssyni til byggingar sumarbústaðar." Eigi er getið um stærð eða staðsetningu nefndrar spildu i plaggi þessu. í marz-mánuði öndverðum rituóti 43 Skordælingar land- búnaðarráðuneytinu bréf, þar sem mótmælt er bygggingu jarðarinnar til handa Þorvaldi Jónssyni. Svar við mótmælum þessum hefur ekkert borizt, nerna hvað þér tjáðuð einum hrepps- nefndarmanna símleiðis, að mál þetta væri ekki til frekari um- ræðu af yðar hálfu, hvorki við hann né aðra hreppsbúa. Efni byggingarbréfsins unt Horn i Skorradal er fært inn á prentað eyðublaðsform, sem gert hefur verið í samræmi við ábúðar- lög nr. 8/1951. Af þeim sökum er þar að finna viðauka, breytingar og niðurfellingar, enda hljóta ákvæði núgildandi ábúðariaga að taka til þessa byggingarbréfs, þ.e. laga nr. 36/1961. Þó virðist lands- drottni ekki hafa verið fyllilega Ijóst við hver lagaákvæði skyldi yfirleitt stuðjast um einstök atriði byggingarbréfsins. Má í því sam- bandi benda á, að eftirgjald (afgjald) er miðað 540 lítra mjólkur, en ekki farið eftir 35. gr. laga 102/1962 unt 3% af fast- eignamatsverði lands og jarðar- húsa. Eins og áður er að vikið er Þorvaldur Jónsson nemi á 1. ári í bifvélavirkjun og hyggst hann, að eigin sögn, ekki byggja jörðina Horn fyrr en að námi loknu i fyrsta Iagi. Mun að sjálfsögðu reyna á þetta innan tíðar, þar eð hann, þ.e. Þorvaldur, skal vera kominn til jarðarinnar, þegar 7 vikur eru af sumri, ella hefur hann algerlega fyrirgert ábúðar- rétli sínum, sbr. 8. gr. byggingar- bréfsins. Þá skal hann og eiga lögheimili á ábúðarjörð sinni, nytja jöröina og reka þar bú, sbr. 19. gr. laga 36/1961. Um lögheimili visum við til laga nr. 35/1960, 2. greinar. Hreppsnefnd ber skylda til, að áðurnefndum lagaákvæöum sé fylgl og mun gera það. Þá er vert að geta þess, að ákvæði 11. gr. ábúðarlaga hafa veriö þverbrotin við gerð marg- nefnds byggingarbréfs. í 3. gr. ábúðarlaga greinir: „Hver sá sem á jörð, er undan- farið hefur verið i sér ábúð, og rekur ekki búskap á henni sjálf- ur, er skyldur að byggja h-ana hæfum umsækjanda að mati út- tektarmanna. Er skemmst frá því að segja, að aldrei var liaft samband við út- tektarmenn hreppsins né hrepps- nefnd vegna byggingar Horns i Skorradal. Við sjáum ekki ástæðu á þessu stigi málsins til frekari upptaln- ingar þeirra lagagreina, sem sniðgengnar hafa verið, eða bein- linis þverbrotnar, enda ærið að gert. Sú staðreynd, sem okkur er þó hvað mestur þ.vrnir í augum, er, að þér i krafti embættis yðar hafið með undirritun byggingar- bréfs um Horn i Skorradal gengið algerlega í berhögg við yfirlýstan vilj'a svo til allra atkvæðisbærra hreppsbúa og snúist öndverður við öllum málaleitunum um úr- bætur. Er þetta reyndar i sam- ræmi við þá óheillaþröun að em- bættisvaldið virðir í æ minna mæli vilja og ábendingar þeirra þjóðfélagsþegna, sem gerst til þekkja og méstra hagsmuna hafa að gæta í hverju máli. Þá viljum við og minna yður á, hr. ráðherra. að geróir yðar i þessu máli teljum við á engan hátt i samræini við frumvarp það um jarðalög, sem þér mæltuð fyrir á siðasta þingi. Gæti svo farið, að einmitt þetta „Hornsmál". þ.e. afskipti yðar. gætu orðið þingmönnum til nokkurrar leióbeiningar við endanlega aígreiðslu jarðalaga- frumvarpsins. Hreppsnefnd Skorradalshrepps mótmælir gildi byggingarbréfs um Horn i Skorradal dags. 14/2 1975 og telur þar hafa verið framda valdniðslu I lagalegum skilningi. Hreppsnefndin áskilur sér allan rétl í máli þessu og mun beita áhrifum sínum á hvaða vætt- vangi sent er til að fá fram leið- rétlingu mála þessara, enda er það skylda hennar gagnvart hreppsbúum og gæti jafnframt hugsanlega stuðlað að því, að má! skyld þessu fengju í framtíö eðli- legri afgreiðslu. Viróint'.'irfyllsi I hr<kppsncfn(l Skorradalsh rcpps. Da\ ió Fclursson K.iarni Vilmundarson Kinar Jónsson (iuóniiindiir Þorsloinsson (nióiniindnr Slcfánsson Nokkrum dögum siðar fóru stefnuvottar með bréfið í ráðu- neytið, sem umvafði þau við- felldri þögn sinni, eins og önnur tilskrif varðandi þetta mál. Leiguliði Halidórs fyrirgerir ábúðarrétti íslendingar eru víst víðfrægir f.vrir pennaleti, og landbúnaðar- ráðherra gerir sér augljóslega far um að varðveila þá þjóðlegu arleifð. Þagnarmúrinn erórjúfan- legur, Valdið stendur stolt og hnarreist og haggast ekkí fyrir bituryrðum búandakarla og engu fremur þótt vitnað sé i pargraffa laga og greinar í byggingarbréf- inu sjálfu. Var nii Skorrdælingum nauðug- ir einn kostur, að bíða enn og sjá hverju frarn yndi. Eins og fram kom i bréfinu til ráðherra, bar ábúanda að vera kominn til jarðarinnar, þegar 7 vikur eru af sumri, þ.e. eigi síðar en 11. júní sl. Ekki bólaöi á hinum unga bónda þann dag né þá næstu, og, er nálega þremur vikum er komið fram yfir, er ráðuneytisstjóra rit- uð svohljóöandi bréf; (irund 20.H. '75 1 ,an d hú n aó arráóu n c.v t ió c/o Svcinbjórn Daftfinnsson. Með bréfi þessu tilkynnum vér yður, hr. ráðuneytisstjóri, að leiguliði yðar á Horni, Þorvaldur Jónsson, hefur f.vrirgert ábúðar- rétti sínurn sbr. 8. grein. bygg- ingarbréfsins. Nú þegar eru liðnar 3 vikur umfram þann tíma, er hann átti að vera kominn lil jaröarinnar. og enn bendir ekkert til þess, að hann sé að búa sig undir að fl.vtja á jörðina. Því viljum við fara þess á leit við yður, að þér ógildið þegar byggingarbréf frá 14/2 1975, og byggið jörðina nú þegar næsta umsækjanda, sem er Ingólfur Hauksson. Viróiní?arfyllst. Hreppsncfnd Skorradalshrcpps. Davíó Fclursson Kinar Jónsson (•tiómundur Slcfánsson Kjarni Yilmundarson (iuóniundtir Þorslcinsson Sama dag skrifa úttektarmenn hreppsins ráðuneytinu: Með tilvisun til 1. m.gr. 3. gr. laga, nr. 36/1961. lýsum við, skipaðir littektarmenn Skorra- dalshrepps, Borgarfjarðarsýslu. að viö teljum Ingólf Hauksson, Langholtsvegi 11, Reykjavík, sem er umsækjandi um jörðina Horn í Skorradal, hæfan og jafnframt æskilegan ábúanda á jörðinni. (irund 29/H 1975 (itióbr. Skarphcóinsson Da\ ió Fcliirsson. Heimild hrepps- nefndar nauðsynleg! Eins og áður er að vikið var hreppsnefnd Skorradalshrepps eini umsækjandinn. svo kunnugt væri, um s.n. Kirkjutungur, er Iiggja að landi Horns. En nú tekur það þrjá og hálfan mánuö uns svar berst, og þá ekki frá ráðu- neytinu, heldur hefur það vísað kaleiknum frá sér, heim í hérað, til umráðamanns jarðarinnar. skólastjórans á Hvanneyri. Bréf hans hljóðar svo: Ilvanncyri. 14. júní. 1975. IIrcppsncfnd Skorradulshrcpps. Kfni: Kirkjutiinutir. Lci»uafnol. Svo sem hreppsnefnd Skorra- dalshrepps er kunnugt, helur Jón Gíslason bóndi Innri-Skelja- brekku And. leigt af Bænda- skólanum á Hvanneyri beitar- afnot í Kirkjutungum í Skorra- dalshreppi. Ilafði Jön Gíslason leigt Kirkju- tungur til 15 ára frá og með árinu 1956, og síðan i eitt ári i senn. Fór hann l>ess á leit við undirrilaðan um siðustu áramöt að leigan yrði endurnýjuð fyrir árið 1975, á sama hátt og undanfarin ár. I febrúar barst svo landbúnaðar- raðuneytinu skrifleg umsókn hreppsnefndar Skorradalshrepps um beilarafnot Kirkjutungna. Sem umráðamanni nefnds lands var ég beðinn að ganga ekki frá leigu á Kirkjutungum, við Jón Gislason, fyrr en umsöknir hefðu verið ræddar sameiginlega af starfsmönnum ráðuneytisins og mér. Þetta ásam.t mörgum ástæðum öðrum, yður kunnugar, hafa valdið því, að dregist hefur aö ljúka málinu. Samkvæmt fjallskilareglugerð fyrir Borgarfjarðarsýslu og Akra- neskaupstað er mér, sem umráða- manni Kirkjutungna, óheimil ráð- stöfum þeirra án santþykkis hreppsnefndar, ef ég get ekki nýtt þær í eigin þágu. Áður en hægt er að afgreiða þær umsókn- ir, sem fyrir liggja, er þvi nauö- synlegt að fyrir liggi heimild hreppsnefndar ntér til handa um ráðstöftin Kirkjutungna til Jóns Gislasonar, þar sem hann er utanhreppsmaður. Ég vil þvi leyfa mér að fara fram á urnsögn hreppsnefndar Skorradalshrepps um það, hvort hún fyrir sitt leyti heimili Bænda- skólanum fullan ráðstöfunarrétt til leigu á beitarafnotum i Kirkju- tungum fyrir árið 1975. Viróinííarf.vllsl. Magiiús B. Jónsson. Grátt gaman Þetta er næsta spaugilegt plagg. Umráðamaðurinn er kominn að þeirri niðurstöðu, að hann geti ekki ráöstafaö landinu án sant- þykkis hreppsnefndar (sem hlýtur þá að hafa verið óheimilt allt frá 1971). Og þá snýr hann sér til hreppsnefndar — sem jafn- framt er umsækjandi — og krefst heimildar til að leigja hana áfram fyrri leigutaka! Þessu svaraði hreppsnefndin á eftirfarandi hátt: >Iagnús K. Jónsson. Skólasljóri llvaniicyri. Þökkum bréf yöar dagsett 14. júni 1975 varðandi ráðstiifun Kirkjutungna. Eins og fram kem- ur í bréfi hreppsnefndar til land- búnaðarráðuneytisins dags. 22/2 1975 hefur hreppurinn um árabil haft áhuga á að fá Kirkjutungur á leigu og framleigja síðan nær- liggjandi jörðum í sveitinni. Skorradalshreppur hefur sótt um að fá fyrrnefndar Kirkjutungur á leigu og verður að álíta að um- boðsmaður lands í rikiseign viður- kenni rétt og þörf sveitar- félagsins til landsins. Urn þörfina á landinu vísast til fyrrnefnds bréfs. Með fjallskila- reglugerð er viðurkenndur íhlutunarréttur hreppsfélaga um beitarafnot utanhreppsmanna. Við öskum því eindregiö eftir að til þess komi ekki að hrepps- nefndin þurfi að taka afstöðu til beitarafnota utansveitamanna i Kirkjutungum eða aðila innan sveitar án milligöngu hrepps- nefndar sem mun þá meta þörf hvers og eins á hverjum tíma. Viróin^arfylls. Ilrcpiisncfnd Skorradalshrcpps. l)a\ fó Fctursson. Kjarni Yilmundarson. Kinar Jónsson. (iuóni. Þorstcinsson. (iuóm. Stcfánsson. Og þannig standa málin í dag. Ekki hefur ráðuneýtið né umráðamaður enn treyst sér til að gera upp á milli umsaikjenda, og skýtur hér nokkuð skökku við fyrra snarræði og hikleysi ráð- herra. Inn uin bakdyrnar Ekki er kunnugt um. að Jón Gislason hafi rekið i umræddar Kirkjutungur i vor. en mikill fjöldi fjár var flutt með biluin frá Skeljabrekku og rekið i Horns- land og er þó ekki vitað að Þorvaldur bóndi hafi átt nema 24 ær, skv. skattskýrslu, auk 12 áa er fylgdu Horni, og Halldór seldi leiguliða sínum án þess að bjóða dánarbúi fyrri álníanda að leysa þær til sin svo sem venjulegast er. Svö óheppilega vill til að girðing á ntörkum Kirkjutungna og Horns- lands er að mestu fallin og getur þvi Skeljabrekkufé unað hag sínum á fornum slóðum í suinar. Svo sem kuniuigt er getur ábúandi ekki tekið utansveitarfé til beitar án heimildar hrepps- nefndar. Þar sem hinn ungi bóndi hefur ekki leitað hennar. verður væntaniega að álykta, að liann sé orðinn svona vel fjáreigandi þegar á fyrstu dögum „búskapar" síns. Eða gæti átt sér stað að hér hefði Jón á Skeljabrekku smeygt fé sínu í líaga bakdyramegin? Ráðherra dæmdur Hér liafa nú i gróftim dráttum verið rakin afskipti Halldórs E. Sigurðssonar landbúnaðarráð- herra af byggingu Horns og leigu Kirkjulungna i Skorradal. Ein- hverjir kynnu að sp.vrja. hvers vegna ég sé að skipta mér af þessu máli? Því er til að svara, að mér fannst, er ég kynntist þessu máli á liönum vetri. málið svo forvitniiega og lærdömsríkt um framferöi pólitísks framámanns og embættismanns, að ekki mætti liggja i þagnargildi. Ekki vantar þó, eins og fram hefur komið. að Halldöri hafi ekki verið gefin ótal tækifæri til leiöréltingar mis- gerða sinna. En i forherðingu dæmigerös embættis- og vahla- hroka hefur hann neitað hverri útgönguleið, sem i boði hefur ver- ið. Því er nú svo komiö. að ekki sýnist um annan kost að ræða. en að leita til dómstóla til að kreista réttinn úr hendi ráðherrans, og ber ég engan kviöboga fyrir þeim dómi, eins ljöst og málið liggur fyrir. En til er annar dömstöll, sem liver st jórnmáiamaöur verður stöðugt að vera viðbúinn að bera orð sin og gerðir undir: Döm- stóll almennings í landinu. I þessu máli eru ótal smærri og stærri atriði, sem ekki verða heimfærö undir lagagreinar og því ekki skorið úr af dúmstólum. en sem almennur borgari i lýð- frjálsu þjóöfélagi ó heimtingu á að fá að úlkljá eftir eðli málsins Þvi eru gögnin lögð hér á borðið til úrskurðar dómstóls hins aimenna kjösanda. Og þeim úr- skurði verður ek'ki áfrýjað. Kcykjavik. IX. júli 1975, Ólal'ur Ilannihalsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.