Morgunblaðið - 01.08.1975, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. AGUST 1975
Piltur og stúlka
Eftir Jón Thoroddsen
í því, að við færum að reyna einn snún-
ing, þá skulum við koma á gólfið.
Maddama Rósa neitaði ekki góðu til-
boði, og dönsuðu þau Ormur og Rósa
saman um hríð, en aðrir gláptu á það sem
tröll á heiðríkju, því slikt hafði ekki sézt
áður i héruðum Austurlands. Þau Ormur
og Rósa dönsuðu lengi, og fór þá yngra
fólkið einnig að hoppa að dæmi þeirra, og
varð þar af hin mesta skemmtun. Loks
leiddi Ormur Rósu aftur til sætis, og
þakkaði hún Ormi innvirðulega, en um
leið og hún settist, sagði hún og stundi
við:
Hvaða kvalræði haldið þér, Ormur, að
mér sé ekki í þvi, að maðurinn minn kann
enga agnarögn að dansa? Það hefur verið
hugsað oftar um annað hjá honum Bárði
gamla en að kenna dansleiki eða eitt-
hvað, sem maður getur haft gaman af.
Hér er mikil bót í máli, maddama góð,
svaraði Ormur; þér kunnið sjálf ágæt-
lega að dansa, og þá getið þér smátt og
smátt kennt honum það í heimahúsum.
Haldið þér virkilega, að þá sé mögu-
legt, Ormur?
— Viljið þér hafa hana Ijúshærða eóa dökk-
hærða?
^__________________________________________/
Sem ég er lifandi er það mögulegt fyrir
yður, því ætli ekki það!
Ég hef þekkt marga, sem lært hafa
ýmsar listir, þó þeir væru eldri en signor
Guðmundur, hvað sem máltækið gamla
segir um þau efni.
Heyrðu nú, Guðmundur! sagði Rósa;
hann Ormur, sem er útlærður að sunnan,
segir, að ég geti kennt þér að dansa.
Guðmundur hafði setið grafkyrr, á
meðan á dansinum stóð, og eins og aðrir
gestir furðazt feikilega og tekið ótal bak-
föll og bikara af vini. Hann gjörðist ölv-
aður, og er það ekki tiltökumál í sam-
kvæmi. Hann svaraði spursmáli konu
sinnar svo: Æ, ég held, að ég geti aldrei
lært.
Vissulega, sagði Ormur, ég skal nú
kenna yður, signor Guðmundur, fyrstu
sporin, sem allir byrja á, það er galopp-
ade á dönsku; konan yðar kennir yður
hitt heima, það er að segja sagtevalsinn.
I þessu bili grípur Ormur Guðmund og
dregur hann fram á stofugólfið og hring-
snýr honum, þar til hann sundlaði og féll.
Ormur reisti hann upp frá dauðum og
færði hann að skauti Rósu og gat þess
með mörgum fögrum orðum, að Guð-
mundur bóndi hennar væri efnilegur til
Pétur prangari
var ekki langt þangað,— og bað hann að
segja henni, að hún ætti að gera það
strax, sem sagt væri í bréfinu. En í
bréfinu stóð að hún skyldi láta tendra
mikið bál og brenna þar á malarasoninn,
og síðan bætti Pétur við hótunum um
það, hvernig fara skyldi fyrir henni, ef
hún hlýddi þessu ekki. Piltur fór af stað
með bréfið, og þegar leið að kvöldi, kom
hann að skála einum langt inni í skógin-
um og þar fór hann inn. Engan mann sá
hann þar, en rúm voru þar nóg, og lagðist
hann upp í eitt. Bréfið hafði hann sett
undir bandið á hattinum sínum, og þegar
hann lagði sig út af, hafði hann hattinn
yfir andlitinu. Þegar ræningjarnir komu
heim, — því ræningjar áttu skálann, —
og sáu piltinn liggja í rúminu, fóru þeir
að furða sig á því hver hann væri, og einn
af þeim tók bréfið og reif það upp og las
það.
„Hum, hum,“ sagði hann. ,,Nú er Pétur
prangari að gera einhver skálkastrikin,
Hefur þú aldrei heyrt talað um
verðbólgu, kennari?
Eg minnist þess, að eitt sinn
var ég lítill vexti, — en svo fór
ég að taka þessar töflur reglu-
lega, með þeim árangri sem sjá
má.
Þetta er nýi, hvfti læknirinn.
Eg verð að hafa hann meðferðis
hvert sem ég fer, því að annars
kemst ég ekki inn til mfn,
heima hjá mér.
Kvikmyndahandrit aö moröi
' Eftir Lillian
ODonnell
Þýðandi Jóhanna
Krístjónsdóttir.
10
Alvarlegt umferðarslys, hugs-
aði David. Einnig þá hafði hún
sjálfsagt verið illa útleikin f and-
liti! Greinin var ekki sérlega ná-
kvæm, en David mundi nú betur
en áður eftir atburðinum sem
vikið var lauslega að f greininni.
Stúlka hafði beðíð bana og sögu-
sagnir höfðu verið á kreiki um
manndráp af gáleysi. Kvikmynda-
félag stúlkunnar hafði þaggað
hneykslið niður. Um þær mundir
sem þetta gerðíst hafði David
sjálfur verið áhyggjufullur vegna
heilsuleysis móður hans og hafði
ekki haft mikfnn tfma til að lesa
um einkamál kvikmyndastjarna.
Hann las áfram:
„Sfðar reyndi Ungfrú Shaw að
brjóta sér braut til frama á
Broadway. Hún lék aðalhlut-
verkið f leikriti sem hún hafði
sjálf fjármagnað en það kolféll og
hún var talin búin að vera sem
kvikmyndastjarna. En sá óbilandi
vilji sem hafði áður borið hana
upp á frægðartindinn flutti hana
nú aftur gegnum næstum fjög-
urra ára auðmýkjandi gle.vmsku.
Hún tók sér nýtt nafn, gekk til
prófs f Broadway leikriti sem
óþekktir leikarar stóðu að og
kölluðu sig „kirkjuleikflokkinn".
Þannig atvikaðist það að Marietta
Shaw var uppgötvuð aftur. Maður
nokkur, á höttunum eftír hæfi-
leikafólkí, sem f.vlgdist með
áhugamanna sýningum og var á
frumsýningunni. Hann fullyrti að
hann hefði alls ekki þekkt hana,
svo heillandi og undursamleg var
hún f hlutverki sfnu. Wíiliam
Hagen, eigandi hins umtalaða
fyrirtækis Hagen Assoeiates, er
var umboðsmaður Mariettu Shaw
þegar hún var upp á sitt bezta, sá
s/ðar leikritið eftir ábendingu
þessa manns og þekkti hana sam-
stundis aftur.
t víðtali í búningsherbergi sfnu
frumsýningarkvöldið sagði ung-
frú Shaw: Eg er óskaplega ham-
ingjusöm. Ég vona að Hollywood
sé jafn hamingjusamt yfir að fá
mig aftur og ég er að fá að snúa
þangað.
Greininni lauk á öftustu sfðu,
þar sem sýndar voru nokkrar
myndir úr þekktum kvikmyndum
hennar og rakin helztu æviatriði
hennar. David sleppti þvf og lagði
blaðið til hliðar og einbeitti sér
að morgunverðinum. Þegar hann
hafði iokið máltíðinni fann hann
sfmaklefa og hringdi:
— Má ég tala við Quain lækni.
Etir örstutta bið heyrði hann
rödd hennar f sfmanum:
— Quain læknir hér.
— Góðan daginn læknir, þetta
er David Link.
— Nei, heyrið mig nú Link. Þér
getið ekki búist við að ég sé strax
búin með skýrsluna mfna ...
— Nei, ég veit það cn ástæðan
til...
— Ég hef þegar sett fram
skoðun mfn, og ég sá að þér
höfðuð ekki veruiega tiltrú á
henni og ég hef engu við að bæta
á þessari stundu. Ég met vissu-
lega ákefð yðar og ég skal hafa
samband við yður strax og ég veit
nánar um ýmis atriði...
— Það var ekki þess vegna sem
ég hringi, sagði David þegar hann
gat loks skotið inn orði.
— Ég er bara með smávegis
upplýsingar handa yður?
— Jæja, leyfist mér að spyrja
hverjar þær eru?
— Flest bendir tii að stúlkan
sem við köllum Mary Hudgin hafi
verið Marietta Shaw.
Stutt þögn.' Svo sagði hún efa-
blandinni röddu.
— Leikkonan?
— Já. Eins og þér kannski mun-
ið lenti Marietta Shaw í alvarlegu
umferðarslysi fyrir um það bil
fimm árum og hlaut af mikla
áverka. Hún var lögð inn á Cedars
of Lebanon sjúkrahúsið. Hún
hafði alvarlega áverka á bakinu
og á andliti hennar voru gerðar
miklar plastaðgerðir.
— Eins og ástandið er nú er
ómögulegt að fá sannanir fyrir
þvf að gerðar hafi verið plastað-
gerðir á andliti hinnar látnu, en
hin atriðin get ég athugað nánar,
sagði Quain læknir og var nú mun
mildari f rómnum.
— Ekki afleit frammistaða.
Link. Hvernig komust þér að
þessu á svo skömmum tfma.
— Þökk fyrir hrósyrðin, læknir,
en það var einfalt mál. Það stend-
ur f blöðunum ...
Um leið og hann hafði sleppt
orðunum vissi hann að þetta
hefði hann ekki átt að segja.
— Þá er sannarlega heppilegt
að þér skulið vera læsir, svaraði
hún kuldalega og skellti tólinu á.
Dvaid gekk niðurlútur út úr
sfmaklefanum. Hvers vegna
þurfti honum nú endilega að
detfa f hug að vera fyndinn! Hann
gekk f áttina til Park Avenue og
burt frá stöðinni. Hann beygði við
hornið á 62. stræti og var þá kom-
inn I virðulegt og rfkmannlegt
hverfi. Hann nam staðar úti fyrir
fimm hæða hvftkölkuðu húsi og á
efstu hæð voru stórir gluggar:
vinnustofa málarans Eugene
Brahms.
Ung stúlka opnaði fyrir honum
og eftir nokkrar umræður féllst
hún á að fylgja David upp f
„morgunherbergið" þar sem list-
málarinn var að eta morgunverð.
David fór upp f hljóðlausri lyftu