Morgunblaðið - 01.08.1975, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. AGUST 1975
33
VELMOKAIVIDI
Velvakandi svarar í síma 10-100
kl. 1 4—1 5, frá mánudegi til föstu-
dags.
0 Hnykklækningar
Vegna uppástungu Tryggva
Jónssonar, sem birtist hér í
dálkunum á miðvikudag, um að
orðið „hnykklækningar" verði
notað fyrir það sem á útlenzku er
kallað „chiropractic", og felur f
sér meðferð á taugasjúkdómum
og bakveiki, hafði Sigriður Gísla-
dóttir samband við Velvakanda
og kom með eftirfarandi ábend-
ingu:
Að þvi er ég bezt veit hefur
orðið hnykklækningar verið not-
að um árabil í Islenzku máli. Er
þar átt við sérstaka aðferð er
beinasjúkdómalæknar (ortoped-
ar) og sjúkraþjálfarar beita til
lækninga vissra sjúkdóma og er-
lendis er kölluð „maipulation".
% Hundaand-
stæðingar
og ofsjónir
Eftirfarandi bréf barst Velvak-
anda frá Guðjóni V. Guðjónssyni,
en hann hefur margt við mál-
flutning andstæðinga hundahalds
að athuga.
„Andstæðingar hundahalds i
þéttbýli magna nú um allan helm-
ing áróður sinn. Svo glórulaus eru
skrif sumra að þeir geta varla
talist heilbrigðir. í Mbl. 29. júlí sl.
getur að líta þessi orð eftir ein-
hvern Jakob: „Tvífætlingar verða
nauðugir viljugir að spóla sig
áfram um gangstéttir ataðir
hundaskít, sem mælist í tonnum
fremur en í kílóum, er þeir halda
til vinnu sinnar." Þetta eru ógeðs-
leg skrif og sá er svona skrifar á
að leita sér lækningar og það
strax vegna þess að hann sér of-
sjónir, sem er slæmur sjúkdómur.
Ef þetta eru ekki ofsjónir, þá
skora ég á þennan mann að fara
með mig á þessa staði og sýna mér
það, sem hann er að tala um. Eitt
er það atriði, sem hundaandstæð-
ingarnir nota óspart á okkur hina,
þ.e.a.s. hvað hundurinn sjálfur
hafi um þessa hluti að segja.
Skyldu þessir sömu menn spyrja
lambið álits, þegar það er leitt til
slátrunar á haustin og síðan étið,
eða öll hin dýrin?
Hvað með rjúpuna, sem elt er
upp um Holt og heiðar? Ekki er
það nú svo vel, að hún sé alltaf
drepin. Oft finnst hún særð löngu
seinna eða dauð af sárum sínum.
Þá má nefna hið villimannlega
athæfi erlendra þar sem er nauta-
atið.
Þegar svo nokkrir einstaklingar
vilja hafa hjá sér hund, sem þeir
umgangast í öllu sem sannan og
trúan vin, þá er það bannað, og
þeir, sem vilja ekki sætta sig við
svona skerðingu á sjálfsögðum
og stóð skömmu sfðar f stóru her-
bergi þar sem hátt var til lofts og
vftt til veggja, en allt tilhalds-
laust. Birtan úr gluggunum féll
heint á olíumálverk á veggnum á
móti og David tók að virða það
fyrir sér, áhugasamur.
— Lízt yður á það? sagði rödd
að haki hans.
David sneri sér við og kom auga
að karlmann sem stóð f bogadyr-
um yzt f herberginu.
— Já, tvímælalaust.
— Celia konan mfn málaði það.
Hún leggur sanna tilfinningu í
sfn verk, þótt tækninni sé ábóta-
vant. En ég skal ekki þreyta yður
með of mikium útlistunum. Hvað
get ég gert fyrír yður?
— Hr. Brahm. Ég heiti David
Link, rannsóknarlögreglumaður.
ftg verð að biðja yður að afsaka
ónæðið, en ég er sannfa-rður um,
að þér getið orðið okkur að liði og
ég skal reyna að vera stultorður.
— Gerið svo vel að koma þessa
leið, sagði listamaðurinn og
gekk á undan honum inn í lítinn
borðkrók, sem sneri úl að garðin-
um. I björtu skörpu Ijósinu gafst
David ágætt tækifæri til að vírða
Eugene Brahm fyrir sér. Hann
var sennilega um fimmtugt, með-
mannréttindum, eru úthrópaðir
sem verstu lögbrjótar, sjálfselsku-
fullir og tillitslausir gagnvart öðr-
um.
Hundurinn hefur fylgt mannin-
um um aldaráðir og vináttan þar á
milli er einstök. Það eru til svo
óteljandi dæmi um þetta stórkost-
lega samband manns og hunds, að
ekki fer á milli mála, að hundin-
um lfður vel f sambýli við mann-
inn.
Við sem eigum hunda höfum
aldrei viljað að hver sem er geti
haft hjá sér hund, enda er það
útilokað og fjarstæða að tala um
slfkt. Það eru tiltölulega fáir, sem
áhuga hafa á því. Þetta er stað-
reynd, sem ætti að vera þung á
metunum. Við viljum, að þeir,
sem geta það, hafi aðstöðu til að
eiga og hafa hjá sér hund, auðvit-
að með mjög ströngum skilyrðum
um heilbrigði dýranna, eftirlit
dýralæknis með þeim, svo og, að
þess sé gætt, að þau valdi ekki
ónæði. Engum er betur ljóst en
hundaeigendum sjálfum að
strangt aðhald er nauðsynlegt I
þesum efnum, en það er alveg
fráleitt að banna öllum undir öll-
um kringumstæðum að hafa þessi
dýr hjá sér. Frelsi manna á að
vera sem alíra mest á öllum svið-
um, en allt verður þó að vera
innan ákveðins ramma. Þeir sem
misnota frelsið og fara út fyrir
rammann, þeir hinir sömu hljóta
þá að taka afleiðingunum. Tökum
dæmi: Fólkið i næstu Ibúð er með
gleðskap fram á nótt og tekur
ekkert tillit til nágrannans. Hvað
getur viðkomandi gert? Talað við
fólkið og beðið það að stilla gleði-
látunum f hóf. Sjaldnast hefur
þetta áhrif, enda er Bakkus oftast
með í spilinu. Hvað er þá til ráða
kalla á lögregluna. Jú, hún kemur
og talar við fólkið, en þegar hún
er farin þá halda lætin áfram og í
enn meiri mæli. Ég tek þetta
dæmi vegna þess, að það er tákn-
rænt og það sem oftast veldur
deilum manna á meðal.
Ég hef áður sagt f blaðagrein og
segi enn: Það er til meðalvegur i
hundamálinu. Hvers vegna má
alls ekki fara hann?
Það er kominn tími til þess og
það fyrir löngu fyrir menn að
athuga alvarlega sinn gang, fara
að sýna skilning og tillitsemi hver
öðrum. Þvf meir, sem við fjar-
lægjumst dýrin og gróðurinn,allt
það sem við köllum náttúruna
sjálfa, þeim mun meiri tómleiki
verður I tilverunni og hvað er þá
framundan?
Guðjón V. Guðmundsson"
0 Takið plastpokana
meö ykkur heim
E.Pá. skrifar:
„I Velvakanda var um daginn
þakkað framtak F.Í.B. að gefa
vegfarendum plastpoka til að
setja í rusl á ferðum sínum um
landið og tek ég undir það. En í
því sambandi skiptir höfuðmáli
að þeir góðu vegfarendur kunni
með slfka plastpoka að fara. Þeir
eru til mikils þrifnaðar i bllum og
f áningarstað, þar sem rusli er
safnað f þá. En ef þeir eru svo eki
teknir með heim, þar sem þeir
geta farið f ruslatunnuna eða þá
grafnir með draslinu djúpt í
jörðu, þá eru þeir verri en ekki.
Margir virðast halda, að það sé
þrifnaður i því að safna rusli í
poka og stinga honum svo undir
stein eða í holu, eða þá í grunnan
jarðveg. Slíkt felur draslið bara
meðan viðkomandi er að koma sér
í burtu og kannski örlitið lengur,
en svo kemur það í ljós aftur. Og
það sem verra er, plastpokinn
kemur f veg fyrir að matarleifar
og slíkt geti rotnað og eyðst. Viða
f hvömmum gjótum og tjaldstæð
um, gægjast þvf þessir pokar með
innnihaldi sínu, oft hálfrifnir út
undan steinum, upp úr jörðinni
eða hillir í þá með tilheyrandi þef
úr gjótum. Þar eiga þeir alls ekki
heima. Og með tilkomu slfkra
poka teVur enn lengri tfma fyrir
draslið að eyðast og rotna. Þeir
sem safna drasli f plastpoka ættu
þvf helzt að taka þá með sér heim
í bflnum eða a.m.k. að hafa með
sér góða skóflu til að geta stungið
upp torfu, grafið draslið djúpt
undir henni og lagt hana svo ofan
á. Minna dugar ekki, ef draslið á
ekki að koma aftur f ljós. En þá
eru plastpokarnir lika til mikils
gagns."
HÖGNI HREKKVISI
© 1Í75 /.//r McNaught Synd., Ine. 9
c&CöQ -
Heyrðu Palli: Hann Rosti vill óður fá að baka Högna!
En ég skil vel að Högni vilji komast hjá því.
S3F SIGGA V/öGA £ íilvzMu
Útgerðarmenn vita:
að þeir geta treyst SAM HAE þorskanetum
að verðið er hagstæðast á hverjum tíma
að ánægðum- notendum fjölgar með hverju ári.
llriAiUö.(!]JaAQii@
~ Hverfisgötu 6, simi 20000.
EHN ERU ALLAR VÖRUR
OKKAR AN VÖRUGJALDS
LOFTLAMPAR
VEGGLAMPAR
BORÐLAMPAR
GÓLFLAMPAR
ÚTILAMPAR
FORSTOFULJÓS
GANGALJÓS
STOFULJÓS
BORÐSTOFULJÓS
ELDHÚSLJÓS
BAÐLJÓS
KRISTALLJÓS
GLERLJÓS
MÁLMLJÓS
KERAMIKLJÓS
VIÐARLJÓS
POSTULÍNSLJÓS
MARMARALJÓS
VINNULJÓS
LAMPASKERMAR
VERZLIÐ ÁÐUR EN
VERÐIÐ HÆKKAR
LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL
LJÓS & ORKA
Suðurlandsbraut ÍZ
sínii 84488
i / i Pi \
\ 'fj \ y\I