Morgunblaðið - 01.08.1975, Side 35

Morgunblaðið - 01.08.1975, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1975 35 Hermann skoraði 5 VALUR sigraði Selfoss f leik lið- anna f Bikarkeppni KSl á Laugar- dalsvellinum f gærkvöldi með átta mörkum gegn engu. Her- mann Gunnarsson skoraði fimm mörk, en Atli Eðvaldsson, Alex- ander Jóhannesson og Guðmund- ur Þorbjörnsson eitt hver. 1 hálf- leik var staðan 2—0. Nánari f blaðinu á morgun. Sigfinnur ráð- inn bæjarstjóri Á FUNDI bæjarstjórnar Vest- mannaeyja f fyrradag var Sig- finnur Sigurðsson ráðinn bæjar- stjóri f Vestmannaeyjum frá 1. ágúst. Fékk Sigfinnur 5 atkvæði meirihlutans en 4 bæjarfulltrúar voru á móti. Minnihlutinn flutti tillögu um að áður en Sigfinnur yrði ráðinn yrði rætt við Björn Ólafsson bæj- arráðsmann f Kópavogi um það hvort hann væri fáanlegur f starf- ið, en Björn hefur töluvert starf- að í Eyjum. Tillaga minnihlutans var felld 5:4. Sigfinnur Sigurðsson hefur um nokkurra ára skeið starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka sveit- arfélaga á Suðurlandi en áður var hann borgarhagfræðingur f Reykjavík. Hann er 38 ára. — Réðst á konu Framhald af bls. 36 hálftfma. Var hún að vonum mjög miður sfn þegar hún losnaði úr prísundinni, enda var hún ný- komin heim af sjúkrahúsi. Fyrir þessa fruntalegu árás var piltur- inn úrskurðaður f 90 daga gæzlu- varðhald. — Ný stjórn Framhald af bls. 1 verði frá þvf hverjir eiga sæti í nýju ríkisstjórninni, fyrr en f fyrsta lagi á morgun, föstudag eða laugardag. Ráðamenn vörðust allra frétta um þetta I kvöld. Goncalves gekk aðeins brosandi burt er fréttamenn spurðu hann um stjórnina, og þrír valdamiklir menn I byftingarráðinu sögðust ekkert vita um málið. Sama var að segja um upplýsingamálaráðherr- ann, Jorge Correira Jesuino. Bæði jafnaðarmenn og alþýðudemó- kratar hafa sem kunnugt er neit- að að taka þátt í stiórn undir forsæti Goncalves og staðfest hef- ur verið að nokkrir óflokksbundn- ir ráðherrar úr fyrri stjórn hafi einnig lýst tregðu sinni við að vera áfram í embætti. Þeirra á meðal eru utanríkisráðherrann, Ernesto Melo Antunes, iðnaðar- ráðherrann, Joao Cravinho, ný- lendumálaráðherrann Antonio de Almeida Santos, og landbúnaðar- ráðherrann, Fernando Oliveira Babtista, að sögn góðra heimilda. Þeir yfirmenn f hernum sem handteknir voru í kvöld höfðu mætt andspyrnu undirmanna sinna, og höfðu hinir siðarnefndu samþykkt f atkvæðagreiðslu að taka af þeim völdin. Greip þá Car- valho inn í og fyrirskipaði brott- flutning mannanna, sem orð lék á að væru hægri sinnaðir. Umrædd herdeild er sérhæfð f hörkulegum aðgerðum og er hún oft tilkvödd af COPCON til að stilla til friðar þegar mikið liggur við. Yfirmaður hennar, sem er meðal hinna hand- teknu, heitir JaimeNeves. — Ihlutun Framhald af bls. 1 tilliti til Tékkóslóvakfu lft ég svo, á að þessi ummæli hafi mjög mikla þýðingu." ^ Að öðru leyti trufluðu deilur Tyrkja og Grikkja um Kýpur hið vinsamiega andrúmsloft „detente“ á leiðtogafundinum f dag. Tyrkir mótmæitu formlega, að Makarfos erkibiskup fengi að ávarpa fundinn sem fulltrúi Kýpur, og lýstu þvf yfir að endan- iegar ákvarðanir fundarins væru ekki bindandi fyrir samband þeirra við Kýpur. Áður hafði Suieyman Demirel forsætisráð- herra Tyrklands gengið út úr Finlandiahöllinni með 12 manna sendinefnd sinni, þegar Makarfos ávarpaði fundinn. I ræðu sinni réðst Makarfos harkalega á Tyrki vegna innrásar- innar á Kýpur og sakaði þá um að gerast brotlega við ákvæði lokayf- irlýsingarinnar sem undirrituð verður á morgun. Ekkert benti til að stjórn Tyrklands myndi fram- fylgja samkomulaginu eða virða það á nokkurn hátt, en það tekur til tilmæla um að forðast valdbeit- ingu, virða óbreytt landamæri, fullveldi rfkja, friðsamlega lausn deilumála og jafnrétti og sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða. „Þvert á móti reyna Tyrkir nú að viðhalda núverandi ástandi sem þeir hafa skapað á Kýpur með hernaðarí- hlutun," sagði Makaríos. Demirel sagði í sinni ræðu að vera erkibiskupsins á fundinum væri hvorki lögleg né lögmæt, þvf að hann væri aðeins fulltrúi grískumælandi Kýpurbúa, en ekki tyrkneskumælandi. Hann sakaði Konstantín Karamanlís forsætisráðherra Grikklands um að hafa verið með falskar ásakan- ir í garð Tyrkja í ræðu sinni á leiðtogafundinum í gær. Þessar deilur komu upp á sama tíma og viðræður voru að hefjast f Vínarborg undir forsæti Kurt Waldheims framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna milli full- trúa beggja þjóðarbrota á eynni. Einnig var unnið að því bak við tjöldin f Helsinki að leysa deil- una, og hafði Aldo Moro forsætis- ráðherra Italiu forystu um það sem núverandi forseti ráðherra- nefndar Efnahagsbandalags Evr- ópu. • • — Olvaðir menn Framhald af bls. 2 ur hefðu þeir fyrst og fremst ætl- að sér að snúa þar öllu við og spilla. Kvað hann skemmdir hafa orðið á nokkrum hlutum f kirkj- unni, en í sumum tilvikum væri dálftið erfitt að meta tjónið til fjár. Tjónið væri þó ekki tilfinn- anlegt að þvf leyti, heldur væri fyrst og fremst um vanhelgun á kirkjumunum og kirkjunni að ræða, sérstaklega altari og skfrn- arfonti. Sr. Kristján hringdi strax til lögreglunnar á Hvolsvelli, er mennirnir réðust á kirkjuna, og kom hún á staðinn nokkru sfðar og handtók þá. Voru þeir færðir til yfirheyrslu, en var sleppt eftir að þeir höfðu gengizt við verknað- inum. Enga gáfu þeir skýringu á þessari framkomu sinni. Þeir hafa ekki komið við sögu áður hjá lögreglunni á Hvolsvelli fyrir at- hæfi f þessum dúr. Þykkvabæjarkirkja hefur nú verið að mestu hreinsuð og um- merki eftir næturheimsóknina eru flest horfin. — Ford Framhald af bls. 3 Ford, þess efnis að stöðvunum 24 hefðu verið lokað „f bili„“, benda til þess að lfkur væru á lausn málsins bráðlega. I Washington er nú unnið að því að fá ákvörðun Bandaríkjaþings breytt og í gær- kvöldi samþykktu leiðtogar í öld- ungadeildinni að takmarka um- ræður í deildinni um málamiðlun- artillögu um bannið, og virtust þvf möguleikar á því að báðar deildir þingsins gætu samþykkt aðgerðir í þessum efnum, áður en þær fara í mánaðarlangt sumarfrf á morgun, föstudag". Ekki var á- kveðið hvenær umræður hæfust f þinginu, en sennilega verður það i kvöld eða á morgun, og verða samhljóða þeirri, sem felld var f fulltrúadeildinni með 17 atkvæða mun f fyrri viku. — Mismunar? Framhald af bls. 2 skóla en veitingaskálinn að Brú og sömuleiðis var öll aðstaða f Staðarskála bæði veitinga- og snyrtiaðstaða, stækkuð verulega og endurbætt i fyrra. Að sögn Björns Vilmundar- sonar hafa á þriðja hundrað fjölskyldur tekið þessu sértilboði um sumarleyfisferð og „virðist það hafa fallið í góðan jarðveg hjá fólki sem ekki hefur hugsað sér að dveljast á hótelum yfirleitt," sagði Björn. — Útiskemmtanir Framhald af bls. 2 verSa dansleikir öll þrjú kvöld he -srinnar. I Festi I Grindavlk leika hljómsveitimar Paradfs og Vikivaki fyrir dansi og útihljóm- leikar veröa f Svartsengi á morg- un. f Amarstapa á Snæfellsnesi verður Prfmusarmessa. Þar er það hljómsveitin Brimkló, sem leikur fyrir dansi öll kvöldin, en á sunnu- dagskvöldið bætist þeim liðsauki, þvf hljómsveitin Change leikur með þeim. f félagsheimilinu Ár- nesi f Gnúpverjarhreppi verður það hljómsveitin Haukar, sem leikur fyrir dansi öll kvöldin, en auk þess leikur Pelican með þeim f kvöld, en hún fer sfðan til Hafnar f Hornafirði og teikur þar fyrir dansi f Sindrabæ. f Húnaveri verð- ur það hljómsveitin Gautar frá Siglufirði og teikur fyrir dansi öll þrjú kvöldin. Á sunnudeginum verður sérstök dagskrá með skemmtiatriðum. f Skúlagarði, rétt hjá Ásbyrgi verða hljómsveit- irnar Völundur og Svarti túlipan- inn og leika fyrir dansi. Sérstakir útihljómleikar verða á laugardag og unglingadansleikur á sunnu- dag. Einnig má geta þess að hljómsveitin Change verður á ferð um Borgarfjörð og leikur þar f Brautartungu f kvöld, og annað kvöld f Logalandi. Allir þessir stað- ir auglýsa að þeir bjóði upp á tjaldstæði. Bergstaðastræti,'slmi 14-350 Bankastræti, sími 28-350 Gallabuxur úr þvegnu denim —Flauelsbuxur, margir Htir Herra- og dömuskór í ú Bonfl^iius PEYSUR ÖG SKYRTUR • -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.