Morgunblaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 1
190. tbl. 62. árg. LAUGARDAGUR 23. ÁGUST 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. .PORT 'SAIO » Eftirlitssvæði ^Sameinuðu .. , ... Þjóðanna Gidi-skarðið Mitla- skarðið NAHAUYAM Tvær tillögur um nýja israelska víglinu Korsíka: Lögreglumenn féllu í viðureign við aðskilnaðarsinna Bastia, Korsíku 22. ágúst Reuter. FIMMTÍU korsfkanskir aðskilnaðarsinnar, sem höfðu tekið sex gísla og búið um sig f vfngeymsluhúsi f Bastia, gáfust upp f kvöld eftir að lögreglulið gerði áhlaup á skemmuna, þar sem þeir höfðust við. Tveir lögreglumenn biðu bana, þrfr særðust og einn Korsfkani slasað- ist alvarlega. Gfslarnir munu vera heilir á húfi. Tveir gfslanna voru franskir ferðamenn, en hinir fjórir voru verkamenn frá Norður-Afríku. Tildrög atburða þessara voru að Korsíkumennirnir fimmtíu, sem eru í samtökum er vilja rjúfa tengsl eyjarinnar við Frakkland, heimtuðu að félagi þeirra sem sit- ur í fangelsi yrði látinn laus og tóku gíslana sex og hörfuðu siðan til geymsluhússins. Eitt þúsund Iögreglumenn voru sendir á vettvang frá meginlandi Frakklands, en Korsíkumenn- irnir hótuðu að myrða gislana, ef lögreglan reyndi að ráðast til inn- göngu. Innanríkisráðherra Frakk- lands, Michel Poniatowski, gaf út tilskipun þar sem hann sagði að lögreglunni hefði verið gefin skipun um að ráðast á húsið með áhlaupi og Korsíkumennirnir væru algerlega ábyrgir fyrir lifum gislanna sex. Lögreglan varpaði siðan táragassprengjum að húsinu en Korsikumennirnir svöruðu í fyrstu með því að skjóta í offorsi út um glugga á húsinu með fyrrgreindum afleiðingum. Hófu lögreglumennirnir þá skot- Framhald á bls. 23 Mílanóskákmótið: Petrosjan og Mariotti gerðu jafntefli Mílanó 21. ágúst Reuter. TIGRAN Petrosjan, fyrrverandi heimsmeistari í skák, og ítalski stórmeistarinn Segio Mariotti gerðu jafntefli á öðrum degi alþjóða skákmótsins i Mílanó. Anatoli Karpov, heimsmeistari, tefldi við Jan Smejkai frá Tékkóslóvakíu og fór sú skák í bið og staðan sögð flókin. í einni af biðskákum sem tefldar voru í morgun kom það á óvart, að Michael Tal, fyrrv. heims- meistari, tapaði fyrir Wolfang Unzicker frá Vestur-Þýzkalandi. önnur úrslit í þessari umferð voru, að Portish vann Gligoric, Larsen tapaði.fyrir Ljubojevic og skákir Tals og Browne, svo og Karpovs og Smejkals og Anderssons og Unzickers fóru í bið. Portish og Ljubojevic hafa forystu i mótirtu sem stendur. Fólksflutningar að hefjast frá Timor Lissabon, Canberra 22. ágúst. Reuter. FALLBYSSUSKOTHRlÐ var gerð að hafnarsvæðinu I Dili á eynni Timor, þar sem rösklega eitt þúsund portúgalskir flótta- menn hafa safnazt saman og bfða þess að komast á brott. Ekki er vitað til að nokkur hafi slasazt. 1 gær varð talsvert mannfall f Dili og fjöldi manns særðist þar f miklum átökum, sem ekki virð- ist lát á. Ástralíustjórn hóf í dag að safna saman flotaskipum og verzlunarskipum til undirbún- ings þvi að flytja flóttamennina á braut frá Timor. Tveir tundur- spillar lögðu af stað frá Freemantle í morgun og munu væntanleg til Darwin á mánudag og biða þar skipana um hvort haldið verður áfram til Timor, sem . r 500 km fyrir norðán Ástralíu. Portúgalska stjórnin hefur óskað aðstoðar Ástraliustjórnar við þessa fólksflutninga og kveðst óttast öryggi Portúgalanna sem vilja komast á braut. Aframhaldandi bardagar geisuðu á eynni í dag, en ekki er vitað hversu mikið manntjón hefur orðið. Höfuðborgin hefur verið rafmagnslaus síðan í gær og sjúkrahús borgarinnar var einnig vatnslaust. Mikil spenna í Portúgal: “'MySSIi: Einkabfll f Ijósum logum á götu I Tel Aviv f gær er andófsmenn, sem vildu láta f ljós gremju og vantrú á Henry Kissinger, kveiktu f honum skammt frá bækistöðvum fsraelsku herstjórnarinnar. Þá létu mótmælendur að sér kveða að öðru leyti á götum með óspektum og slagorðahrópum gegn erindi Kissingers. Tvær Starfighter- vélar rákust á Bonn 22. ág. Reuter. TVÆR vestur-þýzkar Starfighter- flugvélar rákust á yfir Norðursjó í dag og beið flugmaður annarar vélarinnar bana. Hinum tókst að varpa sér út í fallhlif á síðustu stundu og var síðan bjargað úr sjónum, að þvi er talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði í kvöld. Gomes tók við stjórn lögreglu og þjóðvarðliðs Lissabon 22. ágúst Reuter COSTA GOMES, forseti Portúgal, tók f dag við yfirstjórn lögreglu landsins og þjóðvarðliðs vegna hins ótrygga ástands f landinu að þvf er sagði f fréttum frá Lissa- bon f kvöld. Fréttir frá Portúgal i dag hafa verið mjög á reiki, en Ijóst að þar eru veður öll válynd og getur brugðið til beggja vona. t dag flaug fyrir sú frétt að bylting hægri sinnaðra herforingja stæði fyrir dyrum og mikil spenna hef- ur verið í höfuðborginni og víðast hvar f landinu. Talið er öruggt að fréttir séu réttar um að hófsamir herforingj- ar og stjórnmálamenn ræði nú möguleika á stjórnarmyndun þeg- ar Goncalves hefur verið ýtt úr sessi, en haft er fyrir satt f dag, að hann hafi fengið frest til mánu- dags að láta af embætti sjálf- viljugur, ella verði hann til þess neyddur. Ekki er vitað enn hvort eftirmaður hans verður herfor- Framhald á bls. 23 r _ Samningur Israela og Egypta — bjartsýni á að Kissinger ljúki erindi sínu fyrir mánaðamót Tel Aviv, Jerúsalem, Alexandria 22. ágúst. Reuter. — YITZAK Rabin, forsætisráð- Egyptaland KAIRO Norður Súezskurðurinn SI NlAl 3 KM herra Israels, greindi frá því f kvöld, að bráðabirgðasamkomu- lag milli Egypta og fsraela væri f sjónmáli og að hann gerði sér von um að frá þvf yrði gengið innan tfðar. Hann sagði, að með þvf yrðu verulegar breytingar á svæðunum og bæði ríkip yrðu að gera nokkrar tilslakanir. Hins vegar yrðu málsatriði samningsins öll gerð opinber, þar yrði ekki farið f felur með neitt. — Henry Kissinger, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, kom til Alexandríu í kvöld til að ræða við Sadat Egyptalandsforseta og hafði með sér siðustu tillögur ísraela. Lét Kissinger i ljós nokkra bjartsýni á framvindu mála. Rabin sagði, að þessi samningur hefði í för með sér tilfærslur og breytingar á samskiptum Israels og Egypta, en hann eygði ekki neinn slikan samning við Sýrland á næstunni, og sama máti gegndi um Jórdaníu. Er hann var spurður hvaða augum hann Iiti þær miklu mótmælaaðgerðir sem hafa orðið i Israel eftir að Kiss- inger kom þangað nú siðast sagði hann að þetta væru „hryðjuverk og skemmdarstarfsemi“ og öllum tiltækum ráðum yrði beitt til að halda uppi lögum og reglu. Sagð- ist hann líta svo á, að ofbeldi og óeirðir væru alvarlegra mál en deilur um fimm eða tíu kílómetra af Sinaiskaganum. Rabin sagði þetta eftir fimm klukkustunda fund með Kiss- inger, en að honum loknum hélt ráðherrann bandaríski áleiðis til Alexandríu. Gífurlega miklár varúðarráðstafanir voru gerðar hvar sem Kissinger fór í dag og alveg sérstaklega á flugvellinum áður en hann hélt til Egyptalands. Til óspekta og óeirða kom víða i Tel Aviv í dag, en lögreglu tókst að koma sæmilegri kyrrð á aftur. Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.