Morgunblaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1975 13 Á hugsanlegum virkjunarstað við Villinganes. Stffla yrði gerð f gljúfrunum. Á myndinni, sem Haukur Tómasson, jarðfræðingur tók, eru Birgir Jónsson, staðarjarðfræðingur, og Kristján Már Sigurjónsson, verkfræðingur. Rannsóknir í Skagafirði: Villinganesvirkjun dygði án orkufreks iðnaðar nyrðra VIRKJUN Héraðsvatna í Skaga- firði hefur að undanförnu oft verið nefnd f sambandi við virkjanir á Norðurlandi. Orku- stofnun hefur f sumar unnið að rannsóknum á virkjunarmögu- leikum við Villinganes, sem er um 5 km neðan við ármótin, þar sem koma saman Áustari- og Vestari- Jökulsá, en þar er gert ráð fyrir að reisa megi 32 mega- watta orkuver. Einnig hafa mælingaflokkar verið við land- mælingar á efri hluta vatna- svæðis beggja Jökulsánna, á öllu svæðinu fram undir Ilofsjökul og niður f byggð, í þeim tilgangi að hægt verði að gera sér grein fyrir hvort og þá á hvern hátt mætti fá þar stærri virkjun. En það eru aðeins byrjunarathuganir og margir þættir óljósir enn. Mbl. leitaði til Jakobs Björns- sonar, orkumálastjóra, til að fá nánari upplýsingar um það, hvers konar virkjanir væir um að ræða. Jakob sagði, að ekki væri um marga aðra staði að ræða en Villinganes. Þó hefði verið Steinþór Marínó Gunnarsson opnar málverkasýningu að Kjar- valsstöðum í dag kl. 4. Á sýning- unni eru samtals 88 myndir, 50 nýleg olíumálverk, 30 vatnslita- myndir og 8 lágmyndir. Þetta er 10. sýning Steinþórs og jafnframt afmælissýning, þar sem athugaður staður í Austari- Jökulsá við Merkigil. Þar kæmi til greina álika stór virkjun og við Villinganes, en líklega fvið dýrari. Rekstrarlega og öryggis- lega væri hún á ýmsan hátt verri. Virkjun við Merkigil væri líka bundin hugsanlegri virkjun ofar í ánum. Ef Austari-Jökulsá yrði t.d. veitt í Vesturdal, væri hún úr sögunni. En virkjun við Villinga- nes útilokaði á engan hátt síðari framkvæmdir. Miðlunarlón ofar mundi heldur bæta hana. Ekki er ljóst hvernig að yrði staðið, ef Jökulsárnar í Skagafirði yrðu virkjaðar. — Við erum fyrst og fremst að huga að miðlunar- möguleikum, en vatnið yrði leitt frá miðlunarlóni fram á fjalla- brúnirnar og fallið virkjað þar, sagði Jakob. Til þess er nú verið að undirbúa yfirlitskort. Þegar það er komið, liggur Ijósar fyrir hvar hægt er að gera stíflur. Bæði kemur til greina að veita vatninu ofan í Austurdal, en samt yrði skilið eftir vatn í Vestari-Jökulsá, og einnig að veita vatninu í hann varð fimmtugur á árinu. Steinþór hefur áður haldið átta sýningar hér heima og tvær í Nor- egi. Sýningunni lýkur sunnudaginn 31. ágúst. Hún er opin kl. 4—10 e.h. frá þriðjudegi til föstudags, en frá kl. 2—10 um helgar. Vesturdal. Þarna uppi er gróið land og enn liggur ekkert fyrir um það, hversu mikið af því þyrfti að fara undir vatn, ef af virkjun verður. Það eina, sem komið er eitthvað á veg, eru rannsóknir við Villinganes. Sú virkjun væri óháð þvl sem á eftir kæmi. Þar yrði einfaldlega um að ræða stíflu I gljúfrum og virkjun við stífluna, en litið um vatnsvegi. Þarna er ekki mikið fall að fá, 60—70 m, en fallið skapast af stíflunni sjálfri, sem yrði að vera næstum eins há. Orkumálastjóri kvaðst gera ráð fyrir að rannsóknum við Villinga- nes yrði lokið I haust, að svo miklu leyti sem slikum rannsókn- um lyki yfirleitt. Ef á að virkja, þarf alltaf nánari rannsóknir. I sumar hafa farið þarna fram boranir. Þrjár holur hafa verið boraðar vestan árinnar og áform- að að bora tvær austan árinnar á stíflusvæðinu. Að þvi loknu verður lokaskýrslan um rann- sóknirnar samin, og liggur svo fyrir. En virkjunin sjálf er ekki i höndum Orkustofnunar. — Ljóst er, að varla er þörf á fleiri virkjunum á Norðurlandi fyrr en um 1980, ef enginn orku- frekur iðnaður bætist við og fyrir þann tlma gæti Villinganes- virkjun verið tilbúin, sagði orku- málastjóri, er hann var um það spurður. A næsta ári verða bæði komin í gagnið línan að sunnan og fyrri vélin i Kröfluvirkjun, sem framleiðir 35 megawött. Athuganir hafa sýnt að Sigöldu- virkjun og Kröfluvirkjun geta fram til 1980 séð fyrir iðnaði og þeim vexti á orkunotkun almennt sem fyrirhugað er. Þess ber þó að gæta að allar horfur eru á að lögð verði lína til Vestfjarða og einnig til Austfjarða frá Kröflu, sem stækkar þá orkuveitusvæðið og bætir við. En samt ætti þetta að duga, að því er orkumálastjóri sagði. — Hvað svo gerist er háð markaðinum. Verði um áfram- haldandi stóriðju að ræða, þá þurfa stærri virkjanir að koma til, sagði Jakob Björnsson. Fyrir sunnan er þá Hrauneyjafoss- virkjun langbezti kosturinn, en á Norðurlandi er fyrst og fremst um að ræða Blönduvirkjun og virkjun á Jökulsá á Fjöllum, og á Austurlandi stóru Austurlands- virkjunina. Verði aftur á móti ekki um meiri orkufrekan iðnað Framhald á bls. 23 Steinþór M. Gunnarsson við eitt af málverkum sfnum. Sýning að Kjarvalsstöðum Rússar leita eftir milljarð punda láni RUSSAR hafa leitað hófanna hjá tveimur handarfskum bönkum og tveimur japönskum um milljarð punda lán (336 milljarðar fsl. kr.) til að standa strauih af kostnaði við fjár- frekar framkvæmdir sam- kvæmt næstu fimm ára áætlun. Þeir hafa jafnframt sýnt al- mennan áhuga á meiri lántök- um í ýmsum bönkum á Vestur- löndum þótt þeir hafi haft drjúgar tckjur f erlendum gjaldeyri af sölu olfu og gulls. Málaleitun Rússa er f athug- un að sögn Financial Times en þeir hafa fengið afsvar f Export-Import-banka Japana, sem hafa þegar lánað Rússum einn milljarð dollara til orku- framkvæmda f Sfberfu. Blaðið bendir á, að Ijóst sé að Rússar eru reiðubúnir að taka lán með venjulegum kjörum á pcninga- mörkuðum f stað þess að fá lán fyrir milligöngu ríkisstjörna, en telur að lánið verði Ifklega tekið í nafni sameiginlegs banka Comecon, efnahags- bandalags Áustur- Evrópulanda, sem annast fjár- hagshlið sameiginlegra fram- kvæmda aðildarlandanna. Þannig losna Rússar Ifka við hugsanleg pólitfsk höft ef al- menningsálitið skyldi leggjast gegn svona miklum Iánveiting- um segir blaðið. Það bendir á að bandaríska þingið sam- þykkti lög sem takmarkaði upp- hæð sem ákvcðið hafði verið að lána Rússum. Lánið á að nota til að standa straum af kostnaði við lagningu svokallaðrar Orenburg- gasleiðslu sem verður umfangs- mesta framkvæmd Comecon samkvæmt næstu fimm ára áætlun. Leiðslan verður rúm- lega 2.500 km löng og mun veita gasi frá Uralfjöllum til Austur-Evrópu. Vinnan hefst sfðar á þessu ári fyrsta gasið byrjar að renna 1978 og leiðsl- an nær fullum afköstum 1980 eða 15.5 milljörðum kúbfk- metra á ári. Rússar sjá um verkið en öll aðildarlönd Comecon taka þátt f því. Þegar hafa verið pantaðar leiðslur til framkvæmda í Vestur-Þýzkalandi og dælustöð verður sennilega keypt frá Bandaríkjunum. Sérfræðingar eru sammála um að verkið væri óframkvæmanlegt án vest- rænnar tækni. Comecon-bankar hafa tekið lán erlendis f nokkur ár, ekkcrt þeirra þó eins hátt og lánið sem Rússar sækjast eftir, en rússn- eskur banki, utanrfkisvið- skiptabankinn, sótti f fyrsta skipti um lán á alþjóðlegum peningamarkaði fyrr á þessu ári. Hann fékk fyrst 100 milljón punda lán og 250 milljón punda lán skömmu síðar. Þá var búizt við að Rússar mundu biðja um meiri lán. Rússar hafa gott lánstraust og Financial Times telur þá hafa góða möguletka á að fá milljarð punda lánið. Hins vegar megi vera að þess verði krafizt f vestrænum bönkum, að Rússar hætti að reyna halda vöxtum eins langt niðri og þeir geta og að þeir veiti nákvæmari upplýsingar um tilganginn með láninu. Sfðast tóku Rússar lán f júlf og þá með allægstu vöxtum og án kvaða um hvernig láns- upphæðinni yrði varið. Olía þjóðnýtt í Venezúela Caracas, 22. júli. Reuter. ÞINGIÐ I Venezúela hefur samþykkt lög um þjóðnýtingu olíuiðnaðar landsins. Til þess að lögin öðlist gildi verður Carlos Andres Perez forseti að undirrita þau og búizt er við að hann geri það fljótlega. Eignir 18 erlendra olíufyrir- tækja sem eru starfrækt í Venezúela eru áætlaðar 5.800 milljónir dollara og samkvæmt lögunum tekur ríkið við þeim 1. janúar. Meðal þessara fyrir- tækja eru dótturfyrirtæki bandarísku fyrirtækjanna Shell, Chevron, Texaco og Mobil og þau fá í mesta lagi 1.200 milljón dollara skaða- bætur. Sú upphæð jafngildir áætluðum tækjum fyrirtækj- anna ef þeim hefði verið leyft að starfa áfram samkvæmt gild- andi samningum sem renna út 1983. Þjóðnýtingaráformin hafa verið eitt helzta markmið ríkisstjórnar Perez forseta. Venezúela er fimmta mesta olíuframleiðsluland heims. Framleiðslan er 2.5 milljón tunnur að meðaltali á dag. Loftbelgurkomst ekki yfir úthafið New York, 22 ágúst.Reuter.AP. TILRAUN tveggja manna til að verða fyrstir til að fljúga yfir Átlantshaf f loftbelg lauk f nótt undan strönd Massachusettes. Loftbelgurinn hrapaði f sjóinn. Loftbelgurinn komst aðeins 200 km vegna helíumleka en vegalengdin til Evrópu er 4.800 km. Þyrla frá sjóhernum bjargaði mönnunum. Ánnar þeirra, Bob Sparks, er kunnur ævintýramaður og gerði sams konar tilraun sem fór einnig út um þúfur fyrir tveimur árum. Hinn maðurinn, G. Hadden Wood, var nokkurs konar laumufarþegi. Þegar loftbelgurinn „Gondola" fór frá New Seabury f Massachusetts, greip Wood f kaðal sem hékk úr honum og þegar loftbelgurinn hvarf úr augsýn sást hann enn hanga f kaðlinum. Sparks kvaðst fljótlega hafa orðið var við Wood og kippt honum um borð. Hann kvað Wood enga sök eiga á því að förin mistókst. Norrœnn stuðningur við Israel Ösló, 22. ágúst. Reuter. NORÐURLÖNDIN eru eindregið á móti tilraunum til að vikja aðildarlöndum úr Sam- einuðu þjóðunum eða stofn- unum þeirra segir I yfirlýsingu sem var birt eftir tveggja daga fund utanrikisráðherra land- anna i Ösló í dag. Þeir sögðu að slikar tilraunir væru til þess eins fallnar að skaða SÞ og rýra traust fólks á Norðurlöndum á samtökunum. Ekkert land var nefnt I þessu sambandi í yfirlýsingunni en K. B. Andersen, utanrikisráðherra Dana, sagði á blaðamanna- fundi: „Með þessu er átt við ísrael, en önnur lönd geta kom- izt í sömu aðstöðu.“ Ráðherrarnir lögðu á þáð áherzlu að það væri mikilvægt að styðja allar tilraunir sem miðuðu að þvi að koma á lýð- ræði og þjóðfélagsiegu réttlæti í Portúgal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.