Morgunblaðið - 23.08.1975, Síða 3

Morgunblaðið - 23.08.1975, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. AGÚST 1975 3 „Vona að við vinnum næstu kosningar” Stutt samtal við Rainer Barzel, fyrrum leiðtoga Kristilegra demókrata í Bonn „ÉG vona bara að við vinnum kosningarnar," sagði Rainer Barzel fyrrum kanzlaraefni kristilegra demókrata (CDU) IV- Þýzkalandi og einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar I Boiin, þegar Mbl. spurði hann um kosn- ingarnar f landi hans á næsta ári. „Sem stendur eru efnahagsmálin efst á baugi í stjórnmálunum, það er talsvert atvinnuleysi í V- Þýzkalandi og önnur efnahags- vandamál, en hvað gerist á næstu fimmtán mánuðum, áður en kosn- ingarnar verða haldnar veit eng- inn,“ sagði Barzel. Barzel er I einkaheimsókn á Is- landi ásamt aðstoðarmanni sln- um, Thomas Jansen. Hann sagði Mbl. að heimsókn sín væri fyrst og fremst fræðslu- og hvíldarferð. Hann langaði að fræðast af Is- lendingum sjálfum um viðhorf þeirra til landhelgismála. „En,“ sagði Barzel, „ég tek það skýrt fram að heimsókn mín er alger- lega óopinber og ég gegni ekki lengur neinum sérstökum opin- berum trúnaðarstörfum.“ Þvf má skjóta inn í að Barzel var ráð- herra í síðustu stjórn Adenauers og formaður þingflokks kristi- legra demókrata meðan Kiesinger var kanzlari og flokkur hans og Jafnaðarmannaflokkurinn unnu saman i stjórn. Formaður þing- flokks jafnaðarmanna á þeim tfma var Helmut Schmidt sem nú er kanzlari og er því góður kunn- ingsskapur með þeim Barzel og Schmidt. Óhætt mun að segja að Barzel sé með áhrifameiri stjórn- málamönnum í Bonn. Mbl. spurði Barzel um viðhorf hans til lokayfirlýsingar Öryggis- málaráðstefnu Evrópu sem undir- rituð var fyrir nokkru í Helsinki. „Árangur ráðstefnunnar byggist á framkvæmd yfirlýsingarinnar,“ sagði Barzel, „við teljum mestu máli skipta að farið verði eftir þeim ákvæðum sem fjalla um per- sónulegt frelsi fólks." Hefði hann skrifað undir þessa yfirlýsingu hefði hann verið kanzlari? „Þá hefði þetta orðið betri yfirlýsing," sagði Barzel óg hló. Eins og kunnugt er létu talsmenn kristi- legra demókrata í ljós talsverðar efasemdir vegna þessarar yfirlýs- ingar. Barzel sagði um sameiningu Þýzkalands að það mál væri síður en svo úr sögunni og í Helsinki- yfirlýsingunni væri skýrt tekið fram að landamærum mætti breyta með friðsamlegum hætti. „Við erum á móti þvi að fólk sé hólfað niður og verði að búa að- skilið ef það vill það ekki sjálft, og þetta er mál sem alltaf er ofar- lega í hugum Þjóðverja, þótt kannski verði litlar breytingar á næstunni.“ Við spurðum Barzel hvort hann hefði trú á því að Franz-Josef Strauss, leiðtogi kristilegra (CSU) í Bæheimi, mundi gera alvöru úr því að kljúfa samstöðu flokkanna og bjóða fram sjálf- stætt alls staðar f landinu, eins og Rainer Barzel f anddyri Hótel Sögu I gær sumir spá, en Barzel kvað það fráleitt. Hann hefur átt samstarf við Strauss, og sagðist ekki vita til að hann hefði nein slík áform. Um viðræður sínar hérlendis vildi Barzel sem minnst segja. Hann ræddi í gær við Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, Ólaf Hannibalsson skrifstofu- stjóra ASl, Kjartan Jóhannsson varaformann Alþýðuflokksins, Magnús Torfa Ólafsson formann SFV og þau Svövu Jakobsdóttur og Kjartan Ólafsson frá Alþýðu- Framhald á bls. 23 Alfreð Flóki sýn- ir í Bogasalnum 1 DAG kl. 14 opnar Alfreð Flóki sýningu á 32 myndum, sem flestar eru gerðar á þessu ári. Nú eru liðin þrjú ár frá þvf að lístamaðurinn sýndi almenningi verk sfn sfðast, en alls eru einka- sýningar hans nú orðnar átta. Á sýningunni eru 32 myndir, pennateikningar og krítarmyndir. I október n.k. tekur Alfreð Flóki þátt í alþjóðlegri súrrealistasýn- ingu í Chicago, en nýlega hélt hann einkasýningu f Kaupmanna- höfn. Hann hefur áður haldið margar einkasýningar í Dan- mörku, en auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum í New York, Rostock, Stokkhólmi og Danmörku. Út er komin ljóðabók eftir Ólaí Hauk Símonarson, „Rauða og svarta bókin“ með myndskreyt- ingum eftir Alfreð Flóka Upplagið er takmarkað, en bókir verður til sölu á sýningunni i Bogasalnum. Verð myndanna á sýningunni er 60—200 þús. krónur. Sýningin verður opin alla daga til 31. ágúsl kl. 14—22. Það er ekki á hverjum degi, sem hægt er að vaða inn I annarra manna skápa, en á vörusýningunni er beinlfnis til þess ætlazt að gestir kynni sér varninginn yzt sem innst. Vörusýnmgin íLaug- ar dal opnuð í gœr Alþjóðlega vörusýningin var opnuð í Laugardalshöll í gær- dag að viðstöddu miklu fjöl- menni. Við opnunina fluttu á- vörp Bjarni Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Kaupstefnunnar, Ólafur Jóhannesson, viðskipta- ráðherra, Ólafur B. Thors, for- seti borgarstjórnar Reykjavík- ur, og Matthías Bjarnason, heil- brigðisráðherra. Milli 7 og 8 hundruð gestum vað boðið að vera viðstaddir opnunina, en kl. 18 var sýning- in opnuð almenningi. Sýningarsvæðið er um 8 þús. fermetrar að stærð og eru fyrir- tækin, sem þátt taka í sýning- unni um 200 að tölu, en sýning- ardeildir eru 120. I gærkvöldi var haldin tízku- sýning og er ætlunin að skemmtiatriði af ýsmu tagi verði á dagskrá hvert kvöld sýningarinnar, sem stendur til 7. september. Þessir snáðar höfðu engan á- huga á gljáfægðum húsgögn- um, eða öðru þess háttar, held- ur skelltu þeir sér umsvifalaust f hörkuspennandi „ping- pong“-spil, sem ekki er leikið á borði eins og venja er heldur á sjónvarpsfleti. Sýningin er opin kl. 15—23 daglega. Aðgangseyrir er . 350 kr. fyrir fullorðna, en 100 krón- ur fyrir börn. Á sýningunni eru Ifka leikföng fyrir fullorðna eins og sjá má. HYGGIÐ AÐ HEILDARSVIPNUM Þegar málaö er geta smáatriðin ráðið úrslitum um árangur, mótað heildarsvipinn. Huga þarf að samræmi milli stærri og smærri flata, glugga og veggja, girðingar og bílskúrs. Það er óþarft að óttast glaðlega liti. Þeir hressa upp á gráa daga. Leyfið girðingunni að njóta sín. Pinotex Miljo fæst í 21 lit sem alla er að finna í sjálfri náttúrunni. HVERJAR ERU ÓSKIRNAR? SADOLIN UPPFYLLIR ÞÆR SAD0LIN Á fSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.