Morgunblaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 24
Barentshaf: Fengu loðnu um leið og komið var á miðin ÞÆR vonir sem menn bundu við loðnuveiðar Barkar, Guðmund- ar og Sigurðm- f Barents- hafi virðast ekki ætla að bregðast eftir þeim fréttum, sem nú hafa borizt af skipunum, en þau fengu öll loðnu um leið og þau komu á miðin, en aðein's hafa borizt frétt- ir af tveimur fyrstu veiði- dögunum. Sigurður Einarsson, fram- kvæmdastjóri ísfells h.f., sem gerir út Sigurð RE, sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær, að skipin þrjú og einnig fær- eysku skipin hefðu komið á miðin 16. og 17. ágúst og bræðsluskipið Norglobal um leið. Þann 18. ágúst hefðu öll skipin landað, Börkur 150 lestum, Guðmundur 270 lestum og Sigurður 330 lestum. Þá hefði færeyska skipið Krún- borg Iandað 290 lestum og Sól- borg 170 lestum. Daginn eftir eða þann 19. ágúst lönduðu tvö skipanna, Börkur 340 lestum og Krúnborg 480 lestum. Að sögn Sigurðar er loðnan, sem þarna fæst, bæði stór og feit. Sex herskip frá NATO í heimsókn SEX herskip úr flota Atlantshafs- handalagsins eru væntanleg hingað til lands f kurteisisheim- sókn á mánudaginn. Skipín fara öll f Hvalfjörð til hirgðatöku en tvö þeirra koma sfðan til hafnar f Reykjavfk og verða þar fram á miðvikudag. Hin skipin leggjast við akkeri. Þessi tvö skip heita Iroquois, sem er frá Kanada, og Eversten, sem er frá Hoilandi. Breiðablik í 1. deild BREIÐABLIK úr Kópavogi tryggði sér sæti í 1. deild á næsta ári er liðið sigraði Þrótt 4:1 á Fífuhvammsvelli í Kópavogi í gærkvöldi. Hefur Breiðablik hlotið 24 stig að 13 umferðum loknum en Þróttur sem er í 2. sæti í deildinni er með 21 stig þegar einn leikur er eftir. Mörk Breiðabliks f leiknum í gærkvöldi gerðu Hinrik Þórhalls- son, Þór Hreiðarsson, Heiðar Breiðfjörð og Ölafur Friðriksson en fyrir Þrótt skoraði Sverrir Brynjólfsson á síðustu mínútu leiksins. Fjölmargir áhorfendur fögnuðu sigurvegurunum ákaft í lokin. Breiðablik lék síðast í 1. deild 1973. Ölafur Egilsson deildarstjóri f utanríkisráðuneytinu tjáði Mbl. í gær, að í þessari flotadeild væru herskip frá Bandaríkjunum, Kanada, Portúgal, Bretlandi, Hol- landi og Vestur-Þýzkalandi. Flaggskip deildarinnar er Iroquois, annað tveggja herskipa sem leggjast hér að bryggju. Flotadeild þessi er að sögn Ölafs notuð til að þjálfa samstarf milli flota aðildarrfkjanna og er tákn útávið um samstarf þeirra. A milli æfinga heimsækja þau aðildarrfkin til skiptis. Hluti áhafnar skipanna tveggja sem koma í höfn stígur á land í Reykjavík og mun m.a. heim- sækja Keflavíkurflugvöll. St jórn SR vill tiíraunaveiðar Á FUNDI stjórnar Síldarverk- smiðja rfkisins f gær var eftir- farandi tillaga samþykkt: „Stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins beinir þeirri áskorun til sjávarútvegsráðuneytisins, að það hlutist til um við Hafrannsóknar- stofnunina, að annað skipa hennar, Árni Friðriksson eða Bjarni Sæmundsson, verði látið stunda tilraunaveiðar á loðnu með flotvörpu fyrir Norðurlandi síðari hluta þessa mánaðar og í septembermánuði n.k. Einnig verði leigt eitt skip eða fleiri í sama skyni, en verði undir stjórn stofnunarinnar." Á fundi, sem verksmiðjustjórn- in hélt í gær, mætti Jakob Jakobs- son. Lét hann i ljósi þá skoðun, að með þessu móti mætti ganga úr skugga um hvort um væri að ræða Framhald á bls. 23 Einar Ágústsson Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. VÖRUSYNINGIN — Fyrstu tízkusýningarnar á Alþjóð- legu vöriisýningunni voru í gærkvöldi og fylgdist fjöldi fólks með þeim. Þarna sýna dömurnar hausttízkuna. Meira um vörusýninguna á bls. 3. Margeir meö betri stöðu MARGEIR Pétursson tefldi í gærkvöldi við Spánverjann Pablo á heimsmeistaramóti unglinga f Tjentiste f Júgó- slavíu. Skákin fór f bið og hefur Margeir betri stöðu. Hann er nú með 3 vinninga og biðskák eftir 6 umferðir en efstu menn hafa4'A vinning. I gær tefldu saman fjórir efstu menn mótsins og fóru báðar skákirnar f bið. Útlit fyrir mikinn hey- feng en gæðin misjöfn r Ometanlegir dagar,” segja bændur um þurrkdagana tvo »» _ ÞURRKDAGARNIR tveir í vikunni hafa gjörbreytt öllum heyskaparhorfum um sunnan- og vestanvert landið. t samtölum við nokkra fréttaritara Mbl. á þessu svæði kom fram, að margir bænd- ur hafa náð inn miklum heyjum á þessum þurrkdögum og sumir hafa jafuvel lokið heyskap. En vfðast er þó hluti túna enn ósleg- inn en þar er kafgresi enda hefur viðrað eindæma vel til gras- sprettu syðra undanfarnar vikur. „Ef þurrkar verða á næstunni má reikna með að bændur nái inn miklu meira heyi en f fyrra en gæðin verða vafalaust minni,“ sagði einn fréttaritaranna sem Mbl. ræddi við f gær, Björn Erlendsson bóndi f Skálholti. „Þetta voru góðir dagar sem breyttu öllu til hins betra. Það var bara verst að þurrkurinn skyldi ekki standa Iengur," sagði Björn. ,yÁ tti von á meiri stuðn■ ingi frœndþjóðanna ” — segir Einar Ágústsson, utanríkisráðherra „ÉG verð að viðurkenna, að við áttum von á að frændþjóðir okkar á Norðurlöndum myndu veita okkur meiri stuðning I iandhelgismálinu en raun varð á. Þó fengum við fram eina setningu f yfirlýsingu fundar- ins, sem við verðum vfst að telja viðunandi,“ sagði Einar Agústsson, utanríkisráðherra, f samtali við Morgunblaðið f gær, að afloknum fundi utan- rfkisráðherra Norðurlanda sem fram fór f Ósló. Einar Ágústsson sagði, að það hefði kostað mikinn þrýsting af hálfu Islands að fá inn eina setningu varðandi landhelgis- málið. Um tima hefði hann verið hræddur um að það feng- ist ékki fram, frekar mótmæli vegna fyrirhugaðrar útfærslu. Þá sagði hann ennfremur: „Eftir að búið var að ræða um hafréttarráðstefnuna og lýsa óskum um að hún mætti takast vel kom setning sem fjallar um landhelgismálið og er á þessa leið: „Utanríkisráðherrar Dan- merkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar láta í ljós skilning á því ástandi sem liggur til grundvallar útfærslu fiskveiði- lögsögu íslands.“ Þá minntust ráðherrarnir einnig á það sér- staklega, að fslenzka ríkis- stjórnin væri fús til að taka upp viðræður við þær þjóðir, sem lengi hefðu veitt á íslandsmið- um. Einar sagði einnig að í gær- morgun hefði verið haldin sér- stakur blaðamannafundur ráð- herranna og landhelgismálið verið þar mest í sviðsljósinu. Hann hefði orðið að svara flest- um spurningum fundarins þannig að ljóst væri að mikill áhugi væri á málinu. Ennfrem- ur hefðu blaðamennirnir spurt hina ráðherrana hvers vegna hin Norðurlöndin veittu ekki Islendingum meiri stuðning á málinu. Svör ráðherranna hefðu yfirleitt verið á þann veg, að beðið væri eftir framhaldi hafréttarráðstefnunnar og svona mál þyrftu að takast fyrir á breiðari grundvelli. Að lökum sagði Einar, að eftir blaðamannafundinn hefði norska og norður-þýzka sjón- varpið átt viðtöl við sig. Ekkert sérstakt hefði komið fram á þessum fundi, sem snerti Is- land verulega annað er. land- helgismálið. Hann sagði að bændur f nágrenn- inu hafðu nýtt þurrkinn vel en ástandið væri misjafnt eftir bæjum. I sama streng tók Markús Jónsson bóndi á Borgareyrum i Vestur-Eyjafjallahreppi. „Þessir dagar breyttu miklu, björguðu heyskapnum hjá mörgum bændum," sagði Markús, en út- litið hefði verið orðið æði ískyggi- legt. Hann sagði, að enn væri tals- vert óslegið á sumum bæjum og þau tún væru óvenjulega vel sprottin. Útlitið væri þannig núna að heyfengur gæti orðið mikill að vöxtum en misjafn að gæðum. Hey hefði hrakið hjá þeim bænd- um sem hefðu verið bjartsýnir og slegið snemma en nú væru þau hey nýkomin í hús og væri gott að sjá ekki lengur bleika töðu liggja á túnunum. Magnús Sigurlásson á Eyrar- landi f Þykkvabæ sagði að þurrka- dagarnir tveir hefðu nýtzt vel f sinni sveit og væru margir bænd- ur búnir að hirða allt sitt hey. Magnús kvaðst nýkominn úr ferðalagi um Suðurlandsundir- lendið og væri ástandið þar .gjör- breytt frá því sem það var, alls staðar mætti sjá hey sem væri Framhald á bls. 23 Mikil loðna á miðunum Siglufirði 22. ágúst. SKIPVERJAR á skuttogaranum Dagný héðan frá Siglufirði hafa skýrt frá því, að er þeir fyrir nokkrum dögum voru á Strandagrunni og við Þverálinn, hafi þeir orðið varir við óhemjumagn af loðnu og hafi þeir tekið stærðarsýnishorn, er þeir fengu loðnu í trollið. Þessi loðna reyndist vera 15—17 cm löng. m.j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.