Morgunblaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. AGÚST 1975
Annað kvöld, sunnudag,
verður f fyrsta skipti rokk-
hljómsveit á Hótel Sögu í
Reykjavík og bindi verður ekki
skilyrði fyrir inngöngu, að sögn
Helga Steingrímssonar hjá
Demant, sem stendur fyrir
samkomunni.
— Change spilar í þetta
fyrsta skipti og næsta sunnu-
dagskvöld verður það Jakob
Magnússon ásamt Hvítárbakka-
tríóinu og fleiri skemmtikröft-
um, sagði Helgi. — Ef vel
gengur, þá munum við að sjálf-
sögðu halda þessari starfsemi
áfram, enda yfirleitt afskap
lega iítið að gerast í skemmt-
Magnús og Jóhann áður en þeir
urðu Change. Myndin var tekin
í Húsafellsskógi sumarið 1972.
Annað kvöld eru þeir á Sögu og
á þriðjudaginn verða hljóm-
leikar með Change, Stuðmönn-
um, Svartálfum, Hvítárbakka-
tríói og einu og öðru 1 Reykja-
vík.
anabransanum á sunnudags-
kvöldum
Auk Change koma fram á
sunnudagskvöldið þeir Magnús
og Jóhann (sálin í Change) og
Sigrún Magnúsdóttir, sem
Helgi segir syngja engilblítt við
eigin gítarundirleik.
Peliean á lista hjá
Elton John
Elton John ásamt Chér og Díönu Ross í „First Annual Rock Awards“ fyrir hálfum
mánuði. Elton var sjálfur kjörinn „Rocky“, þ.e. rokkstjarna og persónuleiki ársins.
Verðlaunapeningurínn hangir um háls honum á milli Chér og Díönu.
Föstudagskvöldið 8. ágúst var
í Bandaríkjunum sýndur sjón-
varpsþátturinn „First Annual
Rock Awards“, sem er, eins og
nafnið bendir til, einskonar
Óskarsverðlaunaþáttur rokk-
tónlistarinnar. Kynnir og
stjórnandi var enginn annar en
Elton John sjálfur og var, að
sögn, margt góðra gesta í þætt-
inum, sem sýndur var samtímis
um öll Bandaríkin.
Frá þessu er sagt hér, fyrir
það, að snemma í þættfnum las
Elton John upp nöfn erlendra
hljómsveita, sem taldar eru
vera á uppleið og var islenzka
hljómsveitin „Pelican" ein
þeirra. Ekki fer á milli mála, að
með þessu hefur verið vakin
töluverð athygli á Pelican þar
vestra, því áætlaður áhorfenda-
fjöldi þeirra sjónvarpsþátta,
sem skarta Elton John, er rúm-
lega 50 milljónir manna.
— Við vitum í rauninni
ekkert meira um þetta, sögðu
félagarnir í Pelican, þegar
Stuttsíðan spurði þá nánari
fregna af umræddum sjón-
varpsþætti. — Við fengum
fréttir af þessu í bréfi frá
Robert Edlund, væntanlegum
umboðsmanni okkar í Banda-
ríkjunum og Kanada, — og
sagðist hann sjálfur hvergi
hafa komið þar nærri, þannig
að greinilega hefur hljómsveit-
in vakið töluverða athygli þar í
vetur sem leið.
Haokar og Jensení
Laugardal á morgiin
■
Þá eru það HAUKAR sem
færa sér í nyt þjóðhátíðarvagn-
inn og munu þeir félagar halda
hljómleika i grasgarðinum í
Laugardal á morgun (sunnu-
dag) kl. 16, ef veður leyfir. Auk
Hauka mun Engilbert Jensen
koma fram á hljómleikunum en
hann hefur gert nokkuð af því
að undanförnu að troða upp
með Haukum.
Kæra Stuttsfða:
Ég skrifa þér til að koma á
framfæri skoðunum sem ég veit
að ég er ekki einn um.
Mikil gróska virðist nú vera í
íslenska poppheiminum. Bestu
hljómsveitirnar eru í óða önn
að gefa út plötur og sumar eiga
ef til vill möguleika á frama
erlendis. Samt sem áður eru
hljómleikar steindautt hugtak
hér á landi. Maður var að vona
þegar Slade tróð upp hér á
dögunum að eitthvert líf mundi
færast í hljómleikahaldið. En
þá kom yfirlýsing frá Á.A. að
þetta stæði ekki undir sér og
síðan hafa engir hljómleikar
verið haldnif. En mér er spurn:
Ef ekki er fjárhagslegur grund-
völlur fyrir því að fá erlendar
hljómsveitir hingað væri þá
ekki í staðinn hægt að fá góðar
íslenskar grúppur til að koma
saman eitt kvöld í höllinni eða
einhverju bíóinu og halda
hressilega hljómleika?? Hér
með kem ég þeirri áskorun á
framfæri að eitthvað verði gert
til að rffa orðið hljómleika upp
úr þeim öldudal sem það hefur
verið í að undanförnu hér-
Iendis. Eina hljómsveitin sem
hefur haldið hljómleika að ein-
hverju marki er Sinfóníuhljóm-
sveitin en ég vona að hinir
framtakssömu umboðsaðilar
Amundi Ámundason, Demant
eða einhverjir aðrir sjái sér
fært að verða við þessari ósk
minni og vafalaust margra
annarra. Ég vona að þetta bréf
sé birtingarhæft, með fyrir-
fram þökk.
R.J.F.
SVAR:
Stuttsíðan þakkar bréfið og
með því opnar hún vettvang
fyrir skoðanir lesenda sinna. Er
það ósk sfðunnar að sem flestir
notfæri sér þennan möguleika
til að koma skoðunum sínum á
framfæri en það skal þó tekið
fram, að Stuttsíðan áskilur sér
rétt til að velja og hafna í því
sambandi. Vegna bréfsins hér
að ofan setti Stuttsíðan sig í
samband við tvo umboðsaðila,
þá Ámunda Ámundason og
Helga Steingrfmsson hjá
Demant og voru báðir sammála
um að grundvöllur fyrir hljóm-
leikum í Höllinni væri enginn
og lftill sem enginn í bíóunum.
Bæði væri húsaleiga of dýr og
svo hitt að gjöld og kostnaður
væri of mikill til að hljómleikar
sem þessir gætu borið sig.
Austurlandi 12/8’75.
MÉR finnst Stuttsíðan hafa
komið óréttlátlega fram í skrifum
sfnum um Austurlandshljóm-
sveitir 9/8. Hún talar aðeins um
Lótus og Einsdæmi. Hún er
greinilega ekki kunnug á þessum
slóðum, því að ekki er minnzt
einu orði á hljómsveitina Völund,
sem þó er þeirra vinsælust og
langelzt.
Völundur verður eins árs 15.
september en Lótus er ekki orðin
tveggja mánaða. Bæði Lótus og
Einsdæmi spiluðu í fyrra undir
sömu nöfnum, en nokkrar manna-
breytingar hafa orðið þótt kjarn-
inn sé sá sami. Þess má geta hér
um leið, að trommuleikarinn í
Einsdæmi heitir Ragnar Ey-
mundsson, það kom ekki fram um
daginn, þegar skrifað var um
Þokkabót og Éinsdæmi.
Þá er einnig i þessari „Lótus-
grein“ sagt, að Lótus hafi „leikið
vitt og breitt í allt sumar". Þetta
er allt annað en satt. Þeir hafa
eins og áður sagði aðeins spilað í
rúman mánuð og þetta sem þeir
hafa spilað vítt og breitt er Nes-
kaupstaður, Reyðarfjörður, Egils-
staðir og svo hið fræga Hjalta-
lundsævintýri. Einsdæmi hefur
farið heldur víðar, og meðal
annars á Hornafjörð fyrir hálfum
mánuði. Aftur á móti hefur Völ-
undur spilað að ég held í öllum
helztu húsunum i fjórðungnum,
að undanskilinni Egilsbúð og
Miklagarði. Þeir eru nýkomnir
frá Hornafirði og. helgina þar
áður voru þeir í Skúlagarði og hef
ég fregnað, að þeir fari á báða
þessa staði seinna í haust og
sennilega líka á Vopnafjörð og
Þórshöfn. Um hljómsveitina Eins-
dæmi vil ég segja það, að ég efast
um að margar íslenzkar hljóm-
sveitir geti státað af betri röddum
en þeir. Því miður hefur þeim
ekki gengið vel í sumar hvað vin-
sældir snertir, en vonandi fara
menn að hugsa sig um betur og
hlusta á þá. Einsdæmi var kynnt
hér um daginn, svo nú langar mig
að kynna Völund.
Gitarleikarar eru tveir, þeir
Friðrik Lúðvíksson (sóló) og
Helgi Arngrímsson (rythma).
Aðalsöngvari og trommuleikari er
Bjarni Helgason, Jón Ingi Arn-
grfmsson er bassaleikari og á
píanó og synthesiser leikur Eyþór
Hannesson.
Þökk fyrir birtinguna með
kveðju til allra poppara á Austur-
landi.
— Stuttsíðunni barst þetta bréf
í vikunni frá M.G.V. Egilsstöðum.
Það var hljómsveitin Change
sem reið á vaðið með að nota
þjóðhátíðarvagninn til hljóm-
leikahalds, síðan komu Pelican
og nú eru það Haukar. Stutt-
siðan væntir þess að fleiri
hljómsveitir notfæri sér þá
möguleika sem vagninn hefur
upp á að bjóða enda er hér um
að ræða skemmtilega tilbreyt-
ingu f bæjarlífinu.
Hljómplötn-
ntgáfa
Fálkans
vaknar
nr dáinu:
HLJÓMPLÖTUÚTGÁFA Fálkans er
að fara af stað aftur, eftir að hafa
legið hreyfingarlaus undir feldi
sinum i hálft annað ár, er hljóm-
plötur Rió komu út. Rétt er þó að
geta þess, að Fálkinn hefur ekki
algjörlega setið auðum höndum I
klassíkinni, þvi Fálkinn kom m.a. við
útgáfuna á afmælisplötu Mariu
Markan.
Ástæðan fyrir deyfð Fálkans er sú,
að forráðamenn hafa viljað ganga
sómasamlega frá sinni vöru en ekki
talið verjandi að láta gera allar upp-
tökur erlendis. Mið tilkomu Hljóð-
ritunar telur Fálkinn, að viðunandi
aðstaða til upptöku hafi skapazt hér
og þvi sé óhætt að fara af stað. Það
er í sjálfu sér gleðiefni, þvi Fálkinn er