Morgunblaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. AGUST 1975 21 VELVAKANDI Velvakandi svarar 1 síma 10-100 I kl. 14—15, frá mánudegi til föstu- j dags. | 0 Umgengni slökkviliðsins á Reykjavíkur- flugvelli Hlfðabúi skrifar: „Á sama tíma og blöðin birta myndir af verðlaunagötum og byggingum, láta borgaryfir- völdin og fegrunarnefndir það viðgangast, að slökkviliðið á Reykjavíkurflugvelli hafi í frammi slíkan sóðaskap á „æfingasvæði" sínu, um 300 metra frá stórhóteli Loftleiða, að hreinlega má teljast á heimsmæli- kvarða. Ég vil leyfa mér að skora á sjálfan flugmálastjóra, Agnar Kofoed-Hansen, að hann gefi starfsmönnum sinum þau fyrir- mæli, að þeir hreinsi æfinga- svæðið og umgangist það fram- vegis þannig, að ekki sé til hreinnar hneisu yfir þá, sem eru i fyrirsvari fyrir Reykjavíkurflug- völl — flugvöll höfuðborgarinnar. Hlfðabúi." 0 Umgengni annars staðar Svo firðist sem borgarbúar séu almennt mjög áhugasamir um umgengni, snyrtimennsku og um- hverfi sitt almennt. I fyrradag vatt sér inn á ritstjórn Mbl. snaggaralegur maður í vinnuföt- um. Kvaðst hann hafa ákveðið að ræða við Velvakanda i kaffitima sinum um sérstakt hugðarefni sitt, sumsé umhverfismál. Hann sagði m.a.: „Það er gott og blessað fyrir borgarstjórnina að verðlauna hús, garða eða annað fyrir snyrtilegan frágang, smekklegt útlit og þess háttar, en mér finnst þetta meira og minna marklaust þegar þess er gætt að ekkert skipulag virðist vera á þessum hlutum. Hvers vegna í ósköpunum er ekki sett einhver allsherjarreglugerð um þetta? Hvers vegna er ekki ein- faldlega bannað að láta lóðir standa ófrágengnar árum saman og hafa hús ómáluð? Það eru þó fjandakornið fleiri en eigendurn- ir, sem þurfa að hafa ósómann fyrir augunum. Þá er nú annað, sem kemur þessu máli beint við, en það er sú undarlega árátta ýmissa manna að nota lóðina sína fyrir pakkhús. Svo ég skýri nánar hvað ég á við, þá get ég nefnt sem dæmi, að fyrir nokkrum árum var af ein- hverri óútskýrðri ástæðu fjarlægt baðkar af lóð í nágrenni við mig, en þá hafði það trónað þar i rúm fjögur ár. I því húsi búa einar fjórar fjölskyldur og frétti ég af tilviljun, að einn eigandinn hafði farið þess góðfúslega á Ieit við baðkarseigandann, að hann fjar- lægði það við hentugt tækifæri. Þegar þvl var ekki sinnt, kunni sá snyrtilegi ekki við að ámálga þetta frekar, — vildi ekki koma illu af stað I húsinu. Það mætti segja mér, að þessi saga væri einmitt dæmigerð fyrir sóðaskapinn, sem víða veður uppi hér í Reykjavík, allir sjá ósómann, láta hann fara gegndar- laust í taugarnar á sér, ergja sig í hljóði, en vilja fyrir alla muni ekki styggja náungann með því að ganga lengra. En það er bara engum greiði gerður með svona sofandahætti. Ef borgarstjórnin meinti raun- verulega eitthvað með öllu fegrunar- og snyrtimennsku- talinu þá ætti hún að vera löngu búin að setja reglur um þessi um- hverfismál. Mér fyndist til dæmis liggja beint við, að hjá borginni væri einhver starfsmaður, sem tæki við kvörtunum frá þeim, sem sætta sig ekki við að'horfa upp á ýmislegt af þessu tagi. Siðan ætti það að vera hlutverk þessa starfs- manns eða einhvers, seþi borgar- stjórnin setti i það verk, að sjá til þess að viðkomandi sóði færi eftir settum reglum, með góðu eða illu. Það er nú einu sinni svo, að fólk á erfitt með að standa i þessu og efna jafnvel til rifrildis við ná- granna sína, sem að öðru leyti er oftast ágætis fólk. Það þarf að athuga það, að fleira telst til umhverfismála en mengun af völdum iðnaðar og olíuiega. Hins vegar vil ég alls ekki láta iðnaðarmenn og aðra atvinnurekendur komast upp með sóðaskap og trassahátt frekar en eigendur Ibúðarhúsa. Það er aftur á móti kapítuli út af fyrir sig og það engu ómerkilegri en það, sem ég var að tala um, en það getur vel verið að ég fái að halda yfir ykkur sérstakan reiðilestur um það bráðlega," sagði þessi einarði maður að lokum. # Búið að kveikja á ljóskösturunum Sveinbjörn Finnsson staðarráðsmaður í Skálholti hafði samband við Velvakanda vegna bréfs Ástu Sigurðardóttur hér í dálkunum í fyrradag. Hann sagði: „Ég var á ferð í Reykjavik og sá þá skrif Astu Sigurðardóttur um lýsingu í Skálholtskirkju. Tel ég mig knúinn til að koma á fram- færi nokkrum leiðréttingum í Velvakanda. í fyrsta lagi sagði Ásta, að einn kastari lýsti upp altaristöfluna. Þetta er ekki rétt, hún er lýst upp með mörgum kösturum. I öðru lagi er það rangt hjá Ástu, að hætt sé að lýsa upp altaristöfluna. Því var aðeins hætt um stuttan tima, því að vinir og ættingjar hinnar látnu listakonu, Nínu Tryggva- dóttur, sem gerði þetta verk, vildu sjá hvernig það tæki sig út án lýsingar. Nú er aftur byrjað að lýsa verkið upp og var sú ákvörð- un tekin af mér persónulega í samráði við Birnu Bjarnleifs- dóttur, formann Félags leiðsögu- manna. Er kveikt á kösturunum þegar bifreiðar koma með hópferða- menn. í þriðja lagi eru aðdróttan- ir á hendur sr. Guðmundi Öla Ölafssyni algjörlega óréttmætar. Hann hefur engar fyrirskipanir gefið einum eða neinum um lýsingu í kirkjunni. Það er í mínum verkahring sem staðar- ráðsmanns, en hvorki prests né krikjuvarðar. Að lokum þetta. Ég hef neyðzt til að loka skrúðhúsi Skálholts- kirkju í sumar vegna grófrar framkomu vissra leiðsögumanna, en það mál kýs ég ekki að ræða á öðrum vettvangi. Það er eindreg- in ósk mín, að leiðsögumenn ræði við mig um mál, sem eru í minum verkahring, áður en þeir tala við blöðin. Með þökk fyrir birtinguna. Sveinbjörn Finnsson." var kannski ekkert athugavert við það í sjálfu sér. Ég gat ekki ieyft mér að vera með stolt eða hroka og þetta var mitt gullna tækifæri, ég viðurkenni það hreinskilnis- lega. Dorf tók stóran gúlsopa af bjórnum. — Annars vita allir þetta. Það byrjaði einhvern tíma þegar ver- ið var að taka upp atriði f kvik- mynd þegar hún var enn fræg og hátt yfir allar aðrar verur hafin. Ég var statisti en samt tókst mér að eyðileggja eitt atriðið gersam- lega. Auðvifað vakti það eitt fyrir mér að láta leikstjórann taka eft- ir mér, svo að ég fengi kannski að segja þó ekki væri nema eitt orð. Og mér er óhætt að segja að hann tók eftir mér — og mér var spark- að á svipstundu. Hún hafði einnig veitt mér athygli, þvf að hún sendi mér boð um að koma í bún- ingsherbergi hennar. Hún spurði mig hvort þessi vinna skipti mig óskaplega miklu máli og hvort mig vantaði peninga. Ég játaði því vegna þess að það var sann- leikanum samkvæmt og hún lof- aði að sjá svo til að ég yrði endur- ráðinn með því skilyrði að ég segði ekki frá samtali okkar. HÖGNIIIREKKVISI ÍC l*7* McNauqht Synd.. I"C. Biðm vlkunnar Alpafífill — Edelweiss (Leontopodium alpinum) Meðal jurta sem sveipaðar eru hvað mestum ævintýra- ljóma má án efa telja edelweiss — alpafífilinn fræga. Aðal- heimkynni hans eru Alpafjöllin eins og íslénzka nafnið bendir til og svo ákaflega var sótzt eftir að ná þessari jurt úr snar- bröttum skriðum og nær ókleif- um klettum að Iá við út- rýmingu. Hefur jurtin því verið friðuð í heimahögum um margra ára skeið. Það var sem sé siður fjallagarpsins að hika ekki við að leggja líf sitt í hættu við að ná i edelweiss til þess að færa elskunni sinni svo hún gæti sannfærzt um karl- mennsku hans og þor. Um þetta voru svo skráðar sögur, ljóð ort og jafnvel samin tónverk. Til er munnmælasaga um uppruna alpafífilsins, að vísu of löng til þess að segja hana í þessum stutta pistli, en efnislega á þá leið að hjarta himneskrar veru sem um skeið tók sér bústað hátt í hlíðum Alpafjalla til þess að komast hjá því að horfa upp á sorgir og syndir mannanna barna, hafi ummyndazt í þetta eftirsótta blóm. Alpafífillinn er af körfu- blómaætt. Við góð skilyrði get- ur hann orðið allt að 20 sm hár, blöðin eru með grágrænni slikju, blómin litlitlar körfur sem utanum er krans af hvít- um, loðnum blöðum og eru það þau sem mestan svip setja á plöntuna. Alpafífill þrífst með ágætum hér á landi, enda gerir hann ekki ýkja miklar kröfur til lifsins aðrar en þær að fá að standa sem þurrustum fótum yfir vetrartímann. Er þvi heppilegast að koma honum fyrir i steinhæð eða hleðslu enda líkjast slíkir staðir hvað mest hans eðlilega umhverfi. Þó alpafífillinn þrifist vel í venjulegri garðmold er hann þakklátur frjóum, kalkbornum jarðvegi. Það skaf tekið fram að alpa- fífill á ekkert skylt við alparós (rhododendron), en af gefnu tilefni verður að játa að rós fer að jafnaði snöggtum betur í ljóði og söng heldur en fffill. Að lokum þetta: Fjandafælan íslenzka er nákominn ættingi alpafífilsins. ÁB Ný vorfluga fund- in á íslandi I GREIN eftir Gísla Má Gfslason f Náttúrufræðingnum segir frá fundi nýrrar vorflugu á fsiandi, en Gísli hefur síðan vorið 1974 safnað vorflugum. Þessi fluga er af ættkvfslinni Potamophylax cingulatus og hefur nú fundizt vfða norðan og austan lands. Utan Islands fiunst þessi vorfluga f Færeyjum, Bretlandseyjum, Skandinavfu og Mið-Evrópu austur f Rússland. P. cingulatus er ein af stærstu vorflugum á íslandi segir Gísli Már. Mál þeirra flugna sem fund- izt hafa hér eru sem hér segir; Flugan er 15 til 19 mm frá haus að vængbroddum, þegar vængir liggja saman, púpan 13 — 17 mm á lengd og fullvaxin lirfa 16—20 mm. Húsið er sívalt, eilítið boga- dregið, 17 til 24 mm, þegar lirfan er fullvaxin, breidd framendans 4,5 til 6,5 mm og afturendans 3,5 til 5,5 mm. Flugurnar sem fundist hafa hér eru af svipaðri stærð og erlendar, fullvaxin lirfa af þessari tegund er auðþekkt frá lirfum annarra islenzkra vorflugna af stærð og gerð hússins, sem er gert úr stórum sandkornum og stein- völum, sem eru oft yfir 2 mm á þvermál. Meðan lirfurnar eru litlar byggja þær húsin úr plöntu- leifum. I greininni segir, að vitað sé að þessi fluga hafi verið hérlendis i nokkra áratugi, því að margt gam- alt fólk í Borgarfirði eystra muni eftir lirfum þessum frá æsku, og nefndi það lirfurnar hýðorma. Þá segir enn fremur, að ein af ástæðunum fyrir því að þessi fluga hefur ekki áður fundizt hér- lendis, sé sú að Austfirðir hafi mjög litið verið kannaðir af dýra- fræðingum og skordýrafræð- ingum. En líklegt er talið að flug- an hafi annaðhvort borizt að Austurlandi frá Færeyjum, Skandinaviu eða Bretlandseyjum fyrir nokkrum áratugum og sé nú stöðugt að sækja vestur á bóginn, — eða að lengra sé siðan hún barst til landsins og hafi þá haft staðbundna útbreiðslu, þar til fyrir stuttu, að hún fór að dreifast um Austur- og Norðurland. 1,25 milljónir atvihnu- lausir á Brrtlandseyjum London, 21. ágúst. AP. TALA atvinnulausra á Bretlandi hefur enn hækkað í ágúst og hafa aldrei áður frá stríðslokum verið jafnmargir atvinnuleysingjar í landinu. Alls eru rúmlega ein milljón tvö hundruð og fimmtiu þúsund manns á atvinnuleysis- skrá eða 5,4% vinnufærra manna í landinu. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.