Morgunblaðið - 23.08.1975, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGtJST 1975
Haraldur Jakobs-
son - Minningarorð
1 dag verður til grafar borinn vaeru þegar taldir, var hann í upp-
hafi mjög angurvaer. Hann sá
sinar björtustu vonir um velferð,
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Verða kristnir leiðtogar eins og þér ekki að gera sér grein
fyrir þeirri staðreynd, að breytingar eru óhjákvæmilegar? Nú
ríkir sú öld, er trúarbrögðin breytast, kenningar breytast,
mat manna breytist, og ef við eigum ekki að dragast aftur úr,
verðum við að gera okkur þetta ijóst. Ég held, að þér vinnið
gott verk, en ég tel, að starf yðar yrði áhrifameira, ef þér
breyttuð guðfræði yðar f samræmi við tfmana.
Ég er yður hjartanlega ósammála!
Biblían leggur á það mikla áherzlu, að lögmál
Guðs séu óbreytanleg, þó að tími og tízka breytist.
Biblían segir: „Ég, Drottinn, hef ekki breytt mér“
(Malakí 3,6) Hann er sá, sem allt snýst um, festan
í tilverunni. Samfélög og alheimur, þar sem regla
á að ríkja, verða að vera tengd honum.
Þér segið, að allt sé að breytast, en það er ekki
rétt. Vísindaleg lögmál (formúlur) breytast ekki.
Maðurinn verður að laga sig að lögmálum al-
heimsins, ef hann ætlar að tóra. Margföldunar-
taflan hefur aldrei breytzt. Stafróið er óbreytt.
Stjörnurnar hreyfast á föstum brautum, sem hafa
verið ákveðnar fyrirfram. Sólin fer um óhaggan-
lega braut, og ef hún breyttist, mundum við
annaðhvort brenna eða frjósa í hel. Almanakið
breytist ekki. Sjávarföllin breytast ekki. Og vilji
Guðs varðandi mannkynið breytist ekki. Dómar
hans breytast ekki. Boðorð hans breytist ekki.
Elska og miskunn Guðs breytast ekki. Helvíti
breytist ekki, og heimurinn hefur ekki breytzt.
Mér er meir í mun að helgast í samræmi. við
Guð, en að breyta boðskap mínum „í samræmi
við“ nútímann. Það, sem þarf að breytast, er eðli
mannsins, ekki eðli Guðs.
Hundrað ára ártíðar
Bólu-Hjálmars minnzt
Haraldur Jakobsson, rúmlega
fertugur aö aldri. Fyrir rúmum
mánuöi hitti ég hann á förnum
vegi, glaðan og reifan eins og
venjulega. Hann var hvatlegur í
spori og hýr í brá. Þá kom það
mér ekki til hugar, að hann ætti
svona skammt eftir. Vegir Guðs
eru órannsakanlegir. Við vitum
aldrei, hvað okkur er fyrir beztu.
Lífið hér er stutt, alltaf stutt, sé
miðað við það líf, sem tekur við
fyrir handan. Nótt dauðans er
ömurleg og okkur yfirleitt þung-
bær, en hinn mikli meistari meist-
aranna hefur tendrað liós í niða-
myrkri dauðans, ljós, sem vekur
von og fullvissu um eilíft dýrðar-
lff, þar sem ófullkomleiki jarðlffs-
ins hefur vikið fyrir ríki kær-
leikans. Hans huggun var, þótt
honum þætti sárt að hverfa svo
skjótt frá konu, börnum, skyldu-
liði og vinum, að menn lifa, þótt
þeir deyi. Meistarinn Jesús
Kristur sagði: Ég Iifi og þér
munuð lifa. Það er sætt að hverfa
frá þessu lífi með þessa sannfær-
ingu f huga. Allt okkar líf hangir
á bláþræði og okkar tími getur
borið að hvenær sem er, að nóttu
eða degi, við annir skyldustarfa
eða í gleðskap góðvina.
Haraldur var fæddur hér í
Reykjavík 9. júní 1934. Foreldrar
hans voru Jakob Jónasson rithöf-
undur og María Jónsdóttir kona
hans. Hann ólst upp f föðurhúsum
ásamt fjórum systkinum. Har-
aldur var mjög vel gefinn, bók-
hneigður og skáldmæltur. Hann
byrjaði ungur að aldri að vinna
við verzlun. Verzlunarstörf stund-
aði hann til æviloka, ýmist sem
sölumaður eða afgreiðslumaður,
úti á lándi eða hér f Reýkjavík.
Kona Haraldar var Jónína Sfsí
Bender. Þau eignuðust þrjú börn,
eina dóttur og tvo sonu. Hans
heitasta ósk var að koma börnum
sínum vel til mennta.
Fyrir rúmlega þremur vikum
fór hann að finna fyrir þrautum
innvortis. Áður en hann fór á
sjúkrahús til rannsóknar, sagði
hann við kunningja sína, að hann
kæmi bráðlega aftur. En þetta fór
á annan veg, því að annar mesti
bölvaldur heimsins, krabbinn,
varð honum að bana. Þegar
honum varð ljóst, að dagar hans
heill, menntun barna sinna, sem
hann ætlaði að vinna að, verða að
engu. En að lokum fékk hann
aftur gleði sína, fól líf og heilsu
allra sinna nánustu Guði á vald.
Hann beygði sig og sagði: Guð,
verði þinn vilji. Sáttur við Guð og
menn sofnaði hann út af þann 16.
sfðast liðinn.
Guð blessi minningu hans, Guð
blessi eftirlifandi konu hans og
börn, foreldra og systkini og alla
vini og kunningja.
Skúli Guömundsson.
Því lýkur jarðlffinu og ýmist
hefur okkur tekizt að lifa því eða
aðeins heyrt það fara hjá sem
vindinn. Ég þekkti hann Harald,
mann sem skynjaði og lifði þetta
jarðlíf lifandi. Mér fannst meira
að segja líkt honum að yfirgefa
okkur svo fljótlega eftir að hann
hafði heyrt um ólæknandi mein
sitt. Lífsskoðun hans rúmaði ekki
þá tilveru að kveljast af einhverri
jarðneskri plágu.
Ég kynntist honum í raun fyrir
rúmu ári, en hafði þó þekkt til
hans sem vinkona sýstur hans frá
því hann var drengur. Mér varð
það ljóst á þessu rúma ári, sem ég
þekkti Harald, að líf hans hafði
tekið margvislegar stefnur og sí-
fellt var hugur hans í leit að
nýstárlegum tiltektum, sem hann
sjálfur sagði ekki henta heimi
okkar, nema kannski síðasta starf
hans, sem var fólgið í að kynna
fólki nýjar leiðir í notkun hrein-
gerningarefna hjá heildverzlun-
inni West h/f. Haraldur hafði
kynngimagnaða frásagnargáfu og
var oft kraftbirtingarhljómur í
lýsingum hans á einföldustu hlut-
um tilverunnar. Honum tókst
ávallt að sjá sjálfan sig í skemmti-
lega skoplegu samhengi við um-
heiminn og sat ég oft lengi og
heyrði hann rifja upp æskudaga
sína f sterkum og litríkum bún-
ingi, í borginni eftir strið, þegar
rómantíkin var blönduð bílum,
brillkremi og rokki.
Haraldur heitinn var fæddur í
Reykjavik 9. júní 1934 og eftirlif-
andi foreldrar hans eru merkis-
hjónin María Jónsdóttir og Jakob
Jónasson rithöfundur. Systkini
hans eru þau Jón, Jenný, Helga
og Jónas, sem öll eru búsett hér-
lendis nema Jenný, sem dvelst í
Tanzaníu ásamt fjölskyldu sinni.
Ofangreindum aðstandendum
svo og konu Haralds, Jónínu Sísí
Bender, og börnum þeirra, Marfu
17 ára, Róbert 15 ára og Jakob
Þór 12 ára, votta ég dýpstu samúð
mina.
Megi Haraldi farnast vel í nýj-
um heimkynnum.
Erla Guðmundsdóttir.
Hann er farinn, sagði læknir-
inn, og horfði á mig, Haraldur
Jakobsson aðfaranótt 16. þ.m. Já,
hann var farinn f burtu úr þess-
um þjáða líkama, hann bróðir
minn, en hvert? Hann sem hafði
svo gaman af að lesa bækur um
dulræn efni og rökræða um þau.
Skildi hann finna það sem hann
bjóst við? Ég hugsaðúmargt þessa
stund, um leið og ég reyndi að
fara með Faðir vorið, eins og ég
lofaði móðurokkar.
Við vorum fimm systkinin, tvær
systur og þrír bræður. Haraldur
var í miðið. Ég man hann svo vel
sem ungan glaðværan dreng, sem
gat sagt svo skemmtilega frá að
allir höfðu ánægju af sem á
hlustuðu. Hann hafði sérstakt lag
á að fá fólk til að hlæja og notaði
það óspart, þegar hann fann að
þess var þörf. Síðan man ég þegar
hann leyfði mér að fara með sér
upp á Akranes, þegar hann var að
keppa með Fram. Þetta var í
fyrsta skipti sem ég fór þangað
með Akraborginni. Það hefðu
ekki allir drengir viljað hafa litlu
systur með sér í svona ferðalag,
og ég man hvað ég var stolt af
honum. í íþróttafélaginu, sem
þeir leikbræðurnir á Lindargötu
stofnuðu, var hann alltaf fremst-
ur og fékk styttu í verðlaun, sem
ég sýndi öllum, sem komu heim,
með stolti. Svo kom sá tími er við
vorum ekki lengur áhyggjulaus
systkini í foreldrahúsum. Við
stofnuðum sjálf heimili og alvara
lífsins mætti okkur í ýmsum
myndum. Samband okkar var
ekki lengur jafnnáið og áður, en
þegar hann var orðinn veikur,
urðum við aftur eins nátengd og
systkini geta orðið. Við töluðum
saman, og ég var með honum í
baráttunni við þennan sjúkdóm,
sem vonlaust var að berjast við.
Hann sagði mér, að við færum
saman til Akureyrar að heim-
sækja Magnús lækni, vin þegar
hann hresstist aftur, og hann
hlakkaði til. En nú er hann horf-
inn.
Ég mun alltaf muna hann sem
greindan, vellesin bróður, sem
aldrei var hægt að munnhöggvast
við. Ef tilveran hinum megin er
eins og hann hélt, þá veit ég að
hann hjálpar mér yfir landamær-
in, þegar þar að kemur. Og þá
tekur hann litlu systir með sér í
ferðalag, þótt það verði ekki til
Akureyrar. Systir.
Afmælis-
og minningar-
greinar
ATHVGLl skal \akin á þ\í, aó
afmælis- og minningargreinar
veróa aö berasl blaóinu meó
góóum fyrirvara. Þannig
veróur grein, sem birtast á i
ntióvikudagsblaói, aó berast í
síóasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hlióstætt ^rneó
greinar aöra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
fornii eöa bundnu máli. Þa-r
þurfa aö vera vélritaöar og
nteó góöu línubili._______
Mælifelli 21. águst.
ÞESS verður minnzt með guðs-'
þjónustu á Mælifelli á sunnudag-
inn kemur, að liðin eru hundrað
ár frá dauða skáldsins Hjálmars
Jónssonar, sem jafnan er
kenndur við Bólu í Blönduhlíð,
þar sem hann bjó þó aðeins um 9
ára skeið. Hjálmar var þingeyskr-
ar ættar, en ólst upp við Eyjafjörð
og bjó þrjú ár á Bakka i öxnadal.
1824 gerðist hann bóndi á Nýjabæ
í Ábæjarsókn. Var hann í Akra-
ÞAÐ óhapp vildi til á miðvikudag,
að einn af þremur hreyflum Sól-
faxa, Boeing 727 þotu Flugfélags
íslands bilaði þegar flugvélin var
í flugtaki í Glasgow. Flugvélin,
sem var á leið til Kaupmanna-
hafnar var full af farþegum og
reyndist ekki unnt að gera við
hana á Glasgowflugvelli. Far-
þegarnir voru því settir af þar og
var reynt að koma sumum þeirra
hreppi upp frá því, en loks vestan
Vatna í Skagafirði á ævikvöldi.
Eru ýmsar sagnir um hann
bundnar þeim slóðum og vinum
hans þar og einn merkasta við-
burð langrar ævi lifði hann á
Mælifelli þjóðhátíðarsumarið.
Dvaldist hann á Starrastöðum
þau misseri, en var nýfarinn
þaðan er hann lézt hinn 5. ágúst
1875 í beitarhúsunum frá Brekku
hjá Víðimýri.
áfram með vélum annarra flug-
félaga, en aðrir biðu fram á kvöld
eftir Gullfaxa, sem kom við í Glas-
gow á leið til Kaupmannahafnar.
Sólfaxa var svo flogið heim til
Keflavikur á tveimur hreyflum
og mun ferðin hafa gengið vel.
Lenti flugvélin á Keflavíkurflug-
velli úm tvöleytið í gærmorgun.
Flugstjóri i ferðinni var Viktor
Aðalsteinsson.
t
Faðir okkar
JÓNJÓNSSON
frá Svanavatni á Stokkseyri
lést að Landakotsspltala miðvikudaginn 20 ágúst litförin verður frá
Keflavíkurkirkju mánudaginn 8 sept kl 2 e h
Astvaldur Jónsson
Sigurður Jónsson.
t
Útför dóttur minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu,
SJAFNAR BJÖRNSDÓTTUR,
verður gerð frá Fossvogskirkju, mánudaginn 25. ágúst kl. 1.30.
Björn Gíslason,
Laufey B Dupuis Davíð Andrésson
Linda L. Dupuis Debora S. Dupuis
og barnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð við útför systur okkar
GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR
Ólafur Guðmundsson Soffia Guðmundsdóttir
Ögn Guðmundsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns og föður okkar,
SIGURÐAR MARTEINS EYJÓLFSSONAR,
frá Húsatóftum, Skeiðum.
Gautlandi 15.
Sérstaklega þökkum við stjórn og starfsmannafélagi Bæjarleiða.
Fyrir hönd aðstandenda, . . , ,
Þiry Jónsdóttur og börn.
Morðið á Róbert Kennedy:
Tvö sönnunargögn horfín?
Los Angeles 21. ágúst. AP.
MÁLFLUTNINGSMAÐUR í
Los Angeles, Dion Morrow,
skýrði frá því 1 dag, að tvö
sönnunargögn sem lögð hefðu
verið fram vegna morðsins á
Robert Kennedy vorið 1968
hefðu horfið. Var þar um að
ræða loftplötur úr Ambassador
hótelinu, þar sem morðið var
framið, en í plötunum voru
merki eftir byssukúlur. Sömu-
leiðis hefði horfið vinstri
frakkaermi öldungadeilda-
þingmannsins.
Einn rannsóknarnefndar-
manna sagði, að eftir því sem
hann bezt vissi væri þetta í
fyrsta skipti sem að því hefði
verið íað að eitthvað af upplýs-
ingunum varðandi málið væru
ekki lengur tiltækar. I
rannsóknarnefnd þeirri sem
hefur tekið málið upp að nýju
hefur verið hvatt til að Ðion
Morrow verði yfirheyrður. Af
hálfu lögreglúnnar hefur
komið fram andstaða við það að
leggja öll spil á borðið vegna
máls þessa og er því borið við
að saklaust fólk kynni að verða
fyrir óþægindum.
Dion Morrow hélt þessu fram
í viðtali við Los Angeles Daily
Journal. Hann sagði að þil-
plöturnar hefðu verið eyði-
lagðar ári eftir atburðinn af því
að ekki hefði verið hægt að
koma þeim fyrir í skjalaskáp
eins og öðrum gögnum. Aftur á
móti hvarf nefnd frakkaermi
áður en réttarhöldin fóru fram
að sögn Morrows.
Síra Ágúst.
Boeing Fí á tveimur
hreyflum frá Glasgow