Morgunblaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsia Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. * Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið Liósglæta hér og hvar Senn er ár liðið frá því, að núverandi ríkis- stjórn tók við völdum, og hefur helzta verkefni hennar síðustu tólf mánuði verið að fást við þann vanda, sem að hefur steðjað í efnahagsmálum. Þess er að vænta, að almenningur fari að inna eftir því, hver árangur hafi orðið af þeim efnahagsráð- stöfunum, sem ríkisstjórn- in hefur staðið að, enda þótt ljóst sé, að nokkuð lengri tími þarf að líða áður en árangurinn fer að koma áþreifanlega í Ijós. Þó má segja, að sýnilegum árangri hafi verið náð á tveimur sviðum, sem nú þegar má merkja. Strax síðastliðið haust komu upp miklar áhyggjur vegna þess, að atvinnuleysi kynni að vofa yfir, og sá ótti var ekki ástæðulaus í ljósi þeirra áfalla, sem við höfð- um orðið fyrir í efnahags- og atvinnumálum okkar og með tilliti til hins alvarlega atvinnuleysis, sem ríkt hefur í helztu nágranna og viðskiptalöndum okkar. Að ári liðnu liggur sú staðreynd fyrir, að tekizt hefur að forða atvinnu- leysi, sem orð er á gerandi, en það var einmitt eitt meginmarkmið ríkis- stjórnar Geirs Hallgríms- sonar að halda fullri atvinnu, þrátt fyrir aðsteðjandi erfiðleika. Skömmu eftir að ríkis- stjórnin tók við völdum var það líka útbreidd skoðun, að til almennra verkfalla mundi komaþáumhaustið. Af því varð ekki. Eftir ára- mót töldu margir enn á ný, að almenn verkföll mundu skella á um miðjan vetur. Til þess kom ekki. Og loks blasti við mjög víðtækt verkfall síðastliðið vor, sem einnig tókst að koma í veg fyrir. Að sjálfsögðu á ríkisstjórnin ein ekki allan heiður af þessum árangri, en augljóst er, að þáttur hennar i kjarasamningum síðustu tólf mánuði hefur haft úrslitaáhrif. Þetta tvennt, full atvinna og engin verkföll, að undanskildu togara- verkfallinu, er að sjálf- sögðu umtalsverður árangur. Nú hefur Ólafur Jóhannesson viðskiptaráð- herra upplýst í viðtali við dagblaðið Tímann, að bata- merki megi sjá í gjaldeyris- málum þjóðarinnar, en sem kunnugt er var gjald- eyrissjóðurinn uppurinn, og miklir erfiðleikar hafa verið í gjaldeyrismálum undanfarna mánuði, sem kallað hafa á ýmsar óvinsælar og aðhaldsamar ráðstafanir í þeim efnum. 1 viðtali Tímans við Ólaf Jóhannesson kemur í Ijós, að á tímabilinu apríl—júní á þessu ári voru gjaldeyris- kaupin 7,3% meiri en gjaldeyrissalan. Á sex fyrstu mánuðum þessa árs voru gjaldeyriskaupin 4% meiri í krónum en á sömu mánuðum 1974, og gjald- eyrissalan var á sama tíma 8,9 % minni en sömu mán- uði 1974, og ef janúarmán- uður er undanskilinn, er gjaldeyrissalan 15% minni. Þá segir Ólafur Jóhannesson í fyrrgreindu viðtali, að enda þótt erfitt sé að spá um þróunina á næstu mánuðum í gjald- eyrismálum, bendi síðustu tölur til þess, að batinn haldi áfram. Á fyrra helm- ing þessa mánaðar voru gjaldeyriskaup umfram gjaldeyrissölu talsverð og na.m þessi mismunur 182 milljónum króna. Eins og Ólafur Jóhannes- son bendir á í þessu viðtali, er að sjálfsögðu erfitt að spá um framvindu gjald- eyrismála, en það hlýtur þó að vera ánægjulegt að sjá þessi batamerki í gjald- eyrisstöðunni, sem eru fyrstu merki um, að efna- hagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar, sem mörgum þóttu vafalaust þungbærar, hafi byrjað að bera raunhæfan árangur. En jafnvel þótt fagna megi nokkrum sigri í bar- áttunni við efnahags vandann, verða menn þó að gera sér ljóst, að nokkur tími mun líða áður en blað- inu hefur verið snúið við. Það er t.d. alveg sýnt, að þótt hraði verðbólgunnar hafi ekki haldið áfram að aukast, hefur ekki enn tek- izt að vinda ofan af henni svo nokkru nemi. En það hlýtur að verða eitt megin- viðfangsefni í efnahags- málum okkar, vegna þess að þjóðfélag okkar og at- vinnuvegir geta ekki til lengdar staðið undir 50% verðbólgu á ári. Það er líka ástæða til að hafa nokkrar áhyggjur af atvinnu- ástandinu á komanda vetri einfaldlega vegna þess, að það tekur nokkurn tíma fyrir þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir í efnahagsmálum að byrja að hafa áhrif og vel má vera, að þau sam- dráttaráhrif sem þessar ráðstafanir óhjákvæmilega hljóta að hafa, komi skýrar fram í vetur en hingað til. Þess vegna skulum við ganga hægt um gleðinnar dyr, en þó fagna því að ljósglæta sést hér og hvar. Á kortinu má átta sig á hvar sovézkir togarar stunda veiðar: norðurtakmörk eru við 68. gráðu, suðurmörk við 62.,austurmörk við 11. og vesturmörk við 27. gráðu. Sovézkir togarar veiddu HOOlestirá íslandsmiðum 1973 VEGIVIA fyrirhugaðra við- ræðna fulltrúa ríkis- stjórnarinnar við Sovét- menn um bráðabirgðasam komulag um framhald veiða fiskiskipa frá Sovét- ríkjunum á miðum við ísland eftir útfærslu fisk- veiðimarkanna í 200 mílur, aflaði Mbl. sér upplýsinga um það hjá Má Elíssyni fiskimálastjóra, hversu umfangsmiklar veiðar Sovétmenn hefðu stundað hér á sl. árum. Tölur um afla Sovét- manna hér frá árinu 1974 liggja ekki fyrir, en árið 1973 veiddu sovézkir togarar 1100 lestir á íslandsmiðum og var afli þeirra að langmestu leyti grálúða. Til samanburðar má geta þess að það ár veiddu Bretar 154.600 lestir á miðunum við ísland, Vestur-Þjóðverjar 91.700 lestir og heildarafli íslenzkra skipa það ár var 383.000 lestir. Sovézku skipin hafa aðal- lega haldið sig á grálúðu- miðunum norðvestur af landinu og vestur af Kolbeinsey. Þau hafa ekki veitt innan 50 mflnanna eftir að landhelgi var stækkuð. Þá voru nokkuð stundaðar karfa og ufsa- veiðar út af Vestfjörðum og í álnum milli íslands og Grænlands. Þeir munu og byrjaðir tilraunaveiðar á snarpalanghala, en þann fisk veiða íslendingar ekki, Við þessar úthafsveiðar eru móðurskip með togur- unum, sem taka við aflan- um. Á síðustu tíu árum hefur afli Sovétmanna á miðum hér orðið mestur 22.900 lestir, árið 1967, og 17.900 lestir árið 1968. Afli þeirra árið 1972 var 1200 lestir, 7300 lestirárið 1971 og 2400 lestir árið 1970. Týndur hljómur Þorsteinn Hannesson ræðst að mér með þjósti í Morgun- blaðinu fyrir þau ummæli í út- varpsþætti Páls Heiðars, að á þeim tíma, þegar Leníngrað- sinfónían kom fram, hafi samúð manna með Rússum verið mikil af því að þeir hafi þá verið einir á báti, ef svo mætti segja, í baráttunni við fasismann. Ekki datt mér í hug að þessi orð mundu koma illa við neinn, síst þegar aðrir þátttakendur umræðuþáttarins sáu enga ástæðu til athugasemda, en þeir voru Páll Líndal, Magnús Ölafs- son á Sveinsstöðum og Páll Heiðar Jónsson. Meira að segja tók nafni minn Líndal undir ummæli mín að ýmsu leyti. Og ef það er rétt, að menn þekki Þorstein þennan úr umræðu- þáttum í útvarpi, munu fáir telja hann hafa efni á að setja ofan í við þessa valinkunnu við- mælendur mína fyrir slaka frammistöðu. Það sem virðist særa Þorstein er að með þessu hafi ég gert lítið úr framlagi Breta, og hann bendir á að þeir hafi stundum staðið einir uppi f stríðinu við Þjóðverja. Það vita lika flestir, en tal okkar barst bara ekki að þeim þætti. Svo einmana voru Bretar eftir fall Frakklands, að flestir aðrir en þeir sjálfir töldu það ganga sjálfsmorði næst að semja ekki frið við Þýskaland. En þá hófst nýr kapítuli, 22. júní 1941, árás Þjóðverja á Rússa, og um hana vorum við að ræða. Mætti ég vitna í al- fræðibókina Britannica, sem segir að þá hafi Sovétríkin „borið fullan þunga ægilegra þýskra árása“ (borne full brunt of terrific German onsloughts). 1 apríl 1942 gera Bandaríkja- menn áætlun um innrás á meginland Evrópu um vorið 1943, til hjálpar Rússum, en áætlunin var lögð á hilluna, talin of seinvirk og óvænleg til árangurs. Það er fyrst 6. júnf 1944, sem úr þeirri innrás verður, eftir að Rússar höfðu f þriggja ára heljarátökum hrakið þýska herinn á flótta. Rétt er það, að eftir að þýsk- rússneska stríðið hafði staðið nærri eitt og hálft ár, fóru Vesturveldin að berjast við Þjóðverja í Norður-Afríku og víðar, auk sjóhernaðarins, og vopn voru send Rússum, með láns- og leigukjörum. En um hitt þurfti ekki að deila, að vonir um framtíð hins frjálsa heims, eins og það var orðað, voru þessi ár að langmestu leyti bundnar við hetjudáðirnar á austurvígstöðvunum. Þakklæti fárra mun þó hafa verið hjart- anlegra en Breta, sem áður stóðu svo einir uppi, og meðal þeirra mun varla til sá hund- ingi, að hann hafi týnt þeim hljómi. PáH Bergþórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.