Morgunblaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. AGÚST 1975 —£ ^Miámssk TIMMAN OM Guðmundur vakti upp riddara og sigraði GUÐMUNDUR Sigurjónsson stór- meistari fókk l'A vinning á skák- mótinu f London f gær. I gær- morgun tefldi hann biðskákina við Basman úr 5. umferð og iauk skákinni í 50. ieik með sigri Guð- mundar. Sfðdegis gerði hann jafntefli við Englendinginn Sfmon Webb í 17 leikjum, en Guðmundur hafði svart f skák- inni. Það vakti athygli þegar Guð- mundur tefldi biðskákina við Bas- man í gærmorgun, að hann kaus að vekja upp riddara en ekki drottningu þegar hann kom peði upp i borð. Væntanlega hefur hann metið stöðuna þannig að riddarinn kæmi að meira gagni í lokasókninni enda gaf Basman skákina stuttu sfðar. Staðan í mótinu eftir 6 umferð- ir er sú, að Ungverjinn Adorjan og Englendingurinn Miles eru efstir með 4 vinninga. Sax, Ung- verjalandi, og Nunn, Englandi, hafa 3lA vinning og Timman, Hol- landi, 3 vinninga. Guðmundur er i 8.—9. sæti með 2 vinninga, en hann hefur setið hjá í einni um- ferð af þeim 6 sem tefldar hafa verið. BLAÐINU barst f gær yfirlýsing frá bæjarstjórn Sauðárkróks þar sem varað er við að skoðanamis- munur heima fyrir og yfirlýs- ingar minnihlutahópa verði til þess að seinka ákvörðunartöku um vatnsafisvirkjun á Norður- landi vestra. Yfirlýsing bæjar- stjórnarinnar fer hér á eftir: „Á fundi bæjarstjórnar Sauðár- Brátt byrjað á 1. áfanga vöruhafnar á Akureyri Akureyri 22. ágúst. NÚ ER von til að vinna við fyrsta áfanga vöruhafnar sunnan Odd- eyrartanga á Akureyri geti hafizt bráðlega og er þá ætlunin að halda verkinu áfram eftir þvf sem aðstæður og veðrátta leyfa f vetur þannig að lokið verði við mannvirkið með vordögunum. Hér er átt við bryggju og hafnar- mannvirki handa vöruflutninga- skipum syðst á neðanverðum Oddeyrartanga en verkið hófst árið 1969. Skilyrði þess að þessar vonir rætist er að heimild fáist til lán- töku erlendis en um hana hefur þegar verið sótt. Það lán yrði að upphæð 500 þús dollarar eða um 70—80 milljónir króna. Hafnar- stjórn hyggst verja fénu til tveggja verka, í fyrsta lagi vinnu við frágang vöruhafnarinnar og í öðru lagi við stálþil á bryggju- kanti hjá dráttarbrautinni. Eins og menn rekur minni til urðu ýmis mistök í gerð þessara hafnarmannvirkja í upphafi og m.a. kom í ljós, að sjávarbotninn þoldi ekki þann þunga sem á hann var Iagður. Nú þekkja menn botninn betur og af því leiðir að gjörsamlega hefur verið hætt við að gera þarna opna staurabryggju eins og upphaflega var ætlunin heldur hafa hafnar- mannvirkin verið hönnuð að nýju og ákveðið að gera stálþilskannt í staðinn. Efni til hans er komið á staðinn og tilbúið til niðursetn- i.ngar og strandar nú aðeins á fjár- magni til að unnt sé að hefja lokaátakið. Einnig hefur verið fengið efni í stálþilið við dráttarbrautina en það var nýverið lánað til Nes- kaupsstaðar vegna uppbyggingar þar gegn því að Norðfirðingar skiluðu sams konar efni hingað fyrir næsta vor. Sv. P. Dæmdir fyrir landhelgisbrot RÉTTARHÖLDUM er lokið f mál- um fjögurra landhelgisbrjóta sem teknir hafa verið að ólögleg- um veiðum við landið. Hafa skip- stjórarnir allir hlotið dóm. Jón Magnússon fulltrúi sýslu- mannsins í Stykkishólmi kvað upp dóma i málum þriggja skip- stjóra sem teknir voru að veiðum i Breiðafirði. Skipstjórarnir á Haraldi SH 123 og Kóp SH 132 hlutu báðir 200 þúsund króna sekt sem gengur til Landhelgis- sjóðs og afli og veiðarfæri voru gerð upptæk. Skipstjórinn á Gull- faxa SH 125 hlaut 300 þúsund króna sekt, tveggja mánaða varð- hald og afli og veiðarfæri voru gerð upptæk. Þessi sami maður var tekinn að ólöglegum veiðum með nokkurra daga millibili og auk þess einu sinni í fyrra. I Vestmannaeyjum dæmdi Jón Þorsteinsson fulltrúi í máli skip- stjórans á Gunnari Jónssyni VE 500 sem tekinn var að ólöglegum veiðum útaf Ingólfshöfða. Hann hlaut 350 þúsund króna sekt sem gengur til Landhelgissjóðs og afli og veiðarfæri voru gerð upptæk. Deila BHM og rík- is til Kiaradóms A FUNDI fulltrúa Bandalags háskólamanna og rfkisins með rfkissáttasemjara f gær var ákveðið að vfsa kjaradeilu aðilanna til Kjaradóms. Forsaga málsin er sú, að þegar ASl samdi við vinnuveitendur um 5300 króna kauphækkun 13. júní s.l. bauð fjármálaráðuneytið f.h. rfkissjóðs BSRB og BMH sömu hækkun. BSRB samþykkti það en BMH ekki og lagði fram sérkröf- Framhald á bls. 23 Símamynd AP. SKÁKMÓTIÐ — Svipmynd frá skákmótinu í London. Guðmundur teflir við hollenzka stórmeistarann Timman, en hann hefur teflt hér heima. Vatnsaflsvirkjun á Norðurlandi vestra: Aflabrestur við V-Grænland vegna lækkandi sjávarhita FISKVEIÐAR við Vestur- Grænland hafa gengið mjög treg- lega undanfarin ár og eru nú ekki nema brot af því, sem þær voru fyrir 10—15 árum. Fiski- og haf- fræðingar telja höfuðástæðuna fyrir þessum aflabresti vera, að sjórinn við V-Grænland hefur kólnað og klak þorksins þvf gjör- samlega misheppnazt undanfarin ár. Sigfús Schopka, fiskifræðingur, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að um miðjan síðasta áratug hefði veðurfar kólnað nokkuð á Grænlandi og eins hér á Islandi m.a. með tilkomu hafíss við landið. Sjórinn við V-Grænland hefði kólnað um leið og segja mætti að þorskstofninn hafi hrunið saman vegna þess að klak tókst ekki en á þessum slóðum á þorskurinn hrygningarstöðvar. Hann sagði, að á þessum slóðum hefðu veiðzt 400—500 þús. lestir af fiski á árum 1950—1960, en nú veiddust ekki nema um 100 þús. lestir á ári. Þó svo að svona hefði farið við Grænland, ættu menn ekki að þurfa að óttast samskonar hrun fiskstofna við ísland, a.m.k. ekki á meðan Golfstraumurinn vermdi hafið hér. Flugfreyjudeil- an að leysast? FULLTRUAR Flugleiða hf. og Flugfreyjufélag Islands vörðust allra frétta af flugfreyjudeilunni er Mbi. ræddi víð þá í gær. Morgunblaðið hefur það hins- vegar eftir góðum heimildum að Flugleiðir hafi lagt fram tilboð fyrir fjölmennan félagsfund í Flugfreyjufélaginu á fimmtu- dagskvöld og hafi það fengið góðar undirtektir á fundinum. Sögðu sömu heimildir að samningaviðræður væru í gangi milli félaganna, en talsmenn þeirra vildu hv;orki staðfesta það né neita því þegar Mbl. ræddi við þá í gær. Útitónleikar á Selfossi Hljómsveitin Orkidea hefur á- kveðið að halda tónleika á Sel- fossi í dag, ef veður leyfir. Tónleikarnir verða við Tryg^va- skála og hefjast kl. 1.30 e.h. Reiknað er með að tónleikarnir taki um klukkustund. Lokatónleikar Tón- listahátíðarinnar í dag I FYRRAKVÖLD hélt Harald Gullíchsen orgeltónleika f Háteigskirkju við góðar undir- tektir, en hann er einn þátt- takenda f tónlistarhátíðinni Noregur-Island 1975, sem nú stendur yfir. I gærkvöldi lék sinfónfuhljómsveit ungmenna að Árnesi og hlutu þau 100 ung- menni, sem f sveitinni eru góðar móttökur. Lokahljómleikar hljómsveitarinnar verða f Háskólabfói klukkan 13 I dag. Aðgangur er ókeypis meðan hús- rúm leyfir. Á efnisskrá er sinfóníetta 1973 eftir Herbert H. Ágústson, pianó- konsert í c—dúr k-467 eftir W.A. Mozart, einleikari Gísli Magnús- son, fanfare og koral eftir Egil Hovland og loks sinfónía nr. 2 eftir Johannes Brahms. Stjórn- andi á tónleikunum hefur verið Karsten Andersen. Hefur þetta samstarf Norsk Musiker Forbund, með Sigurð Löriseth og í fararbroddi, og Félags íslenzkra hljómlistarmanna, en þar er Sverrir Garðarsson formaður gefið mjög góða raun. Hljóm- sveitin, einleikarar og farar- stjórar halda utan síðar í dag eftir velheppnaða vikudvöl á Islandi. Skoðanamismunur má ekki seinka ákvörðunartöku króks 19. ágúst var rætt um orku- mál. Bæjarfulltrúar samþykktu einróma eftirfarandi yfirlýsingu: Bæjarstjórn Sauðárkróks lýsir yfir, að hún tók alvarlega og fagnaði yfirlýsingu iðnaðarráð- herra á s.l. vetri um byggingu raforkuvers á Norðurlandi vestra og skildi það svo að næsta veruleg vatnsaflsvirkjun lands- manna yrði í kjördæminu. Bæjarstjórn beinir til iðnaðar- ráðherra, að láta ekki skoðana- mismun heimafyrir og yfirlýs- ingar minnihlutahópa í kjör- dæminu verða til þess að seinka ákvörðunartöku í jafnmikils- verðu máli fyrir landshlutann. Bæjarstjórn treystir því, að staðarval orkuvera verði á faglegum hagkvæmisgrundvelli og leggur fyrst og fremst áherzlu á að hönnun og fjármagnsút- vegun verði hraðað, svo að bygg- ingarframkvæmdir geti hafizt sem fyrst. Jafnframt minnir bæjarstjórn á, að undanfarna áratugi hefur atvinnulíf á Norðurlandi vestra verið veikast á landinu, meðal- tekjur hinar lægstu og tíma- bundið eða viðvarandi atvinnu- leysi í þéttbýlisstöðunum og alvarleg búseturöskun. Sérstök byggðaáætlun fyrir Norðurland vestra í tengslum við svokallaða Norðurlandsáætlun hefur fram að þessu aðeins verið orðagjálfur og þvi fyllilega tímabært að fram- tíðar atvinnuuppbygging komist á fastan grundvöll. Ætti nú að vera kostur á, að jafnframt byggingu stórra raforkuvera verði gerð áætlun um stofnun og starf- rækslu traustra iðnfyrirtækja, er nýti orkuna í landshlutanum sjálfum og treysti til frambúðar grundvöll atvinnulifs og byggðar. Bæjarstjórn hefur lýst fylgi við athugun á stofnun Norðurlands- virkjunar og fylgist með störfum nefndar, sem að því verkefni vinnur.“ Viðræður við Breta 11. sept. ÁKVEÐIÐ hefur verið að viðræð- ur um fiskveiðimál milli fulltrúa ríkisstjórna Islands og Bretlands fari fram i Reykjavík fimmtudag- inn 11. september n.k. Matthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra sagði f samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að ekki hefði verið ákveðið hverjir tækju þátt í viðræðunum fyrir Islands hönd en telja mætti vfst, að þetta yrðu ráðherraviðræður með þátttöku nokkurra embættis- manna. Formaður brezku sendi- nefndarinnar verður Roy Hatt- ersley aðstoðarutanríkisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.