Morgunblaðið - 28.08.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.08.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1975 5 „Hver mynd mín er góðverk í þágu mannkynsins. . .’ Rætt við Alfreð Flóka myndlistarmann LISTSÝNINGAR Alfreðs Flóka teljast jafnan til tfðinda og nú stendur yfir einkasýning hans I bogasal Þjóðminjasafns- ins. Þar sýnir hann þrjátíu og eina mynd; hefur aðsókn verið með ágætum og sjö myndir voru seldar, þegar blaðam. Mbl. leit inn hjá listamanninum á þriðjudag og ræddi við hann stund. Flóki og sálufélagi. — Tæknilega séð verður vitrunin kröftugri og magnaðri með hverju ári og myndir mínar bera þess öll merki, sagði listamaðurinn glaðlega, þegar hann var inntur eftir því hvort hann væri ánægður með sýninguna. — Að vlsu hafa ekki komið fram þau viðbrögð, sem gerðu vart við sig á fyrstu sýningu minni: þá leið yfir eina unga stúlku og önnur gubbaði. Þarf ekki að orðlengja að sú kom þrisvar til viðbótar á sýninguna. Að því frátöldu að ég hef ekki orðið þessa var, þykir mér sem sýningin hafi f arið ákaflega vel í gesti. Þar með er ekki sagt að ég sé stórkostlega ánægður með myndir mínar. En miðað við það, sem er gert I heiminum er þetta sannkölluð snilld, tíu þúsund sinnum betra en allt sem gert er. En sjálfur ætla ég mér að gera enn betur. — Eru gestir hættir að hneykslast á myndum þínum? — Sfðast i gær stöðvaði mig á götu miðaldra maður og hótaði mér bráðu lífláti fyrir að sýna manninn í sinni upphaflegu mynd I verkum mínum. Ég lít einfaldlega svo á að slíkir menn séu guðlastarar að leyfa sér að setja út á sköpunarverk guðs almáttugs. — Sumum þykir þú yfirlætis- fullur og ánægður með sjálfan Þig? — Minn aðalgalli er, hve lítil- látur ég er, sagði Flóki, — og hef mig lítt I frammi. Sennilega hefði mér miðað enn lengra ef ég hefði uppi barlóm — slíkt er þó fjarri mér. Lítillætið sem flestum er dyggð er í rauninni löstur hjá mér. — Einhverju sinni hefurðu lýst yfir að þú værir ekki beztur... ? — Mér varð það á i einhverju minnimáttarkasti fyrir nokkrum árum að segja að ég væri þriðji beztur I heiminum. Nú held ég að öllum megi ljóst vera að ég er auðvitað orðinn sá allrabezti og ber af öðrum sem gull af eiri. — Skipta skoðanir annarra á verkum þfnum máli? — Já, fjandakornið. Því skyldi ég neita því. En þvf fleiri lofsyrði sem ég hlýt, því upplyftari verð ég. Ef gagnrýni á verk mfn er neikvæð en sönn og objektiv, læri ég af henni. En slík gagnrýni hér er sjald- gæfur lúxus. Megnið af gagn- rýni er samsetningur frasa. — Heldurðu að fólki þyki gott að hafa myndir þínar nálægt sér? — Já, og þær kaupir alls konar fólk. Enda Islendingar gæddir miklum listaáhuga — eða þorri manna að minnsta kosti. Mér er óhætt að skýra frá því að ég á óteljandi bréf þar sem fólk segir mér að það hafi fríkkað, karlmenn fengið getu aftur... en þó alveg sérstaklega hvað það hafi fríkkað við að hafa myndir mínar uppi á veggjum hjá sér. — Talarðu í alvöru eða ertu að gera skaup að meðsystkinum þfnum með hinum ýmsu yfir- lýsingum sem þú gefur? — Ég tala jafnan i fullri alvöru. Ég er ábyrgur maður og vil öllum vel. Ég er í sannleika sagt hugljúft góðmenni, fullur ástar til alls sem lifir. Hver mynd sem ég geri er ekki einasta frábært listaverk, heldur einnig góðverk í þágu mannkynsins. h.k. HIN FRABÆRA OG MARGUMTALAÐA SUMAR- ÚTSALA SEM ALLIR HAFA BEÐIÐ EFTIR HEFST * ' Á MORGUN í 4 VERZLUNUM SAMTÍMIS HREINT ÚT SAGT ÓTRÚLEGT VÖRUÚRVAL FATNAÐUR - SKÓR - HLJÓMPLÖTUR 40%—60% AFSLÁTTUR IÍZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS LÆKJARGÖTU 2 SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155 KARNABÆR AUSTURSTRÆTI22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a SÍMI FRA SKIPTIBORÐI 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.