Morgunblaðið - 28.08.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.08.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGUST 1975 29 VELVAKAIMDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 14—15, frá mánudegi til föstu- dags. ■% Athyglisverð starfsemi Þessa yfirskrift velur Sig- urdur Sveinbjörnsson í Stykkis- hólmi bréfi sínu: „Það er svo margt ef að er gáð, sem um er þörf að ræða. — Þann 20. júli barst mér í hendur bréf frá Gfsla Sigurbjörnssyni for- stjóra í Reykjavík. Hafði það að geyma tilboð .um, að ég og Lilja kona mín kæmum og dveldum eina viku í Hveragerði, — þ.e. einum hjónum frá Stykkishólmi var boðið og urðum við fyrir val- inu. Var boðin dvöl á dvalar- heimilinu, sem kennt er við Ás og er í umsjá Gísla. Við þágum strax hið góða boð, sem sumir töldu véra eitthvert loddaratilboð. Ég minnti á NLFÍ i Hveragerði, sem ég kynntist fyrir tveimur árum. Ef þetta væri þvi líkt þá væri ekkert að óttast. Við brugðum skjótt við, fórum með flugvél þann 21. júlí til Reykja- víkur og til Hveragerðis næsta dag. Er ekki að orðlengja það, að þarna vorum við strax boðin veikomin óg visað í stórt herbergi með öllum þægindum, sem í alla staði hefði nægt hvaða konungs- fólki sem væri. Með okkur voru í þessu boði 8 manns, allt indælt og skemmtilegt fólk. Allur við- urgerningur var eins og bezt verður á kosið á þessu indæla heimili og gestgjafanum til mikils sóma. Eftir dvölina í Hveragerði sótti okkur dóttir okkar, sem býr i Steinsholti í Gnúpverjahreppi og dvöldumst við þar í eina viku. Þaðan lá leiðin svo til Reykja- víkur til dóttur okkar, sem þar býr. Þar var dvalizt i viku og síðan farið með flugvél vestur i Búðardal. Þá vorum við í tæpa viku hjá dóttur okkar að Sáms- stöðum í Laxárdal og flutti hún okkur svo heim. Það má segja, að við værum borin á englahöndum allan tíman. Með þessum línum vil ég færa hr. Gisla Sigurbjörnssyni hjartan- legar þakkir fyrir hugulsemina og gestrisnina. Við biðjum góðan guð að styrkja hann í göfugu starfi. Einnig færum við þakkir fólk- inu, sem dvaldist með okkur í Hveragerði og gjörði okkur dvöl- ina ánægjulega i alla staði. Sigurður Sveinbjörnsson, Stykkishólmi." Q Auðn í út- varpsmannsheila? Arnþór Helgason, Forn- haga 11, skrifar: „Velvakandi. lega vfs að hegðun hennar átti sér aðrar orsakír. Hún var stolt, sjúk- lega stolt og hrokafull. Ég hef bcðið fyrir henni, ákallað guð al- máttugan um hjálp, en það illa f henni var of sterkt. Ég hef að eins . einu sinni í öil þessi ár lagt hend- ur á hana og það var kvöldið sem ég fann hana með Jamie Go»eIick á ófélegu hóteli. Ég dró hana með mér heim, og lamdi hana eins og vitlaus maður. Ég viðurkenni það að ég var trylltur, en hún sagði ekki eitt einasta orð, grét ekki, heyrðist ekki frá henni stuna. Loks sleppti ég henni, en hún var hrædd um ég myndi ráðast á sig aftur og hopaði f áttina að eida- vélinni. Yzt á vélinni stóð ketill með sjóðandi vatni, en tunga mfn var sem iömuð, ég fékk ekki ráð- rúm til að aðvara hana, áður en ketilinn steyptist yfir hana. Hún hrópaði upp yfir sig einu sinni, en neitaði að leyfa mér að hjálpa sér. Hún sagði móður sinni aldrei hvað gerzt hefði, hvorkí um refs- ingu mfna né að hún hefði brennzt á lærinu. Hún róaðist dá- lítlð eftir þetta kvöld, en ég vissi að hún beið ... beið ... Ég varð sannspár, daginn sem hún hafði Þar sem Morgunblaðið er nú orðið vettvangur ritdeilna og frjálsrar hugsunar, langar mig til að koma á framfæri I dálki þínum eftirfarandi pistli um útvarp; í kvöld var verið að útvarpa þætti Sverris Kjartanssonar, sem nefnist „Ur handraðanum". Ég var I Vestmannaeyjum sunnudaginn 6. júlí s.l. og þá var þáttur þessi á dagskránni og fjallaði um söngför Karlakórs kristilegs félags ungra manna til Noregs fyrir um 50 árum. Ég hefi tekið eftir þvi að þáttur- inn „I handraðanum“ er á dagskrá á hálfs mánaðar fresti, og enn var Sverrir að f jalla um söng- förina. Hefir honum ekki dottið i hug, að það væri dálítið útjask- andi meðferð þessa efnis að töngl- ast á öllu því lofi, sem hlaðið var á þennan karlakór, þátt eftir þátt eftir þátt? Það er harla aumt þegar jafnágætur útvarpsmaður sem Sverrir Kjartansson auglýsir það jafnrækilega fyrir alþjóð og hann gerir nú, hversu mikil andleg auðn ríkir i hans útvarpsmanns- heila. Sverrir var með svipaða þætti i vetur og gat þá leyft sér að taka nokkra þætti I hvert málefni fyrir sig, en hann skyldi athuga, að nú eru þættir hans á hálfs mánaðar fresti og þess vegna er hætt við þvi að þráðurinn slitni. Tökum hliðstætt dæmi til samanburðar. Nú má fastlega búast við þvi, að upp úr næstu aldamótum taki menn að rifja upp ýmislegt, sem gerðist merkilegt á þessari öld, t.d. á 1150 ára þjóðarafmæli. Imyndið ykkur, ef einhver tæki eitt af beztu tónverkum Islend- inga, Þrymskviðu, flytti um hana 15 þætti á hálfsmánaðar fresti, sem væri einungis lestur á lof- greinum um óperuna, teknar úr Morgunblaðinu, Tímanum og Vísi, og sletti inn i þættina einum og einum tóni úr kviðunni, hefði kannski eitt eða tvö viðtöl við afgamla söngvar'a, sem ennEynnu að vera á lífi. Nei, Sverrir, hættu nú. Með beztu kveðju, Arnþór Helgason." % t þúsundasta sinn — fáiö þjálfað fólk til að lesa í útvarp Björn Björnsson skrifar: „Velvakandi góður. Áður hef ég leitað á náðir þinar með svipað erindi og nú. Ég hlusta jafnan mikið á útvarp og hef yfirieitt mikla ánægju af að hlusta á upplestur, sögur, kveð- skap eða annað þvi um líkt. Um þessar mundir les Böðvar Guðmundsson ásamt Kristínu Ölafsdóttur þýðingu sina á sögu eftir Heinrich Böll. Böll er mikill öndvegishöfundur og meira en vel þess virði að saga eftir hann sé valin til flutnings í útvarpi. Sá galli er þó á gjöf Njarðar, að flutningurinn er langt frá þvi að vera boðlegur. Þýðinguna læt ég liggja á milli hluta og Kristin, kona Böðvars, les þokkalega, en lesturs Böðvars uppfyllir engan veginn þær kröfur, sem gera verður til lesturs í útvarpi. Það er oft búið að tala um það á ýmsum vettvangi, að vanda þurfi betur upplestur í útvarpi. Til þess þarf helzt að fá leikara sem þjálfaðir eru í raddbeitingu og upplestri, auk þess sem það er alveg undir hælinn lagt, að raddir manna og þá lika kvenna, henti til „útvarpsnotkunar". I þúsundasta sinn, kæru ráða- menn þessarar ágætu stofnunar, fáið þjálfað fólk til að lesa í út- varpið! Þetta ætti að vera svo einfalt mál og auðskilið hverjum sem er. Ég er annars hissa á því, að samtök leikara skuli ekki láta þetta til sin taka. Ég er anzi hræddur um að sum stéttarfélög iðnaðarmanna væru búin að láta I sér heyra, ef utanstéttarmenn sætu við sama borð og þeir, þegar um væri að ræða verksamninga. Björn Björnsson“. Svona getur smekkurinn verið mismunandi — það er ekki lengra síðan en í gær, að Velvakandi heyrði á tal tveggja ungmeyja, sem voru að spóka sig i Austur- stræti. önnur sagði: „Mér finnst Böðvar hafa svo sérkennilega og „sjarmerandi“ rödd.“ HÖGNI HREKKVÍSI óskar eftir starfsfólki SEYÐISFJÖRÐUR HVERAGERÐI INNRI NJARÐVÍK TEIGAHVERFI, M osf ellssveit Umboðsmenn óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu Mbl. uppl. hjá umboðsmönnum og á afgr. í síma 10100. //IV.V PETERSEN", BANKASTRÆTI S^S 20313 GLÆSIBÆ S 82590 Lak — ávallt feti framar Við afgreiðum litmyndir ydará 3 dögum Allar myndir okkar eru fram- leiddar á úrvals Kodakp^ppír med silkiáferö •s • ' , ■>.. Myndirnar eru afgreiddar. án hvítra kanta Höfum þrautþjálfað starfsfólk er vinnur myndir í fullkomnustu vélum sem fáanlegar eru - Þér greiðiö aöeins fyrir myndir sem hafa heppnast hjá yður = o 0 o o Notió einungis Kodak-filmur svo þér rráið fram sem mestum gæðum í myndum yðar Munið: Það bezta verður ávallt* f- o ódýrast Umboðsmenn um land allt ak Hann ætlar aldrei að gera þetta aftur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.