Morgunblaðið - 28.08.1975, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1975
Þrjú Norðurlandamet á NM
ÞRJU ný Norðurlandamet f
sundi litu dagsins 1 jös á Norður-
landameistaramótinu, sem fram
fór í Abo I Finnlandi um sfðustu
helgi. Helzti afreksmaður móts-
ins var Svfinn Bengt Gingsjö sem
setti tvö Norðurlandamet, synti
200 metra skriðsund á 1:55,11
mín., sem er frábær árangur og
100 metra fiugsund á 58,17 sek. I
því sundi háði Gingsjö harða
keppni við landa sinn, Jan
Magnusson, sem synti á 58,24 sek.
Þá setti Bent Eriksen frá Noregi
nýtt Norðurlandamet f 200 metra
baksundi, sem hún synti á 2:26,29
mín.
Fjórir Islendingar tóku þátt í
mótinu: Þórunn Alfreðsdóttir,
Vilborg Sverrisdóttir, Guðmund-
ur Ólafsson og Sigurður Ólafsson.
Eins og áður hefur verið sagt frá i
Morgunblaðinu komst ekkert
þeirra á verðlaunapall. Ekki hef-
ur blaðinu heldur borizt nákvæm-
ar fréttir af frammistöðu þeirra í
einstökum greinum að áðru leyti
en því að Sigurður Ólafsson varð
nfundi í 100 metra skriðsundi á
57,00 sek. og sjötti í 200 metra
skriðsundi á 2:04,83 mín.,
Guðmundur Ólafsson varð
sjöundi í 100 metra bringusundi á
1:12,42 mín., Þórunn Alfreðsdótt-
ir varð áttunda í 400 metra fjór-
sundi á 5:54,90 mín. og Vilborg
Sverrisdóttir varð áttunda í 200
metra skriðsundi á 2:22,69 mín.
Norðurlandameistarar urðu
eftirtalin:
A-EVROPLBUARNIR
SIGURSÆLIR Á EM
ÞAÐ VAR enginn byrjendabragur á unglingunum sem kepptu á
Evrópumeistaramóti unglinga sem fram fór f Aþenu í síðustu
viku. Frábær árangur náðist i flestum keppnisgreinum, og um
mjög harða keppni var að ræða í öllum greinum. Eins og við
mátti búast voru það Austur-Evrópubúar sem voru einna at-
kvæðamestir í mótinu.
Einn Islendingur, Sigurður Sigurðsson, tók þátt í mótinu, og
hefur áður verið skýrt frá árangri hans sem var með ágætum,
ekki sízt ef tekið er tillit til þess að Sigurður er tveimur árum
yngri en flestir þeir sem þarna kepptu.
Meðal úrslita í einstökum greinum á mótinu má nefna:
KARLAR:
1500 metra hlaup: Ari Paunonen, Finnlandi 3:44,8 mín.
110 metra grindahlaup: Alexander Pusjkov, Sovétríkjunum
14,07 sek.
Hástökk: Wszola, Póllandi 2,22 metrar.
10 km. ganga: Wieser, A-Þýzkalandi 43:11,4 mín.
400 metra hlaup: Galant, Póllandi 46,88 sek.
Sleggjukast: Gerstenberg, A-Þýzkalandi 70,08 metrar.
2000 metra hindrunarhlaup: Morris, Bretlandi 5:34,6 mín.
200 metra hlaup: Bastinas, Vestur-Þýzkalandi 21,29 sek.
Stangarstökk: Dolgov, Sovétríkjunum 5,00 metrar.
Kúluvarp: Kissilev, Sovétrikjunum 18,27 metrar.
3000 metra hlaup: Naessenh, Belgíu 8:10,6 mín.
5000 metra hlaup: Sjernuk, Sovétrikjunum 14:18,0 min.
Spjótkast: Gromow, Sovétríkjunum 77,82 metrar
4x100 metra boðhlaup: Sveit Frakklands 40,07 sek.
KONUR:
400 metra hlaup: C. Brehmer, A-Þýzkalandi 51,27 sek.
Langstökk: T.Sidova, Sovétrikjunum 6,36 metrar
100 metra grindahlaup: Lebeau, Frakklandi 13,77 sek.
1500 metra hlaup: Kuhse, A-Þýzkalandi 4:18,6 min.
100 metra hlaup: Koppetsch, A-Þýzkalandi 11,34 sek.
Spjótkast: Blodnitse, Sovétríkjunum 60,62 metrar.
Hástökk: Fedorosk, Sovétríkjunum 1,88 metrar.
Svo sem sjá má af upptalningu þessari féll aðeins einn
Evrópumeistaratitillinn í hlut Norðurlanda, í 1500 metra hlaupi.
Hins vegar hlutu Norðurlandabúar nokkur verðlaun, og má þar
nefna að danska stúlkan Lóa Ólafsson, sem er af íslenskum
ættum, varð önnur i 1500 metra hlaupi á 4:19,6 min. og Susanne
Sundqvist frá Finnlandi setti Norðurlandamet I hástökki, stökk
1,86 metra,j>g nægði það henni til silfurverðlauna.
KARLAR:
100 metra skriðsund: Fritz
Warncke, Noregi 54,51 sek.
200 metra flugsund: Anders Bell-
bring, Svíþjóð 2:06,40 mín.
100 metra bringusund: Glen
Christiansen, Svíþjóð 1:07,83 min.
400 metra fjórsund: Leif Eriks-
son, Svíþjóð 4:42,90 min.
1500 metra skriðsund: Peter
Pettersson, Svíþjóð 16:33,19 mín.
100 metra baksund: Mikael
Brandsen, Svíþjóð 1:00,51 mín.
200 metra bringusund: Glen
Christiansen, Svíþjóð 2:27,51 min.
100 metra flugsund: Bengt
Gingsjö, Svíþjóð 58,17 sek.
4x200 metra skriðsund: Sveit Sví-
þjóðar 7:49,36 min.
200 metra skriðsund: Bengt
Gingsjö, Svíþjóð 1:55,11 mín.
200 metra baksund: Mikael
Branden, Svíþjóð 2:08,47 mín.
400 metra skriðsund: Peter
Pettersson, Svíþjóð 4:06,10 mín.
KONUR:
400 metra fjórsund: Susanne
Nielsen, Danmörku 5:13.17 mín.
200 metra skriðsund: Torill
Bergesen, Noregi 2:11,04 mín.
200 metra baksund: Bente Erik-
sen, Noregi 2:26,29 mín.
200 metra bringusund: Susanne
Nielsen, Danmörku 2:43,03 mín.
101 metra flugsund: Gunilla
Andersson, Svíþjóð 1:05,50 min.
100 metra baksund: Bente
Erikssen, Noregi 1:08,25 mín.
800 metra skriðsund: Pia
Mártensson, Svíþjóð 9:27,51 mín.
4x100 metra skriðboðsund: Sveit
Svíþjóðar 4:13,84 mín.
Landsliðsmenn ÍA, Karl Þðrðarson og Teitur Þðrðarson,
fagna marki f hinum sögulega leik Fram og ÍA á
dögunum. Þeir eiga fyrir höndum erfiða daga, — ferða-
lög með landsliðinu og liði sfnu í A.
LEIKIÐ VIÐ KYPURBUA 28. SEPT.
— Ferðin til Kýpur mun kosta
okkur um 2 milljónir króna, og
við sáum nánast fram á gjaldþrot
ef við yrðum að leika heimaleik
okkar á Akranesi, sagði Gunnar
Sigurðsson, formaður knatt-
spyrnuráðs ÍA i viðtali við
Morgunblaðið í gær, en sem
kunnugt er var ætlunin að hefjast
handa við lagfæringar Laugar-
dalsvallarins fyrir þann tíma sem
leikurinn í Évrópubikarkeppn-
inni átti að fara fram. Þessu var
hins vegar breytt, — okkur til
mikillar gleði, sagði Gunnar, —
og erum við þeim þakklátir sem
veittu okkur stuðning í þessu
máli, og ber þar fyrst að nefna
Albert Guðmundsson.
Nú hefur verið ákveðið að
breyta leikdögum IA og Kýpur-
liðsins í Evrópukeppninni. Verð-
ur leikið ytra 15. september og
hér heima sunnudaginn 28. sept-
ember, en upphaflega hafði verið
gert ráð fyrir þvf að leikurinn hér
færi fram 4. október.
Septembermánuður verður þvi
strangur hjá sumum leikmanna
Akranesliðsins, einkum þeim sem
eru í landsliðinu. Sem kunnugt er
fer landsliðið utan til keppni um
næstu helgi og Ieikur þá þrjá
erfiða leiki á sjö dögum, við
Belgíu, Frakkland og Sovétríkin.
Síðan halda Akurnesingarnir til
Kýpur og þurfa að eyða í þá ferð
lengri tíma en gert var ráð fyrir í
upphafi, og loks er svo leikurinn
við Kýpurbúa. hér heima. Við
þetta bætist svo aukaleikur, ef
Fram og IA verða jöfn f íslands-
mótinu, og er erfitt að sjá hvenær
sá leikur gæti farið fram.
Standard vann
STANDARD Liege, liðið sem Ásgeir
Sigurvinsson leikur með í Belgiu,
vann leik sinn við Lierse í belgisku 1.
deildinni s.l. sunnudag, með einu
marki gegn engu, en Charleroi, liðið
sem Guðgeir Leifsson leikur með,
gerði jafntefli við La Louviere á
heimavelli, 0—0. Bæði Charleroi og
Standard Liege hefur vegnað fremur
illa á nýbyrjuðu keppnistimabili og
töpuðu liðin fyrstu tveimur leikjum
sfnum. Úrslit i belgisku 1. deildar
keppninni um helgina urðu þessi:
Charleroi — La Louviere 0—0
FC Brúgge — Racing White 1—2
Anderlecht — Cercle Brugge 2—2
Beringen — Mechelen 0—0
Ostende — Beveren 0—0
RAC Mechelen — Waregem 0—5
Standard Liege — Lierese 1—0
Antwerpen — FC Liege 3—0
Lokeren — Beerschot 3—2
Breiðablik Suðurlandsmeistari
BREIÐABLIK bar sigur úr být-
um I Suðurlandsmótinu f frjáls-
um fþróttum sem fram fór á
Kópavogsvellinum um sfðustu
helgi. Hlaut Breiðabliksfólkið
samtals 200,5 stig, en FH-ingar
sem urðu í öðru sæti hlutu 172
stig. Allgóð þátttaka var I mótinu,
en hins vegar vakti athygli að
enginn keppandi frá Héraðssam-
bandinu Skarphéðni var í mótinu,
en Skarphéðinn hefur á að skipa
harðsnúnu frjálsíþróttaliði, sem
vafalaust hefði veitt Breiðabliki
mikla keppni, hefði það mætt til
leiks. Vestur-Skaftfellingar urðu
i þriðja sæti á mótinu með 88,5
stig, Afturelding í Mosfellssveit
hlaut 12 stig, Stjarnan I Garða-
hreppi 8 stig og Ungmennafélag
Keflavíkur 5 stig.
Ágætur árangur náðist I nokkr-
um greinum á mótinu, og má
nefna sérstaklega frammistöðu
Birgis Einarssonar, sem þekktari
er sem knattspyrnumaður með
Val og IBK. Hann hljóp 100 metr-
ana á 1,3 sek, 200 metra á 23,2 sek.
og í langstökki stökk hann 6,49
metra. Var Birgir sigurvegari I
öllum þessum greinum. Helztu úr-
slit í mótinu fara hér á eftir:
Karlar:
100 METRA HLAUP:
Birgír Einarsson, USVS 11,3
Kristinn Arnbjörnsson, FH 11,3
Einar öskarsson, UBK 11,4
400 METRA HLAUP:
Eínar P. Guðmundsson, FH 53,3
Sigurgfsli Ingimarsson, USVS 53,5
Guðmundur Þ. Sigurðsson, FH 54,6
1500 METRA HLAUP:
Gunnar Snorrason, UBK 4:25,0
Vigfús Helgason, USVS 4:26,4
Ágúst Gunnarsson, UBK 4:28,1
Guðmundur Geirdal, UBK 4:29,0
4x100 METRA BOÐHLAUP:
Sveit UBK 48,5
Sveit USVS 48,8
A-sveit FH 51,3
LANGSTÖKK:
Birgir Einarsson, USVS 6,49
Hreinn Jónasson, UBK 6,20
Hafsteinn Jóhannesson, UBK 6,17
HÁSTÖKK:
Hafsteinn Jóhannesson, UBK 1,80
Kjartan Guðjónsson, FH 1,70
Þorsteinn Aðalsteinsson, FH 1,60
Kristinn Arnbjörnsson, FH 1,60
KtJLUVARP:
Kjartan Guðjónsson, FH 13,10
Guðmundur Jóhannesson, UBK 12,05
Hafsteinn Jóhannesson, UBK 11,93
SPJÓTKAST:
Ásbjörn Sveinsson, UBK 54,66
Hreinn Jónasson, UBK 53,88
Hafsteinn Jóhannesson, UBK 51,36
200 METRA HLAUP:
Birgir Einarsson, USVS 23,2
Sigurgfsii Ingimarsson, USVS 23,9
Hafsteinn Jóhannesson, UBK 24,0
800 METRA HLAUP:
Sigurður P. Sigmundsson, FH 2:05,0
Gunnar Þ. Sigurðsson, FII 2:05,9
Einar P. Guðmundsson, FH 2:07,8
3000 METRA HLAUP:
Sigurður P. Sigmundsson, FH 9:32,9
Ágúst Gunnarsson, UBK 10:09,0
Gunnar Snorrason, UBK 10:09,0
1000 METRA BOÐHLAUP:
A-sveit USVS 2:08,1
SveitUBK 2:11,4
A-sveif FH 2:16,8
KRINGLUKAST:
Þorsteinn Alfreðsson, UBK 44,28
Guðmundur Jóhannesson, UBK 41,40
Kjartan Guðjónsson, FH 36,14
ÞRlSTÖKK:
Kari Stefánsson, UBK 13,27
Hreinn Jónasson, UBK 13,14
Einar P. Guðmundsson, FH 11,94
Konur:
100 METRA HLAUP:
Kristín Jónsdóttir, UBK 12,8
Hafdfs Ingimarsdóttir, UBK 13,0
Lilja Baldursdóttir, FH 13,4
1500 METRA HLAUP:
Ásta Helgadóttir, USVS 5:20,2
Sólveig Pálsdóttir, Stj. 5:25,2
Anna Haraldsdóttir, FH 5:28,7
4x100 METRA BOÐHLAUP:
Sveit UBK 55,0
Sveit FH 59,7
LANGSTÖKK:
Hafdfs Ingimarsdóttir, UBK 5,19
Lilja Baldursdóttir, FH 5,05
Lára Halldórsdóttir, FH 4,69
KtJLUVARP:
Kristfn Björnsdóttir, UBK 9,40
Hafdfs Ingimarsdóttir, UBK 9,19
Lára Halldórsdóttir, FH 7,85
Birgir Einarsson — knattspyrnu-
maður með mikla hæfileika sem
frjálsfþróttamaður.
200 METRA HLAUP:
Kristfn Jónsdóttir, UBK 27,0
Sólborg Steinþórsdóttir, USVS 29,1
Elfa Ingólfsdóttir, FH 29,6
800 METRA HLAUP:
Ásta Helgadóttir, USVS 2:35,7
Ánna Haraldsdóttir, FH 2:36,5
Elfa Ingólfsdóttir, FH 2:38,5
SPJÓTKAST:
Arndís Bjömsdóttir, UBK 31,67
Hafdfs Ingimarsdóttir, UBK 30,61
Lára Halldórsdóttir, FH 28,06
Hafsteinn Jóhannesson, — kom
vfða við sögu á Suðurlandsmótinu.
KRINGLUKAST:
Arndfs Björnsdóttir, UBK 28.18
Hafdís Ingimarsdóttir, UBK 25,62
Kristfn Jónsdóttir, UBK 21.44
HÁSTÖKK:
Lára Halldórsdóttir, FH 1,50
Kristfn Björnsdóttir, UBK 1,45
Lilja Baldursdóttir, FH 1,40
Hafdfs Ingimarsdóttir — ein
bezta frjálsfþróttakonan á Suður-
landsmótinu.