Morgunblaðið - 28.08.1975, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28, ÁGÚST 1975
r
Bftið einangrar fólk og
virkar eins og deyfilyf —
deyfilyf við hverju?
... hálfklikkaður og yfir-
spenntur þegar ég er bú-
inn að vera hér f stuttan
tíma.
... tunguskera fólk og
augnstinga það til að
bjarga þvf frá Helvíti.
... sjálfum mér og öðr-
I um til leiðinda.
L_________________________
n
AD GERA SIG MERKILEGAN -
GAGNVART ÖDRH, S.JÁLFIIM SÉR OGGEDI
Leifur heitir maður Þórarinsson og er tónskáld.
Undanfarin ár hefur hann búið f Kaupmannahöfn
ásamt konu sinni, Ingu Huld Hákonardóttur, sem þar
leggur stund á sagnfræði, og þremur börnum þeirra.
Leifur hefur dvalizt hér á landi f sumar, en er nú á
förum til Hafnar. í kvöld verða tónleikar í Félags-
stofnun stúdenta, þar sem eingöngu verða flutt verk
Leifs. Við áttum samtal við hann nú f vikunni og
spurðum fyrst hvort þessir tónleikar væru ef til vill
yfirlitstónleikar:
— Nei, verkin eru flest ný,
m.a. verk, sem ég hef skrifað
hér I sumar. Þetta eru fimm
sönglög á ýmsum aldri og sex
önnur verk. Sumar tónsmíðarn-
ar voru fluttar á tónleikunum
heima hjá Kristjáni Davíðssyni
í vor. Þeir tónleikar voru haldn-
ir til heiðurs Ragnari i Smára
fyrir fáa útvalda, en verkin,
sem flutt verða á tónleikunum
núna hafa ekki verið flutt opin-
berlega áður. Eitt sönglaganna
er gert við þýðingu Hallgríms
Péturssonar á Faðirvorinu. Það
er dálítið sérstakt með þennan
texta, að hann finnst hvergi á
bókum, en Sigurjón Ólafsson
myndhöggvari kann hann og
lærði hann á Eyrarbakka í upp-
vextinum. Þar var almælt, að
þýðingin væri eftir Hallgrím
Pétursson. Ruth Little Magnús-
son ætlar að syngja I þessu
verki, en m.a. syngur hún
þarna kantötu við gamlan
Maríusaltara f þýðingu
Halldórs Laxness. Þá er þarna
verk, sem ég hef breytt nokkuð
frá því að það var flutt í vor.
Málari tekur þátt í flutningn-
um, en verkið er samið við
texta, sem vinur minn Dieter
Rot hefur gert, og það er ein-
mitt ætlunin, að hann taki þátt
í flutningnum.
— Hvað hefurðu verið að
vinna við I Höfn?
— Eg hef samið mikið af tón-
Iist fyrir kvikmyndir, sjónvarp
og leikhús, auk þess sem ég hef
verið að semja hljómsveitar-
verk. Ég hef haft nóg að gera,
— a.m.k. hef ég ekki þurft að
fara út í það að skrifa krítík,
eins og ég gerði hér, sjálfum
mér og öðrum til leiðinda.
— Heldurðu, að þú flendist f
Danmörku?
' — Nei, varla. Við eigum
alltaf heima á Islandi, enda
þótt við höfum dvalizt langdvöl-
um erlendis. Það er nú einu
sinni svo, að maður verður ein-
hvérs staðar að eiga heima.
Það, sem auðvitað væri
ákjósanlegast, væri að eiga
heimili á svona þremur stöðum,
— Islandi, Danmörku og Suður-
Evrópu til dæmis, en' það er
bara svo fjári dýrt, að það þýðir
ekkert að hugsa um það.
Við unum okkur ákaflega vel
f Kaupmannahöfn. Þar er gott
að vera með börn, atvinna og
tækifærin eitthvað meiri en
hér. Svo er Kaupmannahöfn
lfka svo skemmtileg og þægileg
borg, auk þess sem þar er ódýrt
að lifa. Eg get ímyndað mér, að
þar sé hægt að lifa jafngóðu lífi
og hér á helmingi minni Iaun-
um.
Eg er nefnilega búinn að sjá
það, aðjiér er ekki nokkur leið
að lifa mannsæmandi lífi án
þess að vera milljóneri. Þetta
gera þó margir af miklum
hetjuskap, en það er bara svo
erfitt lff, að ég treysti mér ekki
til að lifa því. Hér eru menn á
hlaupum eftir hverjum einasta
eyri, sumir í þremur eða fjór-
um störfum samtímis, en ég hef
ekki gáfur í það.
Annars langar mig ekki til að
búa í Reykjavík. Mér finnst
Reykjavík vera þrúgandi bær.
Það segir sig náttúrlega sjálft,
að það er allt annað að búa i bæ,
sem er um hundrað ára gamall,
eða bæ, sem orðinn meira en
þúsund ára, þar sem allt er
gamalgróið og í föstum skorð-
um. Mér finnst lífið hér svo
stressað — ég verð bara hálf-
klikkaður og yfirspenntur þeg-
ar ég er búinn að vera hér í
stuttan tíma. Samt bjó ég lengi
í New York sem er þó ekki svo
gömul borg, og það er bezta
borg, sem ég hef nokkurn tíma
dvalizt í. New York er stórkost-
leg borg, sem hefur upp á allt
að bjóða. Andstæðurnar eru svo
miklar að það er erfitt að lýsa
borginni eins og hún kemur
manni fyrir sjónir.
Nei, ég er ekkert hrifinn af
að vera í Reykjavík, en ég gæti
hins vegar mjög vel hugsað mér
að búa úti á landi. I Skagafirð-
inum til dæmis, eða bara hér
fyrir austan fjall.
Annars á maður ekki að tala
svona um fæðingarbæ sinn, —
ég gæti t.d. neyðzt til þess af
óviðráðanlegum kringumstæð-
um að setjast hér að, og hvar
stæði ég þá?
— Nú segja sumir, að nú-
tfmatónlist sé ekki fyrir aðra
en þá sem eru útlærðir f þvf að
hlusta á hana. Hver finnst þér
viðbrögð almennings við
þessari tónlist vera?
— Ef við tölum um þetta eins
og það er hér á landi, þá
verður auðvitað að taka tillit
til þess, að almennt músíkupp-
eldi hefur ekki tíðkast hér
fyrr en á allra síðustu ár-
um. Hér voru ekki til hljóð-
færi, — það voru ekki einu
sinni til almennileg hús,
þannig að skilyrðin voru engin.
Ætli fyrsta pfanóið hafi t.d.
komið hingað fyrr en um
sfðustu aldamót? Músíkuppeldi
var miklu meira hér á miðöld-
um en datt svo að heita má
alveg niður I margar aldir. En
nú er þetta allt í áttina og hefur
tekið miklum breytingum á
skömmum tíma. Ætli þetta hafi
ekki byrjað þegar Pétur Guð-
johnsen tók að starfa um miðja
síðustu öld. Sumir telja, að sú
músík, sem hann flutti með sér
hafi ekki verið til góðs, en ég er
ekki á þeirri skoðun. Hún varð
að minnsta kosti til þess, að
aftur var farið að syngja hér og
leika á hljóðfæri.
Músíkuppeldi er bráðnauð-
synlegt til þess að fólk geti lifað
rétt, en ég held nú satt að segja,
að það sé ósköp lítið públíkum
fyrir mína tónlist hvar sem er I
heiminum. Ég held líka, að það
hafi aldrei verið draumur
minn, að út af henni yrði ein-
hver tízkuhasar, en auðvitað
finnst mér gaman þegar henni
er vel tekið. Maður er auðvitað
að þessu til að gera sig merki-
legan gagnvart öðrum, sjálfum
sér og guði.
— Hvað með poppið?
— Það hafa verið gerðir
margir góðir hlutir í poppi.
Rolling Stones hafa gert margt
af því bezta á þessu sviði, og
Bítlarnir náðu líka góðum
árangri. En popptónlistin er
annars eðlis en klassísk tónlist
og þeir, sm eru I poppinu, hafa
öðru vísi hæfileika en þeir, sem
eru I klassíkinni. Ég held t.d.,
að Bítlarnir hafi hvorki hæfi-
leika né gáfur til að skrifa
klassísk tónverk, enda höfðu
þeir alltaf með sér menn eins
og George Martin sem var lærð-
ur f músík og annaðist útsetn-
ingar og annað það, sem krafð-
ist kunnáttu og var eitthvað
flókið.
Ég hef skrifað tónlist fyrir
popphljómsveitir og einu sinni
hélt ég tónleika með hljóm-
sveitinni Náttúru f Þórshöfn f
Færeyjum, þar sem flutt var
margt eftir mig. Ég hafði
gaman af að fást við þetta á
sínum tíma, en ég hef ekki
áhuga á því lengur.
Það er margt vont við poppið
eða bitið. Því fylgir svo mikill
hávaði, að það verður til þess að
einangra fólk — virkar eigin-
lega eins og deyfilyf, og deyfi-
lyf við hverju?
Mér finnst andrúmsloftið
vera að verða eins og ég gæti
ímyndað mér það rétt um árið
1000, þegar þeir Ölafarnir,
Haraldsson og Tryggvason,
voru tunguskera fólk og augn-
stinga til að bjarga því frá Hel-
víti. Boðskapur þeirra var
kristindómur, og Heimsendir
var í nánd. Nú er spáð Heims-
endi eftir nokkur ár, kannski
árið 2000, og Stalín byrjaði að
feta I fótspor Láfanna fyrir
löngu og síðan hafa margir tek-
ið við, hver af öðrum, undir
frelsisfánum ýmsum, rauðum
og bláum.
— A. R.
— —— - ■ - .
Rœtt við Leif Þórarinsson tónskáld
j