Morgunblaðið - 28.08.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. AGÚST 1975
17
Anthony Giacalonc, er hann
var handtekinn I maf sl. fyrir
fjársvik.
Þrjár vikur eru nú liðnar frá
hvarfi James R. Hoffa í Detroit,
fyrrum forseta Samtaka banda-
rískra flutningaverkamanna
(Teamsters) og eins valda-
mesta manns verkalýðshreyf-
ingarinnar þar i landi og stend-
ur lögreglan ráðþrota í málinu.
Á laugardag gaf talsmaður al-
ríkislögreglunnar, FBI, þá yfir-
lýsingu eftir 12 daga rannsókn,
að FBI væri engu nær f málinu
og ekkert benti til þess, að
glæpur hefði verið framinn. Þó
munu flestir vera þeirrar skoð-
unar, að Hoffa muni aldrei
koma fram aftur, hann hafi ver-
ið myrtur, líklega að undirlagi
glæpasamtaka vegna tilrauna
hans til að komast aftur til
valda innan samtaka flutninga-
verkamanna, en þegar Nixon
fyrrum forseti undirritaði náð-
un til. handa Hoffa árið 1971
var það með því skilyrði að
hann kæmi ekki nálægt verka-
lýðsmálum fyrr en eftir 1980.
Hoffa var dæmdur í 13 ára
fangelsi 1967 fyrir að hafa stol-
ið 2 milljónum dollara úr lff-
eyrissjóði Teamsters og einnig
fyrir að hafa haft í hótunum við
kviðdómendur við réttarhöldin,
Akaflega margt einkennilegt
hefur komið fram í sambandi
við hvarf Hoffa, en stærsta
spurningarmerkið virðist vera
þáttur Charles O’Brians, fóstur-
sonar Hoffa frá þriggja ára
aldri og eins af framkvæmda-
stjórum Teamsters. Vitað var,
að hann hafði lent í útistöðum
við Hoffa út af fjármálum og
þeim ásetningi sínum að kvæn-
ast aftur og snúið sér þess
vegna meira að Frank
Fitzsimmons, núverandi for-
seta Teamsters, sem Hoffa var
að reyna að koma úr forseta-
stóli, og var orðrómur uppi um
að Fitzsimmons hefði heitið
O’Brian nýju og vellaunuðu
starfi innan samtakanna. Það
sem vekur hvað mestar grun-
semdir, er, að O’Brian hvarf af
sjónarsviðinu I 5 daga eftir að
Hoffa var fyrst saknað og þegar
hann loksins gaf sig fram var
vitnisburður hans um veru sína
ærið mótsagnakenndur og
fósturbróðir hans, James P.
Hoffa, sakaði hann opinberlega
um að ljúga og krafðist þess, að
FBI léti hann ganga undir lyga-
mælisrannsókn, sem O’Brian
neitaði.
Allt frá þvi að Hoffa gekk f
raðir Teamsters sem ungur og
skapmikill vörubílstjóri og
fram á þennan dag hafa sam-,
tökin verið orðuð við spillingu
og náin sambönd við undir-
heimasamtökin í Bandaríkjun-
um, Mafíuna. Hoffa sjálfur stóð
í miklu og nánu vinfengi við
ýmsa valdamikla glæpafor-
ingja og ýmislegt bei dir til
þess, að fveir þeirra hafi
á einhvern hátt staðið í sam-
bandi við hvarf Hoffa, þeir
Hoffa með konu sinni, Josephine
skýrði hann lögreglunni svo
frá, að 30. júlí, daginn, sem
Hoffa hvarf, hafi hann mætt til
vinnu í aðalstöðvar Teamsters í
Detroit um morguninn og þá
hringt til vinar síns, Josephs
Giacalone (sonar Mafíuforingj-
ans), og beðið hann að lána sér
bíl. Joseph hafi komið með bíl-
inn og O’Brian ekið honum aft-
ur til skrifstofunnar áður en
hann fór aftur í vinnuna.
(O’Brian er mikill vinur Giacal-
onef.iölskyldunnar og kallar
Anthony oft „Tony frænda”).
Þar hafi hann verið beðinn um
að koma pakka heim til eins af
yfirmönnunum í Teamsters,
Holmes að nafni, og var að sögn
20 punda Coho-lax f pakkanum,
pakkaður inn í ismola. Segist
O’Brian hafa farið með laxinn
til konu mannsins og afhent
henni hann og setið þar í um
klukkustund og drukkið kaffi í
eldhúsinu. Þaðan hafi hann síð-
an farið í Southfieldíþrótta-
klúbbinn, fengið sér gufubað,
Leiddi fóstursonur
Hoffa hann í hendur
Pat Fitzsimmons, forseti
Teamsters.
nudd og klippingu. Eigandi
klúbbsins, Jeff Schultz, náinn
vinur Giacalone, segir hins veg-
ar að O’Brian hafi aldrei komið
I klúbbinn þennan dag, hins
vegar hafi Giacalone verið þar
fram undir miðjan dag. O’Brian
segist hafa farið úr klúbbnum á
bílaþvottastöð til þess að láta
hreinsa úr bílnum blóð, sem
runnið hafi hafði úr laxapakk-
anum. Eigandi þvottastöðvar-
innar tjáði lögreglunni hins
vegar, að O’Brian hefði ekki
komið með bílinn þennan dag.
(Frá þvi var skýrt í fréttum 18.
ágúst, að þessi maður hefði lát-
izt af hjartaslagi).
Rannsókn hefur hins vegar
sýnt að það var rétt, að fiskblóð
fannst á gólfi bifreiðarinnar.
Ákveðið hefur verið að kalla
rannsóknarnefnd saman þar
sem svo mörg göt virðast vera í
vitnisburði þeirra, sem lögregl-
an hefur yfirheyrt og mun sú
rannsókn hefjast innan
skamms. Einkum mun rann-
sóknin beinast að O’Brian, sem
hefur eefið bá skvringu á
hvarfi sínu, að nóttina eftir að
Hoffa hvarf hafi fósturbróðir
sinn, Hoffa yngri, hringt f sig
og skipað sér að koma heim til
Hoffa. Það hafi hann gert, en
Hoffa og systir hans þá ráðizt á
sig með offorsi og sakað sig um
að vita meira um málið en hann
vildi láta uppi. Hann hafi séð i
hve miklum taugaæsingi þau
hafi verið og því ákveðið að láta
sig hverfa i nokkra daga meðan
þau væru að jafna sig. Lögregl-
an hafi alltaf vitað að hann var
ekki í felum og hann hafi svar-
að öllum þeirra spurningum og
gefið skýrslu um ferðir sinar
eftir að hann kom aftur til
Detroit 6. ágúst. Engu að síður
virðast flestir vera sannfærðir
um, að O’Brian viti meira um
hvarf fósturföður sins en hann
vilji láta uppi þótt erfitt kunni
að verða að sanna að hann hafi
svikið hann í hendur morð-
ingja.
morðingja
Mafíunnar?
hreyfinguna, einkum vegna
þess, að Hoffa virðist hafa lagt
á það mikla áherzlu að láta það
koma skýrt fram, að hann hafi
verið að fara til fundar við
þessa menn, kom við á tveimur
stöðum á leiðinni til að skýra
kunningjum sínum frá fundin-
um. Virðist sem hann hafi haft
einhverjar áhyggjur af fyrir-
huguðum fundi. Bæði
Giacalone og Provenzano hafa
neitað því að hafa hitt Hoffa
eða ætlað að hitta hann en það
kom fréttamönnum einkenni-
Iega fyrir sjónir, er Provenzano
sagði í samtali við fréttamann,
sem var að spyrja hann um
Hoffa: „Ég veit ekki hvers
vegna verið er. að gruna mig,
Hoffa var vinur, er vinur
minn.“ Aðspurður hvers vegna
hann notaði þátíð hristi
Provenzano höfuðið reiðilega
og sagði að fréttamaðurinn gæti
lesið út úr því það sem hann
vildi.
Eins og fyrr segir er það álit
flestra og þar á meðal lögregl-
unnar, að Hoffa hafi verið
myrtur að undirlagi glæpasam-
taka Mafíunnar, vegna þess, að
tilraunir hans til að komast aft-
ur til valda innan Teamsters
gætu orðið til að eyðileggja
fyrir Mafíunni hið hagkvæma
samband, sem hún hafði við Pat
Fitzsimmons frá því hann tók
við forsetaembættinu 1967 í
sambandi við lífeyrissjóð
Teamsters, sem nú nempr um
1,3 milljörðum dollara. Er sagt
að Fitzsimmons hafi veitt
Mafíunni nær frjálsan aðgang
að Iífeyrissjóðum á þann hátt
að Mafíuforingjarnir útveguðu
mönnum, sem ekki höfðu láns-
traust, lán úr sjóðnum gegn
okurvöxtum, sem þeir stungu í
eigin vasa. Þá lét Fitzsimmons
það afskiptalaust, er Mafían
yfirtók nokkur spilavíti og
hótel f Las Vegas, sem höfðu
verið byggð fyrir lánsfé úr
Iífeyrissjóðnum. Eins og fyrr
segir var Hoffa sjálfur f vin-
fengi við ýmsa glæpaforingja
en hann var ekki þannig mað-
ur, að hann léti nokkurn mann
segja sér fyrir verkum og það
er líklegast ástæðan fyrir
áhyggjum Mafiunnar, því að
sagt er að hún geti íarið með
Fitzsimmons að vild og þurfi
engar áhyggjur að hafa af þvi
að hann fari að spyrna við fót-
um.
En svo aftur sé snúið að fóst-
ursyni Hoffa, O’Brian, þá
Tony Provenzano: „Hoffa var
vinur, er vinur minn.“
Anthony J. Giacalone,
foringi Mafíunnar í Detroit,
og Tony Provenzano, en haft
er eftir Hoffa daginn sem
hann hvarf, að hann hafi
verið að fara til fundar við
þessa tvo menn og einhvern
hinn þriðja. Lögreglan hefur
beint rannsókn sinni mjög að
tengslum Hoffa við glæpa-
O’Brian, fóstursonur Hoffa.
Skák
eftir JÓNÞ. ÞÓR
Síðasti
sigur
Keresar
Skömmu eftir lát Paul Keres
ritaði vinur hans og vopnabróð-
ir, Salo Flohr, minningargrein
um hann í þýzka skáktlmaritið
Schach Echo. Þar gat hann
þess, að eftir sigur Keresar í
Tallinn f vetur, hefði hann lýst
því yfir, að enn væri farið að
vora á skákferli hinnar frægu
kempu. Þetta vor varð stutt en
gott. Siðari hluta maímánaðar
tók Keres þátt í opnu móti f
Vancouver f Kanada. Það varð
hans síðasta mót, og hans
síðasti sigur. í Vancouver sýndi
Keres, að sigur hans í Tallinn
var engin tilviljun. Hann tefldi
mjög vel og sigraði með
nokkrum yfirburðum. Röð
efstu manna varð sem hér
segir: 1. Keres 8,5 v., 2.—4. Dr.
Macskasy (Kanada), J. Watson
(Kanada) og G. Forintos
(Ungv. L) 7 v. 0. sv. frv.
Þátttakendur voru 34 og voru
tefldar 10 umferðir eftir
svissneska kerfinu. Að mótinu í
Vancouver loknu hélt Keres til
Amsterdam til fundar við dr.
Euwe, en þaðan lá leiðin til
Helsinki. Frá Helsinki hugðist
hann fara sjóleiðis til Tallinn,
en daginn áður en skipið átti að
leggja úr höfn fékk hann
hjartaáfall, sem leiddi hann til
dauða. Það var hinn 5. júní.
I síðustu umferð mótsins f
Vancouver tefldi Keres við
bandaríska stórmeistarann W.
S. Browne. Skák þeirra birtist
nú hér í þættinum og er hún
• sfðasta skákin, sem Paul Keres
tefldi opinberlega.
Hvítt: W. S. Browne
Svart: P. Keres
Spænskur leikur
I. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5
— Rf6, 4. d3
(Vilji menn forðast marg-
þvældar „teórfur” Berlínar-
varnarinnar er þetta sennilega
skársti kosturinn).
4. — d6, 5. c3 — Be7, 6. Rbd2 —
0-0, 7. 0-0 — Bd7, 8. Hel — He8,
9. Rfl — Bf8, 10. Bg5 — h6, 11.
Bh4 — Be7,
(Þetta kann að virðast leik-
tap, en staða hvíta biskupsins á
h4 gefur leiknum þó ótvírætt
gildi).
12. Re3
(Hvítur leggur ekki í að leika
d4, sem þó var eina vonin, ef
hann vill ná frumkvæði).
12. Rg4,
(Þetta var hugmyndin með
II. leik svarts. Uppskipti létta
honum vörnina).
13. Bxe7 — Rxe7, 14. Rxg4
Bxb5, 15. Rh4 — Bd7, 16. He3
(Hvítur hyggur á kóngssókn,
sem svartur svarar með sókn á
miðborði. Fyrst þarf hann þó að
treysta kóngsstöðuna).
16. — Kh7, 17. Hg3 — Rg8. 18.
Rf3 — Bxg4!, 19. Hxg4 — Rf6,
20. Hh4 — Kg8!,
(Hvíta sóknin er runnin út í
sandinn, og hrókurinn á h4
stendur illa).
21. Hh3 — d5!
(Og nú leggur svartur til
atlögu).
22. De2—Dd7, 23. Rh4
(Browne vaknar ekki af
kóngsóknardraumnum. Betra
var 23. Hdl!)
23. — dxe4, 24. dxe4 — Had8,
25. Rf5 — Dd2!
(Hótar 27. Rxh6).
26. — He6, 27. Hg3 — g6, 28.
Hfl — Df4!
(Nú fellur peðið á e4).
29. Hdl — He8, 30. Re7+ —
Kg7, 31. Rd5 — Dxf3, 32. Hxf3
—c6, 33. Re3 — Hxdl, 34. Rxdl
— Hd8, 35. Re3 — Rxe4,
(Þar féll peðið. Urvinnslan
er tæknilegt atriói).
36. h3 — Rg5, 37. Hg3 — f5, 38.
Rxf5+ — gxf5, 39. h4 — Kg6,
40. hxg5 — hxg5, 41. Hh3 — f4,
42. g3 — Kf5, 43. f3 — Hdl+ og
hvftur gafst upp.