Morgunblaðið - 28.08.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.08.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGUST 1975 á grænar plöntur byggir upp líf á jörð- inni til skemmri eða lengri tíma. Þeir geislar, sem á grasið falla verða að nýtast samsumars, annars fer orka þeirra að mestu forgörðum. En sú orka sem trén binda, festist fyrst í blöðum þeirra og síðan í stofnum þeirra og hleðst upp frá ári til árs, þannig að hún fer ekki for- görðum, og síðar getur mannkynið notað hana til nauðsynlegra þarfa. Ræktun skóga er því fullkomnasta ræktun, sem til er, menn hjálpa náttúr- unni til að gróa og þroskast samkvæmt þeim lögmálum, sem gróðrinum er eðli- legast. Danskt máltæki segir: Gróður- settu tré og það vex á meðan þú sefur. Hákon Bjarnason skógræklarstjóri svaraði spurn- ingunum um skóga á Islandi. Heimsku og þrjózku hjónin Nú skuluð þið heyra hvernig fór fyrir tveimur manneskjum, sem voru ekki aðeins heimskar heldur einnig þrjózkar. Ejnu sinni fyrir löngu var kona og maður, sem bjuggu í kofa er stóð á stormasömum hól. Kvöld eitt þegar maðurinn hafði komið sér þægilega fyrir í ruggustólnum sínum með pípuna sína í munninum, og konan var nýbyrjuð að elda kvöldmatinn, hrinti vindhviða dyr- unum upp, svo að gluggarnir nötruðu og postulínið dansaði í hillunum. „Farðu og lokaðu hurðinni," sagði konan við manninn. „Mér dettur það ekki í hug,“ svaraði maðurinn. „Það var ekki ég sem opnaði, og því ætla ég ekki að loka. Lokaðu hurðinni sjálf.“ „Það var heldur ekki ég, sem opnaði,“ sagði konan, „og ég ætla ekki að loka.“ „Gott og vel,“ sagði maðurinn. „Það varst ekki þú, sem opnaðir hurðina og það var heldur ekki ég. Það okkar, sem talar fyrst lokar hurðinni.“ Konan féllst á þessa kjánalegu uppástungu. Vindurinn þaut um kofann. Maðurinn sat kyrr í ruggustólnum sínum og skalf úr kulda. Konan varð að bíta saman tönnunum svo ekki glamraði í þeim, á meðan hún bjó til kvöldmatinn. En hvorugt þeirra vildi loka hurðinni. Konan lagði stóran smjörbita á borðið og hellti þykkum rjóma í skál. Hún bauð manninum sínum ekki að setjast til borðs, svo hann sat kyrr í stólnum sínum. Hungraður köttur átti leið þar hjá. Hann gægðist inn um opnar dyrnar og læddist inn. Hvorki maðurinn né konan hrópuðu „Út með þig, köttur!“ svo kötturinn stökk upp á borðið og ljósrauða tungan hans sá um að klára bæði smjörið DRÁTTHAGI BLÝANTURINN /-------- MORöJh/ KAFF/NU Karate er japanskt orð, í laus- legri þýðingu: Aðeins höndin. Nú er karate orðið að nokkurs konar hnefaleikum, þótt upp- hafiega væri það sjálfsvarnar- leikur, sem Búddamunkar eru höfundar að, þvf að ekki máttu þeir beita vopnum. Handar- högg, sem teiknarinn sýnir hér, eru meðal hinna hættulegustu, sem notuð eru f karate. ^ ALLT 'I LAGÍ ELSKAN / ^ ÉG TEK PÁ SÆNGURFÖTÍN MEÐ Kvikmyndahandrit aö moröi Eftir Liltian ODonnell Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir. 31 mér að spjalla við piltinn engu að sfður. — Það verður að bfða um hrfð, fyrst þau eru flutt. Hvað er að þér? Lfkar þér ekki að vera f Los Angeles? Slappaðu nú af og njóttu matarins. En þeir luku ekki matnum, þvf f sömu andrá var Capretto kallað- ur f landsímann. Capretto reis luntulega á fætur, en þegar hann kom aftur gaf hann sér ekki einu sinni tfma til að setjast. — Það var Felix, sagði hann. — Tálmey er greinilega allur á bak og burt. Konan sem hann leigði hjá sagði að hann hafði fyrirhug- að iangt ferðalag, svo að hún gerði sér enga rellu út af þvf að fbúðin hans var tóm. Ilann var búinn að borga það sem hann skuidaði henni, en hún hafðí gert ráð fyrir að hann myndi Ifta inn og kveðja hana. Það gerði hann ekki. Það hefur verið lýst eftir honum um allt landið sfðan þú ... — sfðan ég kom mér að því að tiikynna hvarf hans, sagði David vandræðalega. — Góði hættu að hugsa um það, sagði Capretto hughreystandi. — Hann hefur verið farinn í felur þegar hann hringdi þarna um kvöldið. En þetta er ekki hið eina. Krufning hefur leitt f fjós að Marietta Shaw var barnshaf- andi ... Felix vill að við komum heim strax og við crum búnir hér. ... og ég held að hér sé ekki meira að gera fyrir okkur að sinni 8. KAFLI Rannsóknarlögreglumennirnir tveir lentu á Kennedyflugvellin- um kl. 20.32. David hugsaði með sér að hyggilegast væri að koma við á stöðinni f leiðinni og halda svo rakleitt heimleiðis. En^ Felix yfirmaður þeirra hafðUaðrar ráðagerðir á prjónun- um. Eftir að hafa hlýtt á munn- lega skýrslu þeirra hallaði hann sér fram yfir borðið. — Við VERÐUM að finna Talmey, sagði hann, það er mest aðkallandi nú. Bfllinn hans er f skúrnum þar sem hann býr og þar af leiðandi hlýtur hann að hafa notað almenningsvagn eða annað slíkt farartæki. Enn höfum við ekki fundið neitt sem gæti bcnt til hvert hann hefur farið. Capr- etto, þér sjáið um þessa hlið máls- ins, en þér Link .. . — Þér Link farið og talið við Paul Watts, stjúpa Mary Hudgins. Hann hefur snúið sér til okkar tii að þekkja líkið. Á eftir orðum Felixar kom andvarp, af hverju sem það nú var til komið. En á sömu stundu og David sá Paul Watts skildi hann andvarp Felixar. Watts var grannur, næst- um horaður maður með kalt and- lit og David vissi að mörg ár hlutu að vera síðan bros hafði leikið um þunnar varis hans. Hann var ung- iegur f hreyfingum og engu lfk- ara en aidurinn hefði gengið sporlaust fram hjá honum. Hefði hann þóttzt vera faðir Mariettu haiiaðist David að þvf að hann hefði trúað honum, þvf að hann geislaði frá sér þessu sefjaða sjálfsöryggi sem Marietta var sögð hafa haft til að bera f svo rfkum mæli. Svipbreyting varð ekki á hon- um séö, þegai djup skúffa f kjall- ara Ifkhússins var dregin út og hinar hryiliiega útleiknu jarð- nesku leifar stjúpdótturinnar komu f Ijós. Eftir að hafa virt það fyrir sér nokkra stund sagði hann stuttur f spuna. — Þetta er Mary. Watts mælti ekki orð af vörum alla leiðina til stöðvarinnar. Það var ekki fyrr en hann hafði komið sér fyrir f skrifstofu Davids að hann sagði: — Hafið þér nokkurn minnsta grun um, hver hinn seki gæti verið? — Við höfðum vonað, að ÞÉR gætuð hjálpað okkur f þvf sam- bandi, svaraði David. — Ég hef einnig hugsað mér að reyna það. Ég var ekki hrifin af þvf Iffi, sem Mary lifði, en almátt- ugur guð má vita að ég er harmi lostinn yfir þvf að hún skyldi enda Iffdaga sfna á þennan ægi- lega hátt. — Þá verð ég að spyrja yður: hvernig gátuð þér þekkt hanaí* Watts? Það fór hroilur um stjúpföður- inn: — Á öri á vinstra læri. Ég hélt það væri sfðan f bfislys- inu og það furðaði mig á að það skyldi ekki hafa verið fjarlægt, sagði David. — Það vildi hún ekki ... ekki ÞETTA ör. Einkennileg glóð tendraðist í augum W-ilts, <>n hvarf aftur- — Eins og yður er kunnugt um er ég ekki faðir Marys. Móðir hennar hefur alltaf verið heilsu- Iftil og veikbyggð og ég hýst við að það hafi verið ástæðan til þcss að Mary hcgðaði sér eins og raun bar vitni um. Það cr út af fyrir sig skiljanlegt að hún kærðí sig ekki um mig þcgar ég kvæntist móður hennar ... En ég varð þess fljót-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.