Morgunblaðið - 28.08.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.08.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1975 Viljum lýðræði í Portúgal „AÐ sjóherinn I Portúgal sé radikal? Það veit ég ekkert um, kannski hann sé það fyrst þú segir það,“ sagði stýrimaður á portúgalska herskipinu Gago Coutinho þegar Mbl. fór þang- að um borð í fyrrdag. Stýrimað- urinn og aðrir skipverjar vildu ekki að nöfn þeirra kæmu fram f blaðinu. „Segðu bara að þú hafir talað við portúgalska her- skipsmenn." Morgunblaðsmenn komust um borð í Gago Coutinho með aðstoð skipsmanna á HMS Argonaut og á báti frá þeim. Skipsbátur Portúgalanna hafði bilað og sjálfir komust þeir ekki I land með góðu móti, og gerðu margar tilraunir til að fá báta til að sækja þá því „stúlk- an frá bankanum sem kom til að skipta fyrir okkur peningum benti okkur á að fara á Restaurant Sesar til að skemmta okkur.“ Löngunin til þess að komast í land var yfir- gnæfandi hjá þeim skipverjum sem við skeggræddum við og stjórnmálin i Portúgal voru um- ræðuefni sem þeir vildu lftið ræða. Skipherrann á Gago Coutin- ho, Commander Niny Dos Santos, hafði gefið okkur leyfi til að fara um borð, en sjálfur var hann I landi þegar okkur bar að garði. Við ræddum fyrst við nokkra yfirmenn sem sátu yfir bjórglasi og góðri tónlist I setustofu yfirmanna á meðan beðið var ferðar i land. Þeir yfirmenn sem við hittum voru allir ungir menn, sem ekki höfðu verið á sjónum ýkja lengi. Allir voru þeir atvinnu- menn i sjóhernum, en hinir óbreyttu hins vegar flestir unglingar að gegna herskyldu. 180 menn eru á skipinu, þar af 50 yfirmenn og foringjaefni. Skipið sem er lítil freigáta var smiðað f Lissabon eftir ameriskri teikningu fyrir 7—8 árum. Það er búið ýmsum vopn- um og er vanalega i samfylgd tveggja systurskipa sinna i æfinga- og eftirlitsferðum. I flota Portúgals eru um 180 skip, að sögn skipsmanna ef með eru talin ýmis minni skip og varðbátar. Sjóherinn i Portúgal er til- Mænt löngunaraugum á skipsbát bandarfska herskipsins á leið til lands. Portúgalska herskipið Gago Coutinho heimsótt tölulega lítill ef miðað er við flota annarra NATO-rfkja, en að sögn skipsmanna er hann heldur minni en landher Portú- Yfirmenn ð Gago Coutinho f setustofu þeirra gals en mannfleiri en flugher- inn. Yfirmenn sjóhersins hafa verið áberandi í byltingar- hreyfingu hersins og er sjóher- inn af mörgum talinn traust vígi kommúnista i landinu. Yf- irmenn skipsins vildu ekkert út á þetta gefa, þegar um var spurt, né vildu þeir yfirleitt tjá sig um stjórnmálin i landi þeirra. Þeir sögðust að vfsu vera áhyggjufullir af fjölskyld- um sfnum, enda hafa þeir verið lengi f burtu. Þeir fengju á hverjum degi fréttir að heiman en erfitt væri að segja neitt um ástandið nema vera í landinu. Hinir óbreyttu sem við ræddum við voru hins vegar opinskárri. Einn sagðist telja að helmingur áhafnar skipsins væri stuðn- ingsmenn Soarcs og jafnaðar- mannaflokksins, en hinn helm- ingurinn styddi ýmsa aðra flokka. Þessi maður var frá borginni Oporto, þar sem mjög miklar óeirðir hafa orðið. Hann sagðist reyna að fylgjast með því sem gerðist eins vel og hann gæti og sagðist vera uggandi um ástandið. Foringjaefni sem við ræddum við um borð sagði að flestir skipverjar vildu, eins og langflestir Portúgalar, að í landinu yrði komið á fót lýð- ræði með almennum þegnrétt- indum. Þegar við kvöddum Portúgal- ana var hópur þeirra kominn i land. Um borð í skapinu var rikjandi ringulreið og lítil stjórn. Yfirmenn rifust og æptu hverjir á aðra og Morgunblaðs- menn fengu að valsa einir um þvf nær allt skip án eftirlits. Og þegar skipsmenn komu í land var yfirmaður þeirra búinn að skipta um föt og kominn í borg- araleg klæði. Hann ætlaði að skemmta sér ekki síður en aðr- ir. Þeir sem eftir voru drápu tímann með gítarleik og spila- mennsku. Þeirra vandi í augna- blikinu var ekki ástandið i heimalandinu heldur annar og mannlegri. Nokkrir óbreyttir skipverjar hafa ofan af fyrir sér f matsalnum með gftarleik og söng Tollgæzlustjórú Tollgreiðslan samkvæmt reglugerð frá árinu 1957 1 TILEFNI af frétt Mbl. f gær um tollgreiðslu af kosti Gfsla Árna RE 375 hefur Kristinn Ólafsson tollgæzlustjóri óskað eftir þvf að meðfylgjandi bréf hans til út- gerðarfyrirtækisins verði birt. Fer bréf tollgæzlustjóra i heild hér á eftir: Sjóli h/f, hr. Júlfus Ingibergsson, útgerðar- stj., Fjölnisvegi 9, Reykjavfk. KÓ/ÁG 15. ágúst 1975. M.b. Gisli Árni kom til Reykja- víkur þann 22. júlí sl. eftir að hafa verið á síldveiðum f Norður- sjó. Mikið magn matvæla var í bátn- um við komuna, einkum þó af kjúklingum, en af þeim hafa kom- ið fram rúmlega 34 kassar, sem hver um sig vegur um 12,6 kg. Kjúklingabirgðirnar einar sér nálgast þvi að vera hálft tonn. Hefur tollgæslan lagt hald á 34 kassa og 5 stk. af kjúklingum og 3 dósír af skinku, sem hver um sig vegur um 5 kg. Við eftirgrennslan var talið, að 12 kassar af kjúklingum tilheyrðu vistum bátsins og hafið þér, hr. útgerðarstjóri, óskað eftir að fá þá kjúklinga aftur um borð i bát- inn. I reglugerð nr. 41/1957 um toll- heimtu og tolleftirlit er svofellt ákvæði i 61. gr.: „Þegar utanlandssiglingu skips lýkur ber því að greiða aðflutn- ingsgjöld af vistabirgðum sfnum og fullnægja öðrum innflutnings- skilyrðum, og afhenda birgðir sín- ar af einkasöluvörum til tolleftir- litsins, sem skilar þeim til við- komandi ríkiseinkasölu. Innlend fiskiskip teljast vera i utanlands- siglingum, meðan þau veiða afla, er þau síðan sigla með til útlanda, en er þau hefja veiðar, eða aðrar siglingar að nýju skal svo með farið, sem greinir hér á undan.“ Þann 29. júli sl. töldu tollverðir matarbirgðir í m/b Gísla Árna, sem keyptar höfðu verið erlendis. Fylgir hér með I myndriti skýrsla um þá talningu. Samkvæmt til- vitnuðu reglugerðarákvæði ber að greiða aðflutningsgjöld af þeim vistum, sem fram komu við talninguna og getið er um i taln- ingarskýrslunni. Nema aðflutn- ingsgjöldin kr. 98.276.— sam- kvæmt útreikningi tollgæslunnar á meðfylgjandi aðflutnings- skýrslu. 1 tilvitnuðu reglugerðarákvæði er ennfremur boðið að fullnægja skuli öðrum innflutningsskilyrð- um en greiðslu aðflutningsgjalda. Sá þáttur reglugerðarákvæðisins tekur einkum til kjúklinganna, sem teknir hafa verið i vörslu tollgæslunnar, en þeir eru háðir innflutnings- og gjaldeyrisleyfi samkvæmt 1. gr. reglugerðar nr. 370/1974. Slfkra leyfa ber yður MIKIL aukning hefur verið á flutningum með Akraborg frá því að aðstaðan f Reykjavfkurhöfn batnaði fyrir afgreiðslu skipsins og sett var flotbryggja, svo að bflar gætu ekið beint f ferjuna. Samkvæmt upplýsingum Þórðar Hjálmssonar hefur ferjan flutt að meðaltali um 120 bfla á dag — mest 167 bfla einn daginn. Bfla- fjöldinn hefur aldrei farið niður þvi að afla áður en hægt er að fallast á að afhenda aftur um borð í bátinn kjúklingakassana 12. Auk þess ber að greiða af þeim innflutningsgjöld, sem beðið verður með útreikning á, þangað til innflutnings- óggjaldeyrisleyfi eru fengin, þar sem tollafgreiðsla þeirra er ekki heimil fyrr, sbr. 4. gr. reglugerðarinnar og 3. gr. laga nr. 30/1960 um skipan innflutn- ings- og gjaldeyrismála o.fl. Frestur til þess að afla leyfanna er hér með veittur til 1. okt. n.k. Að þeim tíma liðnum verður kjúklingunum ráðstafað sem ótollafgreiddum. Aðflutningsgjöld af öðrum vist- um bátsins, kr. 98.276.—, óskast greidd eigi síðar en 1. sept n.k.. Hafi þá ekki verið gerð á þeim skil, verða þær fluttar í vörslu tollgæslu og síðan ráðstafað eins og öðrum ótollafgreiddum varn- *n®*' Virðingarfyllst K.Ó. fyrir töluna 100 frá þvf er flot- bryggjan komst f gagnið. Þórður sagði að allur tækja- búnaður hefði reynzt vel og taldi hann að 200 þúsund króna tekjur á dag myndu standa undir rekstri ferjunnar og lét hann þess getið, að hefði þessi aðstaða fengizt strax, er ferjan kom til landsins, hefði eigendum tekizt að greiða Framhald á bls. 18 Sýningu að ljúka GÓÐ aðsókn hefur verið að sölusýningunni á Loftinu, Skólavörðustíg, að undan- förnu. Þar eru sýnd 22 verk eftir 10 listamenn. Sýningunni lýkur á morg- un klukkan 18. Breytingar á launaflokkum SAMKOMULAG það , sem tókst með samninganefnd undirmanna á kaupskipaflotanum og útgerðar- félögunum, var kynnt á fundi Sjó- mannafélags Reykjavíkur f gær, en fundinn sóttu um 80 manns. Guðmundur Hallvarðsson, starfsmaður Sjómannafélagsins, sagði er Mbl. ræddi við hann í gær, að helztu breytingar frá gömdlu samningunum væru, að breyting verður á launaflokkaröð til samræmis við yfirmenn um borð f skipum og nær þessi breyt- ing einnig til yfirvinnu. Þá er ákvæði um sérstakar greiðslur til undirmanna, þegar þeir vinna ákvæðisvinnu við hlið verkamanna f höfnum hér á landi. Allherjaratkvæðagreiðsla um nýju samningana er hafin hjá Sjó- mannafélaginu og stendur hún ,fram til kl. 17. n.k. þriðjudag. Rekstur Akraborg- ar gengur vel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.