Morgunblaðið - 31.08.1975, Page 20

Morgunblaðið - 31.08.1975, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGUST 1975 Gífurleg fagnaðarlæti og hátfðahöld voru f Bangladesh, er Mujibur sneri heim aftur til að gerast forseti landsins eftir sigurinn f sjálfstæðisbaráttunni. „Hversvegna komið mö til að myrða mig.bið eruð allirsem synlr mínlr 99 Mujibur Rahman haföi misst sjönar á raunveruleikanum ógnaröid og önghveiti i uppslglingu? MARGIR stjórnmála- fréttaritarar telja nú, að mikii ógnaröld og öng- þveiti blasi við nýjum valdhöfum í Bangladesh, sem myrtu forseta lands- ins, Sheikh Mujibur Rahman, og bókstaflega alla hans fjölskyldu að morgni 15. ágúst sl. Fregnir hafa borizt af lið- söfnuði stuðningsmanna hins látna forseta og að þeir hafi þegar myndað sterka neðanjarðarhreyf- ingu. Herma fregnirnar, að félagar þessarar hreyfingar hafi strengt þess heit að myrða alla þá stjórnmálamenn og her- foringja, sem stóðu að baki byltingunni. Þá er einnig ljóst, að klofn- ingur er risinn upp milli eldri foringja í her lands- ins og ungu foringjanna, sem skipulögðu bylting- una án þess að ráðgast við yfirboðara sína. Hópurinn, sem að bylt- ingunni stóð, telur aðeins um 200 menn og um helg- ina héldu þeir enn kyrru fyrir í forsetahöllinni velvopnaóir og með nokkra skriðdreka á hallarsvæðinu. Hafa þeir neitað að hlýðnast skip- unum yfirboðara sinna um að yfirgefa höllina og taka á ný við venjulegum skyldustörfum. Lýsingar hafa nú borizt af hvernig dauða forset- ans bar að og í frásögn Peter Hazelhurst frétta- ritara Lundúnablaðsins Times segir, að tveimur dögum fyrir morðárásina hafi ungur lögfræðingur, vinur forsetans, varað hann við yfirvofandi byltingu. Viðvöruninni svaraði forsetinn á þessa leið: „Ég þarf ekki á neinum ráðleggingum að halda, ég veit hvað er að gerast, ég er með njósn- ara í hverju þorpi, sem elska mig og enginn á eftir að svipta mig embætti, ég mun deyja sem forseti.“ Þrjátíu og fjórum klukkustundum síðar, um fimmleytið á fimmtudagsmorgni, gekk forsetinn út úr höll sinni til móts við flokk her- manna, sem höfðu rutt sér leið inn á svæðið og sagði: „Hversvegna komið þið til að myrða mig, þið eruð allir eins og synir mínir?“ Svörin sem hann fékk voru fjórar byssukúlur og hann lézt samstundis. Tveir synir hans, sem komu út á veröndinni, annar vopnaður, voru einnig samstundis skotnir til bana. Hermennirnir ruddust síðan inn í höll- ina og myrtu tvær tengdadætur forsetans, eiginkonu hans og yngsta soninn, Russel, sem skírður var í höfuð brezka heimspekingsins Bertrand Russel. Einnig voru þjónar forsetans myrtir. Um svipað leyti ruddist annar flokkur hermanna inn á heimili Sheiks Moni, frænda for- setans, og myrti hann og fjölskyldu hans svo og mág hans, Sernabai Rah flóðavarnarráðherra. Innan klukkustundar hafði fjölskylda forset- ans og nánustu ráðgjafar hans verið þurrkuð út. Fyrstu viðbrögðin í Dacca við fregninni um lát forsetans var mikil gleði og fól'k dansaði meira að segja á götum úti. Hins vegar dró fljót- lega úr kæti manna, er það fréttist, að hermenn- irnir hefði myrt konur og börn. Hins vegar hefur það komið greinilega fram, að forsetinn hafði misst mikið fylgi meðal þjóðarinnar. Spillingin í kringum hann og hvern- ig hann hyglaði fjöl- skyldu sinni og vinum hafði vakið viðbjóð fjölda manna. Margir töldu að hann væri kominn með mikilmennskubrjálæði á .háu stigi, að hann hefði gersamlega misst sjónar á raunveruleikanum. Þessi grunsemd fékk byr undir báða vængi í jan- úar sl. er forsetinn leysti upp þing landsins og setti á stofn eins flokks kerfi, með sjálfan sig sem hreinan einræðisherra. Yfirgangur hans og ætt- ingja hans hafði vakið mikinn hefndarhug meðal ýmissa herfor- ingja og kveikjan að morðinu mun hafa verið atvik, sem gerðist í brúð- kaupi fyrir ári síðan, er einn af sonum forsetans lítilsvirti eiginkonu Dalim höfuðsmanns, sem var foringi byltingar- manna. Reyndi sonur for- setans að stíga í vænginn við konuna og er hún vísaði honum á bug, þreif hann af henni höfuð- búnaðinn og reyndi að fletta hana klæðum. Dalim réðst þá að honum og gaf honum kinnhest, en forsetinn skarst þá í leikinn, tók málstað sonar síns og lét fleygja Dalim á dyr. Þetta er að- eins eitt dæmi af mörgum, sem frétta- menn hafa bent á. Eftir að forsetinn hafði leyst upp þingið lét hann allar ásakanir um spillingu sem vind um eyru þjóta og setti venzlamenn sína í öll valdamestu embætti og stöður innan stjórnar- innar og flokksins og ótt- uðust margir að for- setinn ætlaði sér að koma upp fjölskyldueinræði. í kjölfar þessa byrjuðu vinsældir forsetans að þverra meðal miðstéttar og yfirstéttar fólksins í borgum landsins og sögu- sagnir um byltingar- undirbúning skutu æ oftar upp kollinum. For- setinn virtist einnig hafa misst allan áhuga á að framkvæma þær umbæt- ur, sem hann hafði lofað þjóð sinni er hann tók við völdum 1971 og hann varð stöðugt meira upptekinn af sjálfum sér og þeirri óskaplegu ást, sem hann taldi að þjóðin bæri til sín. Segja ýmsir stjórnmálafréttaritarar að forsetinn hafi undir lokin verið farinn að lfta á sig sem guð, sem enginn gæti gagnrýnt og enginn gæti unnið á. Síð- ustu orð forsetans renna stoðum undir þá kenn- ingu. Þegar hann stóð frammi fyrir alvopnuð- um hatursfullum herfor- ingjum og skildi ekkert í því hvers vegna þeir kæmu til að myrða sig, þeir væru allir sem synir hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.