Morgunblaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1975 Höfuðpaurinn, Dino de Laurentiis. Listin að skapa arðbærar myndir Martin Scorsese, („Mean Streets", „Alice Doesn't Live Here Anvmore"), vinnur þessa Dagur Sjakalans Allt frá því að Dino de Laurentiis flúði deyfð og drunga italska kvik- myndaheimsins, hefur hamingjan reynzt honum æ hliðhollari. Á þeim þrem árum sem liðin eru síðan hann snéri baki við Rómu og gerði New York að sínum aðalstöðvum, hefur de Laurentiis framleitt fimm kvik- myndir þar vestra, „The Valachi Papers", „The Stone Killer", „Serpico", „Death Wish", og nú síðast „IVIandingo". Hafa þær allar skilað mjög góðum ágóða, og tvær eru meðal mest sóttu mynda siðari ára, þe „Serpico" og „Death Wish". Mér vitanlega hefur engin þeirra verið sýnd hér enn sem komið er nema „Death Wish", sem hlaut furðu lélegar móttökur hjá íslenzk- um kvikmyndahúsgestum Velgengni þessara mynda hafa gert de Laurentiis að einum auð- ugasta og voldugasta kvikmynda- framleiðenda veraldar Næstu daga mun ballið halda áfram, því að þá verður frumsýnd kvikmyndin „Three Days of the Condor", sem engu lakari leikurum en þeim Robert Redford, Cliff Robertson og Faye Dunaway i aðalhlutverkum Og myndin fjallar um efni sem er ofar- lega á baugi um þessar mundir, þ e starfsemi C.I.A., og njósnara þeirra. Næstu árin mun þessi landflótta framleiðandi ekki aldeilis sitja auð- um höndum, því að nú þegar eru fjórtán kvikmyndir i bígerð undir hans handleiðslu, og er sameiginlegur kostnaður við gerð þeirra um 60 millj dollara. HEIMSFRÆGIR LEIKSTJÓRAR Leikstjórar þessara fjórtán mynda eru ekki af verri endanum, þvi að meðal þeirra eru engir aðrir en Bergman, Bogdanovich, Scorsese og Robert Altman. Ingmar Bergman er nýbyrjaður á sínu viðfangsefni, en við það fæst hann á heimavelli, með Liv Ullmann og Erland Josephson sér til aðstoð- ar. í myndinni verður fengizt við áþekk, félagsleg vandamál og í „Þættir úr hjónabandi", (ísl sjón- varpið 1974), sem þessi frábæra þrenning gerði ógleymanlega Bogdanovich, („The Last Picture Show", „Paper Moon"), mun sjá um kvikmyndagerð nýjustu bókar Peter Maas, („The Valachi Papers"), nefnist hún „The King of the Gypsies". Altman, sem nú nýtur hvað mest- . ar virðingar bandariskra leikstjóra, einkum vegna nýjustu myndar sinn- ar, „Nashville", hyggst gera næstu þrjár myndir sinar fyrir de Laurentiis. Sú fyrsta þeirra er „Buffalo Bill and the Indians", en kvikmyndatakan er hafin í Canada. Paul Newman fer með hlutverk gömlu hrossakempunnar Þá mun Altman einnig stjórna kvikmynda- gerð bókarinnar „Ragtime", eftir E.L. Doctorow, en hún hefur hlotið dagana að kvikmynd sem byggð er á æviferli Jake LaMotta, og fer Robert DeNiro með aðalhlutverkið „EFNISÞRÁOURINN ER STJARNA MYNDARINNAR" Hver skyldi svo vera ástæðan fyrir hinum gífurlegu vinsældum mynda de Laurentiis? Honum farast svo orð í viðtali við Thomas Meehan, sem birtist i N Y. TIMES fyrir skömmu: „Fyrir mér er handritið númer eitt og efnisþráðurinn stjarna myndarinnar. Ég lit á sjálfan mig sem skemmti- iðnaðarmann. Aðalatriðið er að gera náungann, sem eyðir þrem dölum til að sjá myndina mina, ánægðan. Ef þér tekst að gleðja hann, þá ertu með metaðsóknarmynd i höndun- um " De Laurentiis velur sjálfur þá leikstjóra og leikara sem breyta handritum hans i kvikmyndir. Hann segist ekki vera i neinum vandræð- um með að ná í þá beztu vegna gæða handritanna sem hann býður „Gerð góðrar myndar er samblönd- un, likt og er barþjónn blandar góð- an drykk. Þú verður að ráða góðan rithöfund, leikstjóra, leikara o.s.frv. Og þegar ég hef ráðið þá, þá læt ég alla i friði við gerð myndarinnar. En ef hún misheppnast, þá er þaðfram- leiðandinn sem er hundrað prósent ábyrgur Ég er ábyrgur Af þvi að ég ákveð endanlegt útlit, klippingu og byggingu myndarinnar, ég sam- þykki auglýsingaherferðina. Góður framleiðandi getur gert allan mun- inn, -— ef hann kann sitt starf." De Laurentiis þekkir svo sannar- lega sitt starf, enda búinn að vinna við það undanfarin 38 ár, eða síðan 1937. Hann er rétt kominn á strik, þegar siðari heimsstyrjöldin brýzt út, og tefur framgang hans. Á árunum eftir strið framleiðir svo de Laurentiis margar af beztu myndum ítölsku ný-raunsæisstefnunnar, þ.á m. „Bitter Rice" árið 1949 Sama ár giftist hann stjörnu myndarinnar, Silvana Mangano, stendur það hjónaband enn og eiga þau fjögur börn, táninga og eldri Vinsælasta myndin sem de Laurentiis framleiddi á sjötta ára- tugnum var „La Stranda" Fellinis Framhald á bls. 16 if + The Day of the Jackal, brezk/frönsk, gerð 1973. Leikstjóri: Fred Zinne- mann. Mynd þessi er gerð eftir samnefndri met- sölubók, og sú stað- reynd ein gerii það að verkum, að áhorfendur munu líta myndina frá ólíkum sjónarhornum, þ.e. þeirra, sem lesið hafa bókina og þeirra, sem ekki hafa lesið bókina. Sjálfur hef ég ekki lesið bókina og til upplýsingar fyrir þá, sem eins er far- ið, fjallar myndin um sannsögulega morðtil- raun á De Gaulle Frakk- landsforseta 25. ágúst 1963. Árið áður höfðu OAS-samtökin gert til- raun til að myrða De Gaulle en mistekizt og voru flestir forsvars- menn samtakanna hand- teknir. Sökum stöðugs eftirlits hafa aðrir starfsmenn samtakanna lítið svigrúm til aðgerða, en þeim tekst að ráða leigumorðingja á laun til að framkvæma verkið. En franskir ör- yggisverðir fá nasaþef af einhverjum aðgerðum og upp frá því fjallar mynd- in um kapphlaup þeirra við að ná leigumorð- ingjanum áður en honum tekst að fram- kvæma verkið og varúð- arráðstafanir Sjakalans til að smjúga úr greipum þeirra. í heild verkar myndin mjög sannfær- andi, þótt þeir, sem lesið hafa bókina, muni eflaust fjargviðrast út af ein- hverjum smáatriðum, sem hefur verið sleppt. Þess í stað geta hinir not- ið mjög stílhreinnar framsetningar Zinne- mans á efninu, sem hvergi þarf skýringar við. Sem dæmi má nefna upphafsatriðið, fínstill- ingu morðingjans á morðvopninu, er hann sprengir sundur vatns- melónu og hvernig Zinneman varar okkur við nálægð Sjakalans í lokaatriðinu. Þar nýtir hann sér myndamálið út í yztu æsar á einfaldan hátt. Það síðasta, sem við vitum af Sjakalanum fyr- ir 25. ágúst, er , að hann er í París. Þar á eftir fylgja allmörg atriði,er sýna viðbúnað lögregl- unnar til að varna honum aðgangi að torgi því, sem De Gaulle mun birtast á, aúk atriða úr hátíðar- höldunum fyrir þetta torgatriði. Nú er liðinn það langur tími frá því áhorfandinn sá nokkuð til Sjakalans, að hann fer að velta því fyrir sér, hvort hann muni á nokk- urn hátt geta smogið í gegnum þennan ófrýni- lega varnarvegg. En áður en Zinneman sýnir okkur, hvernig hann fer að því, gefur hann yfirvofandi nær- veru Sjakalans í skyn með einni mynd. Er það mynd af lituðum gler- gluggum í krikju, þar sem hluti hátíðarhald- anna fer fram. Hafði Zinneman áður sýnt okk- ur nákvæmlega sömu myndina, þegar Sjakal- inn var að kanna um- hverfi hátíðarhaldanna nokkrum mánuðum fyrr. Mr.T if Trouble Man, banda- rísk, 1972. Leikstjóri: Ivan Dixon. Mynd-heiti eins og McQ og Mr. T., ásamt meðfylgjandi byssumynd í auglýsingum viðkom- andi kvikmyndahúsa segja væntanlegum áhorfanda allt, sem hann vill vita um myndina. Mr. Með þessari einu mynd minnir Zinneman okkur á Sjakalann, en henni er síðan fylgt eftir með myndum af áhyggjufull- um leynilögreglumönn- um, sem vita jafnlítið um ferðir Sjakalans og á- horfendur. En þrátt fyrir mjög vel unna mynd á hún við ým- is vandamál að stríða, sem ekki eru leyst, eins og t.d. tungumál. Myndin er öll á ensku, þó að megnið af atburðum ger- ist í Frakklandi. Eins vantar algjörlega upplýs- ingar um það, hvernig Sjakalinn hugsar sér að sleppa úr þeim innsta hring, sem hann er kom- inn í, að loknu ætlunar- verki sínu, því að eins og áður kemur í Ijós í mynd- inni, er hann atvinnu- maður, sem skipuleggur gerðir sínar mjög ná- kvæmlega og lýsir jafn- framt yfir í upphafi myndarinnar, að flóttinn sé eitt veigamesta atriðið að loknu slíku verki. Fred Zinneman er leik- stjóri, sem gerir mjög fá- ar en vandaðar myndir, en meðal þekktari mynda hans eru High Noon, The Men, From Here to Eter- nity og A Man for All Seasons. T. er aðeins enn ein mynd um svarta súper- manninn og ef nokkuð er, meiri súpermann en áður. Robert Hooks er vel hannaður frá náttúr- unnar hendi, en það, sem hann framkvæmir, fer hins vegar langt fram úr getu hans og björtustu vonum áhorfenda. En þar með er sjálfsagt hvöt- um þeirra áhorfenda, sem slægjast eftir slíkum myndum, líka fullnægt. SSP. einstakt lof, og er nú efst á listum yfir mest seldu bækur vestan hafs í dag ó tjaldifiu Sæbjörn Valdimarsson: „Mr.T.“ (NýjaBÍÓ) ★ „Fat City“ (Stjörnubíó) ★★★★ „McQ“ (Austurbæjarbíó) ★ „Dagur Sjakalans“ (Laugarásbíó) ★ ★ ★ Sigurður Sverrir Pálsson: Dagur Sjakalans (Laugarásbfó) ★ ★ ★ Mr.T. (NýjaBíó) * McQ (Austurbæjarbíó) + Fjórir frægir. Altman, Scorsese, Bergman og Bogdanovich, þeir vinna nú allir að myndum fyrir de Laurentiis. SSP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.