Morgunblaðið - 02.09.1975, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR
198. tbl. 62. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
„Stundin, sem friður byrjaði
loksins í Miðausturlöndum”
sagði Kissinger við undirritun
samkomulagsins. Bandaríkin munu
sæta gagnrýni, segir Ford, „en nú
hefur dregið úr styrjaldarhættu”
Jerúsalem, Kaíró, Washington,
London, París og víöar. 1. sept-
ember. AP—Reuter-NTB.
GERALD Ford Bandarfkjaforseti
sagði f kvöld, að Bandarfkin
myndu sæta gagnrýni fyrir þátt
sinn í hinu nýja samkomulagi
lsraefsmanna og Egypta, sem
undirritað var til bráðabirgða í
dag, eftir 12 daga stanzlausar
sáttatilraunir Henry Kissingers
utanrfkisráðherra Bandarfkj-
anna, en sagði jafnframt að sam-
komulagið drægi $tórlega úr
styrjaldarhættu. Forsetinn sagði,
að ef samkomulag hefði ekki tek-
izt myndi hafa skapazt upplausn,
stóraukin spenna og mikil hætta
á nýrri styrjöfd. Ford ræddi við
Kissinger í síma, eftir að Israels-
menn höfðu undirritað samkomu-
lagið og sagði þá: „Fyrir hönd
bandarfsku þjóðarinnar votta ég
þér þakklæti og virðingu fyrir
þátttöku þfna og forystuhlutverk
í þessum samningaviðræðum og
óbilandi festu þfna og trú á nauð-
syn á þessu mikilvæga skrefi f átt
til varanlegs friðar f Miðaustur-
löndum.“
Samkomulagið var fyrst undir-
ritað tif bráðabirgða f bústað
Yitzhak Rabins forsætisráðherra
um kl. 16.00 í dag að fsl. tfma og
settu þeir Mordechai Gur yfir-
maður herafla Israels og Avra-
ham Kidron ráðuneytisstjóri
utanrfkisráðuneytisins stafi sfna
undir samkomulagið, en það
verður sfðan formlega undirritað
f Genf á fimmtudag. Strax og
athöfninni f bústað fsraelska for-
sætisráðherrans lauk, hélt Kiss-
inger með einkaþotu sinni áleiðis
til Alexandríu og þar fór fram
svipuð athöfn um kf. 21.00 f gær-
kvöldi.
Henry Kissinger sagði við brott-
för sína frá Jerúsalem: „Það er
von okkar, að samkomulagsins
sem nú hefur verið undirritað til
bráðabirgða verði minnzt sem
þeirrar stundar, er friður byrjaði
loks I miðausturlöndum. Vió
förum héðan með vináttu í garð
Israelsmanna i huga og skyldutil-
finningu, bæði varðandi öryggi
Israels og framvindu friðar í Mið
austurlöndum."
Utanrikisráðherrann sagði
einnig: „Þegar aðilar nú hafa
tekið þetta skref öðlast þeir ef til
vill aukið sjálfstraust til þess að
taka næsta skref, ef allt fer skv.
áætlun.“
Þegar samkomulagið hefur
verið undirritað á fimmtudag
verða settar á fót eftirlitsnefndir
beggja aðilja til að sjá um fram-
kvæmd samkomulagsins, en ekki
er gert ráð fyrir að það verði að
fullu komið i gildi fyrr en um
miðjan nóvember n.k.
SAMKOMULAGIÐ
Upphaf texta samkomulagsins
er sem hér segir: „Ríkisstjórn
Arabalýðveldisins Egyptalands
og rikisstjórn ísraels hafa komizt
að samkomulagi um að deilur
milli þeirra og í Miðausturlöndum
skuli ekki leystar með hervaldi
heldur á friðsamlegan hátt.“
Þetta upphaf telja bandarfskir
embættismenn eitthvert mikil-
vægasta atriði samkomulagsins,
þar sem orðalagið bendir til að
Egyptar séu andvígir þvi að aðrar
Arabaþjóðir fari með hervaldi á
hendur Israelsmönnum.
I grein II segir: „Samkomulags-
aðilar heita að grípa ekki til hót-
ana, valdbeitingar eða setja hvor
annan í herkví."
I grein III segir: „Báðir aðilar
skulu algerlega virða vopnahléð á
landi, á sjó og í lofti og halda sér
frá hernaðaraðgerðum i hverri
mynd sem kann að verða á
hendur hvor öðrum.
I grein IV er kveðið á um stöðu
herja i Sinaieyðimörkinni, eftir
að samkomulagið hefur tekið
gildi, eftir að Israelar hafa dregið
herlið sitt til baka frá Mitla og
Giddiskörðum og inn í Sinai,
Framhald á bls. 13
Frá vinstri Rabin forsætisráðherra ísraels, Perez varnarmálaráðherra og Gur
yfirmaður herafla Israela við undirritunina í gær.
Portúgalski flugherinn
er andsnúinn Goncalves
Lissabon, Bonn 1. sept.-Reuter
YFIRMAÐUR flughers Portú-'
gals, fámennustu og íhalds-
sömustu deild portúgalska hers-
ins lýsti f dag yfir andstöðu við
útnefningu Vasco Goncalves fyrr-
um forsætisráðherra f embætti
æðsta yfirmanns heraflans. Yfir-
maður flughersins, Jose Morais
da Silva, sem er 34 ára að aldri,
sagði f yfirlýsingunni, sem birt er
aðeins einum degi áður en Gon-
calves á að taka formlega við em-
bættinu, að útnefning hans bjóði
heim hættu á kommúnfsku ein-
ræði og muni enn auka á
spennuna innan hersins.
% Þess er vænzt að hinn nýi for-
sætisráðherra, Jose Pinheiro de
Azevedo flotaforingi muni í
þessari viku ákveða hvort hann
muni mynda nýja rfkisstjórn
hugsanlega með þátttöku
sósfalista eða halda til streitu
stefnu fyrirrennara sfns, sem
mjög var hliðhollur kommúnist-
um. 1 gær ræddi de Azevedo við
Mario Soares leiðtoga Sósfalista-
fiokksins um stjórnarmyndun.
Talsmaður flokksins, sem er sá
stærsti f Portúgal sagði að hann
myndi gefa út yfirlýsingu f dag
um skilyrði sfn fyrir nýrri
stjórnarþátttöku. Ekki liggur þó
Ijóst fyrir hvort sósfalistum hafi
verið boðin slfk þátttaka enn.
Utnefningu Goncalves í hið
nýja embætti hefur verið ákaft
mótmælt. Meðal þeirra sem hafa
mótmælt henni eru Soares, her-
stjórnin á Azóreyjum og hægfara
herforingjarnir níu, sem telja sig
tala fyrir munn 80% heraflans. I
yfirlýsingu yfirmanns flughers-
ins segir að hann hafi í upphafi
verið fylgjandi útnefningu Gon-
calves, en sfðar skipt um skoðun
vegna tengsla forsætisráðherrans
við kommúnista. „Bylting gerð af
80% portúgölsku þjóðarinnar
getur ekki orðið að einræði 20%
þjóðarinnar gagnvart 80%
hennar," segir Morais da Silva og
skírskotar þar greinilega til fylgis
kommúnista eins og það birtist f
úrslitum þingkosninganna í apríl.
Hann lýsir sig hins vegar
fylgjandi hinum nýja forsætisráð-
herra.
Yfirmaður hersins f Norður-
Arsfundur IMF og Alþjóðabankans:
Samþykkt að selja gull til
aðstoðar við þróunarlöndin
Washington, 1. september,
AP, Reuter.
SAMKOMULAG hefur náðst um
það á ársfundi Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins (IMF) og Alþjóðabank-
ans, sem nú er haldinn í Washing-
ton, að selja sjötta hluta gullforða
IMF og stofna sjóð til að bæta hag
fátækustu landa heims. Viðbrögð
á alþjóðlegum gullmarkaði við
þessari ákvörðun urðu þau að
gullúnsan lækkaði f verði um 5,55
Bandarfkjadali.
A ársfundinum hefur einnig í
aðalatriðum náðst samkomulag
um að hætt verði að skrá opinbert
verð á gulli sem gildir i samskipt-
um seðlabanka innbyrðis. Þetta
opinbera verð hefur verið um
fjórðungur markaðsverðs gulls.
Samkomulag hefur einnig náðst
um breytt atkvæðafyrirkomulag
einstakra rfkja innan IMF og mun
Portúgal, Eurico Gorvacho, sem
hliðhollur er Goncalves og
kommúnistum, var í dag kvaddur
til Lissabon til viðræðna við
Carlos Fabiao yfirmann herráðs-
ins, eftir að meirihluti hersveita
Framhald á bis. 35
atkvæðamagn olfuframleiðslu-
rfkja aukast um 5% en sameigin-
legt atkvæðamagn iðnvæddra
ríkja minnka að sama skapi.
Enn hefur ekki náðst samkomu-
lag um eitt veigamesta atriðið
sem til umræðu er á fundinum,
þ.e. þær reglur sem í gildi skulu
vera um gengisskráningu. Þar er
togazt á um tvær meginhug-
myndir, annars vegar fastgengis-
Framhald á bls. 13
Misheppnuð
bylting í
Ekvador
Bogota Colombíu
1. september AP-Reuter.
FREGNIR frá Quito höfuðborg
Ekvador hermdu seint í kvöld
að byltingartilraun tveggja
hershöfðingja hefði farið út
um þúfur og þeir hefðu báðir
gefizt upp. Byltingartilraunin
hófst i morgun, að Lara forseta
fjarstöddum, en hann var á
ferðalagi skammt frá . höfuð-
borginni. Náðu byltingarmenn
forsetahöllinni á sitt vald eftir
nokkra bartjaga og mannfall,
en er forsetinn kom aftur til
borgarinnar snéri meirihluti
hersins baki við byltingar-
mönnum og lýsti stuðningi við
forsetann. Utgöngubann hefur
verið fyrirskipað í landinu.
Annars eru fréttir þaðan mjög
óljósar þar sem fjarskiptasam
band var rofið. Lara forseti tók
völdin í landinu í herforingja-
byltingu 1972.