Morgunblaðið - 02.09.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.09.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. / Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. sími 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 40,00 kr. eintakið Einstaklingurinn er undirstaða og frumein- ing þjóðfélagsins. Fámenni þjóðar okkar gerir hvern einstakling þýðingarmeiri og þarfari þjóðarbúinu. Það veldur því jafnframt, að við þekkjum deili á hlut- fallslega fleiri einstakl- ingum og tengjumst þeim nánari böndum en gengur og gerist með stærri þjóð- um. Þetta kemur einkar glöggt í ljós, þegar óvænt skörð eru höggvin í raðir okkar eða meiriháttar verðmætatjón verður, eins og í eldgosinu í Vest- mannaeyjum og snjóflóð- inu í Neskaupstað. Þá fundum við til og brugð- umst við eins og ein fjöl- skylda. Hinsvegar érum við naumast jafn vökul né nægilega á varðbergi, þegar í hlut eiga slys, sem heyra til daglegri atburða- rás okkar, s.s. umferðar- slys eða vinnuslys. Sá slysafjöldi er þó sívaxandi og hefur löngu náð því marki að vera í fremstu röð óleystra og aðkallandi vandamála þjóðarinnar. Ört vaxandi bifreiðaeign landsmanna hefur m.a. sagt til sín í vaxandi tíðni umferðarslysa. Næstum því daglega berast okkur fréttir af umferðarslysum, oftar en skyldi alvarlegum, þar sem örkuml og dauðs- föll fylgja í kjölfarið. yyrirbyggjandi viðleitni á þessum vettvangi er að vísu margvísleg, þó enn megi betur gera. Stærsta átakið var e.t.v., þegar hægri handar umferð var upp tekin, samhliða víð- tækri umferðarfræðslu, sem áreiðanlega sagði til sín í auknu öryggi og betri umferð. Spurning er, hvort ekki sé tímabært að taka upp í skólakerfi landsins sem fasta kennslugrein um- ferðarreglur og alhliða fræðslu um ökutæki. Þessi fræðsla þarf að hefjast þegar í grunnskóla og á síðara skólastigi jafnframt meðferð ökutækja og eftir- liti með öryggisútbúnaði þeirra. Þá er og spurning, hvort ekki þarf að þyngja viðurlög við umferðarbrot- um. Fyrirbyggjandi að- gerðir skipta að vísu meg- inmáli, en að jafnaði eru einhverjir þeir í umferð- inni, sem þar eiga naumast heima. Og þeir eru ekki einvörðungu sjálfum sér hættulegir, heldur jafn- framt öðrum, sem halda vel við öryggisútbúnaði eigin bifreiða og hlíta í einu og öllu umferðarregl- um. Siglingar, m.a. með til- komu siglingaklúbba og aukinni sókn á veiðivötn, eru holl og vaxandi tóm- stundaiðja. Strangar öryggisreglur þurfa þó að koma til, bæði um búnað farartækja og bjargbelti. Réttur til stjórnunar vél- knúinna farartækja á sjó og vötnum þarf og að grundvallast á, að viðkom- andi hafi öðlazt aldur og hæfni til að meðhöndla vél og bát. — Við þurfum þeg- ar að bregðast við í sam- ræmi við þá reynslu, sem fyrir hendi er í þessu efni. Vélbúnaður atvinnu- greina okkar, bæði tf! sjós og lands, veldur þvf, að gera þarf vaxandi kröfur til öryggis á vinnustað. Vinnuslys hafa verið allt of tíð á undanförnum árum til þess, að hægt sé að horfa fram hjá þeirri brýnu þörf, sem er á auknu öryggi starfsfólks á ýmsum vinnu- stöðum. Hér er um að ræða viðamikið verkefni, sem leysa þarf eftir ýmsum leiðum, með samstarfi að- ila vinnumarkaðarins, opinberu eftirliti og lög- gjöf. Slysavarnafélög, sem starfa víða um land, hafa um langt árabil lagt mikið og árangursríkt starf fram á þessum vettvangi, bæði fyrirbyggjandi og eftir að óhöpp verða. Starfsemi þessara félaga hefur þó naumast verið nægur gaumur gefinn né hlotið þann almannastuðning, er hún verðskuldar. Fjölmiðl- ar, sem festa ýmsar þjóð- lífsmyndir í minni almenn- ings, mættu gjarnan gera þessari starfsemi betri skil hér eftir en hingað til. Slík kynning er ekki einungis hvati á starfsemi félaganna sjálfra, heldur nauðsyn- legur undanfari þess al- mannastuðnings við starf- semi slysavarnafélaganna, sem er þeim nauðsynlegur til að geta gegnt þýðingar- miklu starfi sínu í framtíð- inni. Rétt er og að vekja athygli á starfsemi félaga, sem vinna að marghátt- uðum stuðningi við fólk, sem orðið hefur fyrir ör- kumlum af völdum slysa eða veikinda. Réttur þessa fólks til aðstöðu i þjóðfé- laginu, starfs og afkomu, er að vísu virtur i ríkara mæli í dag en fyrrum. Engu að síður vantar veru- lega á það, að nægilega sé að gert, og margur væri verr á vegi staddur, ef ekki nyti við þeirrar fyrir- greiðslu, sem stuðningsfé- lög af þessu tagi láta í té. Slys í umferð, á vinnu- stað, bæði til sjós og lands, og við margháttaða tóm- stundaiðju nútíma manna, eru alltof tíð á meðal okkar. Þessi slys eru, þegar á heildina er litið, af þeirri stærðargráðu, að óhug hlýtur að setja að okkur. Tugir manna bíða árlega bana og enn fleiri verða fyrir varanlegum líkams- meiðslum. Það er fyllilega tímabært að brjóta til mergjar orsakir þessa og grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana. I þessu máli er engu síður þörf þjóðarsam- stöðu en þegar einstakir stærri skaðar verða. Öryggi 1 umferð, á vinnu- stað og við tómstundaiðju Sigurður Jónsson, bæjarfulltrúi: Fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Magnús H Magnússon, gerir í Morg- unblaðinu 19. ágúst s.l. ýmsar athugasemdir við við- tal, er haft var við mig fyrir skömmu í sama blaði um gang bæjarmála í Eyjum. Telur hann, að í viðtalinu hafi verið um óvandaðan mál- flutning að ræða, órökstutt fleipur, dylgjur o.s.frv Mér finnst það ofur eðlilegt, að fyrrverandi bæjarstjóri geri til- raun til að verja hendur sínar og noti Ijót orð, þeir sem þekkja til Mála í Eyjum vita, að hið rétta um stjórnartíð M.H.M. kom fram í áður- nefndu viðtali (10. ágúst s.l.) við mig. Ég tel þó ástæðu til vegna skrifa M.H.M. að ítreka skoðun mina á nokkr- um atriðum, sem þar koma fram. Vikursala. Hér getur verið um stórmál að ræða, sem vert er að athuga gaumgæfilega. Tugir fyrirspurna hafa borizt frá er- lendum aðilum, sem sýnt hafa áhuga á vikurkaupum. Nýlega bárust bréf til kaup- staðarins, þar sem kvartað er yfir, að fyrirspurnum sé ekki svarað samanber bréf frá 1 6. júní s.l Þetta sýnir, að málið hefur ekki verið kannað jafn- ítarlega og M.H.M. lætur í veðri vaka. Það er ekki rétt hjá fyrrverandi bæjarstjóra, að bæjarfulltrúar hafi fengið fullnægjandi upplýsingar í þessu máli. Athuga- semdum M. H. M. svarað Frá Vestmannaeyjum. Sund- og íþróttahöll Athugasemdir og bollalegg- ingar M.H.M. í þessu máli eru ekki svaraverðar. Bygg- ing sund- og íþróttahallar hefur alia tíð verið hafin yfir pólitískar deilur. Viðlagasjóður í viðtali við Morgunblaðið 10. ágúst sagði ég: „Vinstri bæjarstjórnarmeirihlutinn hafði mjög slakt samband við Viðlagasjóð og notaði sér ekki rétt til að sitja á fundum sjóðsins til þess að fylgjast náið með málum, gæta réttar Eyjamanna og hafa frum- kvæði í ýmsum málum." M.H.M. segir um þetta í sínum athugasemdum: „Vissulega hefði samband- ið getað verið betra en raun varð á, en deila má um hvor- um aðilanum (bæjarstjóra eða Viðlagasjóðsstjóm) það hafið verið meira að kenna." Hér var það bæjarstjóra að knýja á. Hann átti að notfæra sér sinn rétt. Það hefði styrkt stöðu Vestmannaeyinga hafði hann mætt með mál okkar og túlkað þau á fund- um Viðlagasjóðs. Fyrrverandi bæjarstjóri segir réttilega, að þrír Eyjamenn séu í stjórn- inni, það hefði verið styrkur að fá þann fjórða (M.H.M.). Gatnakerfið Fyrrverandi meirihluti var mjög gagnrýndur fyrir slæ- lega frammistöðu í varanlegri gatnagerð og það með réttu. í þau 9 ár, sem M H.M. gegndi bæjarstjórastarfi var sama og ekkert malbikað í bænum, en áður hafði kaup- staðurinn verið í fremstu röð í þessum efnum. Þegar fólk fór að flykkjast heim eftir gos með bíla sína, fann það fljótt hve göturnar voru slæmar. Vakti þetta að vonum mikla óánægju. Strax í desember 1973 tók bæjarstjórn þessi mál til umræðu og samþykkti eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn Vestmanna- eyja samþykkir að nú þegar verði hafizt handa um bráða- birgðaviðgerð gatna í bæn- um enda sé stefnt að varan- legri viðgerð með malbiki i vor og sumar." Þessi samþykkt var hunz- uð ásamt öðrum í sama dúr. Stjórn eða óstjórn Auðvitað viðurkenna allir, að mikið hefur verið unnið í Eyjum eftir gos við uppbygg- ingu. Fyrrverandi minnihluti taldi, að öðruvísi hefði átt að standa að mörgum fram- kvæmdum og hafa þær í annarri röð en var gert. Það sem við höfum þó fyrst og fremst gagnrýnt fyrrverandi bæjarstjóra fyrir er fjármála- stjórn hans. Honum mun ekki takast að sleppa þannig við gagnrýni og kalla hana „rakalausan þvætting um fjármálastjórn í molum". Eins og fram hefur komið er nú unnið að itarlegri könn- un á fjármálast'öðu bæjarins og skuldbindingum miðað við 30. júní s.l., er nýr meiri- hluti tók við. Þessari könnun mun Ijúka innan tíðar. Þá skulum við sjá, hvort M.H.M. talar um rakalausan þvætting.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.