Morgunblaðið - 02.09.1975, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1975
Golda ásak-
ar sjálfa sig
Sovézkur rithöfundur vitnar til
yfirlýsingar ÖE um ferðafrelsi
París, 31. ágúst. Reuter.
SOVÉZKI RITHÖFUNDUR-
INN Viktor Nekrasov, sem nú
býr I Frakklandi eftir að hafa
fallið í ónáð í Sovétríkjunum,
skýrði I dag frá því að hann
hefði vitnað til lokayfirlýsingar
öryggismálaráðstefnu Evrópu í
því skyni að fá heimild
sovézkra stjórnvalda fyrir
stjúpson hans og tengdadóttur
til að heimsækja hann I Parfs.
Nekrasov, sem hefur hlotið
Stalíns-bókmenntaverðlaunin,
féll í ónáð í fyrra eftir að hann
hafði opinberlega lýst yfir
stuðningi við andófsmenn og
starfsbræður sína f heimaborg
sinni Kiev. Hann hefur nýlega
gengið undir tvo uppskurði í
París. Nekrasov er 65 ára að
aldri.
Að sögn Nekrosovs hafa
stjúpsonur hans og tengdadótt-
ir leitað eftir þvf í rúmt ár að fá
að heimsækja hann. Stjúp-
sonurinn hefur verið rekinn frá
verkfræðinámi og tengdadóttir-
in hefur misst vinnuna eftir að
þau sóttu um heimild til að fá
að flytjast úr landi. Nekrasov
hefur bent á, að í lokayfirlýs-
ingu öryggismáiaráðstefnu
Evrópu sé ákvæði um að ríkin
sem undirrituðu yfirlýsinguna
muni taka til greina óskir
einstaklinga um að hitta skyld-
menni f öðrum löndum.
Ákalli Nekrasovs fylgdi
stuðningsyfirlýsing frá þrem
sovézkum bókmenntamönnum,
Andrei Sinjavskí, Alexander
Galich og Vladimir Mawmov.
I SJÁLFSÆVISÖGU Goldu Meir,
fyrrum forsætisráðherra Israels,
sem heitir „Líf mitt“ og kom fyrir
nokkrum dögum út í tsrael, segir
hún að hún muni að eilífu harma
það að hafa ekki „hlustað á við-
varanir hjarta sins“ og fyrir-
skipaö hernum að setja sig í víg-
stöðu daginn áður en herir
Egypta og Sýriendinga gerðu árás
á tsrael við upphaf Októberstrfðs-
ins, 6. október 1973. Hins vegar
tilgreinir hún ekki sérstaklega
hvaða mistök hafi valdið því að
árásin kom Israelum í opna
skjöldu, að því er fram kemur í
frétt í blaðinu „Daily American“.
I bókinni hrósar Golda Meir m.a.
Richar Nixon, fyrrum Banda-
ríkjaforseta, fyrir að hafa
persónulega fyrirskipað loft-
brúna sem bjargaði Israelum í
styrjöldinni og fyrir að hafa stað-
*ið við öll loforð gagnvart
Israelum.
Portisch og
Karpov efstir
Milanó 1. september — AP
BANDARIKJAMEISTARINN
Walter Shawn Browne náði jafn-
tefli við Ljubomir Ljubojevic frá
Júgóslavíu f biðskák þeirra úr
nfundu umferð alþjóðlega skák-
mótsins f Mílanó f dag, og jók þar
með möguleikana á að komast f
lokaumferðina og hljóta hin
12.000 dollara fyrstu verðlaun. 1
biðskák úr tíundu umferð náði
Ljubojevic öðru jafntefli, við
landa sinn Svetozar Gligoric, og
er jafn Browne um þriðja sætið.
Heimsmeistarinn Valery Karpov
og Lajos Portisch frá Ungverja-
landi eru efstir og jafnir með sex
vinninga eftir tfu umferðir. 1
þriðja sætinu eru jafnir
Ljubojevic og Browne þeir
Tigran Petrosjan og Mikhaii Tal
frá Sovétrfkjunum með 5'A vinn-
ing.
I lokaumferð undanúrslitanna
sem tefla á f kvöld teflir m.a.
Browne við Portisch, Tal við
Ljubojevic, Larsen við Petrosjan
og Karpov við Mariotti. Að henni
lokinni tefla fjórir efstu menn svo
til úrslita um 12.000 dollara
fyrstu verðlaun. I 8. sæti eru nú
jafnir Larsen og Unzicker með 5
vinninga. Karpov virtist f dag
vera sá eini sefn öruggur gat talizt
um þátttökurétt í úrslitakeppn-
inni.
Venezúela
olíuiðnað
Caracas, 30. ágúst. AP.
VENEZÚELASTJÓRN hefur gef-
SMAMIDAHAPPDR ÆTTI
KRí
FYRIR 100 KR.
f y f Jii
i| ♦ HiS 'rj - * a l ■ á i foawm i 'fw 1 ©
■ M [
1525 SKATTFRJÁLSIR
VINNINGAR!
þjóðnýtir
landsins
ið út lög þess efnis að þjóðnýttur
verði allur olíuiðnaður landsins
fyrir 1. janúar n.k. Gamlir
samningar Venezúela við olíu-
félög gerðu ráð fyrir því að þjóð-
nýting gæti orðið 1983. Venezúela
mun bæta þvf 21 olíufélagi sem á
eignir, sem verða þjóðnýttar,
skaðann og verður miðað við það
verð sem eignirnar eru skráðar á.
Gizkað er á að skráð verð eign-
anna sé um 1,1 milljarður Banda-
ríkjadala eða um 175 milljarðar
fslenzkra króna.
Venezúela framleiðir daglega
um 90 milljón tunnur af olíuvör-
um og er olíuiðnaðurinn mikil-
vægasti atvinnuvegur lands-
manna. Stjórn Perez forseta sem
undirritaði þjóðnýtingarlögin á
föstudag hefur sagt að engin
breyting verði á dreifingarkeríi
eða sölu olíu landsins en hluti
framleiðslunnar fer á markað f
Bandaríkjunum og Kanada.
Sýrlendingar
og Jórdanir með
eina herstjórn
STJÓRNIR Sýrlands o^ Jórdanfu
hafa skýrt frá því að þær hafi sett
á fót sameiginlega yfirstjórn
herja sinna til að samræma þá.
Jafnframt skoruðu þeir Hussein
Jórdaníukonungur og Assad Sýr-
landsforseti á Arabalöndin að
beina stríðsvél sinni að ísraels-
mönnum og hafna öllum hliðar-
samningum. „Atburðir hafa sýnt
að ekki er hægt að mæta Israels-
mönnum með neinu nema her-
valdi og viðbúnaði“. Er þessi yfir-
lýsing talin mikið vantraust á
friðarumleitanir Henry Kiss-
ingers og samkomulag það sem
hann hefur nú komið á milli
Israelsmanna og Egypta.
f'
Erlendar
frpttir
KODAK
VASAMYNDAVÉLAR
Assad og Hussein — sameina
krafta sfna.
ENGLISH LEATHER
GJAFASNYRTISETT
RIMA
MINUTUGRILL
'
r
Oeðlilegur
vöxtur Sov-
étflotans
SOVÉZKI flotinn hefur stækkað
svo mjög að undanförnu að ekki
getur einvörðungu stafað af eðli-
legum landvarnarkröfum, að því
er ritstjóri „Jane’s Fighting
Ships“, hins árlega yfirlits yfir
flota heimsins, segir í formála
ritsins í ár, sem nýlega kom út.
Segir ritstjórinn, John Moore, að
hinn öri vöxtur Sovét,flotans
gegni ekki eðlilegu öryggishlut-
verki og hljóti að teljast tæki til
pólitísks þrýstings, — „sem
ógnun við kaupsiglingaleiðir".
Sovétmenn hafa nú yfir að ráða
115 orustuskipum og freigátum,
Bandaríkjamenn 170 og Bretar
67, að því er Moore segir.
ÁGÓÐINN AF ÞESSU HAPP0RÆTT1 RENNUR ÓSKIPTUR TIL
RAUÐAKROSSTARFSEMI INNANLANDS, SEM FRAM FER
Á VEGUM DEILDA RKl., UM LAND ALLT
SMAMIÐAHAPPDRÆTTI RAVÐA KROSSINS
Útbreiðsla
hundaæðis-
ins stöðvuð
UTBREIÐSLA hundaæðisfar-
aldursins, sem farið hefur eins og
eldur um sinu í 17 héruðum
Frakklands og víðar í Evrópu f
sumar, hefur nú verið stöðvuð í
bili og hættan á þvi að hann nái til
Parísar er hverfandi, að því er
franska landbúnaðarráðuneytið
segir í viðtali við Reuter-
fréttastofuna. Þó er sagt að svo
erfitt sé að halda sjúkdómnum I
skefjum að hann geti enn farið
yfir París og jafnvel yfir Ermar-
sund til Bretlands. Þegar stöðva
tókst framrás æðisins var það í
aðeins 50 mílna fjarlægð frá
Parfs. Engu að síður leggur ráðu-
neytið áherzlu á að varnaraðgerð-
ir þær sem það hefur fyrirskipað
þurfi að vera í gildi næstu 5—6
árin til vonar og vara.