Morgunblaðið - 02.09.1975, Blaðsíða 19
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1975
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1975
19
Umdeild vítaspyrna tryggði
IA sigur og þar með titilinn
ÞAÐ VAR ekki mikil reisn yfir sigri Akurnesinga í leik þeirra við Keflvfkinga á Akranesi á
laugardaginn. Naumara gat það ekki verið en 1:0 og sigurmarkið auk þess skorað úr umdeildri
vítaspyrnu. En markið var Akurnesingum dýrmætt því það tryggði þeim sigur f tslandsmótinu annað árið
í röð og jafnframt tryggði það Matthfasi Hallgrímssyni markakóngstitilinn f mótinu. En þrátt fyrir að
ekki hafi verið mikil reisn yfir Skagamönnum á laugardaginn blandaðist engum hugur um að liðið var
miklu betra en andstæðingarnir f þessum leik sem fram fór við mjög erfiðar aðstæður. Og ef litið er á
frammistöðu Akurnesinga í sumar getur varla nokkur mótmælt því að liðið er verðugur Isíandsmeistari.
George Kirby getur vissulega verið ánægður með sinn hlut, tvö ár þjálfari liðsins og tveir meistaratitlar.
En hann hefur Ifka haft úr að moða bezta efniviðnum, því segja má að valinn maður sé f hverju rúmi.
Það rigndi látlaust á Skipa-
skaga á laugardaginn og aðstæður
til knattspyrnuleiks voru herfi-
legar. Völlurinn rennblautur og
háll og leikmenn urðu fljótlega
gegnblautir og kaldir ef þeir voru
ekki á stöðugum hlaupum. Og
ekki fór betur um áhorfendur
sem voru ótrúlega margir þrátt
fyrir þetta slæma veður. Fyrsta
marktækifæri leiksins féll Kefl-
víkingum í skaut á 4. mínútu en
þá átti Guðjón Guðjópsson ágætt
skot að marki sem Hörður varði.
Fleiri umtalsverð skot áttu Kefl-
víkingarnir ekki á mark Skaga-
manna eftir það og hægt er að
telja á fingrum annarrar handar
þau skipti sem þeir komust eitt-
hvað nálægt markinu. Það voru
Akurnesingar sem sáu að mestu
um að sækja í leiknum og halda
uppi spili eða tilburðum í þá átt,
en aðstæður settu öllu slíku mikl-
ar skorður.
Sóknarlotur Skagamanna gáfu
þrjú mörk í fyrri hálfleiknum en
þau voru öll dæmd af. Um tvö
markanna var ekki vafi, Matthías
Hallgrímsson skoraði annað
þeirra með hendinni og hitt með
því að skjóta boltanum beint í
markið úr óbeinni aukaspyrnu. í
því tilfelli snerti knötturinn eng-
an mann á leið sinni í netið og
útspark því hárréttur dómur. En
um þriðja markið má eflaust deila
og um það var deilt manna á
meðal á laugardaginn. Knöttur-
inn barst fyrir mark ÍBK frá
hægri og Jón Gunnlaugsson stökk
upp hærra en allir aðrir og skall-
aði boltann í netið. Áhorfendum
til augsýnilegrar gremju var
markið dæmt af og sagði dómar-
inn í leikslok að til þess hefðu
legið tvær gildar ástæður. I fyrsta
lagi hefði línuvörðurinn veifað
rangstöðu á Jón og í öðru lagi
hefði hann hindrað Þorstein
markvörð um leið og hann skor-
aði.
Sama úrfellið var þegar leik-
mennirnir hófu seinni hálfleik og
jafnvel ekki laust við að rigning-
una herti aðeins þegar á hálfleik-
inn leið. Leikurinn fylgdi sama
farvegi og áður, Skagamenn sóttu
en Keflvíkirigar vörðust. Sóttu
Skagamenn mest fram miðjuna
eða hægra megin en vinstri
kanturinn var sáralítið notaður.
Og upp úr einni slíkri sóknarlotu
á 16. mínútu seinni hálfleiks skor-
uðu þeir sigurmarkið. Eins og svo
oft áður var Jón Alfreðsson
upphafsmaðurinn. Hann lék hratt
fram miðjan völlinn og gaf síðan
góðan bolta út til hægri á Hörð
Jóhannesson. Hörður lék sig í
skotfæri og skaut að markinu.
Boltinn fór í Gísla Torfason og af
honum út fyrir endamörk. Og nú
var það stóra spurningin, fór bolt-
inn af hendi Gísla og út fyrir
endamörk eða af síðu hans?
Dómarinn var ekki í aðstöðu til
að sjá það og spurði álits hjá
línuverði sínum og útkoman varð
vítaspyrnudómur. „Það var engin
vafi, boltinn fór I höndina á
Gísla,“ sagði Sævar Sigurðsson
Iínuvörður eftir leikinn en Gísli
Torfason sagði. „Þetta er hreinn
delludómur, boltinn fór aldrei f
höndina." Höfundur þessara lína
horfði á atvikið í gegnum mynda-
vélarlinsu og gat ekki betur séð
en boltinn færi í höndina á Gísla.
En ekki þýðir að deila við dómar-
ann stendur einhvers staðar og
vítaspyrnudómnum varð ekki
breytt þrátt fyrir áköf mótmæli
Texti og mynd:
Sigtryggur Sigtryggsson.
Keflvíkinga. Ur vítaspyrnunni
skoraði Matthías nokkuð örugg-
lega hægra megin við Þorstein
markvörð. Þorsteinn henti sér í
rétt horn en náði samt ekki til
knattarins. Þessi spyrna Matthías-
ar er vafalaust sú mikilvægasta i
öllu Islandsmótinu því hún
tryggði Akurnesingum Islands-
meistaratitilinn annað árið í röð
og jafnframt tryggði hún
Matthiasi markakóngstitilinn, en
hann gerði samtals 10 mörk í
mótinu.
Eftir þetta mark Matthíasar
gerðist fátt markvert og sjaldan
hafa sézt ánægðari menn en leik-
menn þessara tveggja liða þegar
Bjarni Pálmason dómari flautaði
til leiksloka. Flýttu leikmenn sér f
heitt baðið hver sem betur gat.
Erfitt er að dæma um frammi-
stöðu einstakra leikmanna við
þessar aðstæður. Akurnesingarn-
ir voru mun sterkari í þessum leik
og hefðu átt að vinna hann með
meiri mun. En vörn IBK barðist
vel svo og Þorsteinn markvörður
sem átti prýðisleik. Miðjumenn
liðsins og framlínumenn voru
hins vegar varla með í leiknum. I
Akranesliðinu voru tveir menn
áberandi beztir, Jón Alfreðsson
fyrirliði þess, sem hefur ótrúlega
yfirferð og er sífellt að byggja
upp, og Karl Þórðarson sem sýndi
aðdáunarvert jafnvægi og ótrú-
lega leikni á glerhálum vellinum.
I stuttu máli:
Islandsmótið 1. deild, Akranes-
völlur 29. ágúst. IA — ÍBK 1:0
(0:0).
Mark ÍA: Matthías Hallgríms-
son á 61. mínútu.
Áhorfendur: 1142.
Áminning: George Kirby, þjálf-
ara ÍA sýnt gult spjald fyrir að
kalla ábendingar til leikmanna
sinna.
Þorsteinn Olafsson hafði nóg að gera I leiknum og hér hefur hann slegið boltann í horn. 1 baksýn sést
Matthías Hallgrímsson markakóngur mótsins, en hann hefur einu sinni áður verið markakóngur, árið
1969. Takið eftir, að Akurnesingar leika ekki I sfnum venjulega búningi heldur varabúningnum sem er
blár og hvftur, alveg eins og enski landsliðsbúningurinn.
ap r W
Knötturinn siglir í mark Fram í annað sinn f leiknum á sunnudagskvöldið, og það er ekki að furða þótt Guðmundur Þorbjörnsson sé
broshýr.
SPENNA FRAM Á SÍÐUSTU MÍNÚTU
EN VALSSIGUR FÆRÐIÍA SIGURINN
ÞAÐ VAR ekki fyrr en á síðustu
mínútum leiks Fram og Vals á
Melavellinum á sunnudagskvöld-
ið að Skagamenn meðal áhorf-
enda gátu farið að anda léttar.
Sigur Vals f leik þessum þýddi að
Skagamenn gátu tekið við verð-
launum sfnum strax að leiknum
loknum, en sigur Fram hefði hins
vegar þýtt aukaleik milli þeirra
og Akurnesinga um titilinn. Þótt
Skagamenn hafi sjálfsagt verið
tilbúnir að leika þann leik, var
hitt auðveldara fyrir þá að taka
við bikarnum f sparifötunum,
ekki sfzt vegna þess að þeir eiga
mjög strangt leikjaprógramm
eftir, bæði með liði sfnu og eins
landsliðinu.
t leiknum ífyrrakvöld leitlengi
vel út fyrir öruggan sigur Vals-
manna. Þegar liðnar voru 30 min-
útur af seinni hálfleik var staðan
3:0 þeim í vil, en á þeim stundar-
fjórðungi sem éftir var settu
Framarar mikla spennu í leikinn
með tveimur mörkum á tveimur
mínútum og nokkrum ágætum
færum sem ekki nýttust. Það gat
því allt gerzt í þessum leik, allt til
loka, en Valsmenn og Skagamenn
höfðu heppnina með sér og það
voru því Valsmenn sem bundu
endahnútinn á hina mjög svo
skemmtilegur stigabaráttu sem
verið hefur í mótinu í sumar.
Leikurinn á sunnudagskvöldið
var annars gífurlegur baráttuleik-
ur, og var engu líkara en það
væru Valsmenn sem hefðu allt að
vinna í þessum leik. Liðið hefur
ekki sýnt svo’góða baráttu í fyrri
leikjum sinurri i sumar, og þrátt
fyrir óhagstæð skilyrði, eins og
jafnan eru á malarvöllum, sýndi
liðið oft ágæta tilburði til þess að
leika knattspyrnu. Má mikið vera
ef þetta er ekki einn af betri
leikjum Valsliðsins I sumar, og
hefur áhangendum liðsins sjálf-
sagt fundizt timi til kominn að
það sýndi eitthvað.
— Greinilegt var, allt frá upphafi
leiksins, að mikilvægi hans virk-
aði mjög þrúgandi á Framliðið.
Það náði um tima ekki vel saman,
og of mikil taugaveiklun var ein-
kennandi fyrir margt sem ein-
stakir leikmenn liðsins gerðu. Það
var ekki fyrr en staðan var orðin
3:0 fyrir Val og leikurinn
raunverulega tapaður fyrir Fram,
að liðið náði sér vel á strik og tók
völdin á vellinum. Breytti þá
einnig mikluaðMarteinn Geirsson
var færður framar á völlinn, og
var þá ekki að sökum að spyrja að
mun meiri ógn og hætta skapaðist
í sóknartilburðum liðsins. Undir
lok leiksins hætti Fram öllu í
sóknum sinum, og mátti þá þakka
fyrir að fá ekki á sig mark, er þrfr
sóknarleikmenn Valsliðsins sóttu
tvívegis fram gegn tveimur
varnarmönnum Fram.
Valsmenn ákveðnir
Það kom i ljós sLax í byrjun
leiksins á sunnudagskvöldið að
Valsmenn léku mjög ákveðið og
góð barátta var í liðinu. Þeir voru
jafnan á undan Fram í baráttunni
um knöttinn og einstaka sinnum
brá fyrir góðu spili, þar sem knött
urinn gekk frá manni til manns.
Uppi við markið höfðu Valsmenn-
irnir þó ekki heppnina með sér
fyrr en á 16. mínútu, að miklum
Ioftbardaga fyrir framan mark
Framara lauk með því að Magnúsi
Bergs tókst að skalla knöttinn
framhjá Árna Stefánssyni, sem
hafði hætt sér út í þvöguna.
Nokkru síðar fékk Hermann
Gunnarsson það færi sem alla
framherja dreymir um. Hann
komst með knöttinn inn fyrir
vörn Framliðsins og var svo gjör-
samlega frír, að hann gat gefið
sér þann tima sem hann vildi.
Lék Hermann að markinu, og
þegar Árni Stefánssin kom út á
móti honum renndi hann knett-
inum framhjá honum, en svo óná-
kvæmt að hann hrökk í stöng og
þaðan út. Þetta var færi sem Her-
mann Gunnarsson hefði einhvern
timann nýtt betur en hann gerði
nú.
Texti: Steinar J. Lúðviksson
Myndir: Ragnar Axelsson.
Aukin Valsforysta
Guðmundur Þorbjörnsson hinn
ungi og efnilegi Ieikmaður Vals
sá hins vegar um að lið hans fékk
aukið forskot i leiknum. Eftir
hornspyrnu og dans á marklínu
Framnrarksins tókst honum að ná
til knattarins og skora með skalla.
Stóð þannig 2—0 fyrir Val í hálf-
leik, en það bar að taka með í
reikninginn að í fyrri hálfleikn-
um léku Valsmenn undan nokk-
urri golu og var það þeim til sýni-
legs hagræðis. Bæði Valur og
Fram áttu nokkur góð tækifæri i
hálfleiknum, og mátti Sigurður
Dagsson i Valsmarkinu stundum
taka á honum stóra sínum til að
verja, eins og t.d. er Dýri Guð-
mundsson átti sendingu á hann,
sem stefndi í hornið uppi.
Rangstöðumark
Þriðja mark Valsmanna kom á
22. mínútu seinni hálfleiksins, og
var aðdragandi þess sá að Berg-
sveinn Alfonsson fékk sendingu
inn fyrir vörn Framliðsins. Var
hann greinilega rangstæður.
Ragnar Magnússon, línuvörður,
virtist hins vegar hafa hugann við
eitthvað annað og Bergsveinn
fékk næði til þess að senda fyrir
markið á koll Hermanns Gunnars-
sonar, sem átti auðvelt með að
skalla framhjá Árna Stefánssyni.
Spenna f leikinn
En Framarar höfðu ekki sagt
sitt síðasta orð. Það hlaut að koma
að þvf að barátta þeirra bæri
árangur, og það gerðist á 30. mfn-
útu er Trausti Haraldsson bak-
vörður átti skot á Valsmarkið af
löngu færi. Félagar Sigurðar
Dagssonar byrgðu honum algjör-
lega sýn, og hann sá ekki knöttinn
fyrr en hann var að renna fram-
hjá honum í markið.
Glæsilegt mark
Og aðeins tveimur mínútum síð-
ar bættu Framarar öðru marki
við, og var það jafnframt fal-
legasta mark leiksins. Undirbún
ingur-þess var einnig eóður T év,,
Framarar knettinum á milli sin
unz hann var sendur til Marteins
Geirssonar út að vítateigshorninu
hægra megin, en þaðan skaut
Marteinn fallegu skoti í bláhornið
niðri, fjær, og þrátt fyrir að Sig-
urður væri í miklum ham f Vals-
markinu átti hann enga mögu-
leika á að verja.
Tveir báru af
Tveir leikmenn báru af á vell-
inum f þessum leik. Sigurður
Dagsson, markvörður Vals, og
Marteinn Geirsson, Framari. Sig-
urður sem hefur ekki leikið með
liði sínu siðan landsleikurinn við
Norðmenn var hér heima i sumar,
fyrr en í bikarleiknum á móti ÍA,
sýndi það ekki að það væri honum
mikill fjötur um fót þótt æfingin
væri lítil. Sigurður mun hafa ver-
ið settur út úr Valsliðinu eftir
umræddan landsleik fyrir aga-
brot. Fór hann síðan utan í sumar-
leyfi, og hafði lítið eða ekkert æft,
er hann var tekinn í sátt hjá lið-
inu að nýju. Hefur Sigurður sann-
að í tveimur undanförnum leikj-
um Valsliðsins, að hann er tví-
mælalaust okkarbezti markvörð
ur og bæði synd og skömm að
hann skuli sitja heima þegar
landsliðið er að fara í jafn þýð-
ingarmikla keppnisferð og lagt
var í nú. I leiknum á sunnudags-
kvöldið sýndi Sigurður mikið ör-
yggi og varði oft erfið skot án
sýnilegrar áreynslu.
Marteinn var eins og svo oft
áður kóngur Framliðsins. I þess-
um leik hætti hann sér ef til vill
of framarlega á kostnað varnar-
innar, en þau varnarmistök sem
Fram urðu á í leiknum verða þó
tæpast skrifuð á hann. Og þegar
Fram átti sóknir sem hætta staf-
aði af var Marteinn jafnan mikil-
v*gasti maðurinn. Sérstaka at-
hygli í þessum leik vakti einnig
ungur piltur í Framliðinu, Pétur
Ormslev. Þar er á ferð eitt af
meiri efnum sem fram hefur kom-
ið í íslenzkri knattspyrnu, og
verður fróölegt að fylgjast með
þeim pilti í framtíðinni. Bæði
hefur Pétur ágæta knattmeðferð
og gott auga fyrir leiknum.
KRbjargadi sér
en IBV á enn von
KR-INGAR hafa oft undanfarin ár staðið f botnbaráttu f 1. deildinni f
knattspyrnu, en alltaf tekizt að bjarga sér á síðustu stundu. Það gerðu
þeir einnig f ár er þeir á sunnudaginn unnu lið IBV með einu marki
gegn engu á Melavellinum. Skutust Vesturbæingarnir þar með upp í 7.
sæti deildarinnar, en settu Eyjamennina f botnsætið. Leikmenn IBV
halda þó enn í þá von að sigra Þrótt í aukaleik um viðbótarsætið f
deildinni og vissulega eru Vestmannaeyingarnir líklegir sigurvegarar
í þeim leik. Sölvi Óskarsson þjálfari Þróttar sagði á sunnudaginn að
ekki skipti máli hvoru liðinu, IBV eða KR, Þróttur mætti. Hann vildi
þó heldur leika gegn ÍBV, því sem sannur Vesturbæingur vildi hann
ekki verða til þess að senda KR-inga niður f 2. deild f fyrsta skipti í
sögunni. Það gerir róðurinn heldur ekki léttari hjá Eyjamönnum, að
þeir verða sennilega að vera án sfns sterkasta leikmanns í leiknum við
Þrótt, þar sem Ólafur Sigurvinsson
sá leikur fer fram.
Það var Halldór Björnsson, sem
skoraði mark KR-inganna í leikn-
um á sunnudaginn, en að vísu
fékk hann hjálp frá einum
varnarmanni ÍBV. Það var á 17.
mínútu leiksins að Halldór skaut
mjög föstu skoti að ÍBV-markinu,
en á leið sinni þangað fór knöttr
urinn í Magnús Þorsteinsson, sem
lék þennan leik fyrir Friðfinn
Finnbogason. Breytti knötturinn
um stefnu og fór í hornið nær úti
við stöng, en Ársæll hafði kastað
sér í hitt hornið.
Mark þetta reyndist sigur-
markið I þessum þýðingarmikla
leik. KR-ingar sóttu mun meira
undan allsterkum vindinum f
fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik
snerist dæmið við, nú voru það
Eyjamenn, sem áttu leikinn. Lítið
var þó um marktækifæri í leikn-
um, sem var mjög slakur. Litlu
munaði þó að Haraldi Júlfussyni
tækist að jafna í seinni hálfleikn-
um, er hann vippaði knettinum
yfir Magnús markvörð, en Stefán
Örn Sigurðsson var á réttum stað
á marklínunni og skallaði yfir. Þá
átti Örn Óskarsson marktækifæri
í fyrri hálfleiknum og sömuleiðis
áttu þeir Hálfdán og Atli Þór
möguleika á að skora f leiknum en
tókst ekki.
Leikur IBV og KR átti að fara
fram á Laugardalsvellinum á
laugardaginn, en varð að fresta og
flytja á Melavöllinn vegna þess að
Eyjamennirnir komust ekki til
lands. Var talsverður f jöldi áhorf-
enda mættur á Laugardalsvöllinn.
er tilkynnt var um frestunina.
verður Ifklega ekki á landinu þegar
Flogið var til og frá Eyjum á
laugardagsmorgun, en upp úr
hádeginu fór veður að versna.
Enn var þó fært er iBV-liðið ætl-
aði að leggja af stað, en þá kom
það babb í bátinn að flugvél
Vængja sem ætlaði með þá bilaði
og þegar tekizt hafði að fá aðra
vél var orðið ófært.
Svo aftur sé vikið að leiknum
þá lögðu KR-ingarnir alla áherzlu
á það í seinni hálfleiknum að
halda forskotinu og treystu vörn-
ina með því að fækka í framlín-
unni. Tókst þeim það sem þeir
ætluðu sér og náðu Eyjamenn
sjaldan að skapa sér marktæki-
færi. Þá var líka of mikill æsingur
í Eyjamönnunum og er þeir nálg-
uðust vftateig KR-inganna rauk
öll skynsemi út f veður og vind.
Enginn leikmanna ÍBV átti góðan
leik, en einna skástir voru þeir
Snorri Rútsson og Karl Sveinsson.
Af KR-ingunum stóðu þeir sig
bezt Ottó Guðmundsson, Halldór
Björnsson og Stefán Örn Sigurðs-
son.
1 stuttu máli:
Islandsmótið 1. deild, Mela-
völlur 31. ágúst
KR — ÍBV 1:0
Mark KR: Halldór Björnsson á
17. mfnútu.
Áminning: Engin.
Texti: Ágúst I. Jónsson.
Mynd: Ragnar Axelsson.
Ilaraldur Júlfusson var þarna andartaki of seinn f knöttinn. Magnús
Guðmundsson markvörður KR, nær að góma hann. Bak við Harald sézt
I Hálfdán Örlygsson — einn af ellefu varnarmönnum KR f sefnni
hálfleiknum.
Knapp
býðst
starf
í Noregi
— Jú það er rétt, ég hef fengið tilboð frá Noregi um
að taka að mér 1. deildarliðið Rosenborg, sagði Tony
Knapp þjálfari KR-inga er við spurðum hann um
þetta atriði að loknum leiknum við ÍBV. — Ég sagði
þeim að ég vildi ekki ákveða neitt og alls ekki bínda
mig meðan ég væri samningsbundinn hér. Síðan hef
ég ekki heyrt meira frá þeim, en það gæti allt eins
verið að ég yrði þjálfari þar næsta sumar.
Er við sfðan spurðum hann hvort þetta hefði verið
sfðasti leikur KR-inga undir hans stjórn, svaraði hann
stutt og laggott:
— Kannski.
Knapp sagðist mundu taka sér góða hvfld er keppn-
istfmabilinu hér lyki. — Þetta hefur verið erfitt
sumar og f mörgu að snúast, bæði með landsliðið og
KR-Iiðið. Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég geri
þegar ég kem til Englands f haust, en sennilega
veiður það eitthvað f sambandi við knattspyrnu.
Landsliðsþjálfarinn var að vonum ánægður með
sigurinn f leiknum gegn IBV og sagði að KR-
strákarnir hefðu barizt vel og sýnt hvað í þeim býr
þegar mest hefði á riðið. I seinni hálfleiknum hefði
KR-Iiðið spilað 4-4-2 f staðinn fyrir 4-3-3 f fyrri hálf-
leiknum. Vörnin hefði orðið traustari og mark Hall-
dórs hefði dugað til sigurs f leiknum.
Þó svo að KR heföi orðið i nætneðsta sætinu í 1.
deild þá hcfði sumarið ekki verið scm verst KR hefði
unnið Reykjavfkurmótið og komizt f 4-liða úrslit bik-
arkeppninnar. Þá væri liðið með 10 stig f 1. deildinni
og það lið sem hefði sigrað í deildinni væri aðeins með
9 stigum meira. Heppnin hefði ekki verið ieikmaður
með KR-liðinu f sumar og margir leikir hefðu tapazt á
ódýrum mörkum og KR hefði engum leik tapað með
miklum mun.
*»* **
• % #%
v \ \ S'^£L
Á Eyjaskóm
skoraði Halldór
gegn ÍBV
HINN eitilharði Halldór Björnsson skoraði hið þýð-
ingarmikla mark KR-inga í leiknum gegn lBV á
sunnudaginn. Við markið fékk hann þó góða aðstoð
frá einum varnarmanna IBV-Iiðsins og Eyjamenn
hjáipuðu honum á fleiri sviðum í sambandi við
þcnnan leik. — Ég fékk skóna lánaða hjá kunningja
mfnum, sem fyrir nokkrum árum var leikmaður með
meistaraflokki tBV, sagði Halldór eftir leikinn. — Ég
lofaði honum að ég skyldi skora f skónum, en ég er
alls ekki viss um að hann verði ánægður þegar ég segi
honum að ég hafi staðið við þau orð mín.
Ilalldór hefur f mörg ár staðið f baráttunni í knatt-
spyrnunni. Hann lék með KR og landsliðinu á sfnum
tfma, sfðan gerðist hann þjálfari og lcikinaður með
Völsungum og með þvf liði lék hann í þriðju deild.
Sfðan lá leiðin til Armanns þar sem hann þjálfaði f
fyrra, en fór svo á ný „heim“ til KR f vetur. Hefur
Halldór þvf lcikið í öllum deildunum þremur og f
þeim öllum hefur hann skorað. Er við spurðum
Halldór að þvf eftir leikinn hvaða lið væri raunveru-
lega lakast f 1. deildinni, sagði hann að það væru
Eyjamenn, en FH-ingar væru þó lftið skárri. Ekki
voru allir sammála Halldóri f þessum dómi hans og
eftir að Halldór hafði látið þessi orð út úr sér hófust
háværar deilur meðal KR-inga um hverjir væru léleg-
astir. Einhverjir töldu Keflvíkinga eiga lélegasta
liðið, aðrir sögðu FH-ingana slakasta og nokkra átti
Halldór skoðanabræður, sem sögðu að Eyjamenn
væru á réttum stað f botnsætinu.