Morgunblaðið - 02.09.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.09.1975, Blaðsíða 36
AC(.[.YSIN<;ASIMINN ER: 22480 |R«r)3nnbI«íiií> or^unXiTatiií* GNIS FRYSTIKISTUR RAFTORG SIMI: 26660' RAFIOJAN SIMI: 19294 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1975 Hefur ekki und an að bræða Mokveiði í Barentshafi — ÞAÐ eina, sem háir loðnu- veiðum fslenzku og færeysku skipanna hér f Barentshafi, er, að Norglobal hefur engan veginn undan að bræða þann afla, sem skipin fá, og þar af leiðandi verða þau að gera hlé á vciðunum af og til, sagði loftskeytamaðurinn á bræðsluskipinu Norglobal f sam- tali við Morgunblaðið f gær. Hann sagði, að Börkur og Guðmundur hefðu báðir landað góðum förmum í gærmorgun, og eftir nokkra klukkutíma voru bæði skipin komin með fullfermi, 800—900 tonn hvort skip. Þeir yrðu nú að bíða nokkurn tíma eftir löndun og lónuðu í kringum Norglobal á meðan. í gærmorgun var Sigurður RE búinn að landa 3380 lestum í Norglobal, Börkur NK 4406 lestum og Guðmundur RE 4263 lestum. Samtals höfðu þá skipin landað rösklega 12 þús. lestum að verðmæti um 40 millj. króna, en 3,30 krónur eru greiddar fyrir Framhald á bls. 13 Tólg blandað í grasmjöl Framleiðsla á slíku mjöli þegar hafin Á VEGUIVl Rannsóknastofnunar landbúnaðarins hafa farið fram tilraunir á þvf að blanda tólg saman við grasmjöl og hefur gef- izt það vel að nú er hafin fram- leiðsla á grasmjöli með tólg. Við þessa blöndun eykst fóðurgildi grasmjölsins til mikilla muna og eins minnkar kostnaður á fram- leiðslu grasmjöls við það að fitan kemur saman við mjölið. Gunnar Sigurðsson hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins skýrði Mbl. frá þessu í gær og sagði hann að með því að setja 4% af tólg í grasmjöl mætti auka fóðurgildið um allt að 16%. Við framleiðslu á graskögglum úr mjölinu eru jafnframt notaðar aflfrekar pressur, sem nota á klukkustund um 130 til 140 amper, en orkunotkun pressanna lækkar f um það bil 70 amper við það að tólginni er blandað saman við. Sparar það talsverða orku og munar þar um 40 hestöflum, auk þess sem orkuinnihald mjölsins éykst verulega eins og áður er getið. Eins og áður sagði hafa rann- sóknir á þessu gefizt mjög vel, en þær voru framkvæmdar á til- Framhald á bls. 13 Milljón fjár slátr- að í haust N(J líður senn að því, að undir- búningur haustslátrunar hefjist hjá sláturhúsum landsins, og f haust verður slátrað fleira fé á öllu landinu en nokkru sinni áður eðayfir 1 milljón fjár. Bændur gera almennt ráð fyrir að slátra 10—20% fleira fé en f fyrra, en þá var slátrað 940 þús. fjár, og ástæðan fyrir þvf er hinn lélegi heyfengur víða um Iand í sumar. — Ljósm.: Friðþjófur. Hæ garaan — Skiðamynd frá Kerlingafjöllum Vörusýningin: Liðlega 40 þús. gestir LIÐLEGA 40 þúsund gestir höfðu séð Vörusýninguna í Laugardalshöll f gær. Aðsókn var mikil yfir helgina og dágóð aðsókn var í gær. Vistmönnum af elliheimilunum Grund og Asi var boðið á sýninguna í gær. í dag er félögum f Sjálfs- björg boðið og á morgun koma vistroenn á Hrafnistu f heim- sókn. Urelt meistarakerfi og tregða gegn nýjungum Hörð gagnrýni á byggingaiðnaðinum í úttekt sérfræðinganefndar Rannsóknaráðs ríkisins RANNSÓKNARAÐ ríkisins hefur gefið út skýrslu um þróun Saltfiskfarmurinn er 120-150 milli. kr. virði Síglufirði, v FÆREYSKT to;' >>'inn Sjurdaberg sem veiðirí sait, kom hingað í dagi og fékk hé. sali, í-i. hann er a leio heim til Færeyja að lokinni veíði- för. Sjurdaberg fór frá Fær- eyjum, fyrir um 4 mánuðum í þessa veiðiför, sem nú er lokið, að því er skipstjórinn Morten Johansson sagði. Var farið vestur á Nýfundnalandsmið og Græn- landsmið. En þaðan var haldið f júlíbyrjun og farið á tslandsmið og hefur togarinn á þessu tfmabili fengið alls um 600 tonn af salt- fiski, — góðum fiski, sagði skip- stjórinn, sem kvað áhöfnina hafa veitt f þessari ferð fyrir 4—5 milljónir færeyskra króna eða 120—150 milljónir fsl. króna. A togaranum er 37 manna áhöfn og farmurinn alls 750—800 tonn. — M.j. byggingastarfsemi, yfirlit um stöðu byggingaiðnaðarins og spá um þróun hans fram til ársins 1980. Þar kemur m.a. fram, að það sem einkum standi f vegi fyrir framþróun f byggingaiðnaði hér- lendis sé úrelt meistarakerfi, tregða gegn nýjungum, bæði hvað snertir notkun byggingaefna og tæknileg atriði, óraunhæf ákvörð- un ákvæðistaxta, sveiflur á vinnu- markaði og f lánakerfinu, auk þess sem fjármagn nýtist ekki sem skyldi. Um þessi atriði segir orðrétt í skýrslunni: „Sömu lögmál gilda um verk- smiðjuframleiðslu húsa og um skipasmíðar og bifreiðafram- leiðslu. Mikill hluti þess vinnu- afls, sem starfar við verksmiðju- framleiðslu, hverju nafni sem hún nefnist, eru sérhæfðir verka- menn, undir stjórn faglærðra manna. Uppáskrift meistara í hverri iðngrein á teikningar, sem átti að gefa öryggi um faglega vinnu, er því orðin þung f vöfum og nauðsyn á því að kerfið verði í heild endurskoðað með hliðsjón af þeirri þróun, sem orðið hefur í byggingaiðnaðinum. Miklu sveigjanlegra kerfi er það, þegar einn aðili hefur umsjón með byggingu hússins og ber ábyrgð gagnvart húsbyggjanda, svipað og gerist við verktöku, en ábyrgð hinna einstöku meistara er felld úr gildi. vfst er það, að fslenzka meistarakerfið hefur hamlandi Mjólkurlítrinn greiddur niður um kr. 39,10 og smjörkílóið um 490 kr. EINN lftri af mjólk kostar nú f smásölu 41 krónu f pökkum, en ef niðurgreiðslur væru ekki á þessari vöru, þyrfti neytandinn að borga 39,10 kr. meira fyrir Iftrann eða kr. 80.10. Sömu sögu er að segja um flestar landbúnaðarafurðir, þær væru miklu dýrari í verzlunum, ef rfkissjóður greiddi þær ekki misjafnlega mikið niður. 1. flokks dilkakjöt kostar nú út úr búð kr. 297 kflóið og er þá átt við heilan skrokk, en ef rfkis- sjóður greiddi kjötið ekki niður, þyrfti neytandinn að borga kr. 495 fyrir kflóið. Og hvert kg af smjöri er greitt niður um 490 kr. Þessar upplýs- ingar fékk Morgunblaðið f gær hjá Framleiðsluráði land- búnaðarins. Agnar Guðnason hjá Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær, að bónd- inn fengi alls ekki allt það fé, sem varan ætti að kosta á út- söluverði. Sem dæmi mætti benda á, að f fyrra hefði bónd- inn fengið um 70% af verði mjólkur, en 30% hefðu farið í dreifingarkostnað. Þannig fengi bóndinn nú 50 kr. af þeim 80 kr., sem mjólkurlítrinn Framhald á bls. 13 áhrif, að minnsta kosti á iðnvæð- ingu f byggingaiðnaði. Ein af for- sendum fyrir eðlilegri þróun byggingaiðnaðarins f átt til iðn- væðingar er tvfmælalaust endur- skoðun meistarakerfisins f þá átt, að kerfið standi slfkri þróun ekki fyrirþrifum" (leturbr. Mbl.). Þá segir ennfremur: „Ákvæðistaxtar iðnaðarmanna eru alltof lítið byggðir á tfmamæl- ingum. Þeir eru auk þess settir einhliða af iðnaðarmönnum, en hvorki samið um þá við notendur né um þá fjallað af hlutlausum aðilum. Bersýnilegt er, að ákvæðistaxtar taka lítið tillit til stærðar verkefna, fjölda eininga eða hagræðingar á vinnustað með vélvæðingu. Þetta verkar lamandi á allar nýjungar í byggingaiðnaði, þar sem fjárhagslegur ávinningur af beitingu nýrrar tækni verður nær enginn." Siðar segir: „Af hálfu stéttarfélaganna ríkir alltof mikil íhaldsemi varðandi endurskoðun ákvæðistaxta, jafn- vel þótt margfalt tímakaup sé fengið. Á þennan hátt geta stéttarfélög orðið dragbítur á eðli- lega þróun í byggingaiðnaði. Er það augljóslega óviðunandi, að ákvæðistaxtar séu ákvarðaðir ein- hliða af iðnsveinum og meistur- um.“ Þá segir: „Sveiflur f efnahagslífi Islend- inga koma með miklum þunga á vinnumarkað byggingaiðnaðar- ins. Á þenslutímum neyðast menn til þess að yfirborga og ófaglært vinnuafl hópast f verk iðnstétta. Samdráttur f efnahagslífi kemur á hinn bóginn strax niður á bygg- ingaiðnaðinum og atvinnuleysi og Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.