Morgunblaðið - 02.09.1975, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1975
15
G. Kirby Jón
Alfreðsson
Jón Benedikt Steinn
Gunnlaugsson Valtýsson Helgason
Matthfas
Hallgrímsson
Guðjón
Þórðarson
Sveinsson
Þórðarson
Stefánsson
Teitur
Þórðarson
Björn -» Hörður Haraldur
Lárusson Jóhannesson Sturlaugsson
Jóhannes
Guðjónsson
Davfð
Krist jánsson
Hörður
Heleason
Skagamenn vel
að sigri komnir
ÞEGAR upp er staðið
eftir keppni tslands-
meistaramðtsins i
knattspyrnu 1975, verð-
ur ekki annað sagt en að
mót þetta hafi verið hið
skemmtilegasta og til-
þrifarfkasta. tJrslitin
réðust ekki fyrr en á
sfðustu mfnútum f sfð-
asta leiknum f 1. deild-
ar keppninni, og þótt
auðvitað hefði verið
gaman að fá aukaleik
milli tveggja efstu lið-
anna f deildinni, Akur-
nesinga og Framara,
verður ekki annað sagt
en að Akurnesingar
hafi verið vel að því
komnir að taka við ís-
landsbikarnum f spari-
fötunum á sunnudags-
kvöldið. Verðlaunaaf-
hending mótsins var
reyndar kafli út af fyrir
sig, — um meiri lág-
kúru getur varla, og satt
að segja hélt maður að
það væri liðin tfð, að
leikmönnum væri hrúg-
að upp á bekki fyrir
framan skúrinn á IVlela-
vellinum innan um
manngrúann og þeim
rétt þar verðlaunin. En
vallarmálin á Islandi og
þá sérstaklega í Reykja-
vfk eru þannig að allt
virðist geta gerzt —
jafnvel þetta.
Það leikur varla á
tveimur tungum að lið
Islandsmeistaranna,
Akurfíesinga, sýndi
beztu knattspyrnuna í
sumar. Sigur liðsins i
mótinu var að vísu erf-
iðari nú en i fyrra, enda
samkeppnin yfir höfuð
harðari og liðin jafnari
og baráttuglaðari, en
Akurnesingar sýndu á
tíðum í leikjum sínum
knattspyrnu, eins og
maður getur frekast
gert kröfur til að verði
bezt hérlendis, og það
voru þessir leikkaflar,
sem öðru fremur færðu
liðinu Islandsmeistara-
titilinn.
Þetta er í áttunda
sinn sem Islandsbikar-
inn gistir Akranes.
Fyrst urðu Akurnes-
ingar Islandsmeistarar
árið 1953, en síðari hafa
þeir orðið meistara á ár-
unum 1954, 1957, 1958,
1960, 1970 og 1974.
Hlutu þeir nú 19 stig f
mótinu, en 23 stig í
fyrra, en þá urðu Kefl-
vfkingar í öðru sæti með
jafnmörg stig og meist-
ararnir hlutu nú.
Akranesliðið var í
sumar skipað mjög
áþekkum og skemmti-
legum leikmönnum.
Hvergi var verulega
veikan hlekk að finna í
liðinu, en framlína liðs-
ins var þó öllu sterkari
hluti þess, og þegar
hennitókst vel upp,
var hún illviðráðanleg.
Má nefna leiki eins og
við Fram, ÍBV og FH til
dæmis. öðru hverju
kom það svo fyrir að
framlína liðsins hrökk í
hálfgerðan baklás og
megnaði ekki að ná vel
saman, eins og t.d. í
seinni leik IA við FH og
Val.
Það lið sem kom mest
á óvart f mótinu var
Fram sem hreppti
annað sætið þvert ofan f
alla spádóma. Sem
kunnugt er yfirgáfu
flestir. máttarstólpar
FramliðSins liðið í vor,
og urðu þannig margir
til þess að spá liðinu
falli niður í 2. deild. En
með því var þá ekki
reiknað að sennilega
höfðu Framarar í sumar
hæfasta þjálfarann sem
hér starfar, ef Kirby
Akranesþjálfari er
undanskilinn. Sá er
Guðmundur Jónsson,
sem hefur margsannað
hæfni sina á undan-
gengnum árum og þó
aldrei eins og f sumar er
honum tókst að gera
hina ótrúlegustu hluti
|með Framliðið ásamt
hinum þjálfara liðsins,
Jóhannesi Atlasyni.
Varla er vafamál að
Framarar eiga þeim
Guðmundi og Jóhannesi
mest að þakka vel-
gengni sína í sumar, og
einnig þvi að þrir helztu
leikmenn liðsins: Arni
Stefánsson, Jón Péturs-
son og Marteinn Geirs-
|son voru i betra formi
en þeir hafa nokkru
sinni verið áður.
Víkingsliðið kom
einnig nokkuð á óvart f
sumar. Það er lið á upp-
leið, og í þvi leika marg-
ir mjög efnilegir knatt-
spyrnumenn, sem þó
hafa tæpast tekið út
þroska sinn sem slíkir.
Vel kann að vera að það
taki Vikingsliðið enn
nokkur ár að springa út,
en það hefur alla burði
til þess að komast fljót-
lega í fremstu röð. Liðið
átti nokkuð misjafna
leiki i sumar, en stóð sig
yfirleitt vel þegar mikið
reyndi á, eins og t.d. er
það gerði jafntefli við
Akurnesinga i skemmti-
legum leik á Laugar-
dalsvellinum. Sum
mörkin sem Víkingar
skoruðu f sumar, eins og
t.d. í þeim leik, voru
stórglæsileg.
Keflavíkurliðið átti
við mikla erfiðleika að
etja i sumar. Vonir
stóðu til þess að hinn
trausti leikmaður þess,
Guðni Kjartansson
myndi leika með því, en
strax í fyrstu leikjunum
í vor kom i ljós að hann
var ekki heill heilsu og
því borin von að hann
gæti verið með. Þá bætt-
ist það við raunir Kefl-
víkinga að hinn skap-
íheiti þjálfari liðsins,
iJoe Hooley raunfráþví
þegar verst gegndi, en
mikið má vera, ef fram-
koma hans hefur ekki
verulega spillt fyrir lið-
inu í sumar. Það náði
sér betur á strik þegar
Guðni og Jón höfðu tek-
ið við þjálfuninni.
Keflavikurliðið var að-
eins miðlungslið í
sumar, átti misjafna
leiki og fékk nokkurn
veginn það út sem því
bar.
Töluverðar breyt-
ingar eru að verða á
Valsliðinu, og það náði
ekki að sýna eins góða
knattspyrnu í sumar og
það gerði i fyrra. Munar
þar sennilega mestu um
Jóhannes Eðvaldsson,
sem ekki lék með því i
sumar, en var yfir-
burðamaður í íslenzkri
knattspyrnu i fyrra.
Valsmenn eiga marga
mjög efnilega leik-
menn, eins og t.d. Atla
Eðvaldsson, Guðmund
Þorbjörnsson, Magnús
Bergs og Albert Guð-
mundsson, þannig að
liðið ætti ekki að þurfa
að kvíða ef rétt er á
málum haldið. Þegar á
heildina er litið verður
þó ekki annað sagt, en
að Valsliðið hafi valdið
vonbrigðum í sumar og
ekki leikið eins góða
knattspyrnu í flestum
leikja sinna og efni
stóðu til.
Nýliðarnir i deildinni,
FH, komust yfir hinn
örðuga hjalla sem fyrsta
árið í deildinni er jafp-
an. Þar er um að ræða
lið framtíðarinnar —
skipað ungum piltum,
mörgum hverjum bráð-
efnilegum eins og t.d.
þeim Janusi Guðlaugs-
syni og Ólafi Danivals-
syni.
KR-ingar áttu i erfiðri
baráttu við fallið i
sumar, og björguðust
Framhald á bls. 21
Menn mótsins: Matthlas Hallgrímsson, Marteinn Geirsson og Jón Alfreðsson.
Menn mótsins
Marteinn Geirsson úr Fram og
Jón Alfreðsson frá Akranesi urðu
efstir og hnffjafnir f einkunna-
gjöf blaðamanna Morgunbiaðs-
ins. Hlutu þeir báðir 41 stig I
leikjum sfnum 14 og hljóta því f
sameiningu titilinn „ieikmaður
Islandsmótsins“. Einar Gunnars-
son varð sfðan f þriðja sæti.
Markakóngur lslandsmótsins
varð Matthfas Haligrfmsson frá
Akranesi og skoraði hann 10
mörk. Guðmundur Þorbjörnsson,
Val, örn Óskarsson, IBV, og Mart-
einn Geirsson úr Fram skipuðu
svo næstu sæti, en þeir skoruðu
allir 8 mörk.
Morgunbiaðið mun á næstunni
afhenda leikmönnunum sem
urðu I efstu sætunum verðlaun
þau sem þeir hafa til unnið.
Marteinn Geirsson
Marteirui Geirsson úr Fram hefur
leikið hvern leikinn öðrum betri með
Framliðinu i sumar og verið styrk-
asta stoð liðsins sem svo mjög kom á
óvart i mótinu. Auk þess að vera
klettur i vörn, þá skoraði hann 8
mörk i 1. deildinni og er það glæsi-
legur árangur hjá miðverði. Mar-
teinn hyggur á atvinnumennsku i
Þýzkalandi í framtiðinni og verða
„njósnarar" frá sterku 1. deildarliði i
V Þýzkalandi viðstaddir leik fslands
og Frakklands i Nantes á morgun.
Jón Alfreðsson______________
Jón Alfreðsson er nú i annað skipti
„leikmaður íslandsmótsins" og
kemur það sjálfsagt fáum á óvart,
sem fylgzt hafa með leikjum hans og
félaga hans i ÍA-liðinu i sumar. Jón
er sívinnandi leikmaður og ætið
byggjandi upp. Hann er fyrirliði ÍA-
liðsins sem nú varð fslandsmeistari
annað árið i röð.
Matthías Hallgrímsson
Matthias Hallgrimsson skoraði
flest mörk leikmannanna i 1. deild
og er þetta I annað skiptið, seni
Matthias verður markakóngur. Fyrra
skiptið var 1969, en Matthias hefur
fjórum sinnum orðið í öðru sæti á
listanum yfir markaskorara. Mark
Matthiasar i leiknum gegn ÍBK á
laugardaginn var hans sjötugasta
mark í 1. deild og er það frábær
árangur. í sumar skoraði Matthias
10 mörk i 1. deildinni.
\