Morgunblaðið - 02.09.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.09.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2 SEPTEMBER 1975 23 Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Alfhild Ramböll: Norræna húsið £ Sumarsýning: Listasafn ASl % Þórdfs Tryggvadóttir: Hallveigar- staðir 0 Steinþór Marinó Gunnarsson: Kjarvalsstað- ir Ágústmánuður er varla liðinn, en þó virðist sýningartímabilið hafið af fullum krafti i höfuð- borginni sem annarsstaðar eftir fréttum fjölmiðla að dæma. Nú munu einar 7 sýningar í gangi í höfuðborginni, sem hafa með sjónmenntir að gera auk vörusýn- ingar, en landið virðist vera orðið gósenland vörusýninga. Allt þetta bendir til grósku og fróðleiks- þorsta, en annað mál er, hvort áhuginn sé ræktaður sem skyldi, a.m.k. virðist landinn hinn fast- heldnasti á almenn gildi i Vestur- Evrópu, en þó án þess að vera í lifandi snertingu við eldri eða hin ferskari gildi nútímans. Þegar ég nefni hér almenn gildi, á óg við það, sem fær að þroskast án mark- viss upplýsingastreymis og stuðn- ings hins opinbera og mennta- kerfisins, en hér munum við standa nær öllum þjóðum Evrópu langt að baki. Áhuginn er hér meiri og almennari en nokk- urstaðar í Evrópu, það þori ég að fullyrða, en vilji einhver innlend- ur eða útlendur fá réttan þver- skurð af íslenzkum sjónmenntum, á hann í engin hús að venda, sem standa undir nafni. Hann verður því að treysta á eigin dómgreind og hafa augun vel opin. I bóka- búðum má sjá furðumikið af lista- verkabókum til sýnis, og hefur svo verið um fjölda ára og það bendir ótvírætt til þéss, að markaður sé fyrir slfka tegund bókmennta, en hvergi liggja slíkar bækur frammi almenningi til handargagns að neinu marki og því siður erlend tímarit um listir nema í upplýsingaþjónust- um einstakra sendiráða og þá að sjálfsögðu nær eingöngu það sem snertir viðkomandi land. Aðsókn myndi vissulega aukast að kaffistofu Kjarvalsstaða, ef þar lægju jafnan frammi ný og fersk erlend listtímarit, og það gæfi staðnum aukið menningar- legt gildi. Að sjálfsögðu reiknar maður með slfkri þjónustu í sam- bandi við Listasafn tslands fram- tíðarinnar, en safnið mun eiga dágott safn erlendra listaverka- bóka. Norræna húsið kemst næst þvf að rækja þetta hlutverk, en þar er eingöngu um norrænar listaverkabækur og tfmarit að ræða og hvergi nærri allt, sem gefið er út á Norðurlöndum. Hér vantar sem sagt stað, þar sem almenningur getur flett upp í góðu úrvali erlendra listtímarita og skoðað bækur í rólegheitum, gjarnan yfir veitingum. Eðlilegt er, að slíkar hug- leiðingar sæki fast á, er maður er nýkominn heim að utan og saman- burðaráleitnin er f hámarki, er viðkomandi flakkar á milli sýn- ingarsala höfuðborgarinnar. Ég hrffst af áhuganum, en harma um leið fáa möguleika til upplýsinga um heimslistina fyrir þá, er áhuga hafa, slíkt fæst ei heldur í sólarlöndum né á vörusýningum. En nóg um það í bili, og því sný ég mér að nokkrum sýningum I höfuðborginni. I Norræna húsinu (anddyri) sýnir dönsk listakona um þessar mundir og fram á sunnudags- kvöld allmargar litaðar klæðis- klippur á léreftsgrunni. Hér er um þroskaða listakonu að ræða með næmt litaskyn og gott vald á þeim efnivið, sem hún notar, en annað mál er það, hvort ýmsum finnist efniviðurinn ekki helzti stáss- legur. Alfhild RamböII nefnist listakonan og á heima í hinu fagra umhverfi við Furesöen í nágrenni Kaupmannahafnar og þangað sækir hún efniviðinn í myndir sínar, sem eru byggðar upp á óhlutlægan, skynrænan hátt. Henni tekst að mfnum dómi bezt upp, er hún vinnur úr mörgum blæbrigðum skyldra grunnlita og lffgar þá svo upp með ljósbrotum andstæðulitatónanna. En þótt handverk frúarinnar sé óað- finnanlegt, ísaumurinn jafn og sléttur, þá er mikið spursmál, hvort önnur tækni hentaði henni ekki betur, því að litaakkorðin njóta sfn jafnvel betur á hinum sléttu eftirprentunum og þá einkum á „plakati" sýningar- innar. Maður óskar sér þess næstum, er maður virðir mynd- irnar fyrir sér, að frá þeim streymi meiri sársauki, að fram komi jarðrænni átök við efni- viðinn, umbúðalausari slagsmál, en ekki nostursamleg yfirvegun í stásslegum umbúðum. I húsakynnum Listasafns A.S.Í. á þriðju hæð Alþýðubankahúss- ins við Laugaveg stendur nú yfir sumarsýning, sem lýkur nk. sunnudag. Ég tel rétt að vekja athygli á þessari sýningu og starf- semi safnsins, því að þótt það sé vel í sveit sett f hjarta borgar- innar, slæðast furðufáir þangað upp, og er þar óskabarni fjöl- mennustu launþegasamtaka þjóðarinnar litill sómi sýndur. En til hvers að vera að ómaka sig upp á þriðju hæð, þegar stöðug sýning á úrvali mynda safnsins er uppi- hangandi f salarkynnum bankans á neðstu hæð? lfklega skilur al- menningur þetta ekki, en þó er það ómaksins vert og ganga um hina fáu sali safnsins skaðar sannarlega engan. Á H:Ilveigarstöðum, griðastað kvenna, sýnir um þessar mundir Þórtífs Tryggvadóttir (Magnús- sonar heitins teiknara) 31 mynd- listarverk, sem skiptast sam- kvæmt upplýsingum sýningar- skrár f olíumálverk, teikningar og saumaðar veggmyndir. Ég vil gera athugasemd við það að marg- litar pastel- eða krítarmyndir skuli nefndar teikningar, sem er jafnfráleitt og er málari nokkur nefndi sýningu á vatnslitamynd- um málverkasýningu. Teikning, eða öllu heldur riss, er alveg sér- stakt fag innan myndlistarinnar og skýrt afmarkað. Þórdis er hæfileikakona, svo sem ég hefi áður bent á, en það er langtfrá að henni nýtist til fulls þeir hæfi- leikar, sem hún hefur fengið í vöggugjöf. Þeir koma greinilega fram í myndum líkt og „Fljúga hvítu fiðrildin", sem er létt og artistískt máluð, „Frá höfninni í Reykjavík“ (14), sem minnir á fyrri myndir Sverris Haralds- sonar þótt hann sé ekki upphafs- maður stílsins, og nr. 31, „Teikn- ing“, sem minnir mjög á Alfreð Flóka. En í öllum þessum mynd- um kemur fram tæknikunnátta, sem fæstar hinna myndanna hafa til að bera og hægt ætti að vera að hagnýta til meiri afreka. Hinar saumuðu veggmyndir eru nostur- samlegar, en án úrskerandi til- þrifa. Að Kjarvalsstöðum sýnir Stein- þór Marinó Gunnarsson mikinn fjölda mynda, 88 talsins, sem skiptast f 50 málverk, 9 reliefmál- verk og 29 vatnslitamyndir. Stein- þór mun hafa haldið 10 einkasýn- ingar á Islandi og í Noregi, en mun þó tiltölulega lítt þekktur enda hefur hann yfirleitt sneitt hjá hinum þekktari sýningarsöl- um fram að þessu. Hann er óskólaður eldri bróðir þeirra Veturliða og Benedikts, sem báðir eru gild nöfn í íslenzkri myndlist og má segja, að hið alþekkta dæmi hafi hér snúizt við, þarsem eldri bróðirinn er undir greinilegum áhrifum hinna yngri, sem þó kem- ur ekki eins ljóst fram á þessari sýningu og ýmsum fyrri, sem ég hefi séð. Sýningin er haldin í til- efni af fimmtugsafmæli Stein- þórs, en mun þó ekki yfirlitssýn- ing. Af myndunum á sýningunni að dæma ætti Steinþór Marinó ekki að spara við sig litinn lfkt og í svo mörgum myndanna á sýning- unni, því að honum virðist henta betur að mála í efniskenndri áferð t.d. er reliefmálverk hans, „I klakaböndum" (51), vafalítið sterkasta mynd sýningarinnar, hrein og ákveðin í lit, en hik f meðferð lita og tilviljunarkennd- ar slettur eru áberandi einkenni á þessari sýningu, sem skilur ekki mikið eftir sig, þar sem húsnæðið er henni gersamlega ofviða. Minna húsnæði hefði hentað ólikt betur.. . Þórdfs Tryggvadóttir: „Fljúga hvftu fiðrildin." Frá sýningu Alfhild Ramböll. Steinþór Marinó Gunnarsson: „I Klakaböndum". (51)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.