Morgunblaðið - 02.09.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.09.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1975 Heita vatnið fannst síð- ustu nóttina sem bora átti Ennþá gerast (hitaveitu-) œvintýr á Ólafsfirði Nýja borholan er skammt frá bænum og auðvelt að tengja hana aðalæðinni inn f bæinn. VETURINN er langur á Ólafs- firði, snjðalög mikil og leysir seint. íbúarnir kunna þvf að meta þau jarðargæði að fá heitt vatn úr jörðu til að hita hús sfn. Hitaveitan á Ólafsfirði er ein sú elzta á landinu, tók til starfa á árunum 1943—'44. Hún hcfur þó lengst af búið við knappt varmamagn og því verið boraðar margar holur f ná- Olgeir Gottliebsson, hitaveitu- stjóri þeirra Ólafsfirðinga. grenni kaupstaðarins til aó freista þess að fá meira af þessu dýrmæta vatni, sem spar- ar mönnum stórfé f kyndingar kostnað, miðað við olfunotkun. Árið 1962 duttu Ólafsfirðing- ar í (heita) lukkupottinn, þeg- ar 600 metra djúp hola gaf tæpa 24 sekúndulítra af 57 gráðu heitu vatni. En á síðustu ár- um var vatnsskortur aftur farinn að gera vart við sig og var svo komið, að mörg fyrirtæki í bænum fengu ekki heitt vatn til að hita upp húsakynni sín. Brugðið var á það ráð að tengja gamla holu við hitaveitukerfið og jókst vatnsihagnið þannig um hálfan sjötta Iftra, en þarna var um heldur kaldara vatn að ræða, eða um 40 gráður, og því lækk- aði meðalhitinn niður í um 50 gráður. Þurftu menn að hafa sérstaklega stóra ofna í húsum sínum til að ná sæmilegri kynd- ingu með þessu vatni og dugði þó ekki alltaf til. A undanförnum árum hefur borunum verið haldið áfram á Ólafsfirði með bor, sem komst niður á um 600 metra dýpi, en án umtalsvers árangurs. í fyrra kom þó í ljós í einni slíkri holu, að hitinn fór stöðugt vaxandi eftir því sem holan dýpkaði og var mestur á botni hennar. Jarðfræðingurinn, sem stjórn- aði borununum, Kristján Sæ- mundsson, lagði þá á það þunga áherzlu, að fenginn yrði stærri bor og holan dýpkuð enn meira, enda þótt jarðfræðingar hefðu áður talið, að ekkert vatn væri að fá fyrir neðan 600 metra dýpi á þessu svæði og öðrum í nágrenninu á Norðurlandi. 1 vor kom stóri borinn, sem nær niður á 1200 metra dýpi. Var þá haldið áfram að dýpka hoiuna frá í fyrra og hélt hitinn áfram að vaxa eftir því sem neðar dró. Var hann orðinn mestur á um 900 metra dýpi, en fór þá að lækka aftur og dofn- uðu þá nokkuð vonir manna um að heitt vatn fengist að þessu sinni. En haldið var áfram að bora og menn töldu ekki saka að bora eins langt og borinn næði, eða um 1200 metra. Þegar komið var á um 1100 metra dýpi voru menn orðnir næsta vonlitlir um góðan árangur. Var farið að ræða um að hætta borun að kvöldi mánudagsins 21. júlí. En aðfararnótt þess dags streymdi allt í einu heitt vatn úr holunni, fyrst nokkrir sekúndulítrar af um 1109 metra dýpi og síðan enn meira, er borinn var kominn á 1128 metra dýpi. Komu þar upp sam- tals um 25 sekúndulítrar af 63 gráðu heitu vatni. Var þá borað enn í nokkra daga, en vatns- magnið jókst ekki meir. Var þá hafizt handa um að fóðra efsta hluta borholunnar til að hindra að grunnvatn kældi heita vatnið. Hefur hita- stig vatnsins úr holunni aukizt um tvær gráður við þetta, en hins vegar hefur vatnsmagnið heldur minnkað og var um 18 sekúndulítrar síðast er það var mælt. Varmavagn hitaveitunn- ar hefur þó aukizt um tæpan helming með tilkomu vatnsins úr nýju holunni, þar sem það er talsvert heitara en það vatn, sem áður var notað. Olgeir Gottliebsson vélstjóri er hitaveitustjóri þeirra Ólafs- firðinga. Hann var spurður um þær breytingar sem þetta aukna varmamagn hefði í för með sér: „Nú verður unnt að gefa hús- byggjendum vilyrði fyrir heitu vatni,“ sagði Olgeir. „Það höfð- um við ekki getað gert á þessu ári, en fram til þessa árs höfðu þó öll ibúðarhús getar fengið heitt vatn. Nú verður einnig unnt að veita fyrirtækjum heimild til að nota sér heita vatnið." — Verður erfitt að tengja þessa holu dreifikerfinu? „Nei, alls ekki. Aðalæðin til bæjarins liggur hér skammt frá og þvi þarf aðeins að leggja vatnsæð hér niður stutta brekku til að tengja þar i aðal- æðina.“ — Hve lengi heldur þú að þetta aukna varmamagn nægi Ólafsfirðingum? „Það er erfitt að segja til um, en þetta nægir að minnsta kosti í bili.“ —Var ekki erfitt og óvinsælt starf að stjórna hitaveitunni í mestu kuldunum á veturna, þegar skortur var á heitu vatni? „Jú, vissulega gat það verið erfitt, en ég er alveg hissa á hvað menn umbáru mig í þessu.“ — En ertu þá ekki orðinn einn vinsælasti maðurinn á staðnum núna, þegar nóg er að heitu vatni? „að kemur í ljós í vetur," sagði Olgeir að lokum — og hló við. Myndir og texti: —sh. Höfnín á Litla-Arskógssandi. Hrfsey í baksýn, en f forgrunni erii rekaviðardrumbar, sem þeir á Sandinum kljúfa niður f girðingarstaura. Þar sem lífið er salt- fiskur og fótbolti... Spjallað við Brynjar Baldvins- son á Litla- Árskógssandi KI.UKKAN er hálfsex á laugar- deginum, þegar við rennum niður að höfninni á Litla- Arskógssandi. Þar er vart hreyfingu að sjá, heimamcnn cru Ifklega enn að drekka kaffi, ræða um fótboltaleikinn fyrr um daginn og ná úr sér hrollin- um eftir nær tveggja tfma stöðu á áhorfendastæðunum. Lið Reynis á Arskógsströnd náði þar jafntefli við lið Sel- fyssinga og heimamenn virtust f hæsta máta ánægðir með þau úrslit. Við bíðum eftir Hríseyjar- ferjunni, en hún er ekki vænt- anleg fyrr en að nálgast hálfsjö. Myndavélin er þá dregin upp og reynt að festa staðinn á filmu, eftir að Ijósmyndarinn hefur dottið á rassinn í olíupoll á bryggjunni, lætur hann myndatökuáformin lönd og leið. I einu húsanna við höfnina er maður að færa saltfisk úr pækli og raða honum í stæðu. Við tökum hann tali. Brynjar Bald- vinsson heitir hann og hefur átt heima á Litla-Árskógssandi allt sitt líf. Hann á trilluna Faxaborg EA 54 og rær á sumrin út á fjörð- inn, einn síns liðs. Aflann vinn- ur hann sjálfur í salt í fiskhúsi sínu. Hann segist ýmist hafa unnið hjá sjálfum sér eða öðr- um, á sumrin verið með trill- una, en á vetrum til dæmis verið á stærri bátum f plássinu eða jafnvel farið á vertíð fyrir sunnan. Okkur borgarbúunum þykir forvitnilegt, hvers vegna hann hefur ekki ílenzt í þéttbýlinu fyrir sunnan. Þar hljóti þó að vera meira öryggi og betri þjón- usta á flestum eða öllum svið- um en í smáþorpi við utanverð- an Eyjafjörð, eða hvað? „Það hefur náttúrlega hvarfl- að að manni að flytja," segir Brynjar, „en vilja ekki allir vera þar sem þeir eru fæddir og uppaldir?“ Litli-Árskógssandur er sára sjaldan nefndur á nafn í fjöl- miðlum, en byggðin þar stend- ur þó á gömlum merg. Þar hef- ur verið útgerð um langan ald- ur og menn hafa verkað afla sinn sjálfir og gera enn. Nú eru tveir meðalstórir bátar gerðir út þaðan, Arnþór, sem er 47 lestir, og Sólrún, 27 lestir, og í tengslum við þá eru reknar tvær fiskverkunarstöðvar, sem vinna afla þeirra. Svo eru nokkrar trillur gerðar út frá þessum stað. Litlu innar við vestanverðan Eyjafjörðinn er annað þorp, Hauganes, og er atvinnulíf þar nánast alveg eins og á Litla-Árskógssandi: Utgerð lítilla og meðalstórra fiskibáta og fiskverkun. 1 HaUganesi eru umsvifin þó heldur meiri og allt stærra i sniðum en á Sand- inum. Brynjar er ekki f neinum vafa um að þorp sem þessi eigi góðan tilverugrundvöll. „Menn hafa það bara gott með þessu móti,“ segir hann. Því til stuðn- ings má benda á, að í fyrra voru þrjú íbúðarhús byggð á Litla- Árskógssandi og voru það menn af fiskibátunum, sem þau reistu. Sumt unga fólkið flytur að visu á brott, þegar það hefur aldur til, en annað er um kyrrt og stofnar heimili. Það helzta sem háir þeim á Litla-Árskógssandi, að mati Brynjars, er að höfnin er ekki nógu góð. Hún veitir ekki nægi- legt skjól í vondum veðrum. Brynjar er að stafla saltfiski í stæðu, þegar við ræðum við hann. Fyrr í sumar heyrðust í auglýsingatímum hljóðvarpsins aðvaranir frá sölusamtökum saltfiskframleiðenda til fisk- verkunarstöðvanna að salta ekki smáfiskinn, þar eð erfið- lega gengi að selja hann. Við spyrjum Brynjar, hvort hann sé ekkert hræddur um að þessi fiskur sem hann er að hand- fjatla, seljist ekki: „Nei,“ segir hann. „Þessi fiskur selst áreiðanlega. Ég er ekki sá eini sem er bjartsýnn á söltun þessa fisks. Þetta er færafiskur Og það fæst ekki fínni vara en línu- og færa- fiskur. Mér er sagt, að það sé bara smáfiskurinn úr togurun- um, sem sé vond vara og seljist ekki.“ En þó að Brynjar sé ekki svartsýnn á sölumöguleikana, þá er ljóst, að salan verður ekki eins mikil og hann hefur vafa- laust vonazt til. Aflinn hefur nefnilega ekki verið góöur í sumar^ „Þetta er það rýrasta sem ekki þekki,“ segir Brynjar um sumarið. En þótt lítið hafi fiskazt, hef- ur piltunum á Litla- Árskógssandi, í Hauganesi og í sveitinni þar fyrir ofan gengið ágætlega að fiska stigin í knatt- spyrnukeppninni. Reynir á Ár- Framhald á bls. 33 Brynjar Baldvinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.