Morgunblaðið - 02.09.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1975 Pípulagningarmenn sjá um lagnir innandyra — ÞEGAR hitaveita er lögð I hús, annast pfpulagningarmenn en ekki hitaveitan öll hin svokölluðu innistörf, sagði Jóhannes Zoega hitaveitustjóri f samtali við Mbl., en undanfarið hefur sá misskiln- ingur komið upp hjá einstaka aðila, sem verið hefur að fá hita- veitu, að hitaveitan sæi um allar tengingar inni í húsunum. Að sögn Jóhannesar hefur það aidrei tfðkast að hitaveitan sæi um þau störf, sem gera þarf innandyra. Þá sagði hann aðspurður, að ástæðan fyrir því að hinir svoköll- uðu magnmælar voru ekki settir í fyrstu húsin í Hafnarfirði, sem fengu hitaveitu, væri, að fyrstu dagana gætu borizt smáóhreinindi með vatninu, sem mælarnir væru mjög næmir fyrir. Þessvegna yrðu mælarnir ekki settir i fyrstu húsin fyrr en eftir nokkurn tíma, en nóg er til af þessum mælum. Kílóið af nautakjöt- inu á 340 krónur Ljósm. Mbl. t.g. BRAUTRYÐJENDUR — Þessi mynd sýnir hluta þeirra manna, sem voru á stofnfundi Stéttarsam- bandsins fyrir 30 árum og enn eru á Iffi, en nokkrir stofnendanna, sem mættu á fundinum á Laugarvatni að þessu sinni, voru farnir af staðnum þegar þessi mynd var tekin. Fremri röð t.v. Benedikt Grfmsson, Kirkjubóli, Sigurður Snorrason, Gilsbakka, Hannes Jónsson, Hvammstanga, Steinþór Þórðarson á Hala, Einar Olafsson f Lækjarhvammi og Júlfus Björnsson f Garpsdal. Aftari röð frá vinstri Helgi Benónýsson, Vestmannaeyjum, Jóhannes Davfðsson, Neðri-Hjarðardal, Gunnar Guðbjartsson, Hjarðarfelli, sr. Gunnar Arnason, Jón Olafsson, Bjarni Halldórsson, Uppsölum, Sigurjón Sigurðsson, Raftsholti, Erlendur Árnason, Skfðbakka, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Kirkjubóli og Gfsli Kristjánsson, sem var fyrsti framkvæmdastjóri Stéttarsambandsins. Stéttarsambandið varar við at- vinnurógi gegn bændastéttinni Lánsfé til landbúnaðarins verði ekki gengis- eða vísitölutryggt BYRJAÐ var að selja nautakjöt á niðursettu verði f gærmorgun og að sögn kaupmanna var mikil eftirspurn eftir þvf. Alls eru það 200 tonn, sem verða seld á þessu lága verði, en nú eru um 380 lestir til af nautakjöti f landinu. Verð á kjötinu var lækkað af þeirri ástæðu, að mikillar sölu- tregðu hefur gætt á nautakjöti á þessu ári vegna mjög hás verðs á þvf miðað við það sem er á dilka- kjöti, enda er það niðurgreitt. Á fundi með blaðamönnum í gær sögðu þeir Vigfús Tómasson sölustjóri Sláturfélags Suður- lands og Agnar Guðnason hjá Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins, að lækkun sú sem nú hefði orðið á nautakjötinu væri um 30%, en ef þær hækkanir yrðu teknar með, sem væntanlega verða á kjötinu i haust, þá má reikna þessa lækkun á um 45%. Kjötið, sem nú er sett á markað- inn á þessu lága verði, er að mestu ungkálfakjöt og stærsti hlutinn frá því um áramót. Eftir lækkunina kostar kílóið af nauta- kjöti um 340 kr. ef heilir eða hálfir skrokkar eru keyptir. Þar sem engar niðurgreiðslur eru á nautakjöti, var gripið til þess ráðs að taka 5% úr verð- jöfnunarsjóði landbúnaðarins til að borga niður kjötið. AÐALFUNDUR Stéttarsambands bænda var haldinn á Laugarvatni um helgina. Fundurinn hófst ár- degis á föstudag en lauk ekki fyrr en sfðdegis á sunnudag þó að ráð- gert hafi verið f upphafi að fundinum lyki á laugardag. 1 ár eru 30 ár liðin frá stofnun Stéttar- sambandsins en það var stofnað á Laugarvatni 9. september 1945. Þessa afmælis var sérstaklega minnzt með afmælishófi að kvöldi föstudagsins. Meðal þeirra mála, sem hæst bar á fundinum, voru lánamál Iandbúnaðarins, verðlagsmál og breytingar á lögum Stéttarsambandsins. Á föstúdeginum flutti Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttar- sambandsins skýrslu sína, en frá efni hennar hefur áður verið greint í blaðinu. Þá ávörpuðu þeir Halldór E. Sigurðsson land- búnaðarráðherra og Ásgeir Bjarnason formaður Búnaðar- félags Islands fundinn. Halldór kom víða við i ávarpi sínu og drap á ýmsa þá þætti landbúnaðarmála sem ofarlega eru á baugi um þessar mundir. Ásgeir færði Stéttarsambandinu kveðjur stjórnar Búnaðarfélagsins og minnti á að vandamálin væru önnur nú en fyrir 30 árum. Þá hefði landbúnaðarframleiðslan ekki verið næg hér innanlands en vandamálið í dag er hvernig eigi að koma framleiðslunni í verð. Að loknum árvörpunum fóru fram umræður um skýrslu formanns og síðan voru lagðar fram tillögur að samþykktum fundarins og þeim vísað til nefnda. A föstudagskvöldið var 30 ára afmælis Stéttarsambandsins minnzt með afmælishófi. Þar greindi Gunnar Guðbjartsson nokkuð frá tildrögum að stofnun Stéttarsambandsins og afhenti Stefáni Jasonarsyni formanni Búnaðarsambands Suðurlands einnar milljón króna gjöf, sem aðalfundurinn samþykkti að gefa Búnaðarsambandinu til bygg- ingar á rannsóknarstofu. Það var einmitt stjórn Búnaðarsambands Suðurlands, sem beitti sér fyrir stofnun Stéttarsambandsins fyrir 30 árum. Til þessa aðalfundar var boðið öllum þeim fulltrúum, sem sátu stofnfundinn og enn eru á lífi og mættu 19 þeirra 26, sem enn eru á lífi. Fluttu nokkrir þessara stofnenda ávörp í hófinu og rifjuðu upp atburði frá liðnum aðalfundum og úr stéttarbaráttu bænda á liðnum árum. Mestur hluti laugardagsins fór í nefndarstörf en á fundinum störf- uðu sex nefndir, sem tóku fyrir aðskilda málaflokka. Nefndar- störfum lauk laust eftir kaffi og var þá tekið til við að flytja álit nefndanna og taka fyrir tillögur þeirra og verður hér á eftir getið þeirra tillagna, sem teknar voru fyrir á fundinum. Lánsfé til land- búnaðarins verði ekki gengis- eða vísitölutryggt Lánamál landbúnaðarins voru mikið rædd á fundinum og kom fram óánægja með að Stofnlána- deild Iandbúnaðarins skyldi ekki vera gefinn kostur á nægilegu fé til að geta sinnt lánsbeiðnum og lagði fundurinn áherzlu á að láns- fé til landbúnaðarins yrði ekki verðtryggt eða með gengisáhættu. Fundurinn samþykkti að fela stjórn Stéttarsambandsins að vinna að því að Stofnlánadeild- inni verði hið bráðasta gert kleift að lána til vinnslustöðva land- búnaðarins svipaðan hundraðs- hluta af stofnkostnaði og lána- sjóðir sjávarútvegsins lána til fiskvinnslustöðva. Fundurinn áleit það ótvírætt hlutverk Byggðasjóðs að lána til vinnslu- stöðva landbúnaðarins á sama hátt og til annarra atvinnuvega. Samþykkt var að fela stjórn Stéttarsambandsins að vinna að þvl að Framleiðnisjóður land- búnaðarins verði gert kleift að sinna hlutverki sínu og átaldi fundurinn að honum væri ekki séð fyrir nægilegu fé. Þá harmaði fundurinn þá ráð- stöfun núverandi ríkisstjórnar að gefa Stofnlánadeild landbúnaðar- ins ekki kost á öðru lánsfé en því, er að meiri hluta sé gengis- eða vísitölutryggt. Fundurinn vakti sérstaka athygli á sérstöðu land- búnaðarins og benti á að taka yrði fullt tillit til hennar við samningu Iánsreglna. Fundurinn ályktaði um, að lán til jarðakaupa verði stórhækkuð frá þvi sem nú er og að Byggða- Framhald á bls. 13 Góð berjaspretta í Siglufirði Siglufirði 1. sept. ÓVENJULEGA mikil og góð berjaspretta er nú í Siglufirði. Sigluvík landar nú 55—60 tonn- um af góðum fiski. Veðrátta er nú eins og bezt hefur verið í sumar, yfir 20 stiga hiti. Sala á nautakjöti mun að Ifkindum aukast á næstunni. Var sala Blaðaprents- hlutabréfanna ólögleg? STJÓRNARFUNDUR Blaða- prents h.f. ályktaði um helgina um þær deilur sem staðið hafa meðal eigenda dagblaðsins Vfsis. Fundurinn samþykkti að prenta Vfsi svo sem verið hefur, en taka einnig til prent- unar hið nýja blað Dagblaðið, sem ráðgert er að komi út fyrsta sinni á mánudag eftir viku. Alyktun stjórnar Blaða- prents h.f. fer hér á eftir: „Þeir atburðir hafa gerzt, að mannaskipti hafa orðið við dag blaðið Vfsi í Reykjavík og að aðstandendur þess hafa klofnað T tvo hópa, sem deila harkalega. Dagblaðið Vísir og þeir sem að því stóðu 1970, tóku höndum saman við útgáfuaðila Tfmans, Alþýðublaðsins og Þjóðviljans um stofnun hlutafélags um prentsmiðju, sem annast skyldi og sjá um prentun þessara fjög- urra dagblaða og hefur þessi prentsmiðja verið starfrækt í 4 ár. Blaðaprent h.f. er byggt. þannig upp, að allt hlutaféð skiptist jafnt í fjóra staði, fjóra hlutabréfaflokka og höfðu að- standendur hvers dagblaðs algert sjálfdæmi um á hverra höndum hlutabréf síns flokks væru. Aðeins eitt dagblaðanna, Tfminn, hefur frá upphafi sjálft haldið eignarhaldi á hlutabréfunum í sfnum flokki, D-flokki, en hin dagblöðin öJl hafa látið hlutabréf sinna flokka í hendur annarra aðila og félaga, sem stofnuð hafa verið f því skyni. Aðstandendur Vísis kusu á sínum tíma að starfa í tveimur hlutafélögum, Reykjaprenti hf. og Járnsíðu hf. og hagar þannig til, að Reykjaprent hf. á og rekur dagblaðið Vísir, en Járn- síða hf. á mestöll hlutabréfin í C hlutabréfaflokki Blaða- prents. Sá klofningur, sem orðið hefur meðal aðstandenda Vísis nú, virðist hafa orðið með þeim hætti að minnihlutahópur hlutahafa I Reykjaprenti hf. fer með meirihlutavald í stjórn Járnsíðu hf. (3 af 5). Þegar nú, við þennan klofning, þeir sem fara í dag með meirihluta hlutabréfanna í C-flokki, krefjast þess, að stjórn Blaðaprents hf. taki til vinnslu og prentunar nýtt dag- blað á vegum hlutabréfaflokks- ins, er úr mjög vöndu að ráða fyrir stjórn félagsins, sem að sjálfsögðu vill forðast að blanda sér f deilur hinna strfðandi aðila meðal aðstandenda Vfsis. Þar við bætist, að engin ákvæði eru í lögum Blaðaprents hf., hvernig með skuli fara, ef þvf- Iíkur klofningur sem hér er orðinn, kemur upp. Verður því stjórn Blaðaprents að byggja afstöðu sína og niðurstöður á eigin samþykktum, almennum hlutafélagalögum og almenn- um reglum eins og við getur átt. Verður stjórn Blaðaprents hf. að virða rétt þeirra, sem fara Framhald á bls. 35 — mj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.