Morgunblaðið - 02.09.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.09.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1975 — Tólg blandað Framhald af bls. 36 raunabúi Búnaðarsambands Suð- urlands að Laugardælum á sl. vetri, og sagði Gunnar Sigurðsson að næsta skrefið í þessum málurry væri að nota tólgarblandað mjöl í reynd, en þó kvaðst hann vera þeirrar skoðunar að óvarlegt væri að blanda tólg I alla grasmjöls- framleiðsluna. Við tilraunir hefðu kýr haft góða lyst á tólgar- blönduðu mjöli og neikvæð áhrif hefðu ekki komið fram I mjólk- inni. Mjölið er og vel samkeppnis- fært, þar sem tólgin hefur til þessa verið flutt út á frekar óhag- stæðu verði. Tólgargrasmjölið var framleitt hjá Jóhanni Frankssyni á Stórolfsvallabúinu við Hvols- völl. — Hefur ekki Framhald af bls. 36 hvert klló. Loftskeytamaðurinn sagði, að } Krúnborg frá Þórshöfn væri búin að landa 4500 lestum og Sólborg 2500 lestum. Loðnan sem skipin fá er mjög góð til vinnslu og fitu- magnið er yfirleitt á milli 15 og 16%. Gert er ráð fyrir að skipin verði á Ioðnuveiðum í Barentshafi fram f byrjun október og ætti þvf þessi vertfð þeirra að geta orðið mjög góð, ef veður truflar ekki veiðina, en mikið af loðnu er nú á þessum slóðum. r — Arsfundur IMF Framhald af bls. 1 kerfi, sem Frakkar hafa lýst stuðningi við, og hins vegar fljót- gengiskerfi, sem Bandarfkin og ýmis önnur ríki vilja að verði áfram við lýði. Búizt er við að langt miði í samkomulagsátt þessu viðvfkjandi á fundinum f Washington og að unnt verði að ganga frá endanlegu samkomu- lagi um þetta atriði á fundi þeirr- ar nefndar IMF, sem um þetta fjallar, f janúar á Jamaica. Gullforði sá sem heimilað verður að selja úr forða IMF nemur um 25 miiljón únsum, sem — Niðurgreiðslur Framhald af bls. 36 kostaði, en mjólkursamlögin fengu 30 krónur f dreifingar- kostnað. Það eru fleiri mjólkurvörur en mjólkin, sem eru greiddar niður. Niðurgreiðslur á hverj- um rjómalítra nema nú kr. 61.50 og smjörkílóið er greitt niður um kr. 490.00. Þá er 45% ostur greiddur niður um 85 kr., 30% ostur um 43 kr. og pappa- umbúðir mjólkur um kr. 2.50 pr. kg. Hér á eftir fylgir svo skrá um verð á mjólk og mjólkurvörum með niðurgreiðslum, og er verðið miðað við það, að sölu- skattur sé ekki tekinn af öðrum ofanskráðum mjólkurvörum en niðursoðinni mjólk. Mjólk 1 lausu máli Mjólk 1 lítra pökkum Mjólk í llters plastpokum Mjólk 1 i llters plastpokum Mjólk i kvarthyrnum Mjólk i tveggja lítra fernum Mjólk i 2o lítra kössum MJólk 1 lo litra kössum RJÓmi i lausu máli Rjómi i kvarthyrnum Rjómi Í l/lo líters hyrnum RJómi í llters fernum Rjómi i i líters fernum Skyr, pakkaCF eða ópakkað 1. f1. mjólkurbússmjör 2. fl. mjólkurbússmjör Heimasmjör Ostur 45% Ostur 45% í heilum og hálfum st. Ostur 3o% Ostur 3o% i heilum og hálfum st. Mysuostur Nýmjólkurduft Undanrennuduft Niðursoðin mjólk Undanrenna 1 lausu máli HeildsöluverO SmásöluverO 36,00 hver lítri 41 ,oo - pakki 4o,oo - poki 21,oo - - lo, oo - hyrna 82,oo - ferna 796,oo - kassl 4o3,oo - - 428, oo - lítri llo,oo - hyrna 45,00 - - 438,oo - ferna 22o,oo - - ilo,oo pr. kg. 118,oo - kg. 562,oo - - 612,oo - - 51o,oo - - 557,00 - - 421,oo - - 455,00 - - 497,oo - - 6ol,oo - - 522,oo - - 4oo,oo - - 484,oo - - 42o,oo - - 247,oo - - 284,oo - - 51o,oo - - 543,oo - - 195,oo - - 212,oo - - 4.989,oo - kassl 147,oo - dós 29,oo - lftri er jafnvirði um 2,5 milljarða Bandarfkjadala. Eins og áður segir er ætlunin að fé það sem þarna fæst verði notað í þágu fátækustu landa heims. Fulltrúar þeirra á fundinum hafa gert mjög ákveðnar kröfur um að rfku þjóð- irnar auki fjárframlög sfn til þró- unarmála og bæði Johannes Witteveen framkvæmdastjóri IMF og Robert McNamara aðal- bankastjóri Alþjóðabankans lögðu áherzlu á það f ræðum sfnum að brýna nauðsyn bæri til þess að rfkustu þjóðir heims réttu við efnahag sinn, þar sem mikill hluti tekna fátækari landa heims byggist á útflutningi til iðn- væddra landa. » McNamara fjallaði ýtarlega f ræðu sinni um vandamál þróunar- landanna og kom m.a. í ljós í máli hans að staða þeirra hefur versn- að á sfðasta ári og viðskiptakjör hafa enn breytzt þeim í óhag. McNamara fjallaði m.a. um kjör almennings f sveitum og borgum í þróunarlöndum og kvað þau vfða ólýsanleg. Hann hvatti iðnþróuðu rfkin mjög eindregið til að auka þróunarhjálp sfna. Witteveen hvatti Bandarfkin, V-Þýzkaland og Japan til að beina nú athyglinni fremur að efna- hagssamdrættinum í löndum þeirra en minna að verðbólgunni í því skyni að auka heildareftir- spurn f löndunum og auka þannig útflutning annarra ríkja til þess- ara landa. Arsfundur systurstofnananna í Washington mun standa alla þessa viku. Á fundinum eru saman komnir fjármálaráðherrar, viðskiptaráðherrar og seðla- bankastjórar frá tæplega 130 rfkj- um sem aðild eiga að Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum og Alþjóða- bankanum. — Stundin, sem friður byrjaði Framhald af bls. 1 takmörkun vopnabúnaðar og starfrækslu viðvörunarstöðvanna, umferð um vegina og staðsetn- ingu liðs Sameinuðu þjóðanna. I V. grein er kveðið á um að nærvera friðarsveita S.Þ. sé grundarvallaratri'ði f samkomu- laginu og að dvöl sveitanna skuli framlengd árlega. 1 grein VI segir að sett skuli á stofn nefnd, sem skuli starfa meðan samkomulagið sé f gildi. Skuli þessi nefnd starfa undir for- ystu yfirmanns friðarsveitanna og vinna með honum að lausn sérhvers vandamáls, sem upp kunni að koma og til að aðstoða friðarsvéitirnar f að rækja hlut- verk sitt. I grein VII segir að flytja megi allar vörur, aðrar en hergögn, sem komi frá eða fari til Israels um Súezskurð. í VIII. grein segir að aðilar líti á þetta samkomulag sem mikil- vægt skref í átt til réttláts og varanlegs firðar, en sé ekki endanlegt friðarsamkomulag. Aðilar muni halda áfram til- raunum til að ná endanlegu sam- komulagi innan ramma friðarráð- stefnunnar f Genf f samræmi við ályktun öryggisráðs S.Þ. nr 338. IIX. grein segir að samkomulag þetta skuli vera í gildi unz annað samkomulag verði gert. I viðbæti við samkomulagið er kveðið á um að innan 5 daga frá formlegri undirritun samkomu- lagsins skuli herforingjar beggja aðila mynda starfshóp til að undirbúa f smáatriðum gildistöku og framkvæmd samkomulagsins og skal áætlunargerð vera lokið tveimur vikum siðar. I öðrum viðbæti, þar sem fjallað er um viðvörunarstöðvarnar, sem kveðið er á um f grein IV segir.að hvor aðili um sig skuli reka eina slíka stöð á hernaðarlega mikil- vægum stöðum f Sinai og skuli hver stöð mönnuð 200 — 250 tæknimönnum og stjórnendum. Auk þess skuli bandarfskir tækni- menn starfrækja 3 stöðvar i Mitla og Giddiskörðum. Þessir menn skulu aðeins vera vopnaðir skammbyssum í öryggisskyni. Þetta er í meginatriðum efni samkomulagsins. Því miður tókst Mbl. ekki að fá sfmsent kortið, sem fylgir samkomulagstextanum f gærkvöldi, en væntanlega verð- ur hægt að birta það á morgun ásamt nánari skýringum. Þá er einnig tengt samkomu- laginu sérsamningur milli Banda- ríkjanna og Israels, sem er í 26 liðum, en hann var ekki gerður opinber og verður ekki birtur. I honum er kveðið á um hernaðar- og efnahagsaðstoð Bandaríkjanna við Israel, sem talin er nema um 2 milljörðum dollara. Þar af munu um 400 milljónir dollara vera til olfukaupa, þar sem Israelsmenn láta af hendi olfulindirnar f Abu Dabuis. Samkomulag þetta er talinn mikill sigur fyrir Bandaríkja- 13 menn og þá einkum Kissinger sjálfan. Það eina, sem nú er eftir, er áð Bandarfkjaþing samþykki dvöl bandarískra tæknimanna f eftirlitsstöðvunum svo og hern- aðar- og fjárhagsaðstoðina og verður það mál tekið fyrir nú þegar í þinginu, sem er nýkomið úr mánaðarsumarleyfi. Engar likur eru taldar á, að þingið neiti að samþykkja þessar ráðstafanir þótt víst sé talið að hávær mót- mæli muni koma frá ýmsum þing- mönnum vegna þess að vopnaðir Bandarfkjamenn skuli settir milli Egypta og Israelsmanna. Hafa nokkrir þingmenn lfkt þessu við upphaf Vfetnamstriðsins, er Bandaríkjamenn sendu örfáa vopnaða ráðgjafa til S-Víetnam, en fjöldi bandarískra hermanna fór sfðan yfir 500 þúsund. Kiss- inger neitaði f dag í samtölum við fréttamenn, að nokkuð væri líkt með Sinai og S-Vietnam. Hér væri aðeins um að ræða hrein tækni- störf, sem alls ekki Ifktust þeim störfum, sem unnin hefðu verið af bandarískum ráðgjöfum í S- Víetnam. Viðbrögð 1 kvöld voru ekki komin almenn viðbrögð við undirritun sam- komulagsins. Talsmaður stjórnar V-Þýzkalands lýsti þvf yfir með einni setningu, „að V-Þjóðverjar fögnuðu þessu mikilvæga skrefi í átt til friðar." I Beirút f Líbanon gerðu um 300 Palestínumenn aðsúg að sendiráði Egyptalands í borginni og fordæmdu það sem þeir köll- uðu samsæri gegn málstað þeirra. Segja stjórnmálafréttaritarar að viðbrögð fólksins endurspegli ótt- ann I búðum flóttamanna og meðal skæruliða um að Egyptar hafi virt að vettugi kröfu Palestfnumanna um að fá í hendur hluta af hertekna landinu í Sinai. Yasser Arafat leiðtogi Palestínu-Araba og nánustu sam- starfsmenn hans hafa gagnrýnt harðlega það sem þeir kalla bandarískar tilraunir til að troða samkomulagi upp á þjóðirnar f Miðausturlöndum. Sýrlendingar hafa einnig gagnrýnt samkomu- lagið, en aðeins með blaðagrein- um f hálfopinberu málgagni stjórnarinnar. Hins vegar lýsti Khadafy forseti Líbýu því yfir í dag, er haldið var upp á 7 ára afmæli valdatöku hans, að stjórn Lfbýu myndi halda áfram að styðja Palestínu-Araba í baráttu sinni gegn ísraelsmönnum þrátt fyrir samkomulagsundirritunina. — Stéttar- sambandið Framhald af bls. 2. sjóður láni viðbótarlán til jarða- kaupa hliðstætt þvf sem gerist um stofnun annars atvinnurekstrar á landsbyggðinni. Skorað var á stjórnvöld að lækka vexti í landinu og taldi fundurinn háa vexti verðbólgu- hvetjandi og að þeir komu harð- ast niður á undirstöðuatvinnuveg- um þjóðarinnar, en voru ekki sá hemill, sem þeim er ætlað að vera f fjárfestingarmálum. Itrekaðar voru fyrri samþykktir um nauðsynlegar hækkanir á rekstrar- 'og afurðalánum land- búnaðarins og benti fundurinn á að rekstrarliður verðlagsgrund- vallar landbúnaðarvara væri nú í fyrsta skipti hærri en launaliður- inn. Niðurgreiðslur á nautakjöti verði í svipuðum mæli og á kindakjöti I samþykktum sínum um verð- lagsmál lýsti fundurinn furðu sinni á þvf, að ríkisstjórnin skyldi við gerð síðustu kjarasamninga hafa ljáð máls á því að veita óvið- komandi aðilum aðstöðu til þess að hafa áhrif á lagasetningu, sem lífafkoma bændastéttarinnar grundvallast á og taldi fundurinn að með þessu væri bændastéttinni sýnt mikið virðingarleysi. Fundurinn taldi nauðsynlegt að leiðrétta án tafar það misræmi sem er á söluverði kindakjöts og nautakjöts, og taldi fundurinn að færa bæri f rétt horf magn nauta- kjöts f vísitölugrundvelli og taka þyrfti upp niðurgreiðslur á nauta- kjöti í svipuðum mæli og á kinda- kjöti. Itrekaðar voru fyrri álykt- anir Stéttarsambandsins um að stjórnvöld hafi fullt samráð við stjórn Stéttarsambandsins og Framleiðsluráð og taldi fundur- inn að breytingar á útsöluverði landbúnaðarvara yrði að vera í sem mestu samræmi við almenna verðlagsþróun f landinu. Lögð var áherzla á að hvergi yrði hvikað frá þeim kjarabótum sem bændastéttin hefur áunnið sér á undanförnum árum og að ekki verði breytt ákvæðum laga um viðmiðun tekna bænda við aðrar stéttir og rétt til útflutn- ingsbóta á landbúnaðarafurðir. Fundurinn gerði kröfu til þess að rikisvaldið bætti bændum þann skaða sem þeir hafa orðið fyrir vegna misbrests á að verðbreyt- ingar tækju gildi. Fundurinn taldi það algjört neyðarúrræði að selja nautakjöt á niðursettu verði eins og nú hefur verið ákveðið að gera og taldi því aðeins réttmætt að grípa til þess- ara aðgerða að þær leiddu til ráð- stafana, sem kæmu í veg fyrir að slíkt endurtæki sig. Lán verði miðuð við ákveðna hámarksbústærð Fundurinn taldi eðlilegt að lánareglur Stofnlánadeildar yrðu miðaðar við ákveðna hámarksbú- stærð þannig, að reynt yrði að byggja upp hagkvæman búskap um land allt, en ekki stuðlað að óskynsamlegum stórbúskap byggðum á aðkeyptu vinnuafli. Stjórn Stéttarsambandsins var falið að kanna leiðir til að fram- ieiðsla alifugla og svfnaafurða verði felld undir söluskipulag bú- vöru á sama hátt og kjöt og mjólk- urafurðir. Skorað var á landbúnaðarráð- herra að beita sér fyrir þvi að sett verði löggjöf um heyköggla- og grænfóðurverksmiðjur og taldi fundurinn að þar yrði að koma ákvæði um verðjöfnun á flutn- ingskostnaði á heykögglum frá verksmiðjum til bænda. Einnig taldi fundurinn að hraða bæri athugun og tilraunum með notk- un jarðhita og/eða rafmagns við heyþurrkun og graskögglagerð. Því var beint til stjórnar Stéttarsambandsins að það taki til vinsamlegrar athugunar erindi Hagsmunafélags hrossabænda en félagið hefur óskað samvinnu við Stéttarsambandið. Varar við atvinnurógi gegn bændastéttinni Allsherjarnefnd fundarins lagði fyrir fundinn átta tillögur og voru þær allar samþykktar samhljóða. Skrif dagblaðsins Vísis voru mikið rædd á fundinum og sam- þykkti fundurinn svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1975 vítir harðlega þann ósæmilega áróður f fjölmiðlum, sem komið hefur fram að undan- förnu gegn elzta atvinnuvegi þjóðarinnar — landbúnaðinum sem hefur gegnt og gegnir enn þvf menningarlega og þjóðhags- lega hlutverki að sjá þjóðinni fyrir þeim daglegu lífsnauðsynj- um er varðar líf hennar og sjálf- stæði. Fundurinn vill vara alla þjóð- holla Islendinga við þessum at- vinnurógi gegn bændastéttinni sem hefur aðallega komið fram í dagblaðinu Vísi og skorar á Upplýsingaþjónustu landbúnað- arins að svara honum á hverjum tíma á viðhlítandi og viðeigandi hátt. Fundurinn átaldi þann drátt sem orðið hefur á framgangi frumvarpa til jarða- og ábúðalaga og taldi fundurinn þennan drátt geta verið hættulegan og varaði við ásókn þéttbýlisfólks í jarðir. Því var beint til stjórnar Stéttarsambandsins að hún kanni möguleika á að Lífeyrissjóður bænda láni til uppbygginar elli heimila í dreifbýli. I fjárhagsáætlun Stéttar- sambandsins kom fram að áætlaðar tekjur þess á næsta ári eru rúmlega 24 milljónir. Sam- þykkt var að styrkja Samband sunnlenzkra kvenna til að kaupa teppi það, sem Hildur Hákonar- dóttir gerði um stuðnfng hús- freyja á Suðurlandi við stéttar- baráttu bænda. Þá samþykkti fundurinn heimild til handa stjórninni að festa kaup á hentugri íbúð i Reykjavík til af- nota fyrir formann Stéttarsam- bandsins. Bændakonur fengu aðild að Stéttarsambandinu Töluverðar deilur urðu um til- lögur um breytingar á lögum Stéttarsambandins og snérust deilur þessar um hvort miða ætti tölu fulltrúa á aðalfundum Stéttarsambandsins - við höfðatölu. Samkvæmt þeim til- Iögum, sem komu frá laganefnd fundarins, var gert ráð fyrir að fækka fulltrúum Gullbringusýslu um einn,’ en fjölga fulltrúum S.- Þingeyjarsýslu, Norður- Múlasýslu, Rangárvallasýslu og Arnessýslu í þrjá í stað tveggja eins og nú er. Mættu þessar til- lögur mikilli andstöðu og töldu menn að ef þær yrðu samþykktar væri verið að rýra hlut fámennari byggðarlaga. Fram kom tillaga um að fresta afgreiðslu þessara lagabreytinga en hún var felld. Meðal tillagana um laga- breytingar var einnig tillaga þess efnis að konur I sveitum fengju aðild að Stéttarsambandinu en um það atriði var lítill ágreining- ur en nokkuð var deilt um aðild annarra búvöruframleiðenda. Allar tillögur um breytingar á kosningum fulltrúa voru felldar en samþykkt var að auk bænda hefðu kjörgengi og kosningarétt innan Stéttarsambandsins makar bænda, bústjórar og aðrir búvöru- framleiendur, sem eru félagar í búnaðarfélagi og aðilar að Líf- eyrissjóði bænda, en tekið var fram að bústjórar þurfi þó ekki að vera aðilar að Lifeyrissjóði bænda. Að lokinni afgreiðslu tillaganna fór fram stjórnarkjör. Bjarni Halldórsson á Uppsölum, sem set- ið hefur f stjófninni mörg undan farin ár, baðst undan endur- kosningu og var Sigurður Jónsson á Reynisstað kjörin í hans stað. Aðrir í stjórn Stéttarsambandsins voru endurkjörnir en þeir eru Ölafur Andrésson, Sogni, Gunnar Guðbjartsson, Hjarðarfelli, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Kirkjubóli, Ingvi Tryggvason, Kárhóli Þorsteinn Geirsson, Reyðará, og Jón Helgason, Segl- búðum. Þá kaus fundurinn fimm úr hópi stjórnarinnar til setu i Framleiðsluráði og hlutu eftir- taldir kosningu: Gunnar Guðbjartsson, Ólafur Andrésson, Ingi Tryggvason, Þorsteinn Geirs- son og Jón Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.