Morgunblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 1
307. tbl. 62. árg.
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Vantrúaður á
sögu Hearsts
San Francisco, 24. september. Reuter.
SÉRFRÆÐINGUR í heilaþvotti,
Chalmers Johnson sagði f dag, að
hann hallaðist að þvf, að Patricia
Hearst hefði verið virkur borgar-
skæruliði og ekki heilaþvegin.
Johnson og þremur geðlæknum
hefur verið falið að rannsaka geð-
heilsu ungfrú Hearst.
Samkvæmt vitnisburði ungfrú
Hearst fylltist hún svo miklum
ótta þegar liðsmenn
Symbionesiska frelsishersins
rændu henni, að hún lifði í annar-
legum heimi í 19 mánuði og gat
ekki „greint milli fmyndunar og
veruleika“.
Johnson segir þetta „hljóma
eins og slugna vörn fremur en
lýsingu á veruleika". Hann segir,
að heilaþvottur sé „ekki lang-
varandi".
Johnson er höfundur bókar um
heilaþvott kfnverskra mennta-
manna á árunum eftir 1950 og
talaði við marga bandaríska
strfðsfanga, sem voru heila-
þvegnir í Kóreustríðinu. Hann
rannsakaði einnig áhöfn banda-
ríska njósnaskipsins Pueblo eftir
að Norður-Kóreumenn leystu
hana úr haldi í desember 1968.
Sakargiftir þess efnis, að ung-
frú Hearst og William og Emily
Harris, sem voru handtekin um
svipað leyti og hún, hafi haft skot-
vopn ólöglega undir höndum hafa
Framhald á bls. 35
Brezka stjórnin
reynir að hamla
gegn atvinnuleysinu
Dollari lækkaði smávegis á
gjaldeyrismörkuðum í dag
London 24. september. Reuter. NTB.
BREZKA rfkisstjórnin tilkynnti f
dag, að hún ætlaði að verja tæp-
um 60 milljörðum króna til að
berjast gegn atvinnuleysinu f
landinu á næstu fimm árum.
Mikil ókyrrð hefur verið innan
NATO mótmæl-
ir sparnaði
Hollendinga
Brtissel 24. sept. Reuter. NTB.
NATO-lönd hafa mótmælt áform-
um hollenzku stjórnarinnar um
stórfelldan niðurskurð á eftirlits-
flugi yfir sjó og þeirri samþykkt
stjórnarinnar að leggja stærsta
orrustuskipi sfnu. Areiðanlegar
heimildir fréttastofnana f
Briissel greindu frá þessu f kvöld.
Samkvæmt þeim hefur fram-
kvæmdastjóri NATOS, Joseph
Luns, beðið Joop den Uyl, for-
sætisráðherra Hollands, að taka
málið til endurskoðunar. Yfir-
menn herstjórnar bandalagsins
hafa sagt að þessi ákvörðun Hol-
lendinga muni veikja varnir þess
mjög verulega.
Á morgun, föstudag, mun
Framhald á bls. 21
'brezkra verklýðsfélaga vegna vax-
andi atvinnuleysis og ekki er
búizt við, að þessar ráðstafanir
rfkisstjórnarinnar muni duga til
að bæta þar mikið úr skák, að þvf
er segir f fréttastofufregnum um
málið. Segir þar og, að þessi upp-
hæð sé ekki nema brot af þvf sem
þyrfti ef raunhæfur árangur ætti
að nást og langtum minni ráð-
stafanir en ýmis önnur vestræn
lönd og Bandarfkin hafa gert f
þessu augnamiði.
Denis Healy, fjármálaráðherra,
sagði f dag, að Bretar hefðu ekki
efni á að gera umfangsmeiri ráð-
stafanir vegna þess, að það yrði til
þess eins að kynda undir verð-
bólgu og leiða til þess, að við-
skiptajöfnuðurinn við útlönd
versnaði stórum frá því sem nú
er.
Atvinnuleysi í Bretlandi er nú
það mesta sem verið hefur í land-
inu frá lokum síðari heims-
styrjaldar, eða 5.4%. Á lands-
fundi sínum í Blackpool í næstu
viku er búizt við, að ríkisstjórn
Verkamannaflokksins sæti mjög
hörðum árásum frá ýmsum tals-
mönnum verkalýðssamtakanna og
frá vinstri öflum innan flokksins.
Dollarinn lækkaði nokkuð i
verði í dag á evrópskum gjaldeyr-
ismörkuðum, en ýmsir þjóðbank-
ar gerðu ráðstafanir i gær, þegar
Framhald á bls. 21
Ljósm. Mbl.. Arni G. Jörgensen.
Þótt hallað sé sumri að hausti og vorilmur dvfnandi um sinn, þá
minnir þessi sólarmynd tekin á Austurvelli f gær á eftirfarandi
ljóðlfnur borgarskáldsins Tómasar Guðmundssonar sem situr þarna
f sfðbúnu sumri á tali við kunningja sinn:
„Nú verður aftur bjart og hlýtt um bæinn
af bernskuglöðum hlátri strætið ómar,
og vorið kemur sunnan yfir sæinn,
sjá sólskinið á gangstéttunum ljómar.“
Wilson fer
í bjórinn
Manchester, 24. september. Reuter.
HAROLD Wilson hefur fundið
upp nýja aðferð til að grenna sig.
Hann bambar bjór.
„Gagnstætt því sem læknar
halda hef ég létzt heilmikið síðan
ég fór að drekka bjór.“ sagði hanr
á sýningu í Manchester.
Hann kveðst hafa létzt um 14
pund sfðan hann fór að drekka
bjór i staðinn fyrir áfengari
drykki. „Ég hef svo sannarlega
gott af þessu,“ sagði Wilson.
Seinna var Wilson heiðursgest-
ur f veizlu sem var haldin til að
minnast 100 ára afmælis HP-
sósunnar. Wilson er frægur fyrir
að nota alltaf HP-sósu.
Tilræði við
Tito forseta?
Belgrad, 24. september. Reuter.
LlKLEGT er að tilraun hafi verið
gerð til að ráða Josip Broz Tito,
forseta Júgóslavfu, af dögum sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum
í Bclgrad f dag.
Sprenging olli nýlega skamm-
hlaupi í spennistöð í Zagreb,
höfuðborg Króatíu, og samkvæmt
heimildunum er hugsanlegt að
þar hafi verið um að ræða
sprengjutilræði gegn Tito.
Lögreglan hefur staðfest, að
dularfull sprengja af erlendri
gerð hafi valdið sprengingunni
sem varð aðeins 200 metrum frá
stað þar sem Tito hafði dvalizt
aðeins tveimur dögum áður.
Þrálátur orðrómur hefur verið
á kreiki um að hryðjuverkamenn
hafi reynt að ráða Tito af dögum.
Króatískir andstæðingar Titos
hafa Iengi staðið fyrir hryðju-
verkum, þar af margir sem eru
taldir félagar f hreyfingu hægri-
sinnaðra aðskilnaðarsinna,
Ustasja.
Portúgal:
Carreiro hvetur herinnað
hætta stjórnmálaafskiptum
Skotið á mótmælafund Angolainnflytjenda í Lissabon
Lissabon 24. sept. Ntb. Reuter.
FRANSISCO da Carreiro, einn
helztur forystumaður Alþýðu-
demókrata í Portúgal, skoraði f
dag á herhreyfingu landsins að
hætta öllum afskiptum af stjórn-
málum þar sem hún hefði ber-
sýnilega enga hæfileika til að
stjórna landinu.
Olíuverðsákvörðun í dag
Búizt er við 5-10% hækkun
Vínarborg, 24. september.
FYRSTA fundi fuUtrúa OPEC-
rfkjanna f Vfnarborg lauk f kvöld
án þess að ákvörðun væri tekin
um nýtt verð á olfu. Meirihluti
fulltrúa virðist einhuga um að
hækka verðið en allt bendir til að
hækkunin verði hófleg, sennilega
á bilinu 5—10 prósent.
Olíumálaráðherra Saudi-
Arabíu, Ahmed Zaki Yamani,
sagði að fundunum loknum, að
ágreiningur væri með fulltrúum,
en hann vildi ekki fara nánar út í
þá sálma. Aðrir fulltrúar sögðust
búast við að niðurstaða fengist á
fundinum á morgun. Olíuverð
hefur nú verið óbreytt undan-
farna níu mánuði. Ráðherrann
frá Saudi-Arabíu er sagður hafa
verið því fylgjandi að olíuverð
yrði fryst algerlega, en hann mun
síðan hafa lýst því yfir, að Saudi-
Arabía ætlaði að dragast á
hækkun ef hún færi ekki yfir
fimm prósent. Talið er að ráð-
hérrann kunni að beita neitunar-
valdi á fundinum ef almennur
áhugi verður hjá öðrum
fulltrúum um meira en 10%
hækkun olíuverðsins.
Stjórnmálasérfræðingar ýmsir
telja að samstaða muni nást um að
hækka verðið um 5% en láta það
fylgja með að síðan megi búast
við annarri hækkun í janúar næst
komandi, nema því aðeins að vest-
rænum ríkisstjórnum takist að
hefta vöxt verðbólgunnar.
Carreiro sagði að porstúgalska
þjóðin væri langþreytt orðin á
stjórnleysi, ringulreið og óraun-
hæfum framtíðaráformum, sem
aðeins væri til þess fallið að valda
enn meiri erfiðleikum fyrir þjóð-
ina. Þjóðin óskaði eftir styrkri
stjórn sem gæti leyst hin marg-
slungnu vandamál fljótt og örugg-
lega. Hann sagði að herinn ætti að
reyna að einbeita sér að halda aga
og reglu í sinum eigin röðum og
láta pólitik afskiptalausa.
Carreiro sagði þetta á blaða-
mannafundi sem hann hélt og
vöktu afdráttarlausar yfirlýsing-
ar hans mjög mikla athygli.
Um svipað leyti gerðu verka-
menn í stáliðnaði Portúgals
klukkustundarverkfall til að
leggja áherzlu á þær kröfur að
nýja ríkisstjórnin staðfesti launa-
hækkanir sem sú fyrri hafði sam-
þykkt. Talsmaður verkamann-
anna sagði að því sem næst hver
einasti maður innan vébanda
samtakanna væri fylgjandi launa-
málastefnú fráfarandi ríkisstjórn-
ar, en eftir síðari fregnum að
dæma virðist þátttaka i verkfall-
inu ekki jafn mikil og af var látið
í fyrstu. Það voru kommúnistar,
PCP, sem hvöttu til þessara að-
gerða.
I kvöld skutu portúgalskir her-
lögreglumenn af rifflum upp I
loftið til að dreifa fundi andófs-
manna á Rossiotorgi í miðborg
Lissabon i kvöld. Hundruð Portú-
gala sem hafa orðið að flytjast frá
Angola og lifa nú við bágan hag í
Portúgal skipulögðu þennan fund
og tóku þátt i honum. Gífurleg
Framhald á bls. 35
Stjórnmála-
samband
Bonn 24. s*ept. Reuter.
VESTUR-Þjóðverjar og Norður-
Víetnamar hafa komizt að sam-
komulagi um að taka upp stjórn-
málasamband sin í millum, að þvi
er talsmaður utanríkisráðuneytis-
ins I Bonn sagði í dag. Viðræður
hafa staðið um málið milli aðil-
anna, og sérstaklega verið fjallað
um rétt Vestur-Þjóðverja til skip-
unar ræðismannsfulltrúa i Vest-
ur-Berlins.