Morgunblaðið - 25.09.1975, Page 7

Morgunblaðið - 25.09.1975, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1975 7 ■- Alþýðuflokkur í gervi Gróu Alþýðublaðið — mál- gagn Islenzkra jafnaðar-l manna — fór i mánaðarfrl i sumar. Þetta var að sjálf- sögðu óvenjuleg tiltekt hjá dagblaði en ástæðan var sögð rekstrarvanda- mál blaðsins, að slá ætti tvær flugur I einu höggi, spara kostnað vegna sumarleyfa og endur- skipuleggja rekstur blaðs- ins. i águstbyrjun hófst svo útgáfa blaðsins á ný og mikið rétt, ýmsar breytingar höfðu verið á þvi gerðar og bjartsýnar yfirlýsingar gefnar um að takast mætti með fleiri áskrifendum að koma rekstri blaðsins á traustari grundvöll. Siðustu vikurnar hefur svo smátt og smátt verið að koma i Ijós, að hvaða breytingum aðstandendur blaðsins hafa stefnt og þvi verður. I______________________ ekki neitað að su stefna, sem tekin hefur verið i útgáfu Alþýðublaðsins kemur mönnum býsna mikið á óvart. Svo virðist nefnilega sem ákvörðun hafi verið tekin um að gera Alþýðublaðið að sorpblaði — og ekkij verður annað sagt en að ritstjórn blaðsins vinni dyggilega að því. Sorp- blöð grlpa á lofti orðróm, kjaftasögur, gróusögur, nið um náungann o.s.frv. og setja þetta allt á prent án þess að gera nokkra tilraun til þess að stað- reyna sannleiksgildi sögu- sagnanna. Og raunar er sorpblöðum meinilla við að heyra sannleikann, sem i fæstum tilvikum fer saman við kjaftasöguna sjálfa vegna þess að þá er ekkert púður i málinu. Sorpblöð birta lika dylgjur og aðdóttanir. Þessa blaðamennsku hefur Alþýðublaðið stundað af kappi eftir að það kom úr sumarfriinu en var raunar byrjað á þessari iðju mun fyrr. Baksiða Alþýðu- blaðsins er nánast öll lögð undir skrif af þessu tagi og að sjálfsögðu nafnlaus og færi best á þvl að siðan bæri yf irskrif ina: Gróa segir. Menn vita þá að hverju þeir ganga. Þjóðviljinn hefur löngum gengið langt i sorpblaða- mennsku en hann hefur þó skánað að undanförnu. En Alþýðublaðið er komið lengra niður i svaðið en Þjóðviljinn nokkru sinni komst. Velunnurum þeirrar hugsjónar, sem jafnaðarstefnan hefur hafið á loft, tekur sárt að fylgjast með þessari niðurlægingu málgagns hennar, sem vissulega hefur átt sér rismeiri daga en nú um stundir. En I þeirri stefnu, sem Alþýðu- blaðinu hefur með þess- um hætti verið mörkuð felst auðvitað sami aumingjahátturinn og i öðrum störfum Alþýðu- flokksins og Alþýðufor- ystunnar. Af hverju tefja þeir fyrir? Undarleg er sú afstaða Framsóknarmanna og kommúnista i borgarráði Reykjavikurborgar að tefja fyrir skipun nefndar þeirrar, sem borgarráð samþykkti á dögunum að setja á fót til þess að fjalla um hið svonefnda Ár- mannsfellsmál og kanna gang þess i borgarkerf inu. Auðvitað er eðlilegt, að nefnd þessi verði skipuð i samræmi við styrkleika- hlutföll flokkanna i borgarstjórn eins og aðrar nefndir á vegum borgar- stjórnar og borgarráðs. Hins vegar voru sjálf- I stæðismenn i borgarráði , reiðubúnir til þess að I fallast á þá málamiðlun að I nefndin yrði skipuð 6 . mönnum. þremur frá I hvorum aðila, meirihluta I og minnihluta og verður . ekki annað sagt en meiri- I hlutaflokkurinn i borgar- I stjórn hafi með þvi gengið . langt til móts við kröfur I minnihlutaflokkanna. En I framsóknarmenn og . kommúnistar gátu I heldur ekki fallizt á þá til- I lögu. Þess vegna hlýtur . að vakna sú spurning I hvað valdi þvi að þessir I tveir flokkar vilja tefja fyr- ir þessari nefndarskipan I með þvi að gera ágreining I um þetta atriði. Með því . að samþykkja tillögu I Alþýðuflokksins um | skipun rannsóknar- • nefndar hafa sjálfstæðis- * menn sýnt, að þeir eru | óhræddir við að hið svo- ■ nefnda Ármannsfellsmál ' verði skoðað ofan i | kjölinn. En þá bregður svo ■ við, að framsóknarmenn • og kommúnistar tefja fyr- | ir. Hvers vegna? Eru þeir > kannski hræddir um að • þær umræður sem orðið I hafa um hið svonefnda > Ármannsfellsmál og kröf- ' ur um að fjármál stjórn- I málaflokka verði opnuð, > leiði til þess að fjármál og I f járof lunarleiðir þeirra I eigin flokka komi til at- ■ hugunar? Sannast sagna ■ verður tregða þeirra i I nefndarmálinu ekki skilin . á annan veg. ___________________________I spurt & ----------------------- Hringið í síma 10100 milli kl. 16 og 17 frá mánudegi til föstudags og spyrjið um Lesendaþjónustu Morgunblaðsins. »______________________J A LÖGREGLAN EKKI AÐ FJARLÆGJA GLERBROT AF AREKSTURSSTAÐ? Valdemar Hansen, Skipholti 58, Reykjavfk spyr: ,,Ég hef tvisvar á skömmum tíma orðið fyrir þvf óhappi að hjólbarðar á bifreið minni hafa sprungið vegna glerbrota, sem ég ók yfir á stöðum, þar sem nýlega höfðu átt sér stað árekstrar. Ég vil því spyrja lög- regluna hvort hún sé ekki skyldug til að fjarlægja gler- brot af árekstursstað en gler- brot þessi valda oft stórtjóni og hafa í för með sér aukna slysa- hættu?“ Óskar Ólason, yfirlögreglu- þjónn Umferðardeildar Lög- reglunnar í Reykjavík, svarar: „1 lögreglubilum eru til stað- ar verkfæri til að hreinsa upp glerbrot eftir árekstur og nota lögregluþjónar þau til að hreinsa burt glerbrot á árekst- ursstað og ef um meiri háttar óhapp er að ræða kallar lögregl- an til starfsmenn Reykjavíkur- borgar, sem hreinsa þá gler- brot. Ekki er óalgengt að menn, sem lenda í árekstrum gera sjálfir upp sín mál og kalla þar a*f leiðandi ekki til lögreglu. Þá er vert að geta þess að um helg- ar er mikið um glerbrot f ná- grenni veitingahúsanna af völdum flöskubrota. Þessi mað- ur hefði átt að gera lögreglunni viðvart um þessi glerbrot og koma þannig í veg fyrir að aðrir yrðu fyrir tjóni af þeirra völd- um.“ AF HVERJU ERU NOTKUNARREGLUR FJARLÆGÐAR AF LYFJAUMBÚÐUM? Asgeir Loftsson, Miklubraut 5, Reykjavlk spyr: Hvers vegna eru notkúnar- reglur lyfja fjarlægðar af um- búðum lyfja, þegar þau eru af- greidd úr lyfjaverzlunum hér á landi en slikar leiðbeiningar fylgja ávallt á fleiri en einu tungumáli erlendis, hversu sak- laust, sem lyfið kann að vera og virðist þetta vera mikið öryggis- atriði fyrir neytendur? Almar Grímsson, deildar- stjóri I Heilbrigðis- og Tryggingaráðuneytinu svarar: „Samkvæmt lyfsölulögum nr. 30/1963 eru bannaðar hvers konar auglýsingar lyfja, lyfja- vöru, læknis- og lækninga- áhalda nema sérstaklega fyrir Iæknum og lyfjafræðingum og þá á þann hátt að ekki sé líklegt að auglýsingin komi almenn- ingi fyrir sjónir. Fylgiseðlar með lyfjum fara oft I bága við þetta ákvæði. Það er ekki rétt að fylgiseðlar með lyfjum séu ávallt teknir úr umbúðum fyrir afhendingu. Þegar um er að ræða lyf, sem sérstakra notkunarfyrirmæla þarf við t.d. vegna sérstakra umbúða, þá er beinlínis fyrir mælt, að slikar upplýsingar fylgi til sjúklings. A þetta t.d. við um astmalyf til innúðunar. Þegar sjúklingur telur sig skorta upplýsingar um skömmt- un ber honum að snúa sér til viðkomandi læknis. Lyfjafræð- ingur í viðkomandi Iyfjabúð getur veitt upplýsingar um lyf sem seld eru án lyfseðils. Jafn- framt getur sjúklingur snúið sér til lyfjafræðings ef hann er í vafa um geymslu eða aðra meðferð lyfsins." VAR DÆMT EÐA EKKI? Kristleifur Einarsson, Smyrlahrauni 66, Hafnarfirði, spyr: „í knattspyrnuleik á Laugar- dalsvellinum milli Vals og Akraness, 25. ágúst sl. gerðist umdeilt atvik. 1 einni sóknar- lotu Akurnesinga barst boltinn inn að marklfnu Vals og þar upphófst hinn mesti slagur. Vildu margir segja að boltinn hefði farið i mark Valsmanna en aðrir að brotið hefði verið á markmanninum. Ég vil fá úr því skorið hvort eitthvað hafi verið dæmt þarna en f skrifum dagblaðanna um leik þennan, öllum nema Morgunblaðinu, var sagt að ekkert hefði verið dæmt. Ástæða þessarar spurn- ingar er að ég og kunningi minn erum ekki á sama máli um þetta umdeilda atvik en ég vil halda því fram að ekkert hafi verið dæmt þarna og það var ekki fyrr en einn eða fleiri menn úr Valsliðinu fóru að rffast við línuvörðinn að dómar- inn kom aðvifandi. Stöðvaði leikinn, bókaði einn leik- manninn og Valsmenn fengu aukaspyrnu?" Þorvarður Björnsson, dómari i þessum leik, svarar: „Ég dæmdi á sóknarmann Akurnesinga fyrir að brjóta á markmanninum." Ný sending af ÓDÝRU Stoshiba sjónvarpstækjunum komin 10" sjónvarpstæki fyrir 1 2 og 220 volt. Verð kr. 47.165,— 12" sjónvarpstæki fyrir 12 og 220 volt Verð kr. 49.020 — EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTADASTRÆTI 10A SÍMI 1 -69-95 NÚ ER m UTSÖLU MARKAÐURINN Í NÝJU HÚSNÆÐI AÐ LAUGAVEGI 66 l sama húslvlð hllölna á verzlun okkar Otrúlegt vöruúrval á frábærlega góðu verðil!!! []] Terelyne & ullarbuxur í miklu úrvali j | Föt með vesti Pils og kjólar j | Bolir [J Stakir kvenjakkar j j uTFO flauelisbuxur. o Nú er hægt að gera reyfarakaup áff^ TÍZKUVERZLUIM UNGA FÓLKSINS ^KARNABÆR Útsölumarkaöurinn, Laugavegi 66, sími 28155 /l'S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.