Morgunblaðið - 25.09.1975, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1975
Þeir veiöa stórþorsk við bryggj-
una, en kerfið hefur ekki kjveikl
Ingibjörg Þórhallsdóttir
Kaupfélagi Langnesinga
Bryggjan á Bakkafirði. Innarlega á bryggjunni er bátakraninn, sem lyftir trilluflotanum á þurrt þegar
sjðr er ókyrr, en stóra skarðið f brimbrjótinn handann við kranann, þar sem tveir menn eru að vinna,
brotnaði er brotsjór reið yfir bryggjuna s.l. vetur. Brotið liggur ennþá innan hafnar til vandræða fyrir
heimamenn.
Bakkafirði
Það er hægt að veiða stór-
þorsk við bryggjusporðinn á
færi, fengsæl fiskimið eru
steinsnar frá þorpinu og þar
býr duglegt fólk sem vill fram-
farir og þróun í nýtingu gjöf-
ulla fiskimiða og sama er að,
segja um landgæðin, þau bjóða
upp á ágætisbúskap ef rétt er á
málum haldið. Aflaverðmæti
sjávarafurða frá þessum stað,
Bakkafirði, voru 30—40 millj.
kr. sl. ár og verðmæti land-
búnaðarafurða um 15—20
millj. kr. AIIs er þarna um að
ræða 500—600 þús. kr. á mann í
verðmætaöflun og er það með
því mesta á landinu ef ekki
hreinlega það mesta. Nú skildi
maður ætla að slíkum stað væri
sinnt cðlilega af opinbera kerf-
inu, sem hvarvetna er með
fingurna til bæja og sveita.
Nei, Bakkafjörður hefur
gleymzt að mestu, hann er
stikkfrf, það er ýtt undir kyrr-
stöðuna. Það eru ekki margir
fbúar f hreppnum, liðlega eitt
hundrað, en ef bryggjan yrði
lengd þar og hafnaraðstaðan
bætt, eru allir möguleikar opn-
ir fyrir fjölmenna byggð, sem
öruggt er að borgar sig. Þótt
okkar opinbera kerfi sé yfir-
leitt allt of seinvirkt þá er það
að mörgu leyti opið fyrir ýmis-
konar tilþrifum, en því miður
hefur það allt of lengi verið allt
of lokað gagnvart skynsömum
ráðstöfunum f sjávarútvegi og
eitt lítið en gott dæmi þar um
er höfnin á Bakkafirði. Þar er
ágætis bryggjuhaus svo langt
sem hann nær, en bara allt of
stuttur til að þar sé örugg höfn
með eðlilega möguleika. ! lok
sfldaráranna var reist á Bakka-
firði 600 mála sfldarbræðsla til
að gleypa kúfinn. Hvað svo?
Hún var seld burtu og bakk-'
firzkir sjómenn þurfa ennþá að
salta allan sinn afla. Fólk f
þéttbýlinu talar oft um að það
borgi sig ekki að vera að leggja
lið þessum litlu stöðum úti á
landsbyggðinni. Þetta er kyn-
legt sjónarmið, en að sumu
leyti ekki óútreiknanlegt, þvf
flestir þessara staða byggjast á
fiskveiðum og það þykir yfir-
leitt ekki nógu skemmtilegt
umræðuefni á Stór-
Reykjavíkursvæðinu að ræða
útgerð og fiskvinnslu. Því veit
fólk afskaplega Iftið um þessi
mál og fjöldi fólks trúir þvf
meira að segja að sjávarút-
vegurinn sé baggi á þjóðarbú-
inu. Hitt er svo að margir þess-
ara staða geta sjálfum sér um
kennt að nokkru, því þeir hafa
ekki verið nógu ákveðnir og
háværir f kröfum sfnum, þótt
auðvitað ætti að vera hægt að
vinna mál skynsamlega og án
hávaða. Til fróðleiks og
skemmtunar um ástand og
möguleika f einu litlu hrepps-
félagi, koma hér á eftir atriði
sem séra Sigmar I. Torfason
prófastur á Skeggjastöðum og
oddviti hreppsins reit í kynn-
ingarrit um félags- og atvinnu-
mál f Austurlandskjördæmi.
BAKKAFJÖRÐU
(SKEGGJASTAÐAHREPPUR):
Fvrrum miklu stærri byggð.
I þorpinu búa um 56 íbúar,
en í sveitarfélaginu bjuggu alls
124 íbúar 1. des. s.l. Árið 1960
voru íbúarnir 175. Skeggja-
staðahreppur í Norður-
Múlasýslu er nyrsti hreppur
Austurlands. Hann tekur yfir
strandlengjuna frá Skammdals-
höfða, utan Gunnólfsfells á
Langanesi, að Stapaá á austan-
verðu Digranesi (milli Viðvík-
ur og Strandhafnar).
Hreppur þessi var fyrrum
miklu stærri, sem sjá má af
frásögn Landnámu um
landnám Gunnólfs og af öðrum
heimildum um mörk fjórðunga
og biskupsdæma á Skoruvíkur-
bjargi, en árið 1841 var sá hluti
hreppsins, er náði yfir mikinn
hluta Langaness, lagður til
Norður-Þingeyjarsýslu og er nú
í Sauðaneshreppi. Byggðin í
Skeggjastaðahreppi ber þó enn
hið forna heiti Langanes-
strandir eða Langanesströnd.
ATVINNUMÁL:
Ónotaðir útvegsmöguleikar
— góðar jarðir f eyði
Heimabátar byrja grásleppu-
veiði um miðjan apríl. Hrognin
eru söltuð. Þeirri veiði lýkur í
júní og er þá byrjað með hand-
færi og sfðar með línu, nokkrir
hafa þorskanet. Að jafnaði lýk-
Við smelltum þessari mynd af
Ingibjörgu Þórhallsdóttur f
verzluninni á Bakkafirði, en
hún var að setja bensfn á
nokkra brúsa, hress og dug-
mikil eins og Bakkafjörður
býður upp á.
99
Að ngta land-
kosti íslands,
eða ekki
•99
Unga kynslóðin á Bakkafirði byrjar snemma að taka til hendinni og það stóðu aldeilis hendur fram úr
ermum hjá þessum félögum sem léku sér f vænu moldarbarði með skóflur, hjólbörur, bfl og allt
tilheyrandi.
FLUGBRAUT:
Flugvallarbætur
björguðu mannslffum
Um 1957 var gerður sjúkra-
flugvöllur vestan við bæinn
Djúpalæk, nærri miðri sveit.
Kom hann að liði við að bjarga
lffi nokkurra fársjúkra manna
en þótti síðar svo ófullkominn,
að notkun var bönnuð, enda
þótti staðarval eigi hafa vel
tekist. Haustið 1972 var gerð
600 metra löng flugbraut í
landi jarðarinnar Bakka og er
flugbrautin um 2 km frá þorp-
inu. Flugfélag Austurlands á
Egilsstöðum heldur uppi áætl-
unarferðum þangað þrisvar í
Framhald £ bls. 25.
Skeggjastaðahreppi
ur veiðitíma í byrjun október,
það fer þó eftir veðráttu.
Undanfarin sumur hafa verið
gerðir út frá Bakkafirði 12—15
trillubátar.
Ekki hefir verið reist hér
frystihús, en einn þorpsbúa,
Hilmar Einarsson á Sólbakka,
hefir stofnsett og rekið saltfisk-
verkun nokkur ár, sem kom í
góðar þarfir og veitti atvinnu
fólki, sem ella hefði þurft að
sækja hana til annarra byggðar-
laga. Hilmar fékk keypt af
Ríkisábyrgðasjóði hús síldar-
verksmiðju, sem reist var hér
seint á síldveiðiárunum, en
ekki fullgerð, hús þetta nýtist
nú til fiskverkunar. Þegar
gæftasamt er og góður afli fást
góðar tekjur á hinum stutta út-
gerðartíma, en margir fara að
heiman á vetrum til vinnu eða
náms.
Heildarverðmæti sjávarafla
árið 1973 var 25,0 milljónir
króna, eða sem næst 446.000,00
kr. á hvern íbúa þorpsins.
Þó að Skeggjastaðahreppur
hafi bæði fyrr og nú fengið
verulegan hluta síns bjargræðis
af sjávargangi og eigi þar ónot-
aða mikla möguleika, þá hefir
sveitin einnig góð skilyrði til
landbúnaðar. Viðlendu
heiðarnar, sem liggja að byggð-
inni, reynast ákjósanlegt hag-
lendi fyrir sauðfé, enda er væn-
leiki sauðfjár með ágætum.
Ræktunarskilyrði eru mikil og
víða ágæt, einkum siðan góð
tæki komu til landþurrkunar.
Vegna lélegra vega til mjólkur-
flutninga geta bændur ekki
haft mjólkurframleiðslu nema
til heimilisnota. Bústofn er þvi
mestmegnis sauðfé. Vorið 1974
voru i hreppnum 17 bændur á
14 jörðum. Bústofn var sem hér
segir: sauðfé 3.250 nautgripir
25 hross 23. Sum búanna eru
mjög smá. Kemur þar ýmislegt
til, hár aldur sumra bænda,
heilsubrestur o.fl. Telja má í
eyði a.m.k. 11 jarðir og jarðar-
hluta. Af þeim eru a.m.k. 6 vel
fallnar til búskapar, þó að bæði
þurfi þar að efna til bygginga
og ræktunar til viðbótar því,
sem er. Ekki hafa jarðir þessar
verið til sölu, nema þrjár þeirra
seldust vegna veiðiréttinda í
ám. Fram að þessu hefir litlum
sveitarfélögum verið ofviða að
fara í kappboð við slíka kaup-
endur.
IIÖFNIN:
Miklir möguleikar
með hafnarbótum
Mikið aðdýpi er við lending-
una á Bakkafirði og hrein og
skerjalaus leið að bryggju, sem
strandferðaskip og önnur skip
leggjast að, þegar fært reynist.
Hefir öll aðstaða batnað við
lengingu bryggjunnar og
mundi stórum batna við meiri
lengingu.
Þar sem setja þarf báta upp á
land um vetrartimann og
einnig í stórviðrum á sumrum,
er útgerð úr þorpinu einungis á
litlum vélbátum, en síðustu
árin færist í vöxt, að stærri
handfærabátar sunnan af
Fjörðum, sem fiska við Langa-
nes, leggi hér daglega upp fisk
til söltunar. Hafa skipstjórar
slíkra báta talað um að þeir
vildu setjast að á Bakkafirði, ef
þeir gætu fengið þar húsnæði
og mættu vænta framhalds á
hafnarbótum.