Morgunblaðið - 25.09.1975, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.09.1975, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1975 13 Albert Kemp: Fáskrúðsfjarðarundrin KOMMAR eru seigir við að eigna sér annarra verk að vel- ferðarmálum, enda má lesa I fræðum Maos formanns hvern- ig beita eigi áróðri i því skyni. Undanfarið hefir læknirinn á Fáskrúðsfirði, Jón Aðalsteins- son, staðið fyrir undirskrifta- söfnun á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Eru það undir- skriftir til stuðnings þeirri sjálfsögðu kröfu að sem fyrst rísi fullbúin heilsugæzlustöð á Fáskrúðsfirði. Það er f rauninni furðuleg skoðun ef læknirinn heldur að það þurfi að sanna sérstaklega fyrir stjórnvöldum, að heima- menn standi, saman um að fá fullkomna heilsugæzlustöð. Enda er það ekki tilgangurinn með undirskriftasöfnuninni heldur sá, og sá einn, að reyna að samfæra heimamenn um að hann sjálfur sé hinn mikli bar- áttumaður fyrir heilsugæzlu- stöðinni. Það vill nefnilega þannig til að ýmis umsvif doktorsins og dreifibréf frá honum fyrr á árinu bentu eindregið til að honum væri annað ofar í huga en bygging sérstakrar stöðvar. Hann barðist sem sé á hæl og hnakka fyrir því að kjallarinn í íbúð hans yrði innréttaður sem heilsugæzlustöð. Sagði I dreifi- bréfi að fjárveiting upp á 3—4 milljónir (sem hefði hvergi nærri hrokkið til) lægi á borð- inu ef heimamenn óskuðu eftir. Fór hann mörgum svívirðingar- orðum um núverandi meiri- hluta hreppsnefndar í Búðar- hreppi- fyrir að hafna kjallara- leið hans þar sem það holu- sjónarmið hans hefði örugglega orðið til að seinka um ófyrir- sjáanlegan tfma að hafizt væri handa um byggingu sérstakrar heilsugæzlustöðvar. Þvf skal fagnað hér að læknirinn Jón Aðalsteinsson hefir snúizt frá villu sfns vegar og fylgir nú alveg þeirri leið, sem meirihluti hreppsnefndar Búðahrepps og allur þorri íbúa í hreppnum og hinum tveimur, sem í hlut eiga og forystumenn þeirra fylgja eindregið, en það eru Stöðvarhreppur og Fáskrúðsfjarðarhreppur. Það er sjálfsagt að við heimamenn reynum að gleyma því sem fyrst að læknirinn okkar var fyrir skemmstu ekki háleitari en svo að vilja toga heilsu- gæzlustöð okkar inn í kjallar- ann hjá sér. Hins vegar var læknirinn aðeins of seinn í snúningum, þar sem vilyrði fyrir fjárveitingu vegna sér- stakrar heilsugæzlustöðvar höfðu fengizt hjá réttum aðilum áður en hann skipti um , skyrtu og tók undirskrifta- sprettinn. KRAFTMIKLA RYKSUGAN FRA Electrolux ER SÉRLEGA STERKBYGGÐ ENDA ÆTLUÐ TIL NOTKUNAR Á STÆRRI FLETI, SVO SEM: SKRIFSTOFUR, HÓTEL, SKÓLA, SJÚKRAHÚS, VERZLANIR, TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR 2mótorar, samtals, samtals 1 100 wött. loftflæði 3,9 rúmm. Sogkraftur 270 wött max. Rúmtak rykpoka 10 Itr. Verð kr. 52.200. © Vdrumarkaðurinn h t. 1 Ármúla 1A. Húsgagna og heimilisd. S-86-112 Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d. S-86-113 VOLVO N10 VÖRUBÍLAR Verð: Kr. 7.8 milljón Innifalið: 16 gíra gírkassi og 10 hjólbarðar Vinsamlegast hafið samband við Jón Þ. Jónsson. Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 argus

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.