Morgunblaðið - 25.09.1975, Side 16

Morgunblaðið - 25.09.1975, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1975 Þetta er tillöf!uupparattur Vffils Magnússonar, arkitekts að fyrirhuguðum byggingum Armannsfells á lóðinni á horni Grensásvegar og Hæðargarðs. Neðri myndin sýnir hliðina, sem snýr út að Grensásvegi — hin efri er sú, sem snýr að Hæðargarði. Ekki er um endanlegar teikningar að ræða. W Greinargerö borgarstjóra um lóðaúthlutun til Armannsfells: Byggð á málefna- legum grundvelli Engin annarleg sjónarmið að baki Ég hef um skeið dvalið erlendis, fyrst í opinberum erindum og síðan f sumarleyfi með fjölskyldu minni. Ég fékk því ekki heildarmynd af blaðaskrifum, fyrr en við heimkomu mína s.I. sunnudag. Miklu moldviðri hefur verið þyrlað upp vegna ákvörðunar meirihluta borgar- ráðs um að úthluta byggingarlóð á horni Hæðargarðs og Grensásvegar til Byggingarfélagsins Ármannsfells h.f. Þar sem ýmis skrif og fullyrðingar I þessu máli hafa verið mjög villandi og staðreyndir málsins hafa ekki allar komið fram, þykir mér rétt að gera itarlega grein fyrir málinu í heild. Aðdragandi skipulags . Þann 15. okt 1973 var gerð eftirfarandi bókun í skipulagsnefnd: „Rætt um frágang á opnu svæði við Garðsenda. Samþykkt að taka til athugunar frágang á afgangssvæð- um vestan Elliðaár, sunnan Miklubrautar, austan Kringlumýrarbrautar, norðan Bústaðavegar.“ Á s.I. voru fór ég ásamt nokkrum embættismönnum borgarinnar í skoðunarferð til að athuga ónotuð svæði á þessum slóðum. Taldi ég mikilvægt, ef unnt væri að þétta nokkuð byggð á þessu svæði til að nýta sem bezt þá aðstöðu, sem þar er þegar fyrir hendi af hálfu borgarinnar. Auk mín voru í þessari ferð borgarverk- fræðingur, skipulagsstjóri og skrifstofustjóri borgar- verkfræðings. Skoðunarferð þessi var ein af mörgum, sem við borgarverkfræðingur förum með öðrum em- bættismönnum um borgina Eitt þessara svæða er spildan norðan Hæðargarðs og austan Grensásvegar. Var þá ákveðið, að skipulagsstjóri ynni að tillögugerð að skipulagi á svæðinu, auk fleiri staða, sem við skoðuðum. Var um það rætt sérstaklega, að þarna mætti reisa einbýlishúsa- eða raðhúsabyggð, en við vorum sammála um, að ekki væri æskilegt að ! setja stærri fjölbýlishús á þetta svæði með tiliiti tíl j nágrannabyggðar. Um líkt leyti komu til mín í almennan viðtalstíma forsvarsmenn Byggingarfélagsins Ármannsfells h.f., og spurðust þeir sérstaklega fyrir um möguleika á úthlut- un þessarar lóðar til að byggja á henni fjölbýlishús. Tjáði ég forráðamönnum félagsins , að bygging fjölbýl- ishúss á þessu svæði kæmi ekki til greina, og því ekki líkur á, að félagið gæti fengið úthlutað lóð á þessum stað. Hinn 7. maf höfðu forráðamenn Ármannsfells h.f. samband við borgarverkfræðing og ítrekuðu fyrirspurn um möguleika á byggingu háhýsis á umræddu svæði. Borgarverkfræðingur tjáði þeim, að hann teldi slíka byggingu útilokaða á staðnum. Byggingarfélagið Ármannsfell h.f. mun sfðan hafa óskað eftir því við arkitekt sinn, Vífil Magnússon, að hann kynnti sér þetta svæði og gerði tillögur að íbúðar- húsabyggð á svæðinu. Þegar Vífill hafði gert sinn tillöguuppdrátt, snéru forráðamenn Ármannsfells h.f. sér til Alberts Guðmundssonar, borgarfulltrúa, og kynntu honum málið. Albert hafði samband við skipu- lagsstjóra, og í framhaldi af þvf fór fram fundur milli skipulagsstjóra, framkvæmdastjóra Ármannsfells h.f. og Vífils Magnússonar. Albert Guðmundsson skýrði mér frá þessu, og ræddi ég þá við skipulagsstjóra, sem tjáði mér, að hann hefði fengið í hendur skipulagshug- mynd Vífils Magnússonar og litist sér vel á hana f aðalatriðum, en hins vegar þyrfti tillagan nokkurrar breytingar við. Kvaðst hann myndu vinna að tillögugerð á þessum grundvelli og jafnframt leita aðstoðar Vifils Magnússonar um fullnaðarfrágang tillögunnar. Skipu- lagstillaga var síðan lögð fram í skipulagsnefnd þann 9. júní 1975. Var hún undirrituð af skipulagsstjóra, svo og Vífli Magnússyni. Skipulagsnefnd mun strax hafa litist vel á þá skipulagshugmynd, sem þarna kom fram, og var skipulagsstjóra á þessum fundi falið að kynna íbúum aðliggjandi húsa framkomna tillögu. Engar at- hugasemdir eða mótmæli frá þeim bárust vegna skipu- lagshugmyndarinnar. Þann 11. júní komu forráðamenn Ármannsfells h.f. í viðtalstíma til mín og skýrðu mér frá sínum aðgerðum í málinu og ítrekuðu ósk um að fá þessa lóð, ef sú skipulagshugmynd, sem þeir hcfðu komið fram með, yrði samþykkt. Tjáði ég þeim, að mál þetta yrði að fá efnislega meðferð i skipulagsnefnd, og endanleg sam- þykkt skipulags væri óháð þvf, hver fengi lóðarúthlut- un. Yrði að taka það fyrir sem sérstakt mál á eftir. Skipulagstillagan var síðan rædd á nokkrum fundum í skipulagsnefnd og að lokum samþykkt einróma þann 9. júlí, en nokkuð breytt frá því, sem hún hafði upphaf- lega verið. Tillagan var siðan lögð fyrir borgarráð, sem samþykkti hana einróma þann 15. júlí s.l. Jafnframt var leitað eítir og fengin staðfesting skipulagsstjórnar rík- isins á deiliskipulagi þessa svæðis. Samkvæmt skipulaginu er gert ráð fyrir 23 íbúðum í formi blandaðrar byggðar raðhúsa og fjölbýlishúsa, sem „Sannfærður um að stuðn- ingur Alberts var ekki tengd- ur fjárframlagi" eru sérstaks eðlis og teljast til nýjunga í byggingum hérlendis, þótt þau séu allþekkt viða erlendis. Ljóst er, að hér er um að ræða mun betri nýtingu svæðisins, en upphaflega hafði komið til orða í viðræðum okkar, sem fórum f skoðunarferðina um svæðið á s.l. vori. Meðan á þessari afgreiðslu stóð hjá skipulagsyfirvöld- um, sendi Byggingarfélagið Ármannsfell h.f. bréf til borgarráðs, sem var móttekið 10. júní 1975. Þar sækir félagið formlega um lóðina og segir i bréfi sinu: „Á lóð þessari hyggst félagið byggja nýstárlegt sambýlishús, sem sameinar helztu kosti einbýlis og fjölbýlis. Stefnt er að fullri nýtingu lóðarinnar, þó án þess að um ofnýtingu hennar sé að ræða, með þéttri vinalegri byggð á einni og tveim hæðum, sem fellur vel inn í umhverfi sitt. Með þessari byggingu er ætlunin að skapa staðlað, hagkvæmt og ódýrt húsnæði, sem þó um leið skapar þeim, sem þar koma til með að búa, mann- eskjulegt og fallegt umhverfi. Vifill Magnússon, arki- tekt, hefur að undanförnu unnið að hönnun ýmissa gerða sambýlishúsa, sem uppfylla þessa kröfu, fyrir Byggingarfélagið Ármannsfell h.f., og hefur að okkar áliti nýtt á mjög sérstæðan og skemmtilegan hátt þá möguleika, sem þessi lóð býður. Frumdrög að þessari lausn fylgja hér með, en tillaga um svipaða byggð hefur þegar verið til meðferðar hjá skipulagsstjóra, og að því er við bezt vitum, hlotið mjög jákvæðar undirtektir, bæði þar og eins á skipulags- nefndarfundi s.l. mánudag.“ Grænt svæði? Það hefur verið gagnrýnt sérstaklega í þessu máli, að skipulögð hafi verið ibúðarhúsabyggð á svæði, sem ætlað hafi verið sem útivistarsvæði. Það er rétt, að samkvæmt aðalskipulagi frá 1965 er svæði þetta merkt grænt svæði. Upphaflega mun lóð þessi hafa verið ætluð fyrir kirkjubyggingu, en siðar hafði kirkju verið valinn annar staður, og því var þetta svæði óráðstafað og merkt sem útivistarsvæði á aðalskipulagi. 1 áætlun um umhverfi og útivist, sem samþykkt var í borgarstjórn vorið 1974 var hins vegar horfið frá notk- un svæðisins til útivistar. Borgarstjórn hafði því þegar á árinu 1974 samþykkt að hverfa frá því, að þarna yrði grænt svæði, þannig að það getur ekki verið gagnrýnisefni nú, þó að eftir þeirri samþykkt hafi verið farið. Breytingar á notkun ákveðinna reita eða svæða hafa verið gerðar allmargar á aðalskipulaginu frá upphafi, og er því hér ekki um einsdæmi að ræða. Úthlutun lóðar Þegar hér var komið sögu og skipulagið var sam- þykkt, kom úthlutun lóðarinnar til ákvörðunar. Allmargir byggingaraðilar komu til greina við úthlut- un lóðarinnar, en það var mat tæknimanna borgarinnar,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.