Morgunblaðið - 25.09.1975, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 25.09.1975, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1975 17 að hér væru um eina lóð að ræða, sem erfitt væri að skipta á milli byggingaraðila. Við mat á þvf, hver fá skyldi þessa lóð, réð það mjög miklu f mínum huga, að Byggingarfélagið Armannsfell h.f. hafði komið fram með hugmynd að skipulagi, sem að mati þeirra er gerst þekkja, felur í sér verulega nýjung í íbúðabyggingum hér í borginni. Meirihluti borgarráðs féllst á þessa niðurstöðu, að eins og málinu var háttað væri eðlilegast og sanngjarnast, að Bygging- arfélagið Ármannsfell h.f. fengi þessa úthlutun. Hvers vegna ekki auglýsing? Það hefur verið gagnrýnt sérstaklega við meðferð þessa máls, að þessi eina lóð skyldi auglýst sérstaklega til úthlutunar, þannig að þeim sem áhuga hefðu, gæfist kostur á að sækja um hana. Því er til að svara, að^ í desember s.l. var auglýst lóðaúthlutun í Reykjavík, og var auglýsingin svohljóð- andi: „Reykjavikurborg mun á næsta ári, 1975, úthluta lóðum fyrir íbúðarhús, einbýlishús, parhús og fjölbýlis- hús. Meginhluti væntanlegrar úthlutunar verður í Seljahverfi. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar um lóðir til ráðstöfunar, svo og skipulagsúthlutunarskil- mála verða veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð. Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 27. desember n.k. Eldri umscknir þarf að endurnýja.“ Auglýsing þessi var um almenna lóðaúthlutun í Reykjavfk á þessu ári. Á þessum tíma var ekki séð fyrir um allar þær lóðir, sem kæmu til úthlutunar á árinu, og þvi var orðalagi auglýsingarinnar hagað á þennan ueg. 1 kjölfar þessarar auglýsingar fór fram umfangsmikil lóðaúthlutun fyrir einbýlis- og raðhús. Þeim fjölbýlis- húsalóðum, sem úthlutað hefur verið á árinu, hefur einnig verið úthlutað á grundvelli umsókna, sem fyrir lágu. Þannig hefur m.a. verið úthlutað lóðum i Vesturbæ þ.e. viðKaplaskjólsvegogHagamel.svoog endurúthlut un í Seljahverfi. Nefna má einnig sérstaka úthlutun til Breiðholts h.f. f lok maí s.l., þar sem Breiðholti h.f. var gefinn kostur á f jölbýlishúsalóð, sem í byrjun ársins var ekki talið að yrði byggingarhæf á árinu. Engin tillaga kom fram um að auglýsa þá lóð sérstaklega, en borgar- ráðsmönnum öllum þótti þó eðlilegt, að Breiðholt h.f., sem átti inni lóðarumsókn fengi úthlutað ofangreindri lóð, m.a. vegna þess, að félagið hafði byggt á næstu lóð og var vitað, að það hyggðist nota sömu uppdrætti aftur. Rétt er að taka fram, að Breiðholt h.f. og Ármannsfell h.f. starfa á mjög svipuðum grundvelli. Bæði hafa félögin byggt fbúðir til sölu á frjálsum markaði og bæði hafa félögin stundað allumfangsmikla verktakastarf- semi. Það er því á engan hátt óvenjulegt, að umrædd lóð var ekki auglýst sérstaklega. Borgaryfirvöld hafa á grundvelli auglýsingar, sem birtist um áramótin, upp- lýsingar um þá byggingaraðila, sem áhuga hafa á lóðum f Reykjavíkurborg, auk þess sem margir þeirra hafa fylgt eftir sínum umsóknum með viðtölum við borgar- stjóra, embættismenn borgarinnar, svo og einstaka borgarfulltrúa. Afskipti borgarstjóra af málinu Ég hef hér að framan rakið aðdraganda þess, að lóðin var skipulögð, svo og aðdraganda úthlutunar sjálfrar, og svarað gagnrýnisatriðum, sem fram hafa komið á opinberum vettvangi um það efni. Mér þykir rétt, að Skipulagshug- myndin veru- leg nýjung f íbúöabygging- um í borginni það komi fram, að ég hafði sem borgarstjóri engin áhrif á gerð skipulagsins sjálfs og f viðtölum við forráðamenn Ármannsfells h.f. komu ekki fram nein vilyrði af minni hálfu um lóðina, heldur tók ég skýrt fram, að skipulagið yrði skoðað, án tillits til þess hverjir fengju endanlega úthlutun. Skipulagsnefnd afgreiddi skipulagið á fagleg- um grundvelli og fulltrúar allra stjórnmálaflokka voru sammála um ágæti þess, bæði f skipulagsnefnd og í borgarráði. Skipulagið hafði hins vegar verið samþykkt og að því kom að úthluta lóðinni. Var það skoðun mfn, að Bygg- ingarfélagið Ármannsfell h.f. ætti að fá að njóta þess frumkvæðis, sem það hafði sýnt með því að koma fram með tillögu sem fæli í sér nýjung í byggingarstarfi í borginni. Uthlutun lóða fer í stórum atriðum á þann veg fram, að tveir embættismenn, sem skipa svo kallaða lóða- nefnd, fara yfir allar umsóknir um lóðir og undirbúa tillögur og upplýsingar fyrir borgarráð. Borgarstjóri er æðsti embættismaður borgarinnar og því hafa aðrir borgarstarfsmenn náið samráð við hann um allar meiri háttar tillögur eða ákvarðanir ekki sízt þær, sem lfklegt er að geti ofðið að pólitfsku ágreinings- efni í borgarstjórn. Með sama hætti er það jafn eðlilegt, að borgarstjóri komi hugmyndum sfnum eða tillögum um afgreiðslu mála til viðkomandi embættismanna. Er raunar erfitt að hugsa sér stjórnsýslu, án þess að slíkt samband myndist milli yfirmanna og annarra, sem vinna í þjónustu sömu stofnunar. Þegar meirihluti borgarráðs hafði fallizt á þá skoðun, að eðlilegt væri, að Byggingarfélagið Ármannsfell h.f. fengi þessa úthlutun, óskaði ég eftir því við skrifstofu- stjóra borgarverkfræðings, að hann gengi frá tillögu til borgarráðs um það efni. Ég var ekki viðstaddur borgar- ráðsfund, þegar tillagan var upphaflega lögð fram. Henni var frestað í viku og afgreidd sfðan á næsta fundi. Þá var ég heldur ekki viðstaddur vegna dvalar erlendjs. Engu að sfður ber ég fulla ábyrgð á þessari úthlutun. Ákvörðunin er tekin á fullkomlega málefna- legum grundvelli og engin annarleg sjónarmið lágu að baki. Ég gerði mér að sjálfsögðu grein fyrir, að hér var um umdeilanlega ákvörðun að ræða. Þannig er það ávallt um lóðaúthlutanir, þegar margir eru um boðið, að sitt sýnist hverjum, en ég tel, að í þessu efni hafi sú ákvörðun verið tekin, sem var sanngjörnust og réttlát- ust eins og á stóð. Pessi mynd er tekin á byggingarsvæði við Krummahðla 8 en þelrri lóð var úthlutað án sérstakrar auglýsingar til Breiðhoits hf. m.a. fyrir eindregna hvatningu frá borgarfulltrúa Alþýðuflokksins, sem mælti með úthlutun lóðar- innar án sérstakrar auglýsingar. Um verktakaviðskipti Æ Armannsfells hf. við borgarsjóð Á árunum 1966 til 1972 tók Armannsfell h.f. að sér að reisa 5 byggingar fyrir borgarsjóð, þ.e. Langholtsskóla, 3. byggingarstig, Gagnfræðaskóla verknáms, 3. áfanga, Breiðholtsskóla, Hjúkrunarheimilið við Grensásveg og Fellaskóla. Samningar um allar þessar byggingar voru byggðir á útboðum, og var Ármannsfell h.f. lægstbjóð- andi f öllum tilvikum, og í heild voru tilboð Ármanns- fells h.f. verulega undir kostnaðaráætlunum, eða sam- tals um kr. 29,6 millj. miðað við verðlag á hverjum tfma. Fært til núgildandi verðlags væri þessi mismunur veru- lega meiri, en tilboð félagsins voru í heild tæplega 90% af áætluðu kostnaðarverði bygginganna. Sérstök gagnrýni hefur komið fram í dagblöðum að undanförnu á framkvæmd verksamnings við Ármanns- fell h.f. um byggingu Fellaskóla, og þykir því rétt að gera nánari grein fyrir henni. Samningur við Ármannsfell h.f. um byggingu Fella- skóla var gerður 17.2. 1972. Tilboðsverð var kr. 123.059 þús., en kostnaðarverð var áætlað kr. 136.880 þús. Annað tilboð barst í verkið, og var það að upphæð kr. 202.224 þús. 1 þessum fyrsta verksamningi var lögð megináherzla á að fá til notkunar 8 kennslustofur fyrir 1. okt. 1972. Við þetta var staðið og bættust 4 kennslu- stofur við þennan áfanga þ. 10. okt. Aætlun þessi var byggð á því, sem þá var sannast vitað um þörf fyrir skólahúsnæði i hverfinu. Sfðan átti að skiia fþróttahúsi fullbúnu fyrir áramót 1973 — ’74 og því sem eftir var af barnaálmu fyrir 1. sept. 1973. Byggingu barnaálmunnar lauk samkv. áætlun. I októbermánuði 1972 var ljóst, að fólk flyttist mun hraðar í hverfið, en ráð hafði verið gert fyrir, og myndi því verða skortur á kennslurými skólaárið ’73 — ’74 væri verksamningurinn framkvæmdur óbreyttur. Þ. 16. nóv. 1972 var gerður viðbótarverksamningur við Armannsfell, en í honum er lögð áherzla á að fá f notkun 2. hæð unglingaálmu 1. okt. 1973, eða ári fyrr en upphaflegur samningur gerði ráð fyrir. Jafnframt var þá umsamið, að íþróttahúsið yrði tilbúið 1. sept. 1974, sem var frestun um 8 mánuði. A raiðju ári 1973 var orðið ljóst, að verktakinn væri orðinn á eftir áætlun og myndi ekki geta staðið við það að skila 2. hæð ynglingaálmu á áður tilgreindum tfma. Verktakinn gaf þær skýringar, að veðrátta veturinn 1972 — 1973 svo og vinnuaflsskortur hefði valdið verk- töfum. Skv. ákvæðum verksamnings verður ekki vé- fengt, að verktaki átti rétt á framlengingu skilafrests vegna veðráttunnar, en ekki vegna vinnuaflsskorts. Eina úrræðið til að koma í veg fyrir verulega röskun á skólahaldi í Fellahverfi haustið 1973 var að ráðast í innréttingu á kjallara unglingaálmu. Skv. verksamningi átti verktakinn að skila þessu húsnæði óinnréttuðu. Á grundvelli einingarverða tilboðs hans var samið sérstaklega um þetta verk og nam sú upphæð kr. 9.998 þús., miðað við verðlag 16.8. 1973. Verki þessu skilaði verktakinn um 1. okt. 1973. Þá var jafnframt ákveðið, að 2. hæð unglingaálmu skyldi skila fullbúinni 1. sept. 1974, svo sem upphaflega hafði verið um samið. Jafnframt skilaði verktaki 1. hæð álmunnar 1. sept. 1974 í stað 1. sept. 1975 svo sem staðið hafði f upphaflegum verksamningi. Hins vegar tafðist afhending íþróttahúss fram til ágústmánaðar 1975. Eins og nú hefur verið rakið hefur borgarráð fjallað um tvær breytingar á verksamningi við Ármannsfell h.f. um byggingu Fellaskóla. Fyrri breytingin var gerð vegna brýnna þarfa borgar- innar, og var hún ásamt greiðslu til verktakans, sem af henni leiddi, samþykkt samhljóða og án athugasemda í borgarráði 31. okt. 1972. Síðari breytingin verður vegna verktafa, sem að hluta verða að skrifast á reikning verktaka, en rétt er að undirstrika, að verkið, sem þá var um samið (innrétting kjallara), var ekki i upphaf- legum verksamningi, og greiðslur fyrir það voru ákveðnar á grundvelli tilboðsverðs verktakans, sem var lægra en áætlað kostnaðarverð. Ljóst er, að kjallara unglingaálmunnar verður að nýta um ófyrirsjáanlega framtfð fyrir almenna kennslu. Stafar það af barnafjölda í Fellahverfi, sem er eins og f öðrum nýjum hverfum borgarinnar langt umfram þá staðla, sem skólahúsnæði er byggt eftir. Innréttingin hefði þvf reynzt nauðsynleg síðar, þótt ekki hefði komið til tafa við verkframkvæmdir. Lokauppgjör við verktakann stendur nú yfir og er skv. venju f höndum byggingardeildar borgarverkfræð- ings og borgarendurskoðunar. Framlag í húsbygging- arsjóð Sjálfstæðis- flokksins Því hefur verið haldið fram og það gagnrýnt harka- lega, að náið samband sé á milli þessarar lóðaúthlutu.n- ar og meints framlags Byggingarfélagsins Ármannsfells h.f. til húsbyggingarsjóðs Sjálfstæðisflokksins. Að þvi er sjálfan mig snertir vil ég taka það fram, að i störfum mínum sem borgarstjóri hef ég aldrei tekið tillit til þess, hvaða stjórnmálaflokki þeir tilheyra, sem til min leita. Borgarstjóri er starfsmaður allra borgarbúa, og allir borgarbúar eiga að geta treyst þvi, að borgarstjóri taki á málum þeirra, án tillits til stjórnmálaskoðana. Ég vil og taka fram, að ég á ekki sæti í neinum þeim stofnunum innan Sjálfstæðisflokksins, sem annast um fjármál hans, þ.e. hvorki í fjármálaráði né í hús- byggingarnefnd Sjálfstæðisflokksins. Ég fylgist þvi ekki með þvi og læt mig ekki varða, hverjir greiða Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.